Tíminn - 12.03.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. mars 1982
fréttir
Skýrsla utanríkisrádherra um Helguvíkurmálið
til umræðu í ríkisstjórn í gær:
„Ekkert nýtt
land gert að
varnarsvæöi
— segir Ólafur Jóhannesson
99
■ „Það sem gerist i sumar er
aðeins hönnun á þessu mann-
virki, það verða engar fram-
kvæmdir i sumar, eða á þessu
ári. Allrihönnun á að vera lokið
i desember næstkomandi”,
sagði Ólafur Jóhannesson utan-
rikisráðherra þegar blaða-
maður Tfmans bað hann i gær
að segja frá skýrslunni sem
hann gaf ríkisstjórninni um
Heiguvikurmálið.
„Ég hef unnið að þessum mál-
um á grundvelli þingsályktunar
sem gerð var á Alþingi 21. mai
s.l. , þar sem utanrikisráðherra
var falið að flýta framkvæmd-
um, til þess að koma i veg fyrir
hugsanlega mengun frá núver-
andi oliutönkum. Ég lýsti þá
yfir að ég mundi athuga staðar-
valið og það gerði ég siðastliðið
sumar og niðurstaöan varð sú
að Helguvik væri besti kostur-
inn. Þess vegna hefur hún orðið
fyrir valinu.
Þær framkvæmdir sem þarna
eiga að vera eru aðeins flutn-
ingur á þeim geymum, sem
standa nú fyrir ofan Njarðvik og
Keflavik og yfir á Hólmsberg.
Jafnframt er heimiluð
löndunaraðstaða i Helguvik og
oliuleiðslur úr Helguvik i geym-
ana og vegur þangað. Það er þvi
ekki um þær hugmyndir nú, sem
uppi voru um stækkun heldur er
eingöngu um flutninga að ræða
á þessum geymum”.
„Engin aukin umsvif”
— Er þá ekki rétt að umsvif
varnarliðsins aukist?
„Það verða engin aukin um-
svif. Það sem um er að ræða er
að Helguvik kemur i staðinn
fyrir Keflavikurhöfn og þjónar
sama hlutverki. Eins og þeir
hafa leyft hafnaraðstöðu i
Keflavik og eins og þeir hafa
leyft oliuleiðslur um Njarövik
upp i geymana þá gerist þaö
með sama hætti i Helguvik.
Það er talað um það i þessum
samningsdrögum að það séu
leigðir þrettán ha. en það hefði
allt eins mátt orða það að þeir
heimiluðu að leggja leiðslur
þessar og veg um þetta svæði og
gera þá aðstöðu i' Helguvik, sem
til þyrfti. Hinsvegar er ætlunin
að setja geymana niður utan við
lögsagnarumdæmi Keflavikur, i
Gerðahreppi á svæði, sem er
varnarsvæði”.
— Þýðir það að svæðið sé ekki
skipulagsskylt?
„Það er nú of flókið að fara út
i það en það þýðir það að þetta
er varnarsvæði og það verður
ekki tekið nýtt land undir þá. Og
sama máli gegnir um það land,
sem Keflavikurmenn eiga að fá
afnotarétt af að það er varnar-
svæði.
Kjarninn i þessu er sá að það
er ekkert nýtt land gert aö
varnarsvæði. Það gætiráðherra
ekki gert, það gæti rikisstjórn
ekki gert, til þess þarf atbeina
Alþingis að taka nýtt land og
gera að varnarsvæði.
Af hálfu bæjarstjórnar Kefla-
vikur hafa þessi samningsdrög
verið samþykkt og þau eru nú
að minum dómi hagstæð fyrir
Keflvikinga og alla aðila”.
„Engar framkvæmdir
á þessu ári”
— Hvenær koma þessir
samningar til framkvæmda?
„Þetta eru drög sem er ekki
búið að undirrita. Það sem ger-
ist i sumar er aðeins hönnun á
þessu mannvirki, það verða
engar framkvæmdir i sumar,
eöa á þessu ári”.
— Hafa þessi samningsdrög
verið lögð fyrir varnarliðið?
„Við höfum að sjálfsögðu rætt
við varnarliðið um þessi atriði
og höfum ástæðu til að ætla að
það fallist á þau. 1 drögunum
segir að við hönnum fram-
kvæmda i Helguvik verði tryggt
að mannvirkin uppfylli ströng-
ustu kröfur um allan búnað og
frágang samkvæmt islenskum
lögum og reglum um uppskipun
og geymslu eldsneytis.
Þess verði gætt að þannig
verði staðið að hafnargerðinni i
Helguvik að hún komi að sem
fyllstum notum við frekari
hafnargerð þar. Og svo er það
höfuðatriði að umsjón af-
greiðsla og öryggisgæsla á
hafnarsvæðinu verður i höndum
islenskra aðila.
— Hefur þú trú á að þetta mál
geti haft áhrif á samstarf rikis-
stjórnarflokkanna?
