Tíminn - 24.02.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.02.1982, Blaðsíða 8
8 Utgefandi: Framsöknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þorarinsson, Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Jteiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdottir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifsto'fur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Aualýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86393. — VerðT lausasölu ,6.00. Askriftargjald ^'mánuði: kr. 100.00—Prentun: Blaðaprent hf. * Glundroða hefur verið afstýrt ■ Aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins ber sig illa þessa dagana. Óánægja þess stafar bersýnilega mest af þvi, að þær kenningar þess eru endanlega hrundar til grunna að glundroði sé óhjákvæmi- legur á Alþingi og borgarstjórn Reykjavikur, ef ekki njóti við forustu Árvakursdeildar Sjálf- stæðisflokksins. Morgunblaðið kennir Framsóknarflokknum réttilega um það, að þessar kenningar þess eru ekki frambærilegar lengur. Bæði i núverandi rikisstjórn og borgarstjórn Reykjavikur hafa Framsóknarmenn átt mestan þátt i þvi, að tekizt hefur heillarikt samstarf, þótt Árvakursdeild Sjálfstæðisflokksins komi þar hvergi nærri, held- ur sé í fýlu og reyni að vera Þrándur i Götu eftir þvi, sem helzt verður við komið. Núverandi rikisstjórn var mynduð eftir langt stjórnarmyndunarþóf, sem virtist ætla að ljúka með algeru stjórnleysi. Framsóknarflokkurinn tók þá áhættuna af þvi að taka þátt i rikisstjórn, sem margir spáðu þá fárra lifdaga. Reynslan hefur orðið önnur, og árangur betri en flestir þorðu að vona. Þrátt fyrir efnahagserfiðleika, hafa íslendingar komizt betur af á undangengn- um tveimur árum, en flestar þjóðir aðrar, þrátt fyrir óbilgjarna stjónarandstöðu og stuðning hennar við hvers konar þrýstihópa. Svipað hefur gerzt i borgarstjórn Reykjavikur. Sjálfstæðisflokkurinn missti þar meirihluta sinn i borgarstjórnarkosningunum 1978. Árvakurs- menn reyndu að hugga sig með þvi, að nú myndi glundroðakenning þeirra sannast i verki. Hinir þrir andstöðuflokkar Sjálfstæðisflokksins, sem mynduðu orðið meirihluta i borgarstjórninni, myndu ekki koma sér saman og flest lenda i öngþveiti og vitleysu. Áður en ár væri liðið myndi þurfa að kjósa aftur og þá myndu Reykvikingar reka glundroðaflokkana af höndum sér. Ekkert af þessu hefur rætzt. Flokkarnir þrir komu sér saman um að stjórna borginni og ráða ópólitiskan mann til að gegna borgarstjóra- embættinu. Fjölmargt i rekstri borgarinnar hef- ur snúizt til betri vegar, fjármálastjórn hennar verið traust og framkvæmdir með meira móti. Ýmislegt stendur þó enn til bóta, enda fjögur ár of stuttur timi til að leiðrétta allt, sem miður fór eftir hálfrar aldar stjórn Sjálfstæðisflokksins. Margt ágætt fólk úr öllum þessum þremur flokkum hefur átt þátt i þvi, að þessi árangur hef- ur náðst og glundroðakenning Sjálfstæðisflokks- ins þannig endanlega kveðin niður. Óumdeilan- lega á Kristján Benediktsson einna stærsta eða stærsta hlutinn i þvi, að þetta hefur tekizt. Það undrar þvi engan, þótt vonbrigði og óánægja Morgunblaðsins bitni nú mjög á honum. En meðan umíæddar kenningar Morgun- blaðsins hafa hrunið til grunna, hefur meiri glundroði sótt Sjálfstæðisflokkinn heim en nokkru sinni fyrr og þó einkum i borgarstjóminni. Tveir færustu menn hans þar hafa þvi hrákizt af hólmi, en eftir standa þeir, sem deilunum hafa valdið. Glundroðahættan stafar nú frá Sjálfstæðis- flokknum. —Þ.