Tíminn - 24.02.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.02.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt. Kaupum nýlega bíla til niðurrxfs Simi <91)7-75-51, («1)7-80-30. TTTP'nD htp Skem muvegi 20 ±1£jU1I nf . Kópavogi Mikiö órval Opið-virka daga 9 19 ■ Laugar- daga 10-16 HEDD HF, Gagnkvæmt tryggingaféJag abriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir «Ti Armiila 24 36510 ■ „Ég gekk i FtH viku eftir stofnfundinn 1932. Bjarni Böðvarsson bauö mér aö ganga I félagiö en ég spilaði um þaö leyti meö pabba, Paul Otto Bernburg, sem spilaöi þá manna mest á dansieikjum hér i Reykjavik sem haldnir voru I Iönó, Bárunni og gamla Gúttó”, segir Poul Bern- burg, þegar hann gefur sér stutta stund tii þess aö rabba viö okkur I Hljóðfæraverslun Poul Bernburg viö Rauöarárstig. „Ég var þá löngu byrjaöur aö spila sjálfur,” segir Poul Bern- burg, ,,en ég byrjaöi i hljómsveit sem barnastúkan „Æskan” var meö. Auövitaö spilaöi ég á trommur, en stúkan keypti handa mér trommusett, sem viö strákarnir komum auga á i hljóö- færaverslun Sigriöar Helgadótt- ur. Þaö hefur veriö 1924 eöa 1925. Meö pabba spilaöi ég svo i Guttó til ársins 1934, en þá var ég oröinn leiöur á gömlu dönsunum og langaöi til þess aö prófa eitt- hvaö nýrra. Bjami Böövarsson útvegaöi mér þá starf trommara sem var aö losna i hljómsveit Aage Lorange. Þeir prófuöu mig á Tiger Rag og þetta gekk ljóm- andi vel, enda var ég búinn aö þaulæfa þetta lag eftir plötunni. Meö hljómsveit Aage Lorange var ég svo i 30 ár, fyrst aöallega i Iönó, en svo i Tjarnarkaffi og frá 1949 i Sjálfstæöishúsinu. Þaö var raunar eitt af fyrstu verkefnum FIH aö láta íslendinga ganga fyrir útlendingum um störf en áöur var þaö þannig aö fslenska hljómsveitin var látin spila á böllunum til hálf tólf eöa þar til útlendingarnirvorubúniraö spila ■ „Ef FÍH heföi átt sér einkennisbiining, heföi náttföt i sömu litum”. Bjarni Böövarsson áreiöanlega látiö sauma sér (Tfmamynd Ella). f 30 AR MED AflíE LORANGE Rætt vid Poul Bernburg um FÍH og gömlu hljómsveitirnar á hótelunum. Þá tóku þeir viö og við vorum reknir heim. Ég vann mikiö fyrir FIH á þessum árum, var fjármálarit- ari, en þaö fólst i því aö gæta hagsmuna meölimanna — stjórnarstörfum hafði ég minna af aö segja. Bjarni Böövarsson var geysilega áhugasamur um félagið og ég hugsa aö ef félagiö heföi átt sér einkennisbúning, þá heföi hann látiö sauma sér náttföt isömu litum. Ég spilaöi lengi meö Bjarna og hann reyndist mér á allan hátt vel. Stórhljómsveit Aage Lorange 1949 var stofnuö stórhljómsveit Aage Lorange i Sjálfstæðishús- inu. Viö vorum átta og fengum nú breskar nótur, en áöur höföum viö spilaö mest eftir dönskum nótum, fina argentlnska tangóa, Straussvalsa, lög eins og „Lady be good”, o.s.frv. þvi böllin voru svo kúltiveruð, herrarnir með hvita hanska ogég veit ekki hvað. 1 stórhljómsveitinni vorum viö átta og þetta voru snilldar hljóm- listarmenn og viö réöum vel viö bresku nóturnar, þótt þær væru fyrir fulla „session”, eöa 16 manns. Nú kom ný músik, þetta var rétt eftir striðið og míklir peningar i umferö svo viö höfðum það mjög gottum þessar mundir. Ég var auövitaö fjölskyldu- maöur og þetta var óvenjulegt starf aö þvi leyti aö ég var heima á daginn og vann á nöttunni. Þetta gekk meöan strákarnir voru litlir en þegar þeir uxu úr grasi og fóru aö heiman var þetta oröiö of mikið — ekki gat ég skilið konuna eftir eina heima. Þvi sagöi ég skiliö viö atvinnuspila- mennskuna og stofnsetti verslun- ina. Sett eins og Gene Krupa Þaö eru orönar miklar breytingar á hlutunum frá þvl er ég byrjaði meö trommurnar frá Sigrlöi Helgadóttur. Ég eignaöist fyrstu Ludvig trommurnar sem hingaö komu aö þvler ég best veit en þaö var rétt eftir 1950. Þaö var sett einsogGeneKrupa notaöi.en hann var min helsta fyrirmynd þá. Þessar trommur kostuöu of fjár, 26 þúsund og ég heföi getaö keypt spánnýjan bil á 17 þúsund. En þetta var mitt atvinnutæki og blllinn