Tíminn - 13.02.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.02.1982, Blaðsíða 15
Laugardagur 13. febrúar 1982. flokksstarfid gudsþjónustur ____________________________________Í5 Ijóri Framsóknarfélag Austur-Skaftfellinga hefur ákveðið að prófkjör skuli ráða vali frambjóðenda á lista flokksins til næstu sveitarstjórnarkosninga. Þeir sem hafa hug á að skipa sæti á prófkjörslistann hafi samband við undirritaða íyrir 15. febr. Sverrir Guðnason Sveinn Sighvalsson Framsóknarfélag Patreksfjarðar Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 13. febrúar n.k. kl. 14.00 i kaffistoíu HP. Steingrimur Hermannsson mætir á fundinn. Stjórnin Almennur fúndur um sjávarútvegsmál veður haldinn á Patreksfirði laugardaginn 13. febrúar n.k. kl. 16.00 i kaffistofu HP. Allir velkomnir. Steingrimur Ilermannsson Aðalfundur framsóknarfélags Garða- bæjar og Bessastaðahrepps verður haldinn i Goðatúni 2, mánudaginn 15. febr. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Framboðsmálin. 3. önnur mál. Mætum vel og sýnum samstöðu. Stjórnin. F.F.K. Aðalfundur félags framsóknarkvenna verður að Hótel Heklu Rauðarárstig 18. mánudaginn 15. febr. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Ath. aðtillögum um formann og stjórn félagsins skal skiia til skrifstofu flokksins fyrir 12. febr.. Mætið vel. Nýir félagar eru hvattir til að koma og kynnast störfum félagsins. Stjórnin. Aðalfundur Framsóknarfélags Sel- tjarnarness. verður haldinn i félagsheimilinu Seltjarnarnesi fimmtu- daginn 18. febr. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Aðalfundarstörf. 2. Framboð til bæjarstjórnar og hugsanlegt samstarf við aðra flokka. Avarp Jóhann Einvarðsson alþingismaður. Stjórnin Arnesingar Alþingismennirnir Þórarinn Sigurjónsson og Jón Helga- son verða til viðtals og ræða landsmálin i Félagsheimili Hrunamanna Flúðum, þriðjudaginn 16. febr. kl. 21.00. Allir velkomnir. Prófkjör i Njarðvík Framsóknarfélagið i Njarðvik heíur ákveðið að taka þátt i • sameiginlegu prófkjöri með Alþýðubandalagi, Alþýðu- flokknum og Sjálfstæðisflokknum veena bæjarstjórnar- kosninga i vor. Prófkjörið fer fram 12. og 13. febr. n.k. Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 13. febrúar nk. hefur Magnús Bjarnfreðsson framsögu um þróun i frétta- flutningi. Að framsögu lokinni svarar Magnús fyrirspurnum. Að venju er fundurinn haldinn i kaffiteriu Hötels Heklu kl. 3.00 og er öllum op- inn. S.U.F. Viðtalstimar Framsóknarflokksins i ReykjaVik hefjast aftur að Rauðarárstig 30, laugardaginn 13. febr. kl. 10-12.00. Þá verða til viðtals Guðmundur G. Þórarinsson, alþingis- maður og Sigfús Bjarnason stjórnarmaður i Æskulýðs- ráði Reykjavikur. J Guösþjónustur i Reykjavikur- prófastsdæmi sunnudaginn 14. febrúar 1982. Bibliudagurinn. Arbæjarprestakall Barnasamkoma i Safnaðar- heimili Arbæjarsóknar kl. 20.30 árdegis. Guðsþjónusta i Safnaðarheimilinu kl. 2. Bibliú- dagurinn. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Asprestakall Messa að Norðurbrún 1, kl. 2. Aðalfundur Hins isl. Bibliufélags eftir guösþjónustuna. Sr. Arni Bergur Sigurbjörnsson Breiðholtsprestakall Barnasamkoma kl. 11 árdegis. Messa kl. 14 i Breiðholtsskóla. Bibliudagurinn. Sr. Lárus Hall- dórsson. Bústaðakirkja Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 2. Organleikari Guðni Þ. Guömundsson. Æskulýösfélags- fundur mánudag. Félagsstarf aldraöra á miövikudag milli kl. 2 og 5. Sr. Glafur Skúlason, dóm- prófastur. Digranesprestakall Barnasamkoma I Safnaöar- heimilinuviö Bjarnhólastig kl. 11. Guösþjónusta i Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Messa kl. 11. Sr. Hjalti Guö- mundsson. Messa kl. 2. Einar Birnir framkv.stj. prédikar, Ing- veldur Hjaltested syngur einsöng. Foreldrar fermingarbarna flytja bæn og ritningartexta. Sr. Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friöriksson. Kl. 3 hefst kaffisala Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar á Hótel Loftleiöum. Strætisvagn fer þangaö frá Dómkirkjunni aö messu lokinni. Landakotsspltali Messa kl. 10. Organleikari Birgir As Guömundsson. Sr. Þórir Step- hensen. Elliheimilið Grund Messa kl. 10. Sr. Þorsteinn Björnsson. Fella- og Ilólaprestakall Laugardagur: Barnasamkoma I Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnu- dagur: Barnasamkoma i Fella- skóla kl. 11 f.h. Guðsþjónusta I Safnaöarheimilinu aö Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Samkoma n.k. þriðju- dagskvöld i Safnaöarheimilinu kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. Grensáskirkja Barnasamkoma kl. 11. Guösþjón- usta kl. 14. Fræöslukvöld mánu- dag kl. 20.30. Almenn samkoma n.k. fimmtudag kl. 20.30. Sr. Hall- dór Gröndal. Hallgrimskirkja Messa kl. 11, biskup Islands hr. Pétur Sigurgeirsson prédikar, sr. Karl Sigurbjörnsson þjónar fyrir altari. Messa kl. 2 fyrir heyrnar- lausa og aðstandendur þeirra. Sr. Myako Þóröarson. Þriðjudagur 16. febr. kl. 10.30 fyrirbænaguðs- þjónusta, beöiö fyrir sjúkum. Kirkjuskóli barnanna á laugar- dag kl. 2 i gömlu kirkjunni. Landsspitalinn Messa kl. 10. Sr. Karl Sigur- björnsson. Háteigskirkja Barnaguösþjónusta kl. 11. Sr. TómasSveinsson. Messa kl. 2. Sr. Arngrimur Jónssón. Kársnesprestakall 'Barnasamkoma I Kársnesskóla kl. 11 árdegis. Guösþjónusta i Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Arni Pálsson. Langholtskirkja Óskastund barnanna kl. 11. Söng- ur, sögur Siguröur Sigurgeirsson, myndir. Guösþjónusta kl. 2. Biblludagurinn. Organleikari Jón Stefánsson, prestur sr. Siguröur Haukur Guöjónsson. Sóknar- nefndin. Laugarneskirkja Barnaguösþjónusta kl. 11. Messa kl. 2. Bibliudagurinn. Þriöjudag- ur 16. febrúar, bænaguösþjónusta kl. 18. Æskulýösfundur kl. 20.30. Sóknarprestur. Neskirkja Laugard. 13. febr.: Samveru- stund aldraöra kl. 15. Arni Böövarsson cand.mag. sér um efni og sýndar veröa litskyggnur úr réttarferöinni s.l. haust. Sunnudagur 14. febr.: Barnasam- koma kl. 10.30. Guösþjónusta kl. 14. Kirkjukaffi. Þriöjud. 16. febr.: Æskulýösfundur kl. 20. Miövikud. 17. febr. Fyrirbænamessa kl. 18.15. Beöiö fyrir sjúkum. Sr. Frank M. Halldórsson. fjor a Fiskilæk ■ Jósafat Ari á heima á Fiskilæk meö mömmu Jóse- finu og pabba Jósafat óla. Jósafat Ari er 8 ára, en ekki stór eftir aldri. ,,Bg er soltið lengi að vaxa” segir hann stundum, en þegar ég verð stór, þá verð ég lika almenni- lega stór og þá ætla ég að verða bilstjóri á mjólkurbil. Og Jósafat Ari brosir svo að stóru fallegu framtennumar hans koma i ljós. Hann er nýbúinnaðfá þær og erhreyk- inn af þeim. „Þetta eru full- orðinstennur,” segir hann, ,,þá er ég vist að verða full- orðinn”. Pabbi Jósafat Óli og mamma Jósefina eiga kýr, kindur, hesta og hænsni og tvisvar I viku kemur mjólkur- biliinn og sækir mjólkina úr kúnum. En þessi saga byrjar eigin- lega kvöldið, sem Jósafat Ari datt ofan i saltkjötstunnuna. „Náðu fyrir mig i salkjöt i þessa plastfötu”, sagði mamma Jósefina við Jósafat Ara. Hann var duglegur að hjálpa mömmu sinni og fór strax með fötuna út i köldu geymslu. Þar var saltkjötstunnan alltaf geymd. Jósafat Ari opnaöi tunnuna og horföi á bitana. Hvaða bita ætti hann nú að taka? Hryggbita, háls- bita, legg eða siðu? Bitarnir voru bara svoansi langt niðri i botni á tunnunni. Hann tók gaffalinn, serh lá á borði við hliöina á tunnunni og teygöi sig eftir-bita. Hann náöi ein- um, tveimur en æ,æ, viö þriðja bitann þurfti hann að teygja sig svo langt að hann datt á hausinn ofan i tunnuna. Hann sparkaði fótunum i allar áttir og tókst að komast upp úr tunnunni. Pækillinn rann úr hárinu á honum og niður andlitið. Jósafat Ari þurrkaði mesta pækilinn framan Ur sér og spýtti rækilega. Hann skyldi þó ekki gefast upp við kjötið. Og eftir aðra tilraun var þriðji saltkjötsbitinn kom- inn i fötuna. Almáttugur, sagði mamma Jósefina, þegar hún sá drenginn sinn koma inn. Rauöbleikur pækillinn lak niður andlit hans, en Jósafat Ari skellihló. ,,Ég datt ofan I saltkjöts- tunnuna”, sagöi hann. Mamma Jósefina fór nú h'ka að hlæja. Hún hló svo mikið að pabbi Jósafat kom aðvifandi. Og þegar hann fékk að heyra um saltkjötstunnuna hló hann lika, svo stóri maginn hans hristist. „Elsku drengurinn minn,” sagði mamma Jósefina og kyssti Jósafat Ara. „Nú skaltu fara i bað og þvo þér um hárið.” Svo fór Jósafat Ari i gott, heitt bað og þvoðisér um hárið með fTnu ilmandi sjampói. Svo klæddi hann sig i náttfötin og greiddi sér. Og þegar hann kom fram i eldhús var salt- kjötið soðið og Jósafat Ari, mamma Jósefina og pabbi Jósafat Óli settust öll við eld- húsboröiö með brúnrósótta dúknum og borðuðu saltkjöt og baunir. Ð 8 I A Fiskilæk er stórt hús. Umsjón: Anna Kristín Brynjúlfsdóttir rithöfundur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.