Tíminn - 24.02.1982, Blaðsíða 7
Miövikudagur 24. febrúar 1982
erlent yfirlit
■ Roberto d’Aubuisson hylltur i kosningafundi I E1 Salvador.
Fasistar eflast
í El Salvador
Duarte spáð ósigri í kosningunum
■ BANDARIKJASTJÓRN hefur
bundiö verulegar vonir viö þing-
kosningar þær, sem hafa verið
ákveðnar i E1 Salvador 28. marz
næstkomandi.
Von hennar hefur verið sú, að
þær myndu styrkja José Napo-
leon Duarte forseta og bæta að-
stöðu hans til að koma fram þeirri
umbótastefnu, sem hann hefur
verið talsmaður fyrir, en ekki
getað framkvæmt nema að sára
litlu leyti, sökum andstööu her-
höfðingjanna, sem raunverulega
ráða stjórninni nú.
Duarte forseti var um skeið
borgarstjóri i höfuðborginni San
Salvador og þótti reynast vel.
Kristilegiflokkurinn tefldi honum
fram sem frambjóðanda í for-
setakosningunum 1972 og náði
hann kjöri. Herinn skarst þá i
leikinn og varð Duarte að flýja
land. Hann dvaldi siöan I útlegð
þangað til eftir byltinguna 1979,
þegar ungir herforingjar ráku
afturhaldssaman forseta frá
völdum og hugðust koma á
ýmsum félagslegum umbótum og
koma þannig i veg fyrir svipaöa
þróun og i Nicaragua. Kristilegi
flokkurinn studdi tilraun þeirra
og tók þátt i hinni nýju stjórn.
Duarte var kvaddur heim og hon-
um falið forsetavald þangað til
kosningar hefðu farið fram.
Brátt snérist þetta á aðra leiö
en Duarte og félagar hans höföu
gert sér vonir um. Völdin komust
aftur raunverulega i hendur aft-
urhaldssamra hershöföingja og
auðmenn efldu skæruliöasveitir
til að útrýma vinstri sinnuöum
stjdrnmálaleiðtogum. M.a. drápu
þær Oscar Arnulfo Romero erki-
biskup við guösþjónustu i mars
1980.
Svar vinstri manna var að
snúast til varnar meö skæru-
hernaöi.
Hægri menn væru vafalitið
búnir að reka Duarte frá völdum,
ef hann væri ekki studdur af
Bandarikjastjórn. Markmiö
hennar hefur veriö að efla hann
og hjálpa honum til að koma á
jarðaskiptingu og ýmsum öðrum
endurbótum. Hingaö til hafa
þessar fyrirætlanir hans strandað
að mestu á hershöföingjum.
1 ÞEIRRI VON að geta aukið
völd Duarte, fékk Bandarikja-
stjórn þvi' framgengt, að efnt yrði
til þingkosninga. Þingið skyldi
hafa tviþætt verkefni. 1 fyrsta
lagi skyldi það setja nýja
stjómarskrá. 1 ööru lagi skyldi
það kjósa forseta, sem færi með
völd, unz hin nýja stjórnarskrá
kæmi til framkvæmda.
Trú Bandarikjastjórnar var sú
á þessum tima að Kristilegi
flokkurinn myndi verða sigur-
sælastur f kosningunum og
Duarte verða kjörinn forseti og
hafa meiri völd en áður.
Mestar horfur virðast nú á, aði
þessi áætlun Bandarikjastjórnar
ætli að mistakast.
Duarte hefur orðið meira og
meira háður hægri öflunum og
bilið milli hans og vinstri flokk-
anna aukizt.Þeir hafa boöið að
taka upp viðræður um vopnahlé
og framkvæmd frjálsra kosninga
en Duarte hefur verið svo háður
hægri öflunum að hann hefur
neitað þessu tilboði. Svar vinstri
flokkanna hefur verið að hafna
þátttöku i kosningunum og hvetja
fylgismenn sina til að taka ekki
þátt i þeim.
Duarte hefur ekki aðeins misst
stuðning vinstrimanna af þessum
ástæöum. Nú hafa hægri menn
snúizt gegn honum. Þeir þeirra,
sem afturhaldssamastir eru,hafa
skipulagt fasistaflokk, sem
virðist njóta sivaxandi fylgis.
Hann er studdur af auðmönnum
sem hafa flúið til Bandarikjanna.
Bersýnilegt er, aö fjárráö skortir
hann ekki.