Þ. 1 1 I I á vettvangi dagsins Miðvikudagur 24. febrúar 1982 HVAÐ ER AÐ GERASTí FRÍHÖFNINNI? — eftir Þórarin St. Sigurðsson, Höfnum ■ Blaöamaður Timans hringdi i Frihöfnina og vildi leggja spurningar fyrir trúnaðarmann starfsfólksins. Hann færðist undan að svara og bar viö hæsi og öðrum krankleika en var hlátur- mildur i góðu lagi að því að mér er sagt. Blaöamenn eru, sem kunnugt er, þráir og ágengir. Næst erhringtí annan af tveimur fulltrúum starfsmanna i sam- starfsnefnd.Ara Sigurðsson. 1 óundirbiinu blaðaviðtali I sima nefnir Ari dæmi um að ekki væri hægt að viðhafa — „eftirlit meö skilum vara á milli vörulag- ers og verslunar” —. Þetta er rétt. Eitt með þvi besta sem gert hefur verið iFrihöfnini á undan- förnum árum, vað aö byggja stóra birgöaskemmu (hefði þurft að vera stærri). Þórður Magniis- son, fyrrverandi fjármálastjóri hrinti þessuverki I framkvæmd og skildi þar með algjörlega að, birgöageymslu og verslun. Með þessu var birgöageymslan nú oröin ein I staö þrjár áður — á Vellinum, I Njarövik og Keflavik. Þetta hafði i för meö sér geysi mflrið hagræði, bæði hvað snerti vinnuaðstöðu og ekki síður hvaö snerti möguleika starfsmanna til þess að ganga vel um vörur og verja þær skemmdum. Árangur þessarar breyttu aöstöðu hefur veriö að koma smátt og smátt i ljós. I kjölfar þessara breytinga var af hálfu stjórnenda tekið upp það fyrirkomulag aö merkja við I afgr.bækur um leiö og vörunum var veitt móttaka uppi verslun. Verkstjóri á lager og þá nefndir fulltrúar i versl- un (I stað verkstjóra nii) kvittuöu með undirskrift sinni i afgreiðslubækurnar. Þó ekki væri það i miklu mæli, kom það fyrir að um ranglega inn- færslu vöru i bækur var aö ræða eða að vantaöi uppá magn og einnig að um meira' magn væri aö ræða heldur en i bækur haföi verið fært. Allt var þetta af mannnlegum mistökum. Mannskepnan er sem sagt ekki 100% óskeikul. Höfuðmáliö var þaö aö mistök i afgreiöslu leið- réttist strax. Þessari skipan var samviskusamlega fylgt eftir af verkstjórum á lager og fulltrúum i verslunum þangað til i ársbyrj- un 1981 aö núverandi verkstjórar tóku við. Það skal tekið fram að þessi breyting var gerðá annarri vaktinni en haldið áfram á hinni, þangaö til að komiö var þó nokk- uð fram á s.l. ár að nefndri skipan viö afgreiðslu og móttöku vöru var einnig hætt á mótvakt- inni, enda tilgangslaust aö halda svo fávislegum vinnubrögöum á- fram þar sem aöeins var fylgst með ca. helming vörunnar. Það sem Ari segir um þeta efni, er að- eins aö vekja athygli á breyttu fyrirkomulagi sem á sinum tíma var tekiö upp samkvæmt ákvörð- un þáverandi fjármálastjóra og haföi þótt gefa góöa raun. NU segir í greinargerð stjórn- amefndar Frihafnarinnar þ. 17. febr. sl. i „Timanum”: „1 áðurnefndu viðtali i Timan- um er fullyrt aö lélegt eftirlit með vöruflutningum mflli vörulagers og verslunar sé orsök aukinnar rýrnunar”. Undirstrikun min. Hvar nefnir Ari vöruflutninga? Ég tek hans orö þannig að hann eigi viðþað breytta fyrirkomulag sem ég greini frá hér að framan. En segir I nefndri greinargerð „Mistalningar milli vörulagers og verslunar hafa auk þess engin áhrif á heildarryrnun fyrirtækis- ins”. Sjálfsagt er það rétt þegar litið er á endanlegar niðurstöðu- tölur. En viö lestur slikra um- mæla frá stjórnarnefnd fyrir- tækisins, vakna spurningar og bollaleggingar. Frihöfninni er skift I nokkr- ar deildir, sem hver fyrir sig hefur verið fram á þennan dag, að mestu sjálfstæðar t.d. hvað vörutalningar og rýrnun áhrærir. Vörulager- inn hefur alltaf verið algjör- lega sjálfstæð deild. Þar hafa ákveðnir menn haft sitt aðal- starf. Þeir sem i verslun vinna hafa ekkert nálægt lagern-' um komiö nema i undantekningar tilfellum, þar til nú að undan- fórnu, aö búðarmenn hafa verið viö ákveðin störf (ekki afgreiöslu eða móttöku vara) heldur merk- ingar tölvunúmera á vörum sem augljóslega er rétt vinnutilhögun sakirbetri aöstöðu I vöruskemmu ' en i þröngum húsakynnum búö- anna. í allum fyrirtækjum er það tíl bóta fyriralla aðila,bæði fyrir- tækisinsog starfsmenn, aö þannig skiplag sérlkjandi að starfsmenn geti sýnt fram á með gögnum að þeir hafi unniö sin störf af sam- viskusemi og trúnaði. Að hafa sllkt fyrirkomulag er sérstaklega mflrilvægt hvað umrætt fyrirtæki varðar, fyrir þá sem vinna á lag- ernum vegna þess að þar hafa engir aörir komið nálægt, toll- verðir að sjálfsögðu einnig. Mér er þetta fullkunnugt vegna kynna minna af vinnufélögum mlnum á lager i fjögur ár eða frá þvi i september 1977 og til september 1981, að þeim er það milrið mál, svo sem mönnum almennt, að geta með rökum sýnt fram á ár- angur af samviskusamlegri vinnu sinni. Þaö vekur því undrun mína að stjórnarnefnd fyrirtækisins hefur lagt blessun sina yfir þessar nefndu breytingar sem ég er sannfærður um aö frekar hefur orðið tíl skaða ai bóta. Það er svo allt annaö mál aö þegar tölvu- væðing fyrirtækisins er komin að fullu i gang horfa málin allt öðru- vlsi við. Siöar segir i greinargerö- inni. „Rýrnun á þessari leiö gæti þvi ekki áttsér stað nema með sam- vinnu starfsmanna fyrirtækisins og tollvarða. Verður að telja slíkar ásakanir mjög alvarlegar gagnvart þeim starfsmönnum sem hhit eiga að máli.” Undir- strikun min. Já ég tek undir aö slfkar ásak- anir voru mjög alvarlegar ef fram heföu komið. Hvar og frá hverjum hafa slikar ásakanir komið fram? Ég minnist þess ekki. Þessvegna vekur það stór- kostlega furöu mina aö I greinar- gerð stjórnskipaðrar stjórnar- nefndar rlkisfyrirtækis skuli koma fram bollaleggingar um slikt og þvillkt. Siðar i greinar- gerðinni segir: „Sætti einstakir starfsmenn sig ekki við stjórn- endur fyrirtækja verður að telja eðlilegra að þeir hinir sömu leiti sér aö vinnu annarsstaöar”. Þarna kemur fram frá sljórn- unarnefndinni mjög athyglisverð ábending til starfsmanna, en aö sama skapi grunnhyggilega hugsuö. Má ég taka dæmi: Segj- um aö stjórnendur Frihafnar- innar vilji gjarnan losna við ein- hvern hluta starfsfólksins sakir þess að þaö, að þeirra áliti, sé e.t.v. ekki nógu þægt. Er nokk- ur trygging fyrir þvi að það fólk sem kom i í staðinn væri að þeirra skapi. Gæti ekki veriö að það þyrfti til nokkuð mörgár, nokkuö margar ráðningar og nokkuð margar uppsagnir, þar til f enginn væri sá starfshópur sem að öllu leyti félli þeim i geð. Ef ég man rétt, þá er það yfirlýst stefna nú- verandi rlkisstjórnar að stuðla að auknu atvinnulýðræði. Nú er ég þeirrar skoðunar aö framkvæmd sú veröi að vinnast með mflrilli gát, að vel athuguðu máli á iöng- um tima svo að þau spor sem stigin verða hverju sinni I þá veru, megi verða öllum — fyrir- tækjum, starfsfólki og þjóöar- heildinni til aukinnar farsældar. En getur það verið skoðun stjóm- arnefndar Frihafnarinnar að þokast beri i átt til aukins at- vinnulýðræðis meö þeim hætti aö ef stjómendur og starfsfólk greini eitthvaö á, þá beri að leysa málin á þann veg sem segir I til- vitnuninni hér að framan. Afram segir I sömu málsgrein: „ — I staö þess aö reyna aö bola samstarfsmönnum frá — ”. Sagt er — ekki eru þau orð frá mér komin og tek ég þarafleiðandi enga ábygö á þeim — að tveir af núverandi verkstjórum Fri- hafnarinnar séu sérfræðingar i þvi að koma sumu af samstarfs- fólki sinu frá störfum. Ef satt