Tíminn - 14.03.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.03.1982, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 14. mars 1982 bergmál ■ Watergaíe-málið hefur orðið málsaðilum óþrjtítandi tilefni rit- ræpu. Hver smákall á hvorri hlið hefur fundið hjá sér þörf til að setja á pappir ævisögu sina, ábyggilega allt i þjónustu áreið- anlegrar sagnfræði, eða hitt þó heldur. Sjálfur Stygge Ulv hefur ekki skorast lír leik, Richard Nixon, og nú er utanrlkisráöherra hans, Kissinger nefndur súper- kall, að senda frá sér langhund um utanrikismál I skugga hneykslismálsins. Við á Helgar- Timanum birtum reyndar fyrir nokkrum vikum kafla úr þessari komandi ævisögu Kissingers en sá fjallaöi einkum um Leónid Brésnef, sem kallast getur Zar fyrir austan, og viðræður þeirra tveggja og þriggja þegar Nixon bættist i hópinn. 1 bandari'ska vikuritinu Time var hins vegar fyrirstuttu birtur kafli sem bein- linis fjallaði um Watergate-máliö allt og sjónarmið Kissingers þar að lútandi. Kissinger, sem var i þeirri einstæöu aðstöðu að vera bæði inni málinu og utan við þaö, hefur margt athyglisvert um mál ið að segja, og um Nixon, erki- þrjótinn sem braut sér leið uppá topp voldugasta lýðræðisrikis heims án þess að kunna skil á leikreglum lýðræðisins. Ekki er hægt aö frýja Kissinger vits, og aðþvierbest verður séð, án þess að búa yfir sérfræðiþekkingu á málefninu, ritar hann þennan part ævisögu sinnar, Years of Up- heaval, bæði skynsamlega og æs- ingalaust. Sem verður ekki sagt um allan blekiönað sem við höf- um fengið að sjá um Watergate. KISSINGER UM VIET- NAM OG WATERGATE Forsendur Kennedys og Johnsonsrangar Kissinger segirsem svo: Vissu- lega er það rétt að frækornið sem óx upp og steypti forseta Banda- rikjanna var i perstínu hans sjálfs. Það heföi varla verið hugsanlegt I stjtírnartiö nokkurs annars forseta,þannig lagaö fellst hann á aö hægt sé að kenna Nixon um allt saman. Hins vegar vill hann skella nokkurri skuld á Viet- nam-striðiö eöa réttara sagt það rótsem komst á bandariskt þjóð- lif eftir þvi sem striöið magnaðist og varð ekki stöðvað með góðu móti. Sjónarmið Kissingers um Vietnam-strlöið eru raunar at- hygli verö , auðvitaö hlýtur hann að verja stefnu Bandarikjanna þarna i austri eða langt i vestri. Hann segir aö upphafleg ihlutun Bandarikjanna hafi verið byggö á röngum forsendum, John F. Kennedy og síöar Johnson hafi sent liö til stuðnings suður-viet- nömsku stjómini vegna þess að þeir hafi verið sannfærðir um að stjtírnin i Noröur-Vietnam væri ekki nema leppur hinna stóru kommúnistarikja, Kina og sér i lagi Sovétrikjanna. Þetta segir hann hafa veriö á misskilningi byggt. Stjórnin I Hanoi hafi þvert á móti farið sinar eigin leiö- ir og sjálf ráðiö ferðinni, en að visu fengiö mjög mikla aöstoö I hergögnum frá Sovétrikjunum og Kina. Hér hafi þvi ekki verið um útþenslustefnu Sovétrikjanna að raÁa I sjálfu sér, segir Kissinger, og ihlutun Bandarikjanna út frá þeim forsendum þvi röng. Ekki sovésk útþenslu- stefna heldur norður- vietnömsk Hins vegar segir hann að Ur því að Bandarikin voru einu sinni komin til skjalanna i Suöur-Viet- nam hafi annað verið illmögulegt en halda áfram. Þvi þótt ekki haf i beinlinis verið um sovéska út- þenslustefnu að ræða, þá hafi út- þenslustefna Noröur-VIetnama sjálfra ekki veriö siðri, þeir hafi hreinlega ætlað sér aö leggja und- ir sig eða að minnsta kosti ráða á öllum Indó-Kinaskaganum. At- burðir siöustu ára segir Kissinger aðstaðfesti þessa skoðun, nefni. - lega innrás Vietnama á Kampútseu, og sú ólga sem þeir standa fyrir til aö mynda i Laos. A hinn bóginn hafi gagnrýnendur Vletnam-striösins i Bandarikjun- um og viöar ekki áttaö sig á þessu, þeir hafi litiö svo á að um væri aö ræða frelsisstrið undirok- aörar þjóðar gegn glæpsamlegu stórveldi. Siðar hafi svo höröum vinstri kjama i Bandarikjunum tekist aö haga málum svo að um ræður um Vi'etnam-stríöiö á Vest- urlöndum hafi i raun farið að snU ast fremur um eðli Bandarikj- anna, heimsvaldastefnu þeirra eða ekki heimsvaldastefnu, en or- sakir sjálfs striðsins hafi oröið minni háttar. Þannig ræðst Kiss- inger til dæmis á þá sem gagn- rýndu mest þegarbandariski her- inn fór inn i Kampútseu, sem þá var Kambodia: sú innrás hafi vissulega verið lögleysa en hafi veriö til þess eins að uppræta ólöglegar flutningaleiðir Noröur- Vietnama i Kambódiu, á það hafi engin áhersla veriö lögö af vinstri-sinnum. Ofsóknarbr.iálæði og leynimakk Kissinger segir að visu að vel megi efastum hvort réttlætanlegt hafi verið aö auka umsvif Banda- rikjanna á svæðinu eins og gert var. Or þvi sem komiö var hlutum við að standa við okkar, segir hann, en stjórnir Kennedys og Johnsons hafi ekki þorað að beita öllum hernaðarmættinum til að hindra það alþjóölega sam- særi sem þeir álitu að væri þarna i uppsiglingu, af títta við að út brytist heimsstyrjöld. Og vegna þess að þarna fóru Bandarikin halloka hafi Sovétrikin og pótin- tátar þeirra fært sig upp á skaftið, i Indókina, I Afriku og I Afganist- an. Ensem sagt: hvaöa áhrif haföi allt þetta á Watergate-málið og Richard Nixon sem hafði á stefnuskrá sinni ikosningum 1968 að enda Vietnam-striðið svo fljótt sem auðiö væri án þess að glata „heiöri” Bandarikjanna. Jú, Nixon gerði þaö sem hann áleit réttast að gera i Víetnam, til að ekki kæmi til alger yfirráð Norð- ur-Vietnama yfir Vietnam og siö- ar Indóki'na. Fyrir það var hann gagnrýndur mjög harkalega, haföi alltaf átt ofsafengna fjand- menn, einsog hann hafði unnið til með óprttttnum aðferðum si'num, að ekki sé fastar aö orði kveðið. Og einmitt vegna þess að gagnrýnpndur Bandarikjastjórn- ar almennt og Nixons sérstaklega hafi áður en varði farið að láta málið snúast um heimsvalda- stefnu Bandaríkjanna almennt og mannvonsku Nixons sérstaklega hafi hinar dökku hliðar persónu- leikaNixonsmagnast úr öllu hófi. Ofsóