Tíminn - 14.03.1982, Blaðsíða 5
Sunnudagur 14. mars 1982
5
sagðist hringja útaf fikniefna-
simanum. Hann spurði hvort
þetta væri eitthvað sambærilegt
við svokallaða „angiver”-þjón-
ustu i sambandi við skattsvik i
Danmörku, sem nú er mjög um-
deild þar i landi. Jönatan féllst þö
á að svara nokkrum spurningum
um faglegar hliöar fikniefnasim-
svarans.
„Það er i sjálfu sér aldrei ólög-
legt að hvetja fólk til að koma á
framfæri upplýsingum um lög-
brot. Ekki meðan það gengur ekki
lengra en það. Meira að segja er
talið löglegt að hafa i gangi menn,
einhvers konar þefara, sem
smeygja sér inn i hópa afbrota-
manna til þess eins að njósna um
brot af þessu tagi. Þetta við-
gengst talsvert i fikniefnamálum
erlendis, en ég þori ekki að segja
hvort þetta er stundað að ein-
hverju leyti hér. Lögin hafa sem-
sagt ekki séö ástæðu til að fetta
fingur út i þetta. En auðvitað eru
öllu svonalöguðu takmörk sett og
þegar er til dæmis farið að nota
menn sem tálbeitur eru málin
náttúrulega komin út á annan
grundvöll og hættulegri. En hvað
varðarslikan sima.þá held ég að
ekki sé hægt að segja neitt við þvi
lagalega aö menn setji upp svona
sfma, auglýsi hann og hvetji
menn til að gefa upplýsingar. Það
er gefið upp aö þetta tæki er
þarna og að simtalið er tekið upp
orðrétt og að minu mati er það
engan veginn ólöglegt. Hitt er svo
annað mál að menn geta alltaf
deilt um ýmsar aðrar hliðar á
þessu, kannski ekki sist þá sið-
ferðilegu.”
— Nú getur þetta boðið upp á
alls konar misnotkun, menn gætu
notað simsvarann til aö reyna að
ná sér niðri á óvinum sinum?
„Það erauðvitað lögbrot að búa
slikarsögurtil.það mundu teljast
rangar sakargiftir...”
— En nú fer það fram i skjóli
nafnleyndar?
,,Jú,en það er nú oftarað menn
halda nafni sinu leyndu þegar
þeir bera náunga sinn xöngum
sökum, flestir gera sér auðvitað
grein fyrir þvi að þeir eru að
fremja refsivert brot með þvi að
ákæra náungann að tilefnislausu
fyrir að hafa framið tiltekið brot
eða fyrir að vera viðriðinn eitt-
hvert brot. Það teljast annað
hvort rangar sakargiftir eða þá
rangur uppljóstur, sem er þegar
menn eru hreinlega að búa til brot
sem ekki hefur einu sinni verið
framið. Og ef ákveðinn maður er
bendlaður við það geta það lika
talist rangar sakargiftir, hvort
sem nokkurt raunverulegt brot
hefur verið framið eða ekki. Allt
getur þetta varðað þungum
viðurlögum samkvæmt
hegningarlögum.”
— Enhvertelst ábyrgur ef sak-
laus borgari yrði fyrir ónæði
vegna ábendinga sem kæmu i
gegnum slikan simsvara?
„Nú getur slikt auðvitað gerst
hvort sem svona simsvari kemur
við sögu eða ekki, menn geta allt-
af átt svona nokkuð á hættu. Til
dæmis er flestum i fersku minni
hvað gerðist i Guðmundar- og
Geirfinnsmálinu. Sakborningarn-
ir þar voru meðal annars dæmdir
fyrir rangar sakargiftir. Hver er
ábyrgur, þeir eru auðvitað fyrst
og fremst ábyrgir sem fremja
slikt athæfi.”
— En er rikiö ekki skaðabóta-
skylt ef maöur er tekinn á hæpn-
um forsendum og kannski settur i
gæsluvarðhald?