er, gæti þaö þá verið aö þeim finndist sem þeir hefðu ekki náð full- komnum árangri ennþá? Hverjir valda úlfúð og leiðindum á vinnustaðn- um? í næst siöustu máisgrein greinargeröarinnar þar sem rætt er um breytingar á s.l. þremur árum segir svo i niðurlagi hennar: „Einstaka starfsmenn. hafa þó ekki sætt sig viö þessar breytingarog unnið gegn þeim af alefii — undirstrikun min — sem skapaö hefur úlfúö og leiðindi á vinnustað”. Hér er að sjálfsögöu ekki um að ræða órökstuddar full- yrðingarog aðdróttanir — nei það getur ekki verið um sllkt aö ræða i greinargerð frá stjórnarnefnd fyrirtækisins. Nefndin hlýtur að hafa I sinum fórum gögn og stað- festar upplýsingar um þetta at- riði. Er það til ofmikils mælst aö nefndin greini frá þvl hverja hér er átt við. Úti frá, hjá þeim sem ekki þekkja til, hlýtur hver sem er að liggja undir grun um að berjast af alefli gegn geröum breytingum og valda meö þvi úlf- úö og leiöindum á vinnustaö. Ég vinn i Frihöfninni og þekki þar hverja manneskju. Ég veit ekki um einn einasta starfsmann sem vinnur gegn breytingunum sem slikum, hvaö þá „af alefli” nema þá þeir af stjórnendum fyrirtæk- isins sem með hrokafullum hætti umgangast, I það minnsta, sumt af starfsfólkinu, sem ekki væru manneskjur og valda þar með úlfúð og leiöindum á vinnustað. Ekki er hægt að túlka orö nefndarinnar á annan veg en að þessir „einstaka starfsmenn” sætti sig alfarið ekki við þær breytingar sem gerðar hafa verið. Þessu mótmæli ég harð- lega. Það er allt annaö mál þó upp hafi komið ágreiningur um ein- staka þætti svo sem ég hefi skýrt hér aö framan. Eitt dæmi um þátt verk- stjóra i auknum hagnaði Nefndin þakkar nýju vinnu- Miðvikudagur 24. febrúar 1982 „Það hvarflar ós jálfrátt að mér, hvort búið sé að afnema skoðana-og ritfrelsi á íslandi og taka upp i staðinn aðferðir sem sagðar eru tiðkast i Austur-Evrópu, fyrir það eitt að haf a skoðun og láta hana i ljós. Hvað varðar ísland þarf að fara marga áratugi, ef ekki aldir, aftur i timann til þess að finna dæmi um slikt”. fyrirkom ulagi og aðgerðum stjómenda svo og aö sjálfsögðu verkstjórum að hagnaður varð 150% meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Morgun einn er ég mætti i' vinnu var verslunin troðfull af fólki. Langar biðraðir voru við öll af- greiðsluborð. Tveir menn voru við afgreiðslu á kössum I A-deild (áfengi — tóbak — sælgæti) af fjórum mögulegum. Ég leit yfir starfsfólkið og sá að ca. helmingur þess var mættur. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning, var það samkvæmt ákvörðun verkstjórans að láta ca. helmingstarfsfólksins sofaheima sem þó var að sjálfsögöu á fullu kaupi, ef til vill i þeim tilgangi gert að geta sýnt fram á að ekki þyrfti svo margt fólk til starfa sem verið hafði. Afleiðing þess- arar stjórnvisku varð sú að viö starfsmenn sem mættir voru, urðum að horfa uppá körfur sem hráviði um allt, fullar af vörum sem viðskiftavinir hurfu frá til þessað missa ekki af flugvélinni. Vörur þær sem I þessum körfum voru, urðu starfsmenn að setja uppihilluraftur istað þess aö þær hefðu verið I formi peninga I af- greiöslukössum, ef starfsfólkiö hefði veriö látið mæta. Hvaðan eru hugmyndir um margar höfuð- breytingarnar runnar? Sannleikurinn er sá aö margar af höfuðbreytingunum I fyrirtæk- inu sem valdið hafa hvaö mestri vinnuhagræðingu og sparnaöi i rekstri og um leið auknum hagn- aði, komu fram löngu áöur en I þær var ráöist. Má þar t.d. nefna löngu framkomna beiöni um að- skilnað lagers frá verslun með þvi að byggja eða kaupa stóra birgðaskemmu I nágrenninu, sliktnáði