Tíminn - 13.03.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.03.1982, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 13. mars 1982 Laugardagur 13. mars 1982 BÍÍM'Í fréttafrásögn |Texti: Sigurjón Valdimarsson Tímamyndir: Róbert Þorgeir Ölafsson ■ „Viö neyddumst til aö taka viö, þegar Iöntækni varö gjald- þrota, áriö 1976”, sagöi Anna Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri vinnustofu öryrkjabandalagsins, um tilurö vinnustofunnar, I rabbi viö blaöamann Timans, sem heimsótti fyrirtækiö nýlega. Iöntækni rak þarna vinnustofu áöur, i sama húsnæöi, haföi á hendi rafeindasamsetningar og annaö og öryrkjarnir fengu þar vinnu. En reksturinn gekk ekki nógu vel og fyrirtækiö valt. Þá tók öryrkjabandalagiö viö og þegar Anna var spurö um hvernig þaö gengi nú, svaraöi hún: „Þaö er basl og barátta”. Helstu viöfangsefni stofunnar eru, aö þvi er Einar Aöalsteinsson verkstjóri sagöi okkur, annars vegar eigin framleiösla, gjald- mælar i bila og umferöateljarar og ýmislegt smávegis aö auki, og hins vegar samsetningu fyrir nokkra aöila úti i bæ, þar á meöal tölvustýrö tæki til nota i frysti- húsum, fyrir Framleiöni h.f. „Siöan erum viö meö allar viö- geröir á simtækjum fyrir land- simann, og þaö er verkefnj sem hefur haldiö i okkur lífinu”, sagöi Einar. Hann sagöi aö þaö væri stabilt verkefni, sem alltaf rúllar, hvaö sem á gengur I öörum verk- efnum. Auk þessara verkefna tekur vinnustofan aö sér ýmis önnur, sem henta öryrkjum aö vinna. Þar kemur ýmiss konar handverk til greina og vinnustof- an getur bætt viö sig slikum verk- efnum. Húsnæöiö er aö visu þröngt, en vonir standa til aö nýtt húsnæöi, sem er i byggingu fyrir vinnustof- urnar veröi tilbúiö til notkunar siöar á þessu ári. Þá þarf aö auka viöfangsefnin, til aö sem flestir öryrkjar, sem vilja fá starf, eiga þess kost. Hjá vinnustofunni starfa tveir útvarpsvirkjar og einn tækni- fræöingur, en aöalstarfiö, sam- setningarvinnuna vinna öryrkj- arnir, og þaö er ekki krafist sér hæfingar af þeim. En fólkiö er gjarnan viö sömu störf og þjálfast upp i þeim. Um áramótin siöustu var öryrkjabandalaginu gefin saumastofa. Þaö var áöur saumastofa Ingibjargar Hall- grímsdóttur, sem Ingibjörg og maöur hennar gáfu, og meö fylgdu nokkur verkefni. Banda- lagiö gat þó ekki tekiö viö rekstr- Kaffitlminn. ■' A simaverkstæöinu. Frá vinstri eru sitjandi: Einar Bessason, hann vildi ekki láta trufla sig viö vinnuna, Disa Pálsdóttir, Siguröur Helgason, Hannes Gunnarsson og Axel Pálsson. A bak við standa Einar Aöalsteinsson yfirverkstjóri og Guömundur Bergmannsson. í heimsókn á vinnustofu Öryrkjabandalagsins: TySEGIÐ FÓLKI AD FARA BETUR MEÐ SÍMANA SINA inum strax, vegna húsnæöisleysis og Ingibjörg annast reksturinn enn um sinn, eöa þangaö til nýja húsnæöiö er tilbúiö og hægt verö- ur aö flytja saumastofuna þang- aö. Aö öllum jafnaöi starfa 24 öryrkjar á vinnustofunni. Margir þeirra eru i hálfs dags starfi, en sumir vinna allan daginn. Fötlun þeirra er ■ af hi um breytilegasta toga spunnin, lömun vegna veik- inda eöa slysa, taugasjúklingar og ýmislegt annaö. Launin eru samkvæmt lágmarkstaxta lag- anna þar um. Rauöi þráöurinn er samt sá aö þaö vantar meiri verkefni, til aö geta skapaö fleira fólki vinnu. 1 raun veit enginn hver þörfin er þvi margt fatlaö fólk ber sig ekki eftir vinnu, heldur situr heima og trúir þvi aö þaö geti ekkert gert. Þaö er oftast misskilningur, þaö þarf bara aö skapa þessu fólki aö- stööu og fá þaö til aö reyna. Þess vegna er ástæöa til aö hvetja þá sem ráða verkefnum, sem henta þessu fólki, til aö fela öryrkja- vinnustofunni þau. ® Hreinn Valdimarsson var aö setja henni. Hann fæst lika við aö setja upp gera viö þau. saman tölvuvog og ganga frá rafeindatæki I frystihúsum og Sigríður Gísladóttir: Vann fyrst við svona nokkuð í Þýskalandi 0 Sigriöur Gisladóttir sat viö aö setja viönám á svipaöar plötur og Ölafur var meö. Hún hefur lengsta starfsreynslu allra þarna á stofunni viö slík verk, þvl aö hún vann viö þetta úti I Þýskalandi áöur en stofan tók til starfa hér. — Skemmtilegt starf? „Já, mjög svo,” svarar Sigrlð- ur, en gefur lltiö út á þaö, þegar viö spyrjum hvort þetta sé ekki vandasamt og þurfi sérþekkingu til aö vinna þaö. Hún mælti samt ekki meö