Tíminn - 13.03.1982, Side 3

Tíminn - 13.03.1982, Side 3
Laugardagur 13. mars 1982 mmm fréttir Hjörleifur Guttormsson, idnaöarráðherra, um afstöðu Bólstaðarhlíðarhrepps í Blöndumálinu: ÞESS AD KIR VERDI AÐ SAMKOMUIAGINU’ „VÆNTl AMIAR ■ „Ef þessi veröur þróunin, að hreppsnefndir Lýtingsstaða- og Seyluhrepps samþykki sam- komulagsdrögin, þá er það auð- vitað stórt skref i þá átt sem við höfum að stefnt og unnið að,” sagði Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra i viðtali við Tim- ann i gær, þegar hann var að þvi spurður hvert næsta skref stjórn- valda yrði, ef hreppsnefndirnar sem nefndar eru hér að ofan sam- þykkja nú um eða eftir helgina samkomulagsdrögin um virkjun Blöndu, en þá hefðu fimm af sex hreppsnefndum samþykkt drög- in. „Verði raunin sú, að hrepps- nefndirnar samþykki drögin, þá verður i framhaldi af þvi gengið við fyrstu hentugleika frá samningi viö hreppana fimm, sem þá hafa samþykkt drögin,” sagði Hjörleifur jafnframt. „Siðan tel ég eðlilegt að Ból- staðarhliöarhreppi gefist kostur á þvi að gera upp sinn hug og gerast aðili að þessum samningi. Ég tel það sjálfsagt að honum verði gef- inn kostur á að meta stöðuna i ljósi þess viðtæka samkomulags, sem þá hefði tekist,” sagði Hjör- leifur. Hjörleifur var að þvi spurður hvað hann hygðist gera, ef Ból- staðarhliðarhreppur hafnaöi samkomulagsdrögunum samt sem áður, að loknu endurmati: „Ég vil ekkert um það segja hvernig á þvi verður tekið, þegar þar að kemur. Ég vænti þess að Bólstaöarhliðarhreppur verði aðili að þessum samningi. Ef það ekki gengur saman, þá munu stjórnvöld meta þá stöðu, þegar þar að kemur.” — AB Aðalfundur Framsóknar félaganna í Reykjavík: ■ Þeir sem kynntu árangur Póllandssöfnunarinnar (frá hægri): Jóhannes Siggeirsson, Asmundur Stefánsson, ögmundur Jónasson, Asgeir Eyjóifsson og Torfi ólafsson fulitrúar kaþólsku kirkjunnar, llilmar Baldursson frá Hjálparstofnun kirkjunnar og Haukur Már Haraldsson. Timamynd G,E. Rúmar sex milljónir safnast í Póllandssöfnun: „Gífurlegur skortur f rekar en neyðarástand” — segir Ögmundur Jónasson, sem er nýkominn frá Póllandi Leikflokkurinn á Hvammstanga: ..Stundar- fridur” — í Keflavík og á Seltjarnarnesi um helgina ■ Leikflokkurinn á Hvamms- tanga, sem að undanförnu hefur sýnt leikritið „Stundarfrið” fyrir norðan verður i leikför syðra um helgina. Sýningar verða i Kefla- vik á laugardagskvöld og i Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi á sunnudag kl. 16. Leikstjóri er Magnús Guðmundsson frá Nes- kaupstað. Höfundurinn Guðmundur Steinsson og kona hans Krist- björg Keld voru viðstödd frum- sýninguna á Hvammstanga og voru ánægð með uppfærsluna, að sögn Brynju Bjarnadóttur á Hvammstanga. Ekki hafi það sið- ur verið mjög gaman fyrir þá norðanmenn að fá þau i heim- sókn, enda nýtt þar að hafa höfund viðstaddan frumsýningu. — HEI Gylfi Jónsson rektor Skál- holtsskóla ■ A fundi skólanefndar Skál- holtsskóla þann 12. mars sl. var séra Gylfi Jónsson ráðinn rektor skólans frá fyrsta júni nk. Séra Gylfi er 36 ára Akur- eyringur. Hann lauk kennara- prófi 1966 og guðfræðiprófi 1973 og vigðist það ár til Staðarfells- prestakalls i Þingeyjaprófasts- dæmi. Siðustu árin hefur hann þjónað Bjarnarnessprestakalli i Skaftafellsprófastsdæmi, þ.e. Höfn i Hornafirði. Hann var sjúkrahúsprestur i Sviþjóð um skeið og hefur haft mikil afskipti af félagsmálum, er m.a. um- dæmisstjóri Lions-hreyfingarinn- ar. Þá hefur hann haft forgöngu um stofnun tónlistarskóla og ver- ið frömuður i tónlistarlifi. Kona hans er Þorgerður Sigurðardóttir frá Grenjaðarstað, myndmennta- kennari. Mikid flutt inn ■ Þegar litið er á innflutnings- tölur yfir ýmsar neytendavörur i janúar s.l. virðumst við ts- lendingar siður en svo láta það á okkur fá þótt viðskiptajöfnuður landsmanna hafi verið neikvæður um rúmar 1.000 milljónir á siðasta ári, sem jafnað var með löngum erlendum lánum. Við samanburð á innflutningi i janúar s.l. og sama mánuð 1981 kemur i ljós að bilainnflutningur er nú 172% meiri i krónum talið, innflutningur fjarskipta- og hljómflutningstækja 168% meiri, rafmagnsvéla og tækja 111% meiri, húsgagna 97% meiri, fatnaðar 84% meiri, ferðabúnað- ar 100% meiri og innflutningur ýmissa unninna matvara 86% meiri. —HEI ■ „Égheldaöþaðséekki ástæða til að ætla að þessi aðstoð sé mis- notuð af stjórnvöldum, heldur komist hún til þeirra aðila sem raunverulega þurfa mest á henni að halda”, sagði ögmundur Jónasson, fréttamaður á fundi i gær þar sem kynntur var árangur Póllandssöfnunar i vetur. En hann ásamt Jóhannesi Siggeirs- syni og sr. Braga Friðrikssyni er nýlega kominn úr ferð til Pól- lands þar sem þeir fylgdu eftir fyrstu vörusendingunni frá Is- landi sem afhent var i Lublin siðast i febrúarmánuði. 