Tíminn - 12.03.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.03.1982, Blaðsíða 6
Föstudagur 12. mars 1982 6 l'iilíilí stuttar fréttirl ■ Leikendur I „ísjakanum” sem fjallar m.a. um hvernig kven- kyns foringjum tekst aö halda uppi aga hjá vopnlausum her I 3. heimsstyrjóldinni. 99 99 ísjakinn frumsýndur í kvöld AKRANES: Leikklúbbur Fjölbrautaskólans á Akranesi frumsýnir i kvöld, föstud. 12. mars, leikritið Isjakann eftir Felix Lutzkendorf, á sal Fjöl- brautaskólans. Næstu sýning- ar eru á laugardag og sunnu- dag. „ísjakinn” gerist i þriðju heimsstyrjöldinni og fjallar á gamansaman hátt um þá að- stöðu sem skapast er báðir striðsaðilar mætast vopnlaus- irá isjaka lengst norður i hafi og hvernig kvenkyns foringj- um beggja liða tekst að halda uppi hinum stranga heraga. Leikstjóri er Sigrún Björns- dóttir, en rúmlega 30 nem- endur Fjölbrautaskólans vinna við sýninguna. 1 hlut- verkum eru þau: Anna Her- mannsdóttir, Ingi Þór Jóns- son, Helga Braga Jónsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Guðlaugur Hauksson, Guðfinna Rúnars- dóttirog Ingimar Garðarsson. „tsjakinn” er fjórða verk- efni Leikklúbbsins en áður hefur hann sýnt einþáttung- ana: Nakinn maður og annar á kjólfötum og Bónorðið gamanleikritið Elsku Rut og á siðasta leikári sakamálaleik- ritið Músagildruna eftir Agöthu Christie við góðar undirtektir bæjarbúa. —HEI 8.725 tonn til Eyja í janúar og febrúar Vestmannaeyjar: t endaðan febrúar höfðu alls 8.725 tonn af fiski borist til Vestmannaeyja frá áramótum, þar af tæpar 6.378 lestir af bátunum og 2.347 lestir af togurunum fjórum. A netum voru 27 bátar, 16 á trolli,7 á linu og 5 með hand- færi. Hæstu netabátarnir voru þá Þórunn Sveúnsdóttir með 6 20,5 1. Suðurey 357,7 1. Ofeigur 356,7 1. Alsey 343,2 1. Katrin 303.4 1. Gjafár 280,7 1. Valdimar Sveinsson 275,8 1. Glófaxi 273,3 1. Gandi 258,4 Sæ- björg 253,2 og Sigvatur Bjarnason 250 1. lest. Aflahæstu trollbátarnir voru: Freyja 223,4 1. Helga Jóh. 173,6 1. Björg 129,8 1. og Baldur 105,9. lestir. Af linubátum voru hæstir Dala Rafn 37,5 iestir og Þorkell Björn 35,1 lest. Afli togaranna hinn 28 febrúar var sem hér segir: Breki 685 tonn i 4 löndunum, Klakkur 474 tonn f 4 löndunum, Vestmannaey 471 tonn i 3 lönd- unum og Sindri 422 tonn i 4 löndunum. — HEI Vel heppnad fjölmiðlanámskeið BORGARNES: „Námskeiðið tókst alveg sérstaklega vel og fólkiö var mjög ánægt með það. Ekki síst gerði Magnús Bjarnfreðsson alveg storm- andi lukku hjá þátttakend- um”,sagði Jón A. Eggertsson, formaður Verkalýðsfélagsins i Borgarnesi um fjölmiðlanám- skeiðsem efnt var til i Borgar- nesi um siðustu helgi. Fyrir- fram hafði verið ákveðið að miða við 20 þátttakendur en aðsókn var svo mikil að bæta varð við upp i 24. Námskeiðið byrjaði á laugardagsmorgni með erindi Hallgrims Thorsteinssonar fréttamanns hjá útvarpinu. Eftir hádegið voru erindi Eliasar Snælands Jónssonar' ritstjóra Timans og Tryggva Þórs Aðalsteinssonar frá MFA. Siöastur frummælenda á laugardeginum var Magnús Bjarnfreðsson fréttamaður sem ræddim.a. um framkomu i sjónvarpi. A sunnudeginum sá Magnús siðan um verkleg- ar æfingar varöandi fram- komu i sjónvarpi. Sagði Jón að fólki hafi þótt þetta mjög lær- dómsrikt. Jón Agnar sagði nú alls 157 manns hafa tekið þátt i nám- skeiðum félagsins. Það fyrsta var haldið 