ekkieyrum ráöamanna. Þaö var einmitt Ari Sigurðsson sem fyrstur manna vakti máls á þvi að skipt væri um afgreiöslu- borð i A og C deild þ.e. borð með færiböndum og margt fleira væri hægt að nefna. Það eru aftur á móti þættir I hinum mikla hagn- aði sem alfarið eru frá stjórnend- um komnir sem ég kýs að ræða ekki á þessum vettvangi, þættir sem gætu e.t.v. snúist i höndum stjórnenda og komið fyrirtækinu i koll. Er búið að afnema skoð- ana- og ritfrelsi á íslandi? Tilefni þessarar greinar minnar er, svo sem sjá má hér að framan, greinargerö stjómar- nefndar Frihafnarinnar. Höfuöá- stæðan fyrir þessum skrifum mlnum er þósú, aö það fellur ekki að minni skapgerð að vita til þess að náinn vinur minn, sem hefur I gegnum tiðina sýnt mér, það sem ifllum er þó ekki gefið, að reynast vinur I raun, er beittur smánar- aðferðum af hálfu verkstjórans ogaðstoðarverkstjórans fyrir það eitt aö svara spurningum blaða- manns. Það fellur ekki að minni skapgerö að láta sem ég viti ekki af þvi og þegja þunnu hljóði. Svo virðistsem stjórnarnefndin og forstjóri fyrirtækisins leggi blessun sina yfir þá framkomu- hætti samanber áminningarbréf sem forstjórinn afhenti Ara sjálf- ur. Strax sama dag sem viðtalið birtist var flest afgreiöslufólk i verslun sent til vinnu i vöru- skemmu, sem ekkert var við að athuga. Þegar veslunarfólkið fór uppl búð til afgreiðslustarfa, var Ari einn látinn vera eftir i skemmu ásamt lagermönnum. Verkefni fyrir hann virtust ekki vera fyrirhendi. Lagermenn fóru upp i verslun um kl. 17 en áttu þá áður að aka Ara heim. Hann fór hinsvegar með þeim uppeftir. Þegar inn kemur tilkynnir verk- stjórinn Ara, með aðstoðarverk- st^órann að baki sér, að hann sé buinnað stimpla hann út og hann eigi þvl aö hverfa af vinnustað. Ari spyr um ástæðu þar sem vaktatíma sé ekki lokiö og næg verkefni. Bregöur verkstjóri þá á hina hærri tóna og argar aö Ara aö hann sérekinn af vinnustaö og ef hann ekki hverfi, þá þegar, verði kallað til tollvarða til þess aö koma honum út úr húsinu. Ari hélt hinsvegar sinu striki og fór hvergi fyrr en hans vaktatíma var lokið. Aframhaldið á þeirri vaktasyrpu sem nú stendur yfir er I svipuðum dúr. Það hvarflar ósjálfrátt að mér hvort búið sé aö afnema skoðana- og ritfrelsi á lslandi og taka upp i staðinn aðferðir sem sagöar eru tiðkast I Austur-Evrópu fyrir það eitt að hafa skoðun og láta hana I ljós. Hvað varðar Island þarf að fara marga áratugi, efekki aldir, aftur I tfmann til þess að finna dæmi um sllkt. Höfnum 19. febr. 1982. Þórarinn St. Sigurðsson. fjölmidlun Upplýsingaskylda stjórnvalda: Samkvæmt lögum eða eftir eyranu? ■ Skilningur opinberra embættismanna á hlutverki f jölmiöla er æði misjafn og mýmörg dæmi eru um það, að framámönnum stjórnsýslukerfisins sé alls ekkert um það gefiö að fréttamenn leiti hjá þeim upplýsinga. Þessir menn virðast ekki skilja að frétta-og blaðamenn eru eins konar tengiliðir fólksins i landinu og kerfisins. Til þess að þeir geti rækt það hlutverk sitt þurfa þeir að fá nauösynlegar upplýsingar, sem þeir miðla slðan til fjöldans. Hnýsni? Þótt mikil breyting hafi orðið á til batnaðar I þessum efnum siðustu ár, eru þvi miður enn starfandi i kerfinu allmargirembættismenn, sem álita starf sjálfstæðra frétta- manna vera óþarfa hnýsni i mál, sem þeim komi ekki við. I samræmi við þessa skoðun þverneita þeir að greiða götu þeirra að gögnum og upplýs- ingum, sem óskað er eftir til skoðunar eða birtingar. Heldur hefur verið hljótt um það upp á siðkastiö að opna bæri stjórnkerfið meira en oröiöerog tiltölulega fá dæmi hafa verið til umræðu i fjöl- miðlum um tregðu stjórn- valda til að veita upplýsingar. Frumvarp A fyrri hluta siðasta áratugs voru uppi háværar kröfur um það af hálfu blaðamanna, að settar yrðu reglur um upplýs- ingaskyldu stjórnalda, til þess aö starfsmenn fjölmiðlanna og almenningur þyrftu ekki að vera háðir duttlungum ein- stakra embættismanna. 