varö að koma á eftir. Fram öl þess tima átti ég Vik- toriu-sett, en þær trommur voru állar úr tré, þvi engan málm mátti nota ihljóöfæri Istriöinu, — allt fór til hernaöarþarfa. Ludvig trommurnar áttiégi 17árogþeg- ar ég gaf þær voru þær í fullu gildi. Liklega heföi ég aldrei átt aö gefa þær, þvlnú á ég aöspila á FIH hátiöinni og á engar tromm- ur! En ég sel þess meira af tromm- um og öörum hljóöfærum fyrir nýja kynslóö hljómlistarmanna. Mér sýnist aö þessir ungu menn séu farnirað leggja meiri áherslu á að afla sér kennslu á hljóöfærin núna en var fyrirnokkrum árum, þegar menn ætluöu að læra allan sannleikann meö þvi einu að hlusta á plötur og margir fóru með mörg ár i súginn fyrir vikiö. Hins vegar vildi ég ekki vera i sporum þessara hljómsveitar- manna, sem þeytast um landiö þvert og endilangt til þess aö spila á dansleikjum. Þá kysi ég heldur aö geta sest viö settið á visum staö eins og ég geröi hér í gamla daga. En samt er aldrei aö vita hvaö maöur mundi gera, væri maöur aftur oröinn ungur! —AM Miðvikudagur 24.febrúar 1982 fréttir Bátur strandaði utan við Þórshöfn ■ NIu lesta bátur, Kap frá Þórshöfn, strandaöi um klukkan 8.30 I gærmorgun viö svonefndar Grenja- nesvita, skammt utan viö Þórshöfn. Skip- stjórinn, Jón Stefáns- son sem var einn á bátnum komst klakk- laust I land, en bátur- inn mun talinn ónýtur. Var hann nýlega endurbyggður. Ekki er vitaö um til- drög þess aö óhappiö varð. Jón haföi ætlaö út til þess aö leggja linu um morguninn, en hvassviöri var þá komiö á og var hann á leið inn aö nýju, þegar bátur hans strandaöi. —AM Leiðrétting ■ 1 Spegli Timans I gær var smágrein, sem bar fyriráögnina „Sonur Lennons vekur hneykslan”. 1 byrjun hennar var sagt aö Julian Lennon væri sonur Johns Lennons söngvara og laga- smiösins fræga og Yoko Ono, — ein þar átti auövitaö aö standa aö Julian væri sonur Johns Lennon og stjúpsonur Yoko Ono, þvi að John átti Julian meö fyrri konu sinni, Cynthiu Lennon, Við biðjums afsökunar á þessum mistökum og leiöréttist móöerni Juiians hérmeö. aa Islendingar vel að sér? ■ Þvi er oft haldiö fram, aö tslendingar séu betur aö sér um málefni dags- ins en gerist meöal ann- arra þjóöa. Eftirfarandi klausa úr Vikurblaöinu á Húsavik styöur nú ekki beinlinis þá kenningu: „1 vor fara fram - kosningar til bæjar og sveitastjórna. i tilefni af þvi geröi Vikurblaðiö smá könnun á þekkingu bæjarbúa á kjörnum bæjarfulltrúum þeirra frá siöustu kosningum. Viö hringdum af handahófi i 10 Húsvikinga og lögöum fyrir þá eftirfarandi þrjár spurningar: Hvaöa flokk- ar skipa meirihluta I bæjarstjórn? Hvaö eru bæjarfulltrúar margir? Hverjir eru þeir? Niöurstööur könnunar- innar voru um margt at- hyglisveröar, en þær voru sem hér segir: Aöeins tveir af þessum tiu gátu svaraö öllu rétt. Fjórir vissu hvaöa flokkar mynda meirihluta. Sex vissu hvaö bæjarfulltrúar eru margir. Hinir fjórir töldu bæjarfulltrúa vera á bilinu 5-7. Tveir töldu aö Fram- sókn og Alþýöubandalag væru i meirihluta. Aörir tveir höföu Alþýðuflokk- inn meö tveim fyrrnefndu flokkunum og höföu þvi sjálfstæðismenn I minni- hluta. Einn viðmælandi okkar var á þeirri skoöun aö um samstjórn allra flokka væri aö ræöa I bæjarstjórn. Þá voru nefndir til fjór- ir menn i bæjarstjórn sem eiga þar ekki sæti”. Jón Múli kvartadi ■ Eins og einhvers- staöar hefur komiö fram þá barst stjórn Strætis- vagna Reykjavikur fyrir skömmu skrifleg kvört- un yfir þvi aö einn vagn- stjórinn hjá fyrirtækinu haföi gerst svo djarfur aö hafa útvarpiö einhvern- tima stiilt á „kanann”. Nú hafa Dropar haft spurnir af þvi aö um- ræddur kvartari hafi ver- iö fyrrverandi Alþýöu- bandalagsmaöurinn Jón Múli Árnason, — og þarf þaö kannski ekki aö koma neinum á óvart. Krummi ... heyröi aö Höröur bakari heföi fariö illa út úr bollu- deginum. Hann auglýsti I sibylju I útvarpinu: „Haröar bollur, Haröar-bollur”, en seldi þó ekki eina einustu...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.