Tíminn - 13.03.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.03.1982, Blaðsíða 8
8_______________________________ ______Wrnúm sjávarsíðan: menningarmál Laugardagur 13. mars 1982 Kolmurmi í sókn ■ Verð á kolmunna á heims- markaðnum hækkaði geysi- lega á siðasta ári. Færeyingar eru um þessar mundir með miklar tilraunir i' gangi á veið- um og vinnslu kolmunnans og samkvæmt fréttum frá þeim hefur verð á marningi hækkað á árinu úr 3,80 Dkr. i 7,80 og flökin eru komin i 11 krónur kilóið. Færeyingarnir selja sina framleiðslu til Englands, til Ross fyrirtækisins, sem ann- ast dreifinguna þar innan- lands. Aðrir markaðir eru litið kannaðir, þó er eitthvað selt til A-Þýskalands. Færeyingarnir nota stór og kraftmikil skip til þessara veiða og segja að aíiinn aukist i samræmi við aukinn tog- kraft. Einnig eru þar komnar upp fiskvinnslustöðvar, sem sérhæfa sig i vinnslu kolmunn- ans. Þar eru framleidd flök og marningur til manneldis og refafóður Ur frákasti og af- skurði. Slik vinnsla kolmunn- ans er talin gefa af sér fjórfalt verðmæti á viö hina hefð- bundnu bræðslu. Athafnamenn i Færeyjum sækja nú stift i að kaupa skip, sem henta til kolmunnaveiða ogaðbreyta frystihúsum, sem þar eins og hér eru misjaín- lega vel nýtt, i vinnslustöðvar fyrir kolmunna. Yfirvöld þar i landi vilja þó flýta sér hægt og halda heldur aítur af þessum stórhuga mönnum, þangaö til meiri reynsla er íengin og bet- ur er séð hver þróunin verður. tslensk yfirvöld sjávarút- vegsmála hafa sest á rökstóla með fræðimönnum að kynna sér þessi mál öll. Hver veit nema stóru góðu loönuskipin okkar geti fyrr en varir leyst landfestar á ný og snúiö sér að kolmunnaveiðum, en veiði- svæðin eru svo að segja allt i kring um landiö. SV Aflinn sunnan og vestan ■ Aflabrögð hafa verið held- ur lakari, sunnan og vestan- lands, það sem af er þessari vertið, heldur en var i' fyrra. A svæöinu frá Vestmannaeyjum til Stykkishólms var botnfisk- aflinn fyrstu tvo mánuði árs- ins um 48 þús. tonn á móti rúmlega 54 þúsund tonnum i fyrra. Það er þó ekki fyllilega sanngjarn samanburður, þvi að bátar og minni skuttogarar á stærsta hluta svæðisins hófu ekki veiðar fyrr en 20. janúar og stóru togararnir voru bundnir fram að mánaðamót- um jan./feb. Bátarnir á svæðinu eru þó komnir með heldur meiri afla en i fyrra, 33 þús. tonn á móti 31 þús. i fyrra, en togararnir eru miklu lægri, hafa nú feng- ið um 15 þúsund tonn, en i fyrra höfðu þeir fengið rúm 23 þúsund tonn á sama tima. Þorskaflinn á þessu sama svæði er mun minni nú en i fyrra, svo miklu, að mis- munurinn á heildaraílanum liggur nær eingöngu i minni þorskafla. Þannig var þorsk- aflinnnúum 22þúsund tonn en. var nær 28 þúsund. i fyrra. Af stærri verstöðvum á svæðinu hafa tvær fengið meiri afla nú en i fyrra. Það eru Vestmannaeyjar og Þor- lákshöfn, sem hvor um sig hafa fengið um tvö þúsund tonnum meira nú en i fyrra. 