Tíminn - 12.03.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 12. mars 1982
19
þingfréttir
Mikil? ónotuð
orka í
vestfirskum
surtarbrandi
■ Rannsókn og hagnýting
surtarbrands á Vestfjörðum er
efni þingsályktunartillögu sem
borvaldur Garðar Kristjánsson,
Matthias Bjarnason, Sighvatur
Björgvinsson, Olafur Þ. Þórðar-
son og Karvel Pálmason leggja
fram. Þar er lagt til að Orku-
stofnun og Rannsóknarráð rikis-
ins annist rannsókn á surtar-
brandi á Vestfjörðum, og kanni
leiðir til nýtingar hans til orku-
framleiðslu og iðnaðar. Skal
verkinu hraðað eins og kostur er á
og haft samráð við Orkubú Vest-
fjarða um aðgerðir.
1 greinargerð er farið yfir þró-
un orkumála i heiminum siðan
olian fór að hækka verulega i
verði 1973 og farið var að leita
annarra orkugjafa og auka mjög
kolanotkun allt siðan.
Gerðar hafa verið nokkrar at-
huganir á surtarbrandi hérlendis
og benda þær til að Vestfirðir hafi
sérstöðu i þessum efnum.
„Þar fyrirfinnast surtar-
brandslög viðs vegar. Má þar
nefna surtarbrandslögin á Barða-
strönd, Patreksfirði, Arnarfirði,
Súgandafirði, Bolungarvik, Stein-
grimsfirði, Hrútafirði og Kolla-
firði i Strandasýslu. En sá staður
sem athyglin hefur beinst helst að
er Stálfjall i Vestur-Barða-
strandarsýslu. Þar hefur farið
fram lauslegt mat og var það gert
árið 1917 af sænska verkfræðingn-
um Ivar Svendberg, sem áleit að
þar værium I80milljónir tonna af
surtarbrandi og mundi það nægja
600 MW rafstöð i 60 ár. Hér er um
að ræða álika mikið uppsett afl og
nú er samtals i öllum vatnsafls-
virkjunum landsins.
Aður fyrr og einkum á heims-
styrjaldarárunum fyrri og siðari
var surtarbrandur nokkuð unninn
á Vestfjörðum svo sem i Súg-
andafirði, Bolungarvik, Dufans-
dal og Stálfjalli. Með þeirri tækni
sem þá viðgekkst þótti þetta elds-
neyti of dýrt og erfitt að nálgast
það. Með nútimaaðgerðum við
námugröft og flutningatækni og
endurbættum brennsluaðferðum
eru viðhorf nú gjörbreytt. Vinnsla
surtarbrands gæti nú orðið arð-
vænleg.
Með tilliti til þessa er þings-
ályktunartillaga þessi fram bor-
in. Vinda verður bráðan bug að
þvi að kanna hverjir möguleikar
kunna að vera hér ónotaðir. Svo
miklir hagsmunir eru i húfi að
vinna verður markvisst og skipu-
lagsbundið i máli þessu. Þess
vegna er lagt til að Orkustofnun
og Rannsóknaráði rikisins verði
falin rannsókn á surtarbrandi á
Vestfjörðum og könnun leiða til
nýtingar hans til orkuframleiðslu
og iðnaðar. Nú liggur þegar fyrir
mikil vitneskja um staðsetningu
surtarbrandslaga og brennslu-
gildi surtarbrandsins. Hins vegar
er litið vitað með vissu um magn
surtarbrandsins á hinum ýmsu
stöðum. Ekki hefur heldur verið
rannsökuð aðstaða til vinnslu
surtarbrandsins á hinum ýmsu
stöðum miðað við nútimaaðferðir
við námugröft og flutningatækni.
Þá hefur arðsemi af vinnslu
surtarbrands ekki verið metin
miðað við þær endurbættu
brennsluaðferðir sem nú eru fyrir
hendi. Allt er þetta verkefni sem
þingsályktunartillaga þessi gerir
ráð fyrir að unnin verði af Orku-
stofnun og Rannsóknaráði rikis-
ins. Svo mikils er um vert, að
verk þetta verði unnið með þeim
hraða sem frekast er unnt, að lagt
er til að þessar stofnanir fái sér-
stakar fjárveitingar úr rikissjóði
til að standa undir kostnaði við
þetta viðfangsefni.
Jafnframt þvi að á Vestfjörðum
eru aðalsur tar brandss væði
landsins, hafa Vestfirðir einnig
þá sérstöðu að hafa yfir að ráða
minni orkulindum en aðrir lands-
hlutar 1 formi vatnsafls og jarð-
hita. Er þvi tvöföld ástæða til að
leggja sérstaka áherslu á vinnslu
surtarbrands á Vestfjörðum.
Arangurinn af sliku gæti lika
orðið tviþættur. Annars vegar
væri skapaður möguleiki sem nú
er ekki fyrir hendi til þess að
leysa oliuna af hólmi með inn-
lendum orkugjafa i mjög
þýðingarmiklum og orkufrekum
iðnaði. Hér dugar ekki að auka
raforkuframleiðslu i landinu
vegna þess að raforkan verður
ekki hagnýtt i þessu skyni. Til
þess þarf að koma nýr orkugjafi
sem við nú ráðum ekki yfir en
gætum fengið með hagnýtingu
surtarbrandsins. Hagnýting sliks
nýs orkugjafa hefði i för með sér
ómetanlegan hag fyrir efnahags-
lif landsins i heild. Hins vegar
væri skapaður mögu.eiki með
hagnýtingu surtarbrandsins til
stórátaks til eflingar byggð á
Vestfjöröum. Grundvöllur fengist
fyrir þeirri fjölbreytni I atvinnu-
lifi sem þar skortir mjög á. Þessi
hagnýting orkulinda getur skapað
beinlínis mjög mikla atvinnu við
námugröftinn og flutninga, auk
þeirrar almennu atvinnuupp-
Kjarnfódrid verði
framleitt hérlendis
■ Stjórnarfrumvarp um fóður-
verksmiðjur liggur nú fyrir Al-
þingi. 1 þvi er gert ráð fyrir að
rikisstjórninni sé heimilt að taka
þátt i stofnun hlutafélaga um
eignaraðild og rekstur fóðurverk-
smiðja, sem eru i rikiseign. Einn-
ig að heimilt verði að rikið selji
félagasamtökum eða einstakling-
um fóðurverksmiðjur í eigu rikis-
sjóðs og að rikinu sé heimilt að
taka þátt i stofnun^ hlutafélaga
sem eigi og reki nýjar fóðurverk-
smiðjur.
1 athugasemdum með frum-
varpinu segir m.a.:
Hér á landi eru nú starfræktar
fimm grænfóðurverksmiðjur,
sem i frumvarpi þessu eru
nefndar fóðurverksmiðjur og
þrjár eru i undirbúningi. Starf-
ræktar verksmiðjur eru að
Gunnarsholti á Rangárvöllum, á
Stórólfsvelli, að Flatey á Mýrum,
i Saurbæ i Dalasýslu og að
Brautarholti á Kjalarnesi. Allar
eru verksmiðjurnar i rikiseign
nema verksmiðjan að Brautar-
holti. I undirbúningi eru verk-
smiðjur i Hólminum Skagafirði,
að Saltvik, Reykjahreppi S.-Þing
og i Borgarfirði. Heildarfram-
leiðsla allra grænfóðurverk-
smiðjanna var árið 1980 12.848
tonn og árið 1981 9.986 tonn.
Aður en gripið var til kjarn-
fóðurskatts og framleiðslukvóta
var árlegur innflutningur á
kjarnfóðri nálægt70 þús. tonnum.
Nokkuð hefur dregið úr innflutn-
ingi kjarnfóðurs og nam hann um
60 þús. tonnum árið 1981.
Mikill áhugi hefur verið fyrir
þvi á undanförnum árum að efla
innlendan fóðuriðnað til þess að
draga úr innflutningi og spara
þannig gjaldeyri. Ýmis konar
innlent fóður er nú notað i kjarn-
fóðurblöndur t.d. grasmjöl og
fiskimjöl. í grasköggla hefur
verið blandað steinefnum, lýsi,
fitu frá sláturhúsum og fiski-
mjöli.
Mikill áhugi er nú á aukinni
kornrækt i landinu a.m.k. á viss-
um svæðum. Bændur i Landeyj-
um sem rækta korn hafa fengið
Stórólfsvallabúið til að þurrka
korn sitt, mala það og blanda
grasmjöli. Hefur þessi blanda
gefið góða raun að sögn bænd-
anna.
Árlega fellur til i landinu geysi-
mikið magn af ýmis konar hrá-
efni sem mætti nota til fram-
leiðslu á fóðri handa búfé. 1 þessu
sambandi jná nefna sláturhúsa-
úrgang, úrgang frá fiskvinnslu-
stöðvum, mysu o.fl. Sláturhúsið i
Borgarnesi og Kaupfélag Ey-
firðinga reka þó vinnslustöðvar
sem nýta þennan úrgang til fram-
leiðslu á kjöt- og beinamjöli. Or-
gangsfita úr þessum sláturhúsum
hefur m.a. verið notuð til iblönd-
unar i grasköggla.
Auk hefðbundinnar framleiðslu
á fiskimjöli og beinamjöli hefur á
siðustu árum vaknað áhugi á
framleiðslu á s.n. meltu úr fiskúr-
gangi og reyndar ýmsum öðrum
lifrænum úrgangi. Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins og Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins
hafa um nokkurra ára skeið gert
tilraunir með fisk- og hvalmeltu
með góðum árangri.
Arlega falla til i mjólkurbúum
landsins 7 millj. litra af mysu.
Aðeins litill hluti hennar er
nýttur. Hið lága þurrefnisinni-
hald mysunnar og mikill
flutningskostnaður hefur komið i
veg fyrir að hún væri notuð til
fóðurs nema i mjög litlum mæli.
Með nýrri tækni sem ekki krefst
jafnmikillarorku ogeiming hefur
tekist að framleiða mysuþykkni
sem inniheldur um 20% þurrefni.
Að undanförnu hafa verið gerðar
á vegum RALA tilraunir með
mysuþykkni með góðum árangri.
Allar þær afurðir sem hér hafa
verið nefndar má nota i fóður-
blöndur fyrir búfé, svo framar-
lega að farið sé eftir viðurkennd-
um forskriftum og reglum þar að
lútandi. Mikiðaf þessu hráefni fer
i dag f orgöröum. Þy kir þvi rétt að
vikka verksvið þeirra verksmiðja
sem nú eru reknar og þeirra, sem
reistar kunna að verða með aðild
rikisins, umfram það að vinna aö-
eins úr grasi og grænfóðri.
■ A kortið eru merktir þeir staðir sem surtarbrandur hefur fundist á.
byggingar sem óbeinlinis hlýtur
að leiða af þessari vinnslu. Með
slikri þróun gæti staða Vestfjarða
i orkumálum landsins gerbreyst
frá þvi sem nú er. I stað þess að
hafa litið gildi fyrir orkubúskap
þjóðarinnar i heild, þegar ein-
ungis er litið á vatnsafl og jarð-
hita væru Vestfirðir þýðingar-
mikill aðili i orkuvinnslu landsins
auk þess að vera með hagnýtan-
lega orkulind sem ómissandi er,
en ekki annars staðar að hafa i
landinu eða i miklu minna mæli.
Hér er ekki um neitt hégóma-
mál að ræða. Það má vera ljóst,
þegar haft er i huga hve mikil sú
orka er sem þarf til þess rekstrar
er notar eldsneyti sem orkugjafa.
Hér er um að ræða þann rekstur
sem nú notar oliu en surtar-
brandur gæti leyst af hólmi. A ár-
inu 1980 voru flutt inn 171.000 tonn
af svartoliu. Þar af munu hafa
farið um 100.000 tonn til fisk-
mjölsverksmiðja, Sementsverk-
smiðjunnar og Hvalstöðvarinnar.