„Við ákveðin skilyröi getur rik-
ið orðið bótaskylt i svona málum.
t þvi'máli sem ég nefndi áðan var
til dæmis höfðað bótamál út af
ólöglegri frelsissviptingu, þar er
ekki ennþá fallinn endanlegur
dómur. Rikið getur lika orðið
bótaskylt þó ekki sé hægt að sýna
fram á neina sök hjá starfsmönn-
um þess, i slikum tilvikum geta
lögreglumenn, dómarar og aðrir
hafa starfað i góðri trú, og ef svo
væri ekki, þá væri það náttúrlega
mjög alvarlegt mál.”
—En þúsjálfur, ertþú hlynntur
sh'kum aðferðuin i baráttunni
gegn fikniefnum?
„Ég get kannski orðað það
þannig að maður sé diki á móti
slikum aöferðum ef þær eru tald-
ar nauðsynlegar. Við eigum ekki
að ganga lengra en nauðsyn kref-
ur, en þetta getur verið réttlætan-
legt ef nú eru á ferðinni einhverj-
ar hættur sem ekki voru til áður.
En svonalagað getur maður
aldrei talið æskilegt, þótt þaö sé
kannski nauösynlegt vegna þeirr-
ar þróunar sem hefur átt sér stað.
Klögumál um náungann eru auð-
vitað aldrei skemmtileg, en við
getum tekið hliðstætt dæmi og
spurt okkur hvort það sé æskilegt
eða óæskilegt að borgararnir kæri
ölvunarakstur eða láti lögregluna
vita af sliku háttarlagi. Nú er það
ljóst að ölvunarakstur getur verið
stórhættulegur fyrir alla vegfar-
endur. Það er náttúrlega góðra
gjalda vert að reyna að koma i
veg fyrir hörmungar og slys.
Þannig má segja að þetta sé æski-
legt frá einu sjónarmiði og
kannski óæskilegt frá öðru.”
— Attu von á þvi að þessi sima-
þjónusta verði misnotuð?
„Ætli það,almaint finnast mér
tslendingarekki liklegir til þess.”
„Þá fá þeir
gú moren!”
öm Clausen hæstaréttarlög-
maður hefur verið verjandi i ófá-
um fíkniefnamálum siðustu árin
og þannig kynnst annarri hlið á
þeim en þorri manna. Við báöum
hann að segja álit sitt á þessari
nýjung lögreglunnar i baráttunni
við eiturlyf.
„Ég sé ekkert athugavert við
það að menn geti komið boðum til
lögreglunnar um fikniefni án þess
að mæta í eigin persónu upp á
stöö og leysa þar frá skjóðunni.
Þetta tiökast viða erlendis og mér
finnst þaö allt i lagi þegar fikni-
efnieiga ihlut, gegn þeim þarf að
berjastmeð öllum tiltækum ráö-
um, þó náttúrlega ekki ólögleg-
um. En þetta getur lika verið
stórhættulegt, þarna er hægt að
hringja og ljúga hverju sem er
upp á menn og ef þeir eru svolitið
gálausir þarna i fikniefnalögregl-
unni geta orðið slys — þeir gætu
tekið saklausa borgara og valdiö
þeim miklum óþægindum og þar
mega þeir vara sig, þvi þeir eru
meira eða minna skaðabóta-
skyldir ef þeir hlaupa út og suður
eftir einhverju kjaftæöi. Þú gætir
þess vegna hringt i kvöld og sagt
blákalt að ég væri meö fikniefni
heima hjá mér, að visu mundu
þeir ekki trúa þvi vegna þess að
ég er að verja fikniefnamenn
daglega. En þetta er hægt, og
þetta er hættan, það vita þeir
sjálfir. Þeir verða að kunna að
vinsa úr upplýsingunum sem eru
hringdar inn og fara að öllu með
gát vegna þess að rikið er skaða-
bótaskylt ef þeir valda saklausu
fólki óþægindum út af einhverju
kjaftæði.”
— Heldurðu að það kunni að
fara svo?
„Égveitekkiannað en að þetta
séu úrvalsmenn, bæði lögreglu-
mennirnir og dómararnir, ég hef
ekki reynt þá að öðru og mundi
nokk lofa þeim að heyra það ef ég
hefði orðiö var við eitthvað ann-
að. Maður starfar nú einu sinni
við aö reyna að hjálpa þeim sem
hafa lent i þessu og ef maöur yrði
var við dtthvað svinari' þá mundu
þeir fá að heyra það, svo sannar-
lega. En ég hef ekki orðið var við
neitt slikt.”