„Ég skal nú engu spá um það.
Mér þykir það óeðlilegt vegna
þess að eins og þessu er hagað
Óiafur Jóhannesson
núna, þá er komið til móts við
allan þann málflutning sem Al-
þýðubandalagið hafði uppi i
þessu. Það sem það hafði á móti
þessu er að þarna átti að vera
um svo mikla stækkun að ræða.
Hinsvegar lagði það alltaf
áherslu á að það teldi nauðsyn-
legt að flytja þessa tanka frá
þeim stað, sem þeir eru á, til
þess að koma i veg fyrir
mengunarhættu, sem af þeim
gæti stafað og ef til vill lika
skipulag og byggð”.
„Geta borið fram
vantraust á mig”
— Félagsmálaráðherra
Svavar Gestsson hefur aðallega
haldið tvennu fram gegn þessu.
Annars vegar auknum umsvif-
um, sem þú ert búinn að svara
og hinu að hann sé forviða á
stefnu þinni, þar sem hún fari i
bága viö stefnu samvinnu-
hreyfingarinnar og Oliufélags-
ins h.f.?
„Þetta er hans hugsunarhátt-
ur, en ég er nú bara fulltrúi
minna kjósenda hér i Reykja-
vik”.
— Hefur samvinnuhreyfingin
markað stefnu i þessu máli?
„Ég hef ekki orðið var við að
neitt hafi komið þaðan það hefur
ekki komið til min. Hinsvegar
komu hugmyndir frá Oliufélag-
inu á sinum tima til utanrikis-
nefndar um að færa tankana
upp á völl en nota sömu upp-
skipunarhöfn. A móti þvi kemur
að þeir þarna suðurfrá viija
endilega losna við þetta út úr
fiskihöfninni. Nú er bryggjan
lika farin. Ennfremur er talið að
af svona stórum tönkum, uppi á
velli sem ekki væri hægt að
grafa niður, gæti stafað
mengunarhætta fyrir vatnsból
bæjanna þarna”.
— Getur Alþýðubandalagið
stoppað þetta mál?
„Þaö getur náttúrlega borið
fram vantraust á mig á Al-
þingi”.
— Verður það ekki gert á ann-
an hátt?
„Það er vafasamt”, svaraði
utanrikisráðherra.
SV
„Kom ekki á óvart
og breytir engu um
mína afstöðu”
— segir Svavar Gestsson
■ „Þaö kom ekkert á óvart i
skýrslu utanrfkisráðherra og
hún breytir að sjálfsögðu engu
um mina afstöðu”, svaraði
Svavar Gestsson féiagsmáia-
ráðherra, þegar Tíminn spurði
hann álits á Heiguvikurskýrslu
Ólafs Jóhannessonar. „Málið
varð ekki útrætt i rfkisstjórninni
og verður rætt þar áfram”,
bætti hann við.
— Ólafur segir að mjög hafi
verið komið til móts við ykkar
tillögur i þessu máli og þið al-
þýöubandalagsmenn hafið upp-
haflega flutt það inn á Alþingi.
„Það er rétt að Abl. benti
mjög á hættuna af þessum
geymum fyrir byggðina. 1 upp-
haflegu áliti nefndar, sem utan-
rikisráðuneytið skipaði i máliö
var gert ráð fyrir nýjum geym-
um, sem tækju 200 þúsund tonn.
Af þvi kom i ljós aö það voru
maðkar i mysunni og aðrir
hagsmunir en að losa Njarövik-
inga viðmengun, sem réðu ferö-
inni.
Alþingi hafnaði að fram-
kvæma tillöguna eins og hún lá
fyrir en samþykkti aðra um að
fela utanrikisráðherra að vinna
að þvi að. losa Keflvikinga og
Njarðvikinga undan þeirri
mengun, sem þarna kemur frá
hernum. Við stóðum að þeirri
samþykkt ekki sist vegna þess
að fyrir lá tillaga frá Oliufélag-
inu sem seinna fékk stuðning frá
samvinnuhreyfingunni.
1 Helguvikurlausninni er gert
ráð fyrir geymum uppi á velli.
Ef þeir geymar eru hættulausir
þá hljóta þeir að vera jafn
hættulausir þegar Oliufélagiö
gerir tillögu um þá. Þannig er
það hreinn útúrsnúningur að
það sé einhver stórkostleg hætta
af tillögunni, þegar hún er
skrifuð upp af Oliufélaginu h.f.
en sé hinsvegar hættulaus, þeg-
ar búiö er að skrifa undir hana
af ameriskum sérfræðingum”.
— Utanrikisráöherra segir aö
■ Svavar Gestsson
þið getið ekki stoppað þetta mál
nema bera fram vantraust á
hann á Alþingi. Munuð þið gera
það?
„Ég trúi ekki öðru en aö
Ólafur sjái að tillögur sam-
vinnuhreyfingarinnar eru það
skynsamlegasta I málinu. Ég er
tilbúinn tii að hafa samvinnu við
hann um að fallast á þær.
Hvort ég muni flytja van-
traust á hann? Ég sit nú meö
honum i rikisstjórn ennþá,
manninum”, sagði Svavar
Gestsson.
1 gær var einnig itrekað reynt
að ná sambandi við ráðherra
sjálfstæðismanna, til að fá
þeirra afstöðu til þessa deilu-
máls innan rikisstjórnarinnar,
en án árangurs. SV
■ Flutningaskipið Skaftafell.
Skaftafellið komið ílag eftir
sex daga hrakninga:
„Snarbrjálað
vedur og brotin
dundu á skipinu”
segir Jón Kristinsson, skipstjóri
■ Flutningaskipið Skaptafell,
eign sambandsins rak stjórnlaust
og vélarvana i fimm daga fyrir
stórsjó og vindum, sem stundum
náðu 12 vindstigum, djúpt i hafinu
milli Islands og Bandarikjanna.
Það var snemma á laugardags-
morguninn s.l. að oliuöxull aðal-
vélar skipsins brotnaði. Vél-
stjórnarnir unnu siðan dag og nótt
við að koma honum i lag og það
tókst ekki fyrr en i gærmorgun,
rétt fyrir klukkan 06,00.
„Okkur tókst að koma þessu i
lag snemma i morgun”, sagði
Jón Kristinsson, skipstjóri á
Skaptafellinu þegar Timinn náði
við hann talstöðvarsambandi
siðsegis i gær, en þá var skipiö
statt um 600 sjómilur S.V. af
Reykjanesi. „En þessir dagar
hafa verið mjög erfiðir. Veðrið
hefur verið snarbrjálað og brotin
hafa dunið á skipinu næstum
stöðugt allan timann.”
Sautján manna áhöfn er um
borð i Skaftafellinu og við
spurðum Jón hvernig farið hefði
um mannskapinn. „Mennhafa nú
yfirleitt tekið þessu af mikilli
stillingu, en það var óneitanlega
heldur óþægileg vistin um borö,”
sagöi Jón. „Vélstjórarnir hafa
orðib að vinna alveg stöðugt, dag
og nótt.”
— Hvað með farminn?
„Jú, þaðer allt i lagi með hann,
enda frystivélaranr ekkert
tengdar aðalvélinni.” sagði skip-
stjórinn.
Skaftafellið er á leið til
Gloucester með fullar lestar af
freðfiski og gáma á þilfari.
— Sjó.
Fluttu inn og
dreifdu hálfu
ödru kflói
af hassi
■ Rannsókn á einu hassmálinu
sem verið hefur til rannsóknar
hjá Fikniefnadeild lögreglunnar i
Reykjavik er nú lokið.
Að sögn fikniefnalögreglúnnar
snýst það mál um hálft annað kiló
af hassi sem tveir menn fluttu til
landsins og dreifðu siðan. Lög-
reglan náöi aðeins i um 100
grömm af hassinu. Tuttugu og
fimm manns voru yfirheyrðir
vegna málsins.
— Sjó.
Innbrot í
KEA útibú
á Dalvlk
■ Borvélum, úrum og einhverju
af peningum var stolið i innbroti
sem framið var i verslunarútibúi
KEA á Dalvik aðfararnótt mið-
vikudagsins.
Að sögn rannsóknarlQgregl-
unnar á Akureyri var verðmæti
þýfsins á að giska 15 þús. krónur.
Þjófarnir eru ófundnir og biður
rannsóknarlögreglan alla þá sem
einhverjar upplýsingar geta gefið
varðandi þetta innbrot að hafa
samband við sig. — Sjó.
Eldur í
fjölbýlishúsi
| Slökkviliðið i Reykjavik var
kvatt aö f jölbýlishúsinu viö Keilu-
fell 13 i Breiðholti á niunda
timanum i gærmorgun. Þar
logaði eldur i gólfteppi og vegg
klæðningu i einni ibúðinni. Þegar
slökkviliðið kom á vettvang hafði
húsráðanda tekist að ráða niður-
lögum eldsins með fuftslökkvi-
tæki. — Sjó.
Bíla og
vélasalan Ás
Crval notaðra vöru-
biia og tækja á sölu-
skrá:
Man 15240 árg. '78 með fram-
drifi og bdkka.
Chevrolet Sibribos ’76 11
manna með 6 cfl. Bedford
dieselvél.
Benz 1513 ’73
Benz 1519 ’70 Framdr. og
krani.
Benz 1413 ’70
Scania 111 ’77
Scania 110 '75
Scania 110 Super ’74, framb.
Scania 85 S ’71
Volvo F89 '72
Volvo N725 ’77
Volvo N-10 ’77
Stonna sturtuvagn á traktor.
| Vantar eldri traktora á sölu-
skrá.
Gröfur, loftpressur, bilkrana
! o.fi.
Miðstöð vörubila og
vinnuvélaviðskipta
um land allt
I Höfðatúni 2
Simi 24860