1 Reykjavik hefur aflinn hins vegar minnkað úr niu þúsund tonnum i fimm þúsund og i Keflavik úr tæplega sjö þús- und og fimm hundruð tonnum i tæp fimm þúsund. Hæstu bátar á svæðinu eru Þórunn Sveinsdóttir i Vest- mannaeyjum með 620 tonn, Hrungnir i Grindavik með 413 tonn og Ólafur Ingi með 405 tonn. SV England: Góður markaður en lítið framboð ■ Sölur islenskra fiskiskipa erlendis, það sem af er þessu ári eru orðnar 23 og seld hafa verið um 2800 tonn. Markaðurinn i Englandi hefur verið nokkuð góður, miðað viö árstima og töluvert betri en i fyrra. Þar er núna töluverð eftirspurn eftir ýsu, en framboöið er litið. 1 janúar seldu átta skip i Englandi og þrjú i febrúar. Samtals seldu þessi skip 1203 tonn og meðal- verðið var um 11 krónur hvert kg. 1 seinni tið hefur verið minna um þorsk i aflanum, a.m.k. sunnanlands og þvi hefur dregiö úr siglingum á England en Þórshamar GK seldi þar i vikunni. Þýskalandsmarkaðurinn hefur verið ágætur, það sem af er árinu. Þar hafa 12 skip selt afla sinn, samtals 1598 tonn, mest karfa. Meðalverðið þar hefur verið milli sjö og átta krónur. SV Sigurjón Valdimarsson blaðamaður skrifar ■ Reynt var aö herða kolmunna hér fyrir nokkrum árum, en ná græöa Færeyingar á öörum verkunaraöferöum. Eirikur Jónsson: Rætur tslands- klukkunnar. Hiö tsienska Bókmenntafélag 1981. 409 bls. ■ Bók Eiriks Jónssonar um rætur Islandsklukkunnar er saga um tilurð sögu, mikils bók- menntaverks. Höfundur lýsir i inngangi helstu sögupersónum og fyrirmyndum þeirra, ræðir litil- lega um þann sögulega bakgrunn, sem verkið styðst við og nefnir rit, sem hann telur að hafi á einn eða annan hátt orðið Halldóri Laxness fyrirmynd eða hvati við samningu Islandsklukkunnar og persónusköpun hennar. Eru þar leiddar fram á sviðið allar helstu persónur Islandsklukkunnar og þær bornar saman við fyrir- myndir sinar. Meginhluti bókar Eiriks Jóns- ■ Halldór Laxness. ■ Myndir: Eirfkur Jónsson. Bók um bók bóka sonar er nákvæm greining á efn- isaðdráttum Halldórs Laxness að Islandsklukkunni. Hann rekur ís- landsklukkuna frá kafla til kafla og sýnir fram á hver hafi verið föng pkáldsins við samningu hvers kapitula fyrir sig. Eirikur hefur sýnilega lagt óhemjuvinnu i rannsókn sina. Hann hefur kannað mikinn fjölda heimilda jafnt prentaðra sem óprentaðra, islenskra sem er- lendra. Arangurinn er stórfróð- legt og skemmtilegt rit, sem hlýt- ur að vekja aödáun allra þeirra, sem áhuga hala á islenskri sögu og bókmenntum, og þó sérstak- lega þeirra, sem fýsir aö kynnast vinnubrögðum skálda og rithöf- unda. Ýmsir hæfir menn hafa áður gerst til þess að fjalla um föng Halldórs Laxness að ritum sin- um, Islandsklukkunnar sem ann- arra. Þar munu þekktust ritverk Peters Hallberg, sem fram til þessa mun almennt hafa verið talinn mestur sérfræðingur i verkum Halldórs. Hvaö tslands- klukkuna varöar hlýtur það álit að breytast með útkomu bókar Eiriks. Hann hefur kannað sköpunarsögu lslandsklukkunnar miklum mun ýtarlegar en aðrir menn, setur viða íram nýjar skoðanir og oft betur rökstuddar. Verður það að segjast sem er, að mér þykir næsta litið koma til umfjöllunar liallbergs um Is- landsklukkuna eftir að hafa lesið rit Eiriks. Sá maður, sem les Rætur Is- landsklukkunnar hlýtur umfram allt aö undrast tvennt: hve viða Halldór Laxness hefur leitað fanga við samningu verksins og hve