Tíminn - 13.03.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.03.1982, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. mars 1982 „Leggja ber áherslu á að hraðað verði uppbyggingu meðal stórra iðnfyrirtækja á Suðurlandi, svo sem steinullarverk- smiðju. Einnig að kannaðir verði möguleikar á staðsetningu framleiðslufyrirtækja i orkufrekum iðnaði á Suðurlandi. Nú þegar verði ráðist i þær framkvæmdir, sem eiga að tryggja vatnsöflun orkuvera á Þjórsársvæðinu, þ.e.a.s. Kvislaveitur og Sultartangastif lu’ ’. i m «111 Hraðað verði þeim hitaveitu- framkvæmdum, sem þegar eru hafnar á Suðurlandi, jafnframt þvi sem hafin verði skipuleg leit að heitu vatni i öllum byggðum Suðurlands. Samgöngumál A. Vegamál Kjördæmisþing Framsóknar- manna á Suðurlandskjördæmi haldið að Flúðum 14. og 15. nóv. 1981; ályktar að nauðsynlegt sé að gera 5 ára áætlun um að ljúka lagningu varanlegs slitlags á hringveginn og aðra vegi sem hafa yfir 100 bila umferð á dag. Til þess að ná þessu marki ályktar þingið eftirfarandi: 1. Nauðsynlegt er að útvega stóraukið fjármagn til vegamála og bendir þingið á aö gifurleg um- framfjárfesting er viða i þjóðfé- laginu og ætti að beina þvi fjár- magni til vegaframkvæmda. 2. Taka þarf ákvörðun um staðarval hringvegarins og vinna að hönnun hans þar sem breyt- ingar er þörf og núverandi vegur á óheppilegum stöðum að mati heimamanna og verkfræöinga vegagerðarinnar. 3. Vinna þarf markvisst aö upp- byggingu hringvegarins þannig að uppbyggingin sé ávallt vel á undan vegaklæðningunni og um- ferö og heflun hafi tima til þess að þjappa og jafna veginn og minnka þannig missig hans. 4. Efla þarf vinnuflokka og tækjabúnað eftir þörfum i hverjum landsfjórðungi og fylgja fast eftir markmiðinu um varan- lega vegaklæðningu á 200 km á ári hverju. 5. Samræma þarf brúargerð yfir ölfusárósa, Markarfljót og Kúðafljót við þessa áætlun og afla hennar sérfjármagns. 6. Sjá þarf til þess að vega- gerðin fái einnig nægilegt fjár- magn til viðhalds og heflunar á þeim vegum, sem ekki verður unnt að leggja á varanlegt slitlag á næstu árum. En sumir vegir kjördæmisins eru nú þegar að verða ófærir vegna viðhalds- skorts. 7. Þar sem hringvegur okkar liggur um eyðisanda þarf að gera stórátak i landgræöslu til þess að hefta sandfok, sem árlega veldur stórtjóni á bifreiðum. Einnig þyrfti að koma upp aðvörunar- skiltum á þessum stöðum. B. Ferjumál 1 samgöngumálum Vest- mannaeyja tekur þingið undir opinberar yfirlýsingar áhrifa- manna að Ms. Herjólfur sé hluti af vegakerfi kjördæmisins og leggur áherslu á að stofn- kostnaður Herjólfs veröi greiddur af opinberu fé, svo sem gert er með vegaframkvæmdir C. Hafnarmál Þingið samþykkir að hraðað verði endurskoðun hafnarlaga og tillit verði tekið til samþykkta Hafnamálasambandsins um að rikissjóður taki meiri þátt i stofn- kostnaði hafr.armannvirkja en nú er. D. Flugmál Þingið þakkar flugmálastjórn og þingmönnum kjördæmisins hlut þeirra til eflingar flugsam- gangna I kjördæminu og ályktar að stefna beri aö þvi að flug- brautir verði geröar við alla byggðakjarna kjördæmisins, sem miðist við staðal flugmála- stjórnar um neyðarflugvelli. Af þessum flugbrautum gæti orðið mikið öryggi ef til Suður- hann fluttur I herfangelsi I Palo, Leyte. Það var ekki fyrr en i júní ’81 sem hann frétti af þvl að á hann heföi veriö borin formleg . kæra. Eftir að Marcos forseti tók upp herlög ’81, var rikisdómsmálum (sem áður heyrðu undir herdóm- stóla) visað til almennra dóm- stóla (civil courts). 