þvl aö blaöamaöur sett- ist i stólinn hennar og færi að fást viö spjöldin og viönámin. Ólafur Sveinsson: fi er að vinna við þetta rafeindarusl” ■ ólafurSveinssonsatíhjólastól viö borö og vann meö lóðbolta. „Ég er aö vinna viö þetta raf- eindarusl,” sagöi hann, og bætti viö: „Ég er aö raöa stykkjum á þessar plötur, sem fara I oliu- sparnaöarmæla. Viö fáum plöturnar alveg berar og svo tin- Um viö þessa kubba á þær.” — Hvaö ertu búinn aö starfa lengi viö þetta? „Þrjú ár. Þá haföi ég ekki gert neitt I nokkuö mörg ár, en var bil- stjóri þar á undan.” Ólafur er fatlaöur vegna veik- inda, „eitthvaö tilfallandi bara,” sagöi hann og þegar viö spuröum hann hvernig honum félli þessi vinna, sagði hann: „Þetta er flnt, þetta er skemmtileg vinna.” Ólafur vinnur fullan vinnudag, átta tíma, og hann segir aö tekjurnar séu ágætar, þegar tryggingabæturnar koma til viö- bótar við launin, en hann er 75% öryrki, sem er full örorka. „Maður hreinsar, pússar og bónar svo að fólkið geti talað” segir Dísa Pálsdóttir í símavið- gerðunum ■ „Ég heiti Disa Pálsdóttir,” kynnti sig hressileg kona, sem sat ■ Sigrlöur Gtsladóttir hefur lengsta starfsreynsiu allra á stof- unni. ■ „Þiö megiö skila til fólks aö fara betur meö simana slna,” sagöi Disa Pálsdóttir. ■ ólafur Sveinsson var bilstjóri áöur en hann veiktist og haföi ekki snert lóöbolta fyrr en hann fór aö vinna á stofunni. skermingu af skynjarasnúrum. viö borö meö sundurtættan sima fyrir framan sig. „Ég er aö taka upp gamlan sima,” sagöi hún þegar viö spurö- um hvaö hún væri að gera við apparatiö. „Maöur tekur þetta allt i sundur, tek þetta úr og tek hann allan sisvona. Svo hreinsar maður þetta upp og skiptir um þaö sem þarf. Slöan hreinsar maöur, pússar og bónar og setur saman, svo fólk geti talaö. Ég byrjaöi hér 1978 og fór þá strax aö gera viö sima. Svo vann ég i ööru um tima en kom hingaö aftur I simana.” — Jlafðir þú séð inn I slma áöur en þú komst hingaö? „Nei, bara talað i sima, heyrt i sima og hringt I sveitasíma”. — Ertu nú sérfræðingur i sim- um? „Ég er nú ekki réttur aöili til aö segja um þaö. En ég get þetta og við höfum hér góöa hjálp, verk- stjórinn er simfræöingur.” — Hvernig likar þér hér? „Mjög vel. Mjög vel viö starfiö, mjög vel viö vinnuveitendur, mjög vel við allt, hér er góður andi.” — Það er ekki hægt aö fá neitt ykkar til aö tala illa um staöinn, sagöi blaðamaöur og Disa skelli- hlær. „Það er ekki vogandi,” segir hún hlæjandi. „Einar situr hér fyrir aftan mig og Anna er á rölt- inu hér lika. Nei, annars I alvöru, ég sé ekki ástæöu til aö tala illa um það sem manni likar vel viö.” — Hvaö starfaöir þú áöur? „Ég hef aldrei gert neitt áöur, ég var bara húsmóöir og talaði I sima.” Dlsa vinnur hálfan daginn og býr I Breiðholtinu. Fæturnir eru lamaöir og handleggur aö hluta og hún gengur viö hækjur, nema innanhúss, þá styður hún sig viö bekki og borö og annað tiltækt. Þorgeir Ólafsson: „Maður verður að sitja og standa eftir reglum" ■ Þorgeir Ólafsson hefur verið I gjaldmælunum um tlma og var núna aö taka skermingu af tengi- köplum. „Ég er búinn að vera hérna i tvö ár og kann mjög vel við mig,” sagöi Þorgeir og þegar við spurö- um hann hver hans fötlun væri, svaraði hann aö þaö væri bak- veiki. „Maður veröur aö sitja og standa eftir ákveönum reglum,” sagöi hann og hló. Hann sagöi aö starfiö felist bæöi i samsetningu á nýjum mælum, sem fara bæöi i leigubila og sendiferöabila, og einnig fer þarna fram viðhald á eldri mæl- um. Þessir gjaldmælar voru i upphafi hannaðir i Iöntækni og framleiddir þar og þvi starfi er haldiö áfram á stofunni. ■ Hannes Gunnarsson er simsmiöur og verkstjóri á slmaverkstæöinu og hann er á launum hjá Pósti og slma. Hann er meö hægfara lömun. Hannes segir aö þaö sé fínt að vinna meö þessu fólki og þaö láti mjög vel aö stjórn. „Ég held ekki aö lærður maöur mundi vinna þetta neitt betur”, sagöi hann um starfshæfni fólksins á stofunni. ■ Anna Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri og Einar Aöalsteinsson verkstjóri - 1 18B, mt ■ 'ill •-« í' . i ' Varþað . efcfa emmrtt svong semþu vikfír hafá hana? TREFJAJOGURT Með jarðarberjum, rúsínum, eplum og grófu kornhismi SANNKALLAÐ HEIISUFÆÐI nmr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.