FORINGI þess flokks er 38 ára
gamall fyrrverandi liðsforingi
Roberto d’Aubuisson að nafni.
Hann boðar ómengaðan fasisma
og hefur útrýmingu kommún-
ismans á stefnuskrá sinni og það
ekki aöeins I E1 Salvador heldur
einnig i Nicaragua.
Meöal þeirra, sem d’Aubuisson
telur kommúnista eru Duarte for-
seti og aðrir leiðtogar kristilegra
demókrata. Þeir séu jafnvel verri
en kommúnistar, þvi að þeir sigli
undir fölsku flaggi. D’Aubuisson
likir Duarte oft viö melónu, sem
hann kreistir milli handanna og
segir, að svona sé Duarte.’Grænn
að utan, en rauður að innan.
D’Aubuisson er maöur, sem
þykirliklegur til að standa við orð
sin, ef hann fær völd til að efna
þau. Deane R. Hinton fyrr-
verandi sendiherra Bandarikj-
anna f E1 Salvador telur sig hafa
sannanir fyrir þvi, að það hafi
verið d’Aubuisson, sem gaf fyrir-
mælin um að myrða Amulfo
Romero erkibiskup.
FREGNUM frá E1 Salvador
virðist bera saman um, að fylgi
þjóðlega lýðveldisbandalagsins,
en svo nefnir d’Aubuisson flokk
sinn vaxi dag frá degi.
D’Aubuisson er nú í kosninga-
ferðalagi og er hvarvetna vel
tekið. Fólk viröist flykkjast um
hann, eins og lausnari E1 Salva-
dor væri á ferð.
Augljóst þykir, að herinn styrk-
ir hann og hvetur fólk til að sækja
fundi hans.
Minnkandi likur eru nú taldar á
þvi, að kristilegir demókratar fái
meirihluta. Átta flokkar hafa lýst
yfir þátttöku i kosningunum, en
aðeins þrir þeirra eru taldir lik-
legir til verulegs fylgis. Þaö eru
kristilegir demókratar, flokkur
d’Aubuissons og gamli hægri
flokkurinn, sem lengstum hefur
verið við völd I E1 Salvador. Fái
hann úrslitavald mun hann aö lik-
indum styðja d’Aubuisson.
Sigur d’Aubuissons yrði hroll-
vekja fyrir Bandarikjamenn, en
vatn á myllu vinstri skæruliöa.
Sennilega myndi þá meirihluti
kristilegra demókrata snúast á
sveif með þeim.
Þórarinn Þórarinsson
ritstjóri, skrifar
■ .__________________________j
erlendar fréttir
Bardagar í
Kampala
í fyrrinótt
■ Stjórnvöldl Uganda héldu
þvi fram I gær að stjórnarher-
inn þar i landi heföi barið
niður árás skæruliða á aðal
vopnabirgðastöö hersins i
Kampala, höfuðborg Uganda.
Sögðu stjórnvöld að skæru-
liðar i andstöðu við stjórnvöld
landsins hefði staðið að
þessari árás.
Fregnir frá Uganda i gær
hermdu aö bardagar á milli
stjórnarhermannanna og
skæruliðanna hefðu brotist út i
fyrrinótt og staðið langt fram
á dag i gær, og var sagt að
þetta væru mestu bardagar i
Uganda undanfarið ár. Ekki
var vitað i gær hve margir
hefðu látist eða særst, en talið
var vist i gær að tala látinna,
bæði skæruliða og hermanna
skipti tugum.
Skæruliðarnir tilheyra
Frelsishreyfingu Uganda og
lýstu þeir þvi yfir i gær að árás
þeirra hefði heppnast, þar
sem þeim hefði tekist að koma
böndum yfir mikið magn af
hergögnum og skotvopnum,
auk þess sem liðssveitir þeirra
heföu haslaö sér völl á bar-
áttusvæðum i Kampala.
Útvarpið i Uganda visaöi
þessum yfirlýsingum skæru-
liðanna á bug og sagði að
stjórnarherinn hefði auðveld-
lega barið niður árás þeirra og
hrakiö þá á flótta.
I eftirmiðdaginn i gær
útvarpaði Útvarpið i Uganda
fregnum þess efnis aðallt væri
nú með kyrrum kjörum i
Kampala, en jafnframt voru
Ugandabúar varaðir við þvi
að þeir sem hjálpuðu skæru-
liðunum, væru með þvi móti,
eins og það var orðað, að
koma fjölskyldum sinum og
nágrönnum i vandræði, þján-
ingar og eymd.