Ef þessir aðilar notuðu surtar-
brand yrði gjaldeyrir sparaður að
upphæð um 21 millj. dollara eða
um 210 millj. kr. Útsöluverð væri
um 240 millj. kr. Af surtarbrandi
samsvarandi að orkugildi mundi
þurfa um 230.000 tonn. Þetta
mundi svara til um 900 Gwh. á
ári i rafmagni eða sem svarar 210
MW i uppsettu afli sem er jafn-
mikið og Hrauneyjafossvirkjun
fullbúin.
Hér hefur einungis verið talað
um hagnýtingu surtarbrandsins
sem eldsneytis. Slik notkun
surtarbrands kemur þó til greina
i ýmsum fleiri tilvikum en hér
hefur verið getið svo sem til
kyndingar hitaveitna sem ekki
hafa jarðvarma sem orkugjafa.
Þá kann og að geta verið hag-
kvæmt aö framleiða rafmagn
með surtarbrandi i raforkuverum
á námustað. En auk þess getur
surtarbrandurinn orðið hagnýttur
til margs konar efnaiðnaðar.
OÓ
Er stjórnin f hættu
vegna söluskatts
af snjómokstri?
■ Hannes Baldvinsson situr
nú á þingi i fjarveru Ragnars
Arnalds. Hann mælti i gær
fyrir frumvarpi um söluskatt
sem kveður svo á aö heimilt
verði að endurgreiða söluskatt
af kostnaði sveitarfélaga viö
snjómokstur af götum i þétt-
býli. Meðflutningsmaður er
Skúli Alexandersson, flokks-
bróðir þeirra Hannesar og
Ragnars.
Talsverðar umræöur urðu
um þetta mál og þótti öllum
sem stigu i ræðu stól að hér
væri þarft réttlætismál á
ferðinni. Hins vegar kom það i
opna skjöldu að varamaður
fjármálaráðherra skyldi bera
upp frumvarp um eftirgjöf á
skatti.
Páll Pétursson kvað hér gott
mál og réttmætt til umræðu og
væri bágt að afla rikinu tekna
með þessum hætti af byggöar-
lögum sem ættu i erfiðleikum
vegna snjóþyngsla. En hann
taldi að eölilegra hefði verið
aö varamaður fjármála-
ráðherra og samflokksmaður
hans hefðu beðið Ragnar sjálf-
an að flytja frumvarpið. Hann
hefði áreiðanlega fengið það
samþykkt.
Kvaðst Páll gjarnan vilja
stuöla að þvi að mál þetta nái
fram að ganga en hins vegar
mundi hann ekki gera það aö
stjórnarslitamáli ef fjármála-
ráöherra leggst þungt á móti
þvi.
Ólafur Þ. Þórðarson sagðist
mundu fylgja málinu eftir og
að fjármálaráðherra ætti er-
fitt með að ónýta tillögu vara-
manns sins, svo að ekki þyrfti
að koma til stjórnarslita af
þeim sökum, en Karvel
sagöist ekki harma þótt
stjórnin spryngi vegna sölu-
skatts af snjómokstri.
,,Svört atvinnu-
starfsemi” verdi
rannsökuð
■ „Alþingi ályktar að skipuð
skuli sjö manna nefnd til þess
aö gera úttekt á „svartri at-
vinnustarfsemi”, þ.e. at-
vinnustarfsemi þar sem ekki
eru greidd opinber gjöld og
koma með tillögur til úrbóta
og skili þeim fyrir árslok
1982”, er innihald þings-
ályktunartillögu sem Vil-
mundur Gylfason, Karvel
Pálmason og Benedikt Grön-
dal leggja fram.
í greinargerð segir að
„neðanjaröarhagkerfi” þar
sem fjármunum er velt án
þess að staðið sé 1 skilum á
opinberum gjöldum, sem hinn
almenni atvinnurekstur
verður að hlita sé ekki siður
landlægt hér en i nágranna-
löndunum og sé þetta óréttlátt
gagnvart þeim sem greiða all-
ar þær álögur sem þeim er
gert að standa skil á, og mis-
muni mjög þeim atvinnu-
greinum þar sem samkeppni
er milli fyrirtækja. Oó