Tíminn - 12.03.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.03.1982, Blaðsíða 9
Föstudagur 12. mars 1982 9 menningarmál Kristinssyni ógleymanlegar sam- verustundir við sameiginleg áhugamál. Theódór óskarsson Það var haustið 1974 að Baldur Kristinsson kom til min og spurði mig hvort ég væri tilleiðanlegur að taka að mér þjálfun 3. fl. karla i handbolta hjá Fylki, ég hváöi við og sagöi eins og satt var að ég hefði enga þekkingu á handbolta til að miðla öðrum. Hann sagði að það skipti ekki öllu máli, við myndum leysa það mál i samein- ingu. Þannig hófst okkar sam- starf að handboltamálum i Ár- bæjarhverfi, sem staðið hefur nær óslitið fram á siðasta dag. A þessum stutta tima sem okkar kynni voru er margs að minnast frá sameiginlegu áhugamáli sem handboltinn var. Mörg mál komu upp sem þurfti að leysa og var það oft hlutverk Baldurs að leysa þau, jafnvel með stuttum fyrir- vara og má segja að hæfileikar hans hafi komið skýrast i ljós þá. Hann var oft i forustuhlutverki á þessum tima, en það skipti ekki öllu máli þvi hann var alltaf boðinn og búinn að leysa þau mál sem til hans var leitað með og var það ómældur styrkur fyrir hand- boltann i Fylki, að hafa mann sem Baldur var innan sinna raða. Auk þess að starfa nær linnulaust frá árinu 1974 að handbolta- málum Fylkis átti hann sex börn sem samtimis æfðu og kepptu með meistaraflokkum félagsins. Sem dæmi um áhuga hans á félaginu og þá sérstaklega meistarafl., er að hann kom til okkar á æfingu á mánudaginn fyrsta mars s.l. og hvatti okkur alla til dáða, en engan okkar óraði fyrir þvi að þetta yrðu hans siðustu hvatningarorð til okkar. Þaö var dæmigert fyrir Baldur hvernig honum tókst að drifa fólk með sér að áhugamálum sínum og gera þau að þeirra. A timamótum sem þéssum er okkur sem störfuöum með Baldri mikill söknuður i huga er við - stöndum og horfum á eftir góðum dreng yfir móðuna miklu. Baldur varö aðeins rúmlega fjörutiu og niu ára gamall er hann lést. Ég vil að lokum færa eiginkonu hans, Viktoriu Hólm Gunnars- dóttur, börnum, tengdabörnum og barnabörnum minar dýpstu samúðarkveðjur og megi Guð vera með ykkur öllum. Jón H. Guðmundsson Hinn 4. mars slðastliðinn lést Baldur Kristinsson fyrrv. form. <27 K \KI.V ROMBAND THE ÉTRUSCANS R..MOGII.VIE TflE RoíUN REHilO’ MöiAili Cíö@k® handknattleiksdeildar Fylkis, aðeins 49 ára að aldri. Baldur kom til starfa hjá Fylki upp úr 1970 og vann mest að mál- efnum handknattleiksdeildar félagsins, sem formaður og siðar liðsstjóri meistaraflokks. Baldur var þó fyrst og fremst Fylkis- maður og vildi hag félagsins i heild sem bestan á öllum sviðum. En ég leyfi mér aö fullyrða aö eina ósk átti Baldur ofar öllum öðrum félagi sinu til handa, en það er nýtt iþróttahús I fullri stærð og vænti ég þess að okkur takist á næstu árum að láta þennan draum hans og okkar allra rætast. Ég veit, að sá róður verður þungur, en viö munum ná settu marki, ef við berum gæfu til að tileinka okkur þá atorku og ósér- hlifni og þann sanna félagsanda sem einkenndu öll störf okkar látna félaga, sem við nú kveðjum hinstu kveðju I dag. Um leið og ég þakka honum frábært starf fyrir Fylki flyt ég öllum aöstandendum hans sam- úöarkveðjur félagsins, megi minningin um góðan dreng verða ykkur léttir i sorg ykkar. Með fþróttakveðju f.h. iþróttafélagsins Fylkis Jóhannes óli Garðarsson formaður. Skólaganga