Tíminn - 24.02.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.02.1982, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 24. febrúar 1982 6_________________________Wfamm þingfréttir Breyting á lögum um sveitarstjórnarkosningar Kosið á laugardögum og út lendingar fá kosningarétt — ad uppfylltum vissum skilyrðum ■ Svavar Gestsson félagsmála- ráðherra hefur mælt fyrir frum- varpi um breytingu á sveitar- stjórnarlögum. Breytingarnar felast i þvi' að sveitarstjómar- kosningar fari fram siðasta laugardag imaimánuði, en ekki á sunnudegi eins og verið hefur. Þegarsiðustuhelgi i mai ber upp á hvitasunnu skal kjósa fyrsta laugardag i júni. Þá er gert ráð fyriraö danskir, fmnskir, norskir og sænskir rikisborgarar fái kosningarétt til sveitarstjóma á lslandi að uppfylltum skilyröum, fyrst og fremst þvi að vera komn- ir á kosningaaldur og að haf a bíiið á tslandi i að minnsta kosti þrjU ár. Þá er kveðið á um að hver maður eigi kosningarétt i þvi sveitarfélagi er hann hefur átt lögheimili i er 2 vikur eru til kjör- dags. Nánari skýringu um þessar breytingar er að finna i athuga- semdum viö fmmvarpið og þar kemur fram að i „Danmörku, Finnlandi, Noregi og Sviþjóð hef ur verið komið á fót þeirri skipan aö norrænir rikisborgarar er dvelja iöðrulandien þvi sem þeir hafa rikisfang i, hafa kosningar- rétt og kjörgengi til sveitar- stjórna, enda hafi þeir dvalið i landinu samfellt þrjú ár fyrir kosningarnar. Skipan þessari var komið á að frumkvæði Noröurlandaráðs og að undangenginni athugun starfs- hóps á vegum norrænu ráðherra- nefndarinnar. Atti Olafur W. Stefánsson skrifstofustjóri i dómsmálaráðuneyti sæti i starfs- hópi þessum fyrir Islands hönd. Skilaði starfshópurinn skýrslu um máliö i mars 1975: Nordisk kommunal röstratt och val- barhet, NU 1975:4. Var lögum hinna Norðurland- anna breytt þannig, að norrænir rikisborgarar höfðu kosningar- rétt og kjörgengi við sveitar- stjórnarkosningar I Finnlandi og Sviþjóð 1976,i'Danmörku 1978 og i Noregi 1979. Gilti þetta einnig um islenska rikisborgara i þessum lcmdum. Rök þau sem einkum mæla með kosningarrétti og kjörgengi nor- rænna innflytjenda i dvalarlandi eru einkum talin norrænn vinnu- markaður, hdpar norrænna inn- flytjenda i löndunum, viðtækt norrænt samstarf og aukið jafn- rétti norrænna innflytjenda á við borgara dvalarlandsins. Innflytj- endur greiða skatta og skyldur til jafns við rikisborgara landsins. Kosningarréttur til sveitar- stjórna snertirekkifullveldis-eða þjóðernissjónarmið á sama hátt og ef um þingkosningar væri að ræða. Þá eru náin tengsl Ibúa og sveitarstjórna. Talið hefur verið rétt að áskilja búsetu um tiltekið ti'mabil sem skilyrði fyrir kosningarrétti og þrjú ár talin hæfileg búseta. Erlendir rikisborgarar hafa til þessa eigi haft kosningarrétt og kjörgengi til sveitarstjórna hér á landi ef frá eru taldir þeir sem slikan rétt fengu með dansk-is- lenska sambandslagasamningn- um 1918 og þeim rétti halda enn samkvæmt lögum nr. 85 1946 um ráðstafanir i sambandi við skilnað íslands og Danmerkur. Rétt þykir nú að veita dönskum, finnskum, norskum og sænskum rlkisborgurum kosningarrétt og kjörgengi til sveitarstjórna hér á landi og verði miöað við þriggja ára samfellda búsetu i landinu fyrir kjördag svo sem tiðkast á hinum Norðurlöndunum. Er þar um aö ræða svipaöan tima og gert er ráð fyrir að rikisborgarar þessara landa þurfi að dvelja i landinu til að verða undanþegnir atvinnuleyfi samkvæmt frum- varpi til laga um atvinnuréttindi útlendinga er liggur fyrir Alþingi. Samkvæmt ibúaskrá 1. desem- ber 1980 voru ibúar hér á landi samtals 229.187 þar af 225.947 is- lenskir rikisborgarar en 3240 út- lendir rikisborgarar eða 1.4% af ibúatölunni. Danskir rlkisborgar- ar voru þá 950 talsins finnskir 45, norskir 275 og sænskir 90, þ.e. út- lendir norrænir rfkisborgarar voru 1360 talsins eða 0,6% af ibúa- tölunni. Af þeim voru 907 á kosningaaldri og er áætlað að 670 þeirra uppfylli dvalarskilyrðið. Frumvarp