fundvis Eirikur hefur verið á þauföng. Sum þeirra liggja i aug- um uppi svo sem skjöl og rit varð- andi ævi og starf Arna Magnús- sonar, skjöl i málum Jóns Hregg- viðssonar og i Bræðratúngumáli. önnur gögn þurfti miklu meiri þekkingu og skarpskyggni til að finna, gögn, sem urðu kveikjan að ýmsum smáatriöum er eiga mik- inn þátt í að skapa hið heilsteypta listaverk. Stundum hefur lesand- inn það á tilfinningunni, að Eirik- ur teygi sig of langt i leit sinni, en oftar en ekki kemur i ljós þar sem vitnað er til vinnugagna Halldórs, sem Eirikur sá þó ekki fyrr en undir verkalok, að skoðanir hans voru hárréttar, hann hafði fundið það sem hann leitaði að: vinnu- gögn skáldsins staðfestu það. Hér skal ekki höfð uppi gagn- rýni á einstök efnisatriöi i Rótum Islandsklukkunnar, en þó langar mig til að drepa á tvennt. I fyrsta lagi sýnist mér sem Eiriki hætti til að leita á stundum fulllangt að fyrirmyndum skáldsins að orða- lagi og orðatiltækjum. Mörg þeirra eiga eins og Eirikur bendir á fyrirmyndir i ritum frá sögu- tima verksins eða enn eldri rit- um, en engu að siöur þarf alls ekki svo að vera að skáldið hafi sótt fyrirmyndir sinar þangað. Hann gæti einfaldlega hafa þekkt orðatiltækin. Sama máli gegnir um ýmis sagnaminni sem viða koma fyrir jafnt i islenskum og erlendum bókmenntum. Þau eru mörg svo vel þekkt að vel lærður rithöfundur þarf ekki að hafa leitað þeirra sérstaklega víö samningu skáldverksins. I ööru lagi langar mig til að varpa fram spurningu varðandi fyrirmyndina að Arneasi Islands- klukkunnar. Meginfyrirmynd hans er vitaskuld Árni Magnús- son prófessor og Eirikur bendir á, að við sköpun skáldsögupersón- unnar hafi einnig verið nýttir ákveðnir þættir úr sögu Skúla Magnússonar landfógeta. Er ekki hugsanlegt að þriðji maðurinn komi þarna einnig nokkuð við sögu: Jón Eiriksson konferenz- ráð? Eftir að rit Eiriks Jónssonar kom út hef ég heyrt þá menn, er telja að með bók hans sé vegið að Halldóri Laxness, reynt að gera litið úr skáldskaparafrekum hans. Þetta er auðvitað fjarri öliu lagi. Rætur tslandsklukkunnar sýna hin miklu og margvislegu aðföng skáldsins að verkinu, hve mikla vinnu hann hefur lagt i það og siðast en ekki sist, hvernig is- landsklukkan hefur orðið svo stórbrotið iistaverk sem raun ber vitni. Islandsklukkan er tvimælaiaust eitt stórbrotnasta bókmennta- verk sem samið hefur vérið á is- lenska tungu. Rætur islands- klukkunnar er aftur á móti ýtar- legasta rannsókn sem gerð hefur verið á islensku skáldverki frá þessari öld, og er það vel við hæfi. Loks skal þess getið að Rætur islandsklukkunnar er ágætlega samið verk, ritað á silfurtærri is- lensku og frágangur þess á allan hátt hinn ágætasti. Jón Þ. Þór Jón Þ. Þór skrifar um bækur Westinghouse hitavatnsdunkar Höfum fyrirliggjandi Westinghouse hitavatnsdunka í 4 stæróum: TR 221 20 gallon - 80 lítrar TL 522 52 gallon - 200 lítrar TL 622 66 gallon - 250 lítrar TL 822 82 gallon - 300 lítrar Vandlátir velja Westinghouse KOMIÐ-HRINGIÐ-SKRIFIÐ vió veitum allar nánari upplýsingar. Kaupfélögin um allt land Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.