Tíminn - 24.02.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.02.1982, Blaðsíða 1
,.Beittur smánaraóferdum' sja grein um Fríhafnarmahd bls H-3 TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐI Miðvikudagur 24. febrúar 1982 43. tbl. 66 árg. Síöumúla 15- Pósthólf 370 Reykjavík- Ritstjórn86300-Auglýsingar 18300 - Afgreiðslaog áskrift86300 K%öldsím Alusuisse fór fram á ad vidrædur yrðu á „hlutlausri grund NÆSTI FUNDUR VERÐ- UR í KAUPMANNAHðFN — buist við að gömlu deilumálin verði sett ígerðardóm ¦ „Það hefur ekki verið akveðið hverjir taka þátt i við- ræðunum i Kaupmannahöfn við fulltrúa Alusuisse fyrir íslands hönd", sagði Vilhjálmur LUð- víksson, formaður islensku við- ræðunefndarinnar i álviðræöun-' um, þegar blaðamaður Timans spurði hann ú t i næstu viðræður a milli islenskra aðila og Alusuisse, sem fara fram i Kaupmannahöfn 3. mars nk. „Fundur þessi fer fram I Kaupmannahöfn til þess að aðil- ar geti mæst á hlutlausri grund", svaraði Vilhjálmur, þegar hann var að þvi spurður hvers vegna fundurinn hefði verið ákveðinn i Kaupmanna- höfn en samkvæmt heimildum Timans þá mun Vilhjálmur hafa ákveðið upp á eigin spýtur að verða við þeirri ósk Alusuisse að halda fundinn i Kaupmannahöfn en sú ákvörðun mun hafa valdið nokkurri ólgu i rððum Alþýðu- bandalagsmanna. Vilhjálmur var ekki reiðubúinn til að t já sig um það hvernig sú ákvörðun væri tilkomin. Samkvæmt heimildum Tim- ans þá hefur það enn ekki verið akveöið hvort öll 9 manna við- ræðunefndin fer utan til viðræðnanna eða aðeins hluti hennar og hefur þá verið talað um að 4 til 5 úr nefndinni færu til viðræðnanna þvi margir munu teljaþað alltof þungt ivöfum að láta alla nefndina sitja fundinn. Vilhjálmur sagði að það mál myndi skýrast & næstu dögum. 1 Kaupmannahöfn verður meðferð deilumálanna og endurskoðun samninganna til umræðu en Alusuisse hefur gert það að kröfu sinniaö deilumálin veröi Utkljáð áður en farið verður að ræða endurskoðun samninganna. Hafa menn gert þvi skóna að liklegt sé að deilumálin verði sett I gerðar- dóm, þvi' Islensk stjórnvöld séu ekki reiðubúin til þess að falla frá kröfum sinum. Þóer reiknað með þvl að þetta farimikið eftir þvlhvað kemurUtUr fundinum I Kaupmannahöfn svo sem upp Á hvað Alusuisse er reiðubUið að bjóða varðandi endurskoðun samninganna. AB Kvikmynda- hornið; Tækja- ástríða — bls. 22

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.