Efnahagsbandalagið ákveður:
Takmörkuri á innflutn-
ingi frá Sovétríkjunum
■ Aðildarriki Efnahags-
bandalags Evrópu hafa sam-
þykkt að takmarka flutning
frá Sovétrikjunum, vegna
setningar herlaganna i Pól-
landi. Verður innflutningur á
iðnvarningi takmarkaður,
sérstaklega á þvi sem talist
getur til lúxusvara, en tak-
mörkunin á ekki að hafa áhrif
á innflutning oliu o.þ.h. frá
Sovétrikjunum.
Segja talsmenn Efnahags-
bandalagsins að markmiðið
með þessum takmörkunum sé
að finna leiðir til þess að koma
höggi á Sovétrikin, án þess að
orsaka óþægindi fyrir lönd
Vestur-Evrópu. Verða tak-
markanirnar i smáatriðum
kynntar rikisst jórnum
aðildarlandanna eins fljótt og
auðið er.
Tafir við réttarhöld
í Madrid
■ övænt seinkun átti sér stað
i réttarhöldunum I Madrid i
gær, yfir þeim 32 herfor-
ingjum og borgurum, sem
handteknir voru i fyrra og
ásakaðir um að hafa verið við-
riðnir byltingatilraun á Spáni.
Verjendur hinna ákærðu töfðu
réttarhöldin i meira en þrjár
klukkustundir með þvi að
neita að ganga i réttarsalinn.
Með þessu voru þeir að mót-
mæla grein sem birtist i dag-
blaöi i Madrid, þar sem vitnað
var i orö ónafngreinds her-
manns og haft eftir honum að
einn af ákærðu herfor-
ingjunum hefði þegar til bylt-
ingartilraunarinnar kom,
neytt si'na eigin menn til þess
að taka þátt i byltingartil-
rauninni, með þvi að ógna
þeim með byssu. Hægt var að
halda áfram réttarhöldunum i
gær, en þetta var fjórði dagur
réttarhaldanna, eftir að rit-
stjóri áðurnefnds dagblaðs
hafði verið rekinn úr réttar-
salnum.
Utanrikisráðherrar ísrael
og Egyptalands á fundum
■ Utanrikisráöherra Israel
og Egyptalands hafa ræðst við
I Karó að undanförnu.
Útvarpið i Israel greindi frá
þvi i gær að tekist heföu samn-
ingar á þessum fundum ráð-
herranna um viðskipti land-
anna auk þess sem náöst hefði
samkornulag um bankavið-
skipti landanna.
Lýstu ráðherrarnir við-
ræðum sinum sem árangurs-
rikum,enþeirmunuá morgun
halda sameiginlegan blaða-
mannafund, en þá verður
utanrikisráðherra Israel
einnig búinn að eiga fund með
Mubarak, forseta Egypta-
lands.
SPRENGJUR I BEIRÚT
■ Tvær bilsprengjur sprungu
i höfuðborg Libanón, Bairút i
gær, með þeim afleiðingum að
nokkrir létust og aðrir særðust
eða króuðust af i húsarústum.
Sprengjurnar sprungu I
verslunarhverfi i vesturhluta
borgarinnar, þar sem svo til
eingöngu múhammeðstrúar-
menn búa.
Mikill fjöldi bygginga
skemmdist og fólk grófst i
rústunum. I gær höfðu tvenn
samtök lýst ábyrgð á hendur
sér vegna sprengjutilræð-
anna.
MAFIU MORÐ A ITALIU
■ Háttsettur lögreglumaöur I
Napóli á Italiu var I gær myrt-
ur á heimili sinu. Var jafnvel
taliö I gær aö morð þetta gæti
tengst atburöi i réttarsal
borgarinnar i fyrradag, þegar
einn fangi skaut annan fanga
og drap hann við réttarhöld og
særði auk þess tvo aöra.
Önafngreindur maöur
hringdi i dagblað I Napóli I
gær og sagði að lögreglu-
maöurinn hefði verið myrtur i
gær, vegna þess að hann hefði
útvegað fanganum skotvopn
sem drap og særði meðfanga
sina I fyrradag. Telja frétta-
skýrendur að hér sé um aö
ræöa valdabaráttu innan
Napóli-mafiunnar.