1 desember ’81 kom Rafael Labutin fyrir slik- an dómstól I Samar, og var hann sýknaður. Þrátt fyrir það þá er hann enn i haldi, nú I Catbalogan borg. Astæðan er sögö vera sú að þrátt fyrir herlög i landinu, þá geti einungis forsetinn látið hann lausan vegna þess að hann var handtekinn af „ASSO” reglunni. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf, og fariö fram á að Rafael Labutin veröi tafar- laust látinn laus. Skrifið til: His Excellency Ferdinand E. Marcos Malacanang Palace Metro Manila THE PHILLIPPINES. Jan Litomisky — Tékkóslóvakia 38 ára búfr., virkur meðlim- ur I óopinberri mannréttinda- hreyfingu landsins. Hann afplán- ar 3ja ára fangelsisdóm fyrir „spillingu”, (fangelsisdómnum á svo að fylgja eftir með þvi að hann verði undir eftirliti lögreglu i 2 ár eftir aö hann losnar úr fang- elsinu). Árið 1977 undirritaði Jan Litomisky skjöl um mannréttindi, — Charter ’77 — og árið ’79 geröist hann meðlimur i hinni óopinberu mannréttindahreyfingu sem ber landsjaröskjálfta kæmi eða annarra náttúruhamfara. E. Simamál 22. kjördæmisþing Fram- sóknarmanna i Suðurlandskjör- dæmi haldið á Flúðum 14. og 15. nóv. 1981, fagnar þvi skrefi sem stigið var i átt til jöfnunar sima- kostnaðar landsmanna. Þingiö telur þó aö sá mikli munur sem enn er á milli 91. svæðisins, Stór- reykjavikursvæöisins annars- vegar og landsbyggðarinnar hins vegar i þessum efnum, alveg óviðunandi. Skorar þingið á ráðherra Pósts- og simamála að beita sér fyrir að ná fram fullum jöfnuöi i þessum efnum, meðal annars með þvi að notendur hvers svæðisnúmers verði á einu og sama gjaldsvæöi, eins og höfuöborgarsvæðið hefur verið um árabil. Málefni aldraðra Kjördæmisþing Framsóknar- manna i Suðurlandskjördæmi haldið að Flúðum 14. og 15. nóv. 1981, ályktar að á ári aldraðra 1982 verði gert verulegt átak I uppbyggingu á aöstöðu fyrir aldraða á Suðurlandi og i öldrunarmálum almennt. Sérstök áhersla verði lögð á bætta aðstöðu varöandi hjúkr- unarheimili fyrir aldraða i kjör- dæminu. íþrótta- og æskulýösmál Kjördæmisþing Framsóknar- manna i Suðurlandskjördæmi haldið að Flúöum 14. og 15. nóv. ályktar að nú þegar verði hafið skipulegt átak I iþrótta- og æsku- lýðsmálum kjördæmisins, t.d. með uppbyggingu iþróttamann- virkja, en mjög mikill skortur er á iþróttaaðstööu i kjördæminu, sérstaklega i eystri hluta þess. nafnið VONS. Allt áriö ’80 þurfti hann að þola stööugar ofsóknir, leitað var aftur og aftur á heimili hans, og hann oft tekinn til yfir- heyrslu, einu sinni I heilar 96 klst. Þann 17. október ’81 var hann handtekinn og þann 23. okt. kom hann fyrir rétt viö héraðsdóm- stólinn I Ceske Budejovice, sakaður um spillingu. Aðalkær- urnar sem á hann voru