Tíminn - 24.02.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.02.1982, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 24. febrúar 1982 3 Avext- irnir hækkað mest ■ Frá þvi i janúarbyrjun 1981 hafa engar nauðsynjar hækkað önnur eins ósköp og ávextir.sam- kvæmt nýjustu útreikningum á visitölu framfærslukostnaöar I febrúarbyrjun. Hækkunin nemur 71% á þessu 13 mánaða timabili meöan matvöruliöurinn allur hef- ur hækkað um 42% og visitalan I heild um 44%. Spurður skyringa kvað starfs- maöur Verðlagsstofnunar þá einna helsta að verð ávaxta er mjög háð uppskeru og þar af leiðandi framboði og eftirspum á markaðinum. Þarna gæti spilaö inni verösprenging er varö á appelsinum snemma á siðasta ári vegna óáranar i’Flórida og svipað átti sérstað með epli i Evrópu s.l. sumar. Auk þess hafi mikil farm- gjaldahækkun á siöasta ári sittað segja, þar sem ávextireru tiltölu- lega ódýr vara m.v. þunga og þar við bætist gengisþróun dollarans, þar sem mikið er keypt af ávöxt- um frá Bandarikjunum. Langsamlega minnst hækkun hefur á hinn bóginn orfðið á liðn- um aðrar matvörur, þ.e. að und- anskildum landbúnaðarafurðum, fiski og brauði eða aðeins 25%. Það mun aö miklu leyti vera af mjög hagstæðri þróun evrópu- gjaldmiðla á siðasta ári en mjög mikið er flutt þaðan af allskonar matvörum. Aðrir liðir visitölunnar hafa einnig hækkaö mjög mismunandi á þessum 13 mánuöum. Næst mest hækkun varð á fiski 55% garfjöld og þess háttar og hiti og rafmagn 54%, húsnæði og snyrti- vörur og snyrting hefur hækkað um 53%, bifreiöaliðurinn um 51% og brauðvörur um 50%. Af hækkunum í neðri katninum vekur athygli aö drykkjarvörur (kaffi, gosdrykkir og áfengi) hafa aðeins hækkaö um 32%. Þá var hækkunin á heimilisbúnaði og hreinlætisvörum 35% og fatnaður og skófatnaöur hækkaði um 39%. Hækkun pósts og sima er 40%, tó- baks 48% og lesefni sjónvarp og skemmtanir 49%. —-HEI Ellefu ára drengur fyrir bíl ■ Drengur á tólfta ári var fluttur á slysadeild eftir að hann varð fyrir bil á Borgarholtsbraut i Kópavogi rétt fyrir klukkan 17 i gær. Að sögn lögreglunnar i Kópa- vogi var billinn á leið austur Borgarholtsbrautina,skammt frá sundlauginni i Kópavogi, þegar drengurinn hljóp óvænt út á götuna. ökumaðurinn náði ekki að stöðva bilinn fyrr en hann var lentur á drengnum. Meiðsli drengsins voru ekki talin alvar- leg. —Sjó. handtók bflþjóf ■ Þrjátiu og fimm ára gamall bilþjófur var handtekinn af lögreglunni i Reykjavik fyrir utan Hótel Loftleiðir rétt fyrir hádegiö i gær. Að sögn lögreglunnar i Reykjavik tók maðurinn bil af gerðinni Skoda traustataki við Rauðarárstig. Ók siðan bilnum sem leiöliggurupp áMiklatorg.en þar lenti hann i smávægilegum árekstri og stakk af. Lögreglan varð ferða hans vör fljótlega og veitti honum eftirför sem endaði með þvi aö hann var handtekinn við Hótel Loftleiðir eins og fyrr segir. Bilþjófurinn er grunaöur um ölvun. ■ Mjög harður árekstur varð á gatnamótum Sætúns og Kringlumýrar brautar um hádegisbilið í gær. Þrir bilar skemmdust og þrennt var flutt á slysadeild. Mynd Sverrir Vilhelmsson. Þrennt slasaðist og þrír bflar skemmdust ■ Þrennt var flutt á slysadeild og þrir bilar skemmdust talsvert i hörðum árekstri sem varð á gatnamótum Sætúns og Kringlu- mýrarbrautar um hádegisbilið i gær. Að sögn lögreglunnar i Reykja- vik vildi slysið til með þeim hætti að bill sem ók austur Sætúnið ætlaði að beygja inn á Kringlu- mýrarbrautina en i þvi rekst hann á annan bil sem kom vestan úr Sætúninu, snýst við, kastast yfirgötuna og við það lendir hann á þriðja bilnum. Sem fyrr segir var þrennt flutt á slysadeild en siðdegis i gær taldi lögreglan að meiðsli þeirra hefðu ekki verið alvarleg. — Sjó. ,, Bandormsf rumvarpið’9: Guðmundur G. dregur breyt ingartillöguna til baka — átti að fá þingmann til atkvæðagreiðslu með lögregluhjálp! ■ Frumvarp um breytta tekju- öflun rikissjóðs vegna ráöstafana { efnahagsmálum var til 2. um- ræðu i neðri deild i gær. Hér er um að ræða stjórnarfrumvarp i fjórum liðum, svokallaður „bandormur”,sem talsvert hefur veriðfjallað um undanfarið, aðal- lega um þann kafla er fjallar um launaskatt. Við fyrstu umræðu boöaöi Guð- mundur G. Þórarinsson aö hann mundi gera breytingartillögur en i frumvarpinu var kveöið svo á um að launaskattur skyldi lækka úr 3.5% i 2.5 hjá fyrirtækjum i fiskverkun og iðnaði, þ.e.a.s. út- flutnings- og samkeppnisiðnaði