1972, annað 1975 og siðan nokkur námskeið á ári. „Þetta held ég að verði að telja mjög góða þátttöku á ekki stærr-i stað og þætti ef- laust gott i Reykjavik að fá hlutfallslega eins marga þátt- takendur á námskeið verka- lýðsfélaganna”, sagði Jón. En 157 i Borgarnesi mundu jafn- gilda um 8 þús. manns i Reykjavik. Næst á dagskránni sagði Jón 12 tima námskeið i skyndi- hjálp. En siðan verði væntan- lega haldið áfram með félags- málanámskeiðin. —HEI fréttir Rigningarnar í febrúar komu sér vel fyrir Landsvirkjun: SKERDINGU A AF- GANGSORKU AFLÉTT ■ Hinar miklu rigningar i febrúar og hláka á halendinu hafa reynst Landsvirkjun gulls I gildi þar sem þetta leiddi til þess að Landvirkjun gat siðari hluta febrúar aflétt allri skerðingu á af- gangsorku og nokkurri skerðingu sem orðið hafði að setja á for- gangsorku til stóriðjunnar og Keflavikurflugvallar I febrúar - byrjun. Að sögn Landsvirkjunar er miðlunarforðinn i Þórisvatni nú mun meiri en á sama tima I fyrra og afgangsorka i orkuöflunar- kerfiLandsvirkjunar fyrir hendi i óvenju rikum mæli miðað við sama tima undanfarna vetur. Þannig er vatnsborð Þórisvatns nú tveim metrum hærra en á sama tima 1981. Af þessum sökum hefur Lands- virkjun orðið við tilmælum Raf- magnsveitna rikisins um kaup á ótryggðu rafmagni fyrir varma- veitur til upphitunar húsa á Seyðisfirði og Höfn i Hornafirði. í samningi þar um er gert ráð fyrir 28GWst orkunotkun á ári á 5 aura KWst að töpum meðtöldum. Samningurinn gildir til 1. júli 1983, en Landsvirkjun er þó heimilt að rjúfa afhendingu raf- magns telji hún þess þörf, enda skuldbindur RARIK sig til að hafa þá tiltækt nægilegt varaafl i oliukyntum stöðvum. Notkun ótryggðs rafmagns i stað oliu við rekstur umræddra varmaveitna veldur mun lægri rekstrarkostnaði RARIK á orku- einingu eða sem svarar 22 aurum á KWskt. Miðað við óskerta af- hendingu 28 GWst yrði sparnaðurinn 6,2 milljónir kr. —HEI r ■ Þaö er ekki beinlinis reinnifæri fyrir barnakerrur þessa dagana. Greidsludagar hús- nædislána ákveðnir ■ Stjórn Húsnæðisstofnunar rikisins hefur nýlega ákveðið næstu greiðsludaga lána frá stofnuninni. Lokalán (3. hluti láns) verða greidd út frá 15. mars til þeirra sem fengu fyrsta hluta lánsins hinn 15. mars 1981 og miðhlutann hinn 15. sept. s.l. Heildarupphæð þessara lána er áætluð samtals um 6 milljónir króna. Þeir sem áttu fullgildar og lánshæfar umsóknir um frumlán hinn 1. janúar s.l. skulu fá fyrsta hluta lána sinna greiddan út frá 20. mars n.k. Heildarupphæð frumlána þeirra er veitt verða nú er áætluð um 20 milljónir kr. Þeir sem fengu frumlán sin greidd 5. október s.l. skulu fá 2. hluta lána sinna greiddan frá 5. april n.k. Heildarupphæð þeirra lána er áætluð 3,3 milljónir króna. Er þannig reiknað með að samanlögð upphæð nýbyggingar- lána er kemur til greiðslu i mars og april sé um 29,3 milljónir króna. Næsta úthlutun G-lána — vegna kaupa á notuðu húsnæði — hefur ekki verið ákveðin ennþá, en gæti þó orðið i aprilmánuði. Eftir 5. april koma jafnframt til útborgunar lán sem veitt eru vegna orkusparandi breytinga og meiriháttar endurbóta sem sótt var um á tlmabilinu 1. júli til 31. des. 1981. Frá 5. april koma einnig til útborgunar lán vegna meiri- háttar viðbygginga sem sótt var um fyrir 1. jan. s.l. —HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.