þetta felur i sér breytingu á sveitarstjórnarlögum I þvi skyni að veita norrænum rikisborgurum hér á landi ■ Svavar Gestsson kosningarrétt og kjörgengi til sveitarstjórna. Auk þess eru sett ákvæði um kosningarrétt náms- manna o.fl. er dvelja á Norður- löndum og um breytingu á kjör- dögum viö sveitarst jórnar- kosningar”. Ríkið taki að sér rekstur blindr- abókasafns ■ Ingvar Gislason menntamála- ráðherra hefur mælt fyrir frum- varpi um Blindrabókasafn Islands. Tvær fyrstu greinarnar kveða á um hlutverk og starfsemi stofnunarinnar. Fyrsta greinin er svohljóöandi: „Hlutverk Blindrabókasafns Islands er aö sjá blindum, sjón- skertum og öðrum þeim, sem ekki geta fært sér venjulegt prentað letur i nyt, fyrir alhliöa bókasafnsþjónustu. Blindrabóka- safn tslands annast framleiðslu, útgáfu og miðlun hljóöbóka og blindraletursbóka með efni skáldverka og fræöirita, þar á meðal námsgagna. Blindrabókaáafn fylgist með nýjungum á sinu sviði og kynnir þær. Safnið skal hafa samstarf við aöila sem vinna að fram- leiðslu og dreifingu námsefnis svo og þá sem standa að skipulagn- ingu bókasafnsmála* Safniö vinnur i nánum tengslum við samtök blindra og sjónskertra.” 1 framsöguræðu sinni sagði menntamálaráðherra m.a. að mikið hafi verið unnið að útgáfu fyrir blinda að frumkvæði annarra aðila en rikisins. Nefndi hann sérstaklega bókagerð á blindraletri hjá Blindrafélaginu og hljóðbókagerð félagsins og ■ „Hvað liður framkvæmd þingsályktunar um eflingu iðnaðar og þjónustu á Vest- fjörðum sem samþykkt var á Al- þingi 19. mai siðastliöinn ? Þannig hljóðar fyrirspurn til iðnaðarráðherra um iðnað á Vestfjörðum sem Sigurgeir Bóas- son lagði fram. Fyrirspyrjandi sat á þingi sem varamaöur er fyrirspurnin var lögö fram, en var farinn til sins heima er henni var svarað, en Ólafur Þ. Þórðarson fylgdi henni úr hlaði. Iönaðarráðherra rakti að viöræður hafi farið fram milli Fjórðungssambands Vestfjarða og iönaðarráöuneytisins um iðn- þróunarstarf, m.a. um ráöningu hljóðbókasafn Borgarbókasafns- ins. Hefðu margir aðilar unnið gott starf að þessu máli og lagt mikla vinnu af mörkum án endur- gjalds. Otgáfa á blindralet.ri er erfiö og kostnaöarsöm, sagöi Ingvar, og kemur oft að takmörkuðum notum vegna þess aö margt blint fólk er komið fram á fulloröins ár er sjónin bregst. A það erfitt með að læra blindraletur og notfæra sér þaö. En meö tilkomu segul- banda hefur útgáfa hljóðbóka rutt sér mjög til rúms og hefur Blindrafélagiö gefið út rit á hljóð- böndum og sum i samvinnu við Borgarbókasafnið. Hefur það samstarf verið hið besta. Menntamálaráðherra minnti einnig á framlag Rikisútvarpsins, en þar hafa hljóðritanir farið fram og hefur rikisútvarpið greitt kostnaö af þeirri þjónustu. 1 frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir ákveönum eöa bundnum fjárveitingum til blindrabóka- safns, heldur verður aö meta fjárþörfina hverju sinni, en veröi það að lögum tekur rikið að sér að reka blindrabókasafn. Mennta- málaráðherra lagði á það áherslu að þótt rikið taki að sér rekstur blindrabókasafns væri mikil eft- irsjá að þvi frjálsa félagsstarfi og sjálfsbjargarviðleitni sem iðnaðarráðunauts og um stofnun iðnþróunarfélags i fjórðungnum og iðnþróunarsjóðs, eins og fjóröungssambandið hefur lagt til. „Við framkvæmd þessarar til- lögu”, sagði iðnaðarráðherra, ,, mun iðnaöarráðuneytiðleita eftir nánu samstarfi við Fram- kvæmdastofnun rikisins og heim- aaöila eins og þegar hefur verið lagður grunnur að til aö reyna að trýggja árangur af þeirri áætlunargerð, sem þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir. Ég dreg ekki i efa, að þörf séfyrir eflingu atvinnulifs á Vest- fjöröum umfram það sem nú er og þá m.a. á sviöi iðnaöar til að auka þar fjölbreytni. Heimamenn ■ Ingvar Gislason einkennt hefur starf i þágu blindra, og sagðist hann vona að þótt rikiö taki aö sér rekstur blindrabókasafns muni áhuga- menn halda áfram sinu starfi eigi að siður. Fulltrúar frá