1 framhaldi af þessum um- ræðum lét dómsmálaráðu- neytið semja frumvarp til laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda og var tekið mið af þeim lögum, sem giltu um slikt I nágrannalöndum. Þegar frumvarpið sá dagsins ljós ráku fréttamenn upp stór augu og töidu þar verr farið en heima setið. Astæöan var sú, að mun meiri áhersla var lögð á upplýs- ingatakmörkuni frumvarpinu en upplýsinga skylduog hefði samþykkt þess verið skref aft- ur á bak frá þvi sem viðgeng- ist hefur hjá opinberum stofn- unum. Þar er mjög Itarleg upptalning á undanþágum frá meginefni frumvarpsins og réttur almennings og fjöl- miðla til upplýsinga mjög verulega takmarkaður með þeim ákvæðum. Alþingi sendi frumvarpið til föðurhúsanna. Sama sagan Þrátt fyrir þetta voru ýmsir þeirrar skoðunar, að þörf væri á einhvers konar reglum um þessi efni og var þvi skipuð nefnd til þess að semja nýtt frumvarp og taka mið af þeirri löggjöf, sem I gildi væri i nágrannalöndunum. I henni áttu sæti þeir Baldur Möller ráðuneytisstjóri, Sigurður Lindal, prófessor, og Einar Karl Haraldsson, fulltrúi Blaðamannafélags íslands. Eftir Itarlegan undirbúning af þeirra hálfu varð til nýtt frumvarp sem sniðið var að mestu eftir dönskum og norsk- um lögum, en var þó ivið frjálslegra i ýmsum greinum. En þegar málið kom til kasta alþingis blöskraði mönnum enn allt það, sem ekki átti að vera aðgengilegt i kerfinu. örlög frumvarpsins urðu þvi hin sömu og svo margra á Alþingi að það var látið sofna svefninum langa. Eftir eyranu? Siðustu fjögur til fimm ár- in hefur verið hljótt um þessi mál og enginn haft frumkvæði aö þviað vekja upp drauginn sem kveðinn var niður um árið. Kannski lög- gjafinn hafi komist að þeirri niðurstöðu, að heppilegast væri að láta þá sem I kerfinu starfa spila þetta eftir eyranu hverju sinni i stað þess að skil- greina nákvæmlega i lögum, hvaða upplýsingar megi veita og hverju beri að halda leyndu fyrir borgurum landsins. Opnari umræða um þjóðfélagsmál síðustu árin og aukið sjálfstæði frétta og blaðamanna virðist hafa til þess að ýmsir kerfiskarlar, sem áður fyrr hefðu setið sem fastast á upplýsingum, — hafa séð sitt óvænna og talið farsælast að láta þær af hendi. Ýmsir, sem áður voru forpok- aðir og rigbundnir við gamlar kreddur, hafa tamið sér nútlmalegri hugsunarhátt i þessum efnum og veitt fjöl- miðlum upplýsingar, sem fyr- ir nokkrum árum hefðu verið sveipaðar leyndarhjúp kerfis- ins. Stjórnsýslan Vel má vera, að ekki sé þörf á sérstökum lögum um upplýsingaskyldu stjórnvalda i jafn litlu þjóöfélagi og okkar vegna þess að upplýsinga- uppspretturnar séu tiltölulega aðgengilegar einstaklingum, samtökum og fjölmiðlum og flestir eru sammála um hvar meginllnur skuli dregnar til dæmis varðandi dreifingu upplýsinga um einkahagi fóiks. Engu að siður gæti verið þörf á að setja skýrari reglur en nú gilda um framkvæmd stjórnsýslunnar þar sem meðal annars væri kveðið á um aðgang utanaðkomandi aðila að upplýsingum, en þar þyrfti upplýsingaskyldan aðvera I fyrirrúmi I stað þess að menn láti undanþágurnar bera aðalregluna ofurliði eins og i frumvörpunum hér á árunum. — ÓR. Ólafur Ragnarsson skrifar um fjölmidlun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.