— Nú er þetta varla ólöglegt, en
kannski má spyrja eitthvað út i
siðferðilegu hliðina...
,,Nei, þetta getur ekki verið
ólöglegt. Rannsóknarlögreglan
og jafnvel götulögreglan fær oft
upphringingar án þess að menn
segi hverjir þeir eru, einhver
hringir kannski utan úr bæ og
segir „heyrðu, hann Jón þarna
var að fara af stað á þessum bll,
hann er blekfullur”. Þeir hafa
ekki grænan grun um hver
hringdi, en samt fara þeir af stað
og taka J ón ef þeir ná honum full-
um á bilnum. Það er ekkert hægt
að segja við svona, þó maður geti
sagt utan dagskráraö stundum sé
helviti „dirty” að gera svona, ég
tala nú ekki um ef þeir hafa verið
að drekka saman. En það þarf að
fara varlega og reyndar hafa þeir
tekið saklausa borgara bláedrú á
bilum undir svona kringumstæð-
um. Þetta mega þeir, stoppa mig
og þig i tima og ótima.”
— Heldurðu að þessi tilraun
meö simann komi til með að bera
árangur?
,,Ég þori ekki aö segja um það,
það getur alltaf komiö ein og ein
visbending sem vit er i, þaö er
möguleiki að þeir komist i feitt ef
einhverjum er til dæmis illa við
einhvern og veit að hann er með
svona efni og slær slðan á þráð-
inn. Við skulum lika segja það
eins ogþaðeraö það ernú þannig
meö þessi fikniefni aö maöur
veröur svolitið skeptiskur þegar
er verið að koma unglingum i
skólum upp á þennan ófögnuð.
Mér er ekkert vel viö þetta, langt
i frá. Þessi simi getur gert eitt-
hvaö gagnef þeirfara varlega og
passa sig á þvi að hlaupa ekki eft-
ir einhverjum lygasögum um
borgarana, taka þá kannski fasta
og loka þá inni. Þetta gæti komið
fyrirog þá mega þeirvarasig.þá
fá þeir sko gú moren...”
FURUHÚSGÖGN
Vönduð ís/enzk framleiðsla.
Onafngreindur
neytandi
Ætli séstættá þviað halda öðru
fram en að fikniefnaneysla hér á
landi, og þá einkum og sérilagi
kannabis-reykingar, fari stöðugt
vaxandi og nái til sifellt breiðari
hóps manna. Alla vega er vist að
samantekt eins og þessi yrði eng-
an veginn fullnægjandi nema leit-
að sé álits þeirra sem þetta allt
snýst um — hinna almennu neyt-
enda. Við náðum tali af einum
sem eðlilega vildi ekki láta nafns
sins getið.
„Mérfinnst assi hart ef þessir
fáu vinir manns sem eru að burð-
ast við að rækta grasplöntur úti I
glugga geti ekki boðiö I parti án
þess aö eiga á hættu að einhVer
reki upp stóraugu og hringi i lög-
regluna. Svo er lika alltaf hættan
á þvi aö fólk komist i klandur ef
þaö sést með pipuá almannafæri,
hvaö sem svo er i henni, eða er
grunsamlegt á einhvern annan
veg. Þetta getur lika komið sér
illa fyrir fólk sem hefur lent i
svona málum áður, það er auðvit-
að liklegra að lögreglan trúi öllu
illu upp á það, svo ég tali ekki um
fólk sem á skilorösbundna dóma
yfir höföi sér. Það er spurning um
hverjum er trúað betur, nafn-
lausu röddinni í simanum eða dn-
hverjum sem lögreglan veit aö
hefur notað þessi efni.
En þaðermikiö talað um þetta
i bænum, sumir halda að þetta
hafi enga þýðingu en aðrir halda
að nú fari að harðna i ári hjá
hassistunum.” ,
Nær handverki verður vart komizt
Þcssi glæsilogu húsgögn oru úr massrfri furu og fást í
Ijósum viðarlit og brúnbæsuð.
10% staðgrciðsluafsláttur og góð grciðslukjör.
""09 FURUHÚSIÐ
6
Suðurlandsbraut 30 — sími 86605.