Tíminn - 13.03.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.03.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Séndum um land allt Kaupum nýlega bíla til nidurrifs Simi (91) 7 - 75-51, (91 ) 7 - 80-30. Skemmuvegi 20 Kópavogi HEDD HF. Mikið úrval Opið virka daga 919 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiíla 24 Sfmi 36510 Laugardagur 13. mars 1982 Halldór meö blikandi sagarblaö, sem hann hefur nýlokiö viö aö setja I nýjar tennur. (Timamynd G.E.) EG HEF ALDREI HVATT UAl ESA BÚRHNfFA — segir skerpingamadurinn við Solvallagötu 70 „Nei, ég hef aldrei skipt mér af þvi að hvetja ljái, búrhnifa, sláttuvélar eða þess háttar,” seg- ir Halldór Kr. Þorsteinsson, sem rekur skerpingaverkstæði við Sólvallagötu 70 og hefur verið með það i 16 ár. „Ég hjálpa eink- um upp á sakirnar fyrir trésmiði og járnsmiði hér i Keykjavik og allt i kring um landið.” A verkstæðinu má hvarvetna lita blikandi sagarhjól, sem skerpingamaðurinn er búinn að hressa upp á og einnig önnur blökk og ryöug, sem farin eru að missa bit eða týna tönnunum og biða viðgerðar. Halldór hefur alltaf verið einn með verkstæðið. „Ég er eiginlega lærður trésmiður og fór út i þetta af þvi að ég þurfti að geta skerpt upp hjólin i trésmiðasögunum og blöðin i heflunum hjá sjálfum mér. Þess vegna pantaði ég fyrstu vélina og fór að sinna þessu fyrir aðra. Svo jókst þetta smátt og smátt, vélunum íjölgaði og sumar smiðaði ég sjálfur, til dæmis þessa sem brýnir hefil- tennur.” Halldór sýnir okkur hvernig hann setur nýjar tennur i sagar- hjólin. Viðhátiðnisuðu vél, sem er lokuð inni i klefa klæddum vir- neti, tinir hann upp litla fer- strendinga, sem hann lóðar með silfri fasta i sæti sitt á stáltönnum sagarhjólsins. Þessir fer- strendingar eru karbitstál og sjálf eggin i hverri tönn. Hann tekur til við eina tönnina á fætur annarri, en áöur hefur hann að sjálfsögðu slipað gömlu tannbrot- in burtu. Þetta fer að mestu fram i sjálfvirkum vélum. „Það er misjafnt hvenær það borgar sig að láta endurnýja sagarblöð á þennan hátt,” segir Halldór. „Það fer eftir þvi hve margar tennurnar eru. Séu hjólin litil borgar þetta sig ekki. En hvert svona hjól getur kostað 6- 700 krónur og stundum meira. Það er þvi nokkuð sem má leggja i endurbætur, þótt ég taki nokkrar krónur fyrir hverja nýja tönn..” „Ég hef alltaf viljað vera einn hér á verkstæðinu, en nú er ég farinn að þreytast og er að hugsa um að selja,” segir Halldór og raunar er skilti við dyrnar, þar sem stendur „Þetta verkstæði er til sölu.” Enn hefur þó ekki orðið af neinum kaupum, þótt ýmsir hafi viljaðathuga málið. Ensjálf- sagt verða menn að eiga eitthvað i handraðanum, þvi vélakostur- inn er margbrotinn og afar dýr. Þá þarf að kunna nokkuð fyrir sér i faginu og Halldór hefur enda farið út á námskeið i Kaup- mannahöfn, til þess að kynna sér nýjungar á þessu sviði. Við spyrj- um að endingu hvernig trésmiðir og vélsmiðir munu fara að, þegar hann hverfur frá, en Halldór hef- ur engar áhyggjur af þvi: „Blessaður vertu, — auðvitað kemur alltaf maður i manns stað." — AM fréttir Framkvæmda- stjóraskipti Framkvæmda- stjóraskipti verða hjá Félagi íslenskra stór- kaupmanna hinn 1. júli n.k. Jónas Þór Steinarsson sem starf- aö hefur hjá félaginu frá 1972, þar af fram- kvæmdastjóri frá 1977 lætur af störfum en við tekur