samkvæmt nánari ákvöröun i reglugerö eins og það var orðaö. Þá kvaðst þingmaðurinn ekki samþykkur viðurlögum vegna vangoldins launaskatts. Halldór Asgrimsson formaður Kjaradeilan á Borgarspítalanum: ,Ríkið yfirtaki rekstur spítalans’ — segir Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi ■ „Ég vil siöur en svo mótmæla þvi að hjúkrunarkonur mættu hafa hærri laun enda tel ég störf þeirra mjög mikilvæg. A hinn bóginn eru ýmis ljón á veginum tii að geta orðið við kröfum þeirra. Þvf undrast ég mjög óheppileg ummæli sem einn borgarfulltrúanna — Adda Bára Sigfúsdöttir—lætur hafa eftirsér iblaðaviðtalium þetta mál og tel þau sisttil þess fallin að auövelda Steindórsmáliö lausn þessara mála”, sagði Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi er Timinn ræddi viö hann vegna yfirvofandi verkfalls hjúkrunarkvenna á Borgar- spitalanum n.k. sunnudag. En hjúkrunarfræðingar á Borgar- spitala felldu sáttatillögu rikis- sáttasemjara nær einróma i at- kvæöagreiöslu um helgina. ,,Ég vil benda á aö Reykja- vikurborg er nánast miliiliöur milli starfsfólksins og rikissjóös, þannig að með samningi við húkrunarkonur er borgin raun- verulega að ávisa á rikiö. Nýr samningur myndi hafa mjög við- tækar afleiðingar ekki einasta sem fordæmi fyrir rikisstarfs- menn heldur einnig innan tiðar Starfsmannafélag borgarinnar. Niðurstaðan af þessu er sú aö ég er oröinn þeirrar skoðunar aö borgin eigiaötaka upp samninga við rikið um að þaö yfirtaki rekst- ur Borgarspitalans”, sagði Kristján. Engin ákvörð- un um áfrýjun ■ „Við höfum. þriggja mánaða frest til þess að áfrýja úrskurði Borgarfógeta til Hæstaréttar, og ætla ég að kanna þetta mál mjög vel áður en ég tek ákvörðun um það hvort við áfrýjum þessum úr- skurði eöa ekki,” sagði Stein- grimur Hermannsson, sam- gönguráðherra, þegar blaða- maður Timans spurði hann hvort ákvörðun hefði verið tekin i Steindorsmálinu. Steingrimur sagði jafnframt að embættismenn og lögfræðingar ráðuneytisins hefðu lagt til við sig aö úrskurðinum yröi áfrýjað, en hann myndi ekki gera upp hug sinn fyrr en hann hefði rætt við fleiri aðila um þetta mál, og skoðað þetta mál vandlega. —AB Komið hefur fram að ein megin krafa hjúkrunarfræðinga er að fá fyrirframgreiðslu launa. Kristján taldi það kannski eölilega kröfu þar sem þeir njóta þeirra kjara hjá rlkisspitöl unum. En likt myndi vafalaust leiða til þess að þau 75% af starfsmönnum borgarinnar sem fá laun sfn greidd eftir á krefðust sams kon- arbreytinga. En mjög erfitt yrði að verða við þeim kröfum þar sem aukaleg mánaðarlaun við upphaf sliks fyrirkomulags þýddu 15-20 milljóna króna aukaútgjöld fyrir borgina. —HEI fjárhags- og viðskiptanefndar n.d. gerði grein fyrir áliti minni hluta nef ndarinnar, en hann skipa stjómarliöar, þar sem Albert Guðmundsson skipaöi sér með stjórnarandstæðingum i nefnd- inni. Formaöur gerði grein fyrir sjö breytingum sem minnihlutinn lagöi til að geröar yrðu á frum- varpinu. Meðal þeirra var að skil- greining á þvi hvaða atvinnuvegir skuli flokkast undir iönaö samkv. frumv. skyldi miöast viö atvinnu- vegaflokkun Hagstofunnar. önnur breyting var sú að fellt skyldi niður i viðurlögum vegna vangoldins launaskatts 25% álag, hafi ekki verið staðið i skilum á gjalddaga en dráttarvextir látnir nægja. Guömundur G. Þórarinsson sagðist ánægður meö þessar breytingar og draga tillögu sina til baka. Með þvi aö draga mjög úr viðurlögum og þeirri ákvöröun að skilgreining Hagstcfunnar á hvað er iönaður, sem er sam- kvæmtalþjóölegri flokkun um at- vinnuvegi næði launaskatts- lækkunin til mun fleiri greina iðnaöar, en upphaflega var gert ráð fyrir i frumv. Meirihluti nefndarinnar lag&i til að iaunaskattur verði alfarið iækkaöur um 1% og að sinnhverj- ar fleiri breytingar yröu gerðar á frumvarpinu. Miklar umræður urðu i deild- inni um frumvarpiö. Atti að freista þess að afgreiöa þaö til efri deildar, þegar i gærkvöldi, en eftir að búið var aö tilkynna at- kvæðagreiðslu söknuðu menn eins af þingmönnum Alþýöu- bandalagsins og tók nú að vand- ast máliö og formaður þing- flokksins ólafur R. Grimsson gekk fram af alkunnum skörungsskap og hringdi 1 lög- reglu og bað hana að hafa upp á þingmanninum týnda en hann skilaði sér án afskipta fram- kvæmdavaldsins, rétt eftir að for- seti sleit fundi en atkvæöa- greiðslu var frestaö. 06

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.