1 Póllandi annast pólska sam- kirkjuráðið dreifingu varanna. Þessari fyrstu sendingu var dreift til munaðarleysingjaheimilis og sjúkrahúsa og siðan sjá söfnuðirnir um dreifingu til nauð- staddra fjölskyldna. Reynt er að meta þörfina i hverju einstöku til- ■ „Mér sýnist aö staðsetning geymanna á Helguvikursvæðinu sé i samræmi við það sem rætt hefur verið i meira en ár,” sagði Pálmi Jónsson landbúnaðarráð- herra, þegar Timinn spurði hann hvort sjálfstæðismenn i rikis- stjórn styðji afstöðu Ölafs Jó- viki og allir sem aðstoð fá látnir kvitta fyrir. Til þessa hafa safnast rúmar 6 millj. króna, sem að sögn As- mundar Stefánssonar er meira fé en dæmi eru um að safnast hafi i slikum söfnunum áður. Fyrir þetta fé eru aö mestu leyti keypt- ar matvörur, svo sem sild, þorsk- hrogn, þurrmjólk og fleira en einnig hreinlætisvörur, lyf og ýmiss konar tæki á sjúkrahús. Hilmar Baldursson frá Hjálparstofnun kirkjunnar sagði engan vafa á að Póllandshjálpin hafi bjargað miklu þar i landi, og i mörgum löndum öðrum hafi verið um metsafnanir að ræða þótt Islendingar væru liklega efstir ef miðað væri við hina margnefndu höfðatölu. Hann lagði þó áherslu á að söfnun þurfi aö halda áfram þvi ekki sé vafi á hannessonar utanrikisráðherra i Helguvikurmálinu. I heild var svar Pálma á þessa leið: „Utanrikisráðherra flutti skýrslu um þetta mál á rikis- stjórnarfundi i gær. Umræðum um þá skýrslu lauk ékki á fundin- um. þvi að neyðin haldi áfram og auk- ist jafnvel fram á sumarið a.m.k.. Spurður nánar um ástandið svaraði ögmundur: „I stuttu máli myndi ég nota orðin „gifurlegur skortur” frekar en „neyðarástand”. Fólkið virð- ist vel klætt, en búðir eru flestar tómar og það litla sem fæst allt skammtað”. Þótt merkilegt sé miöað við árstima kvað hann framboð hafa verið af ávöxtum og grænmeti. Aftur á móti var talið að framboð á brauðum eigi enn eftir að minnka og til að ná i það litla sem kæmi af einhverju kjötkyns þyrfti fólk að standa i 5-6 klukkutima biðröðum. Þvi geti t.d. gamalt fólk, sjúkt, og fólk með litil börn jafnvel ekki einu sinni notfært sér sirta skömmtunarmiða. Mér virðist að þaö sé nauðsyn- legt að byggja nýja geyma i stað þeirra, sem valda nú mengunar- hættu og sýnist nú að staðsetning þeirra á Helguvikursvæðinu sé i samræmi við það sem rætt hefur verið i meira en ár, og þvi siður en svo óeðlileg. Valdimar K. Jónsson kjörinn formaður ■ Valdimar K. Jónsson prófess- or var kjörinn formaður Fram- sóknarfélags Reykjavikur á aðal- fundi i gærkvöldi. Fráfarandi form. Haraldur Ólafsson baðst undan endurkjöri. Aðrir i stjórn voru kosnir Arnór Valgeirsson, Gunnar Guðjónsson, Ingvar Björnsson, Leifur Karls- son, Pétur Sturluson og Valur Sigurbergsson. Varmenn: Hákon Torfason, Halldór Ólafsson, Jónas Guð- mundsson og Haraldur Ólafsson. Endurskoðendur voru kjörnir Garðar Þórhallsson og Þorsteinn Ólafsson. Til vara Gisli Guð- mundsson. Þá voru kjörnir 111 manns i Fulltrúaráð Framsóknarfélag- anna i Reykjavik og 69 varafull- trúar. Kás ■ Kiukkan tæplega þrjú I dag rcnnur upp stóra stundin hjá is- lenskum knattspyrnuunnendum, en þá hcfst bein útsending frá Wcmbley þar sem Tottenham Hotspurs og Liverpool leiða sam- an hesta sfna. Búast má við að blökkumaður- inn snjalli Garth Crooks láti ekki sinn hlut eftir liggja i þeirri viöur- eign. Ég vii taka það fram að við sjálfstæðismenn i rikisstjórninni höfum ekki gert neina samþykkt um þetta efni i okkar hóp, þannig að við höfum ekki tekið neina formlega afstöðu i þessu máli. Um aðra þætti málsins tel ég ekki ástæðu til að ræða að svo stöddu.” — HEI „Síður en svo óeðlileg” — segir Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, um staðsetningu olíugeymanna á Helguvíkursvæðinu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.