Torben Frið- riksson viðskipta- fræðingur. Torben er fæddur i Danmörku árið 1934 og lauk þar stúdents- og verslunarprófi og starfaði hjá Det Danske Kulkompagni árin 1952-1956. Arið 1961 lauk hann við- skiptafræðiprófi frá Háskóla Islands. Hann hefur starfaö hjá Hag- deild Sambandsins, Hagdeild Fram- kvæmdabanka Is- lands, Efnahagsstofn- un, í Norðurlandadeild OECD i Paris og siðan verið forstjóri Inn- kaupastofnunar Reykjavikurborgar frá árinu 1966. Um mánaöamótin júli ágúst áætlar Fé- lag islenskra stór- kaupmanna að flytja skrifstofu sina i hið nýja húsnæði félagsins i Húsi verslunarinnar. Sýning nemenda i Þinghólsskóla 1 Þinghólsskóla i Kópavogi hafa nem- endur að undanförnu verið með sérstakar vinnuvikur um Kópa- vog, bæinn, sögu hans og mannlif á okkar dögum. Hafa nem- endurnir skilaö fjölda verkefna sem eru af- rakstur þessa starfs og verða þau til sýnis i skólanum i dag og á, morgun, sunnudag kl. 14-18 báða dagana. Sýningin heitir: „Kópavogur, — bær- inn okkar.” Veitingar verða i skólanum i tengslum við sýninguna og er þess að vænta að vandamenn nemenda og sem flestir Kópa- vogsbúar heimsæki sýninguna og sjái hvernig hlutirnir koma þeim ungu fyrir sjónir. dropar Af götu- gögnum Þetta er úr umsögn um eina tillöguna i götu- ga g na sa mkepp ninn i margfrægu, sem Dropar hafa áður sagt frá: „Form og gerö hlut- anna allra er með ein- földu móti. Heildarsvipmót er þunglamaiegt og litt að- laðandi. Notagildi er takmarkað og virðist m.a. ekki eiga við á strætum og torgum. Bekkir virðast munu verða óþægilegir að sitja á”. Eða á mannamáli: Ljótir og ónothæfir! Landsbóka- safnið deild í Seðlabanka- safninu? Maður einn, sem kunnur kunnugur er hög- um Landsbókasafnsins, hringdi til blaðsins vegna fréttar Timans af hinu veglega bókasafni Seðla- bankans. t safni bankans starfa „aöeins” sex manns f fimm stöðugild- um. en á Landsbókasafni starfa I Þjóðdeiid, sem sér um skráningu alls Is- lensks prentmáls, sjö manns i fimm stöðugild- um. Vildi maðurinn fara þcss á Ieit að Seölabank- inn tæki nú til athugunar að gera Landsbókasafniö að deild i safni sinu! Dýr myndi Sjöfn öll t útvarpsfréttum I vik- unnikom fram að nú eiga sér stað óformlegar við- ræður miili Lands- virkjunar og yfirstjórnar orkumála I landinu um hugsanlega yfirtöku Landsvirkjunar á svo- nefndum byggðarlfnum. Enóneitanlega hiýtur það að skjóta skökku við, að um mitt þetta ár þegar Landsvirkjun og Laxár- virkjun sameinast, þá mun hin nýja Landsvirkj- un eiga nokkrar virkjanir sunnanlands og eina norðaniands, en engar linur til að flytja rafmagn á milli. Mun vera talað um aö Landsvirkjun greiði sem næst 400 milljónum kro'na fyrir byggðarlinurnar. Þess er hins vegar að geta, að samkvæmt þvi samkomulagi sem Sjöfn Sigurbjörnsdóttir felldi i borgarstjórn með hjásetu sinni varðandi Lands- virkjun fyrir þremur ár- um siðan, var gert ráð fyrir að Landsvirkjun eignaðist byggðarlinurn- ar og meðgjöf frá rikis- sjóði að auki, með greiðslu ákveðinna lána sem hvildu á byggöalin- unum. Ef þær hugmyndir sem nú eru uppi verða ein- hvern tima að veruleika má með góðri samvisku segja að dýr hafi Sjöfn orðið borgarbúum I þessu tilviki og dýryrði Sjöfn öll ef allar skráveifurnar væru reiknaðar saman. Krummi ... segir: Afram Tottenpool!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.