bornar, byggðust á þvi aö hann var með- limur VONS. Hann var sakaöur um aö safna saman og dreifa efni sem væri skaölegt rikinu, og að sambönd hans erlendis væru skaðleg fyrir Tékkóslóvakiu. Einnig var hann sakaður um að hafa neikvætt viöhorf gagnvart Sovétrikjunum og öðrum sósialiskum rikjum (sú ákæra var byggð á þvi að hann ætti I fór- um sinum afrit af riti Andrei Amalrik’s: „Will the USSR sur- vive until 1984?”). Einnig var hann sakaöur um ósæmilega hegðun — byggt á vitnisburði 2ja kvenna sem höföu verið I sömu veislu og hann og töldu hann hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun með klæðaburöi sinum. Jan Litomisky áfrýjaði dómn- um til hæstaréttar I Prag, en áfrýjuninni var hafnað þann 7. janúar ’81. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf, og farið fram á að Jan Litomisky verði tafarlaust látinn laus. Skrifið til: His Excellency Dr. Gustav Husak President of the CSSR 11908 Praha-Hrad CSSR ____________________7 orðaleppar Pásu- djobb og pot ■ ,,Það er pásudjobb að yrkja Ijóð," segir Einar Kárason í Helgarpóstinum 13. nóvember. Og þar með bætist tungunni orð, sem blaðamenn eiga eftir að nota sér, ef að líkum lætur. Það er eflaust reynsla flestra Ijóðskálda, að þau hafa ort mikið í tómstund- um. Bókaheitin Andvökur, Tómstundir, Stolnar stund- ir og sitthvað fleira minna á þetta. En nú eigum við nýyrðið „pásudjobb". Skáld geta nú mætavel kallast „pásudjobbarar", því að löngum verða tóm- stundirnar þeirra vinnu- tími. Og þegar að því kem- ur, að úthlutunarnefnd heiðurslauna fer að kalla Tómas og Jón Helgason pásudjobbara hafa blaða- menn unnið kærkominn sigur. Svo mikið höf ðu þeir fyrir því að troða þessari „pásu" inn í málið. Þórarinn Eldjárn sagði í sjónvarpsviðtali, að Ijóða- gerð sé,, pot" og smásagan sé líka hálfgert „pot". Það er eins og málshátturinn segir: Margt verður skáldunum að orði. Ég hef alltaf ímyndað mér, að kvæði Kristjáns, „Þú sæla heimsins svala lind", sé dýrðaróður til skáldgáf unnar. Kristján orti einmitt, þegar hann var hryggur, og það er Ijóðið, sem „sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartasár". En þar eð Kristján var nítjándu aldar maður, nefnir hann Ijóðið „svala- lind", en hvorki „pásu- djobb" né „pot". Hver öld hefur til síns ágætis nokk- uð. Sammála er ég þeim, sem ritaði útvarpinu langt mál um upphrópunina „allt í lagi". En hvorki hann né aðrir reyna að venja Islendinga af því að væla „ókey" og „bæbæ", sem nú er farið að renna saman í í „ókebæ". Mér þykir ævinlega vænt um að heyra „allt í lagi", þó að það sé ofjórtrað eins og mörg tizkuorð. Stundum undrast ég aðfinnslur um smávægileg rangmæli, þegarlátin er óáreitt rudda leg innrás enskunnar, sem er að stofna íslenzkunni í svo bráða hættu, að fólk er farið að gizka á, hve lengi hún haldi velli — og nefna þá sumir næstu aldamót. Ekki hrósa ég orðheppni Trausta. Hann sagði, að þeir dómararnir í spurn- ingaþættinum væru „stressaðir". Ekki sá ég, að Guðni gæfi honum illt auga, hvað þá olnbogaskot. Oddný Guð- 1 mundsdóttir skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.