Jóns var, eins og annarra á þeim timum, stutt og menntun hans var að mestu leyti sjálfmenntun. Þó sótti hann kvöidskóla hér i Reykjavik hluta úr vetri, þá stundaði hann iþróttir og læröisund hjá Páli Erlingssyni sundkennara. Jafnframt bústörf- unum stundaði Jón ýms önnur störf. Hann sótti sjó frá Stokks- eyri og Eyrarbakka og eftir þvi sem árin færðust yfir, urðu störf- in þar honum eftirminnilegri og minningin um félagana kærari. Hann var um skeið verkstjóri I þjónustu vegagerðarinnar og þá um leiö leiðsögumaður margra, stórra og smárra, er leið áttu milli Þingvalla og uppsveita Ar- nessýslu (Gullfoss og Geysis). 1 hellinum eignuðust þau hjónin þrjú börn, tvær stúlkur og einn pilt. Yfirsetukonu þurfti að sækja austur i Laugardal og tók það nokkra klukkutima. Þegar fyrsta barnið fæddist, varð Jón að skilja á milli áður en hann fór eftir ljós- móðurinni. Það hafa áreiðanlega verið langir klukkutimar, sem móðirin tuttugu og eins árs gömul stúlka þurfti að biða, ein i helli, fjarri öðru fólki. En Vigdis sagði siðar að hún hafi ekki verið hrædd, henni f annst alltaf einhver vera hjá sér. 1922 fluttist Jón með fjölskyldu sinni úr Laugardalnum fram i Flóa. Fór hann fyrst að Vallar- hjáleigu en siðan að Mið-Meðal- holtum og við þann bæ var hann jafnan kenndur siðan. Þar eign- uðust þau hjónin 4 börn að auki og voru þau þá orðin sjö. Auk þess fóstruðu þau að nokkru upp ungan dreng af Stokkseyri. Arið 1958 fluttu þau svo alfarið til Reykja- vikur en þangað voru öll börnin þegar flutt. 1 Reykjavík stundaði Jón skógræktarstörf hjá Skóg- rækt rikisins á sumrin og vann hjá Sláturfélagi Suðurlands á haustin um tiu ára timabil. Skóg- rækt var hans aðaláhugamál. Hann eignaðist smáblett i landi Hólms hér fyrir innan borgina og þar dvaldi hann öllum stundum meðan heilsan leyfði. Vann hann við trjárækt og kom upp mjög vinalegum bletti, sem hann um- gekkst af stakri natni. Jón var traustur og að ýmsu leyti fjölhæfur maöur. Hann hafði gott tóneyra og lærði undirstöðu- atriðin i organleik þegar ráðinn var tónlistarkennari að Laugar- vatni á æskuárum Jóns og siðan stytti hann sér margar stundir við orgelið. Hann var viðlesinn og átti dágott safn islenskra bóka. Eink- um voru þær um þjóöleg fræði, enda var hann vel heima i héraðs- lýsingum, munnmælasögum og hafði gaman af ættfræði. Jón hafði ákveönar skoðanir i stjórnmálum. Hann var fram- sóknarmaður alla tið og vann þeim flokki það, er hann mátti. Hann taldi samvinnuhreyfinguna nauðsynlegt jafnvægi móti ein- staklingsframtakinu og kynnti mönnum gjarnan hugmyndir sin- ar i þeim efnum. Hann hugsaði um eilifðarmálin þótt ekki ræddi hann hátt um. Hann kvaðst ör- uggur um að á móti sér yrði tekið þegar hann flytti yfir á annað til- verustig, fannst hann raunar vita hvernig sú móttaka yrði. Hérvist- ardögum hans lauk á þann hátt, er hann haföi helst óskað sér, kannski sá hann það fyrir. Kæri Jón, ég kveð þig með þeirri ósk að von þin um viðtök- urnar i hinum nýju heimkynnum hafi ræst og þú hafir fundið ást- vini þina eins og þú hugðir. Hafðu þakkir fyrir þitt stóra framlag til aukins þroska og bætts mannlifs hér á jörðu. E. I < >vi ana Himnn'orTiif; A\nK.vr WVxíiji F<MAS\ < ♦ TJir. AV'iFNT \V«J i Tvö ný- leg rit um Róm- verjasögu R.M. Ogilvie: Early Rome and the Etruscans. Fontana ' 1979 (2. útg.). 