hags- munasamtökum blindra hafa mælst til þess að safnið starfi i samvinnu viö samtök blindra og jafnframt er vonast til að Blindrafélagiö haldi áfram að styðja það. Benti Ingvar Gislason á að Blindrafélagið ætti húseign sem vel hentaði fyrir bókasafn blindra. — OÓ. hafa staðið þar að myndarlegum hlutum, m.a. á sviði rafeinda- iðnaðar og þjónustuiðnaðar við þá öflugu útgerð og fiskvinnslu, sem rekin er á Vestfjörðum og ekk^ þarf að fjölyrða um hér. Og það hlýtur að vera bæði rétt og skylt að stjórnvöld reyni að stuðla aö þvi að þessi vilji heima fyrir njóti eðlilegs stuðnings hins opinbera.” Olafur taldi sig mega treysta þvi að þingsályktunartillagan sé að komast til framkvæmda hvaö iðnaöinn snerti, en taldi eðlilegt að Framkvæmdastofnuninni veröi falið að sjá um framkvæmd tillögunnar þvi að hún fellur til aö minnsta kosti tveggja annarra ráðuneyta og þjónustan er ekki siöur atriöi en iðnaðurinn. —OÓ Gera þarf kosningar enn leynilegri ■ Neðri deild hefur lokiö með- ferð frumvarps um breytingu á lögum um sveitarst jórnar- kosningar sem tryggja á að kosningin sé leynileg, og sent til efri deildar. Flutningsmenn frumvarpsins eru Ingólfur Guðnason og Ólafur Þ. Þóröar- son. Breytingin er I þvi fólgin að við 12. grein laganna bætist: Þegar kosning er óhlutbundin er kjör- stjóm skylt að talningu lokinni að setja alla notaða kjörseðla undir innsigli kjörstjórnar. Að kærufresti loknum eða aö fullnaðarúrskuröi uppkveðnum varðandi kosninguna ef kosningin hefur verið kærö skal kjikstjórn eyða hinum innsigluðu kjörseðl- um og telst störfum hennar ekki lokið varöandi kosninguna fyrr en svo hefur verið gert og yfirlýsing þar um innfærö i kjörbók og undirrituð af kjörstjórn”. Ingólfur Guðnason mælti fyrir frumvarpinu og gat þess að stjórnarskráin geröi ráð fyrir að lög um kosningar til Alþingis svo og lög um sveitarstjórnar- kosningar leggi mikla áherslu á þá leynd sem skylt sé aö viðhafa við kosningar forseta Islands, við alþingiskosningar og sveitar- stjórnarkosningar svo og kosningar til sýslunefnda. Rakti flutningsmaður margar laga- greinar sem lúta að þessu efni en taldi að ósamræmis gætti að einu leyti ilögum og setja þyrfti undir þann leka og þvi væri frumvarp þetta flutt. ,,Reynslan hefur sýnt, aö óhlut- bundnar kosningar til sveitar- stjórna og sýslunefnda hafa tiðkast viðs vegar um land, sér- staklega i fámennari sveitar- félögum og má telja Eklegt að svo verði enn um sinn. Þegar óhlutbundnar kosningar eru viöhafðar rita kjósendur nöfn þeirra manna sem þeir kjósa eig- in hendi á þar til gerða kjörseöla brjóta þá saman og leggja i kjör- kassa á venjulegan hátt. Ekkert er I lögum um varö- veislu notaðra kjörseöla að taln- ingu lokinni eða eyöingu þeirra. óeðlilegt verður að teljast, þrátt fyrir hina miklu áherslu ■ Ingölfur Guðnason. sem lög leggja á leynilegar kosningar fyrir kjördag (utan- kjörstaðakosning) og á kjördegi aö ekki séu ákvæði i lögum um þessa þætti, þ.e. varðveislu eöa eyðingu notaðra kjörseðla að kosningum loknum. I lögum er ekkert sem hindrar að þeir, sem notaöa kjörseðla hafa undirhöndum að kosningum loknum get tekið þá til athugunar siðar. Þar sem kjörseðlar þessir eru ritaðireiginhendimeð nöfnum og heimilisföngum þeirra sem við- komandi kaus, sbr. 11. gr. laga um sveitarstjómarkosningar og a.m.k. i hinum fámennari sveitarfélögum, þar sem menn gjörþekkjaskrift flestra kjósenda i sveitarfélaginu, virðist sem sú leynd sem stjórnarskráin og kosningalög gera ráð fyrir að við séhöfö þegar kosið er, sé upphaf- in að nokkru að kosningum lokn- um. Tilgangurinn með flutningi þessa frumvarps er að koma I veg fyrirhugsanlega misnotkun á vit- neskju fenginni af atkvæöaseðl- um, eftir að kosning hefur farið fram og kosningaúrslit ákveðin enda ekkert sem mælir með að þessi gögn séu til eftir að þeirra er ekki lengur þörf sem sönn- unargagna við kosninguna sjálfa”. Iðnaður og þjónusta á Vestf jörðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.