190 bls. Fyrir skömmu siðan var hér i blaöinu fjallaö um nýtt rit um sögu hellenismans og þá um leið kynnt ritröö sem Fontana útgáfufyrirtækiö gef- ur nú út um sögu fornaldar. Þessi bók er bindi I þeirri ritröð og fjallar um sögu Rómaborgar á timabilinu frá þvi laust fyrir 600 og fram til 390 f.Kr. Saga Rómar á þessu timabili er aö mörgu leyti óljós. Þetta voru átaka timar og heimildum, sem varðveist hafa, frásögnum griskra og rómverskra sagnaritara ber illa saman um mikilvæg at- riði. A þessu timabili laut Róm Etrúskum, dularfullum en kraftmiklum þjóöflokki sem fræðimenn vita þó næsta litiö um enn sem komiö er. Ekki er t.d. ljóst, hverskonar mál Et- rúskar töluðu og mönnum ber alls ekki saman um, hvaðan þeir hafi komiö né hvað orðiö hafi um þá. Hafa sumir getiö sér til þess, aö Baskar á Spáni séu afkomendur þeirra og baskneskan eigi rætur sinar að rekja til tungu Etrúska. Höfundur þessarar bókar, R.M. Ogilvie er prófessor I fornfræöum við háskólann I St. Andrews I Skotlandi og hefur samið allmörg rit um sögu Rómaborgar og Rómverja. Hann gerir I upphafi þessa rits góða grein fyrir heimildum sinum, bendir á veikleika þeirra og reynir aö meta sann- leiksgildi þeirra eftir föngum. Er það bæöi um að ræða forn- ar ritaðar heimildir, sem og nýjustu fornleifarannsóknir. Árangurinn er sá, aö þrátt fyr- ir aö enn séu mörg og stór skörð ófyllt I þekkingu okkar á þessu timabili, tekst höfundi að skila lesendum samfelldri, greinagóðri og skemmtilegri frásögn, sem ætti að geta sval- að fróöleiksfýsn flestra um | mörg atriði, en vekur spurn- ingar um önnur. Michael Crawford: The Rom- an Republic. Fontana 1981 (2. útg.) 224 bls. Frásögn þessa bindis rit- raðarinnar hefst, þar sem þvi, er getið var um hér á undan sleppir, og nær hún yfir tlma- bilið frá þvi um 390 f.Kr. og fram um miðja aðra öld fyrir Kristsburð. Þetta timabil, lýö- veldisöld Rómverja, var mik- ið uppgangstimabil i róm- verskri sögu. Þegar það hófst var Rómaborg sem næst i rústum eftir innrás þjóðflokka norðan úr Galliu, þegar þvi lauk drottnuöu Rómverjar yf- ir Miöjaröarhafi, Róm var orðin mesta heimsveldi ver- aldar. Michael Crawford segir . sögu þessa viöburðarika skeiðs á stórskemmtilegan hátt og leggur áherslu á að lýsa þeim þáttum I stjórnar- fari og skipulagi Rómar, sem geröu sigurgönguna mögu- lega. Hann lýsir rómversku valdastéttinni, hernum,trú og siðum Rómverja, afstöðu þeirra til nágrannanna á Italiu og sigrunum yfir þeim, segir frá púnversku styrjöldunum og þvi hvernig Rómverjar lögðu undir sig og náðu tökum á Grikklandi og hinum fórnu menningarrikjum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá er einnig afbragösgóður kafli um þaö, hvernig skipulag hersihs hvatti rómverska bændur til þess aö berjast fyr- ir fööurlandiö. Að unnum sigri fengu þeir sinn hlut af her- fanginu, en þegar Róm var oröin heimsveldi og völd yfir- stéttarinnar jukust hrifsaði hún til sin æ rikari hlut og varð það til þess að bændur urðu ófúsari en ella til þess að ganga I herinn. Eftir þaö byggðist herveldi Rómar á málaliöum og þegar kom fram á keisaraöldina höfðu hers- höföingjar oft hver sinn mála- liðaher, sem þeir notuðu til þess að berjast um völdin. Þetta er stórskemmtileg bók og fróöleg og mjög skipu- lega og vel samin. Jón Þ.Þór Jón Þ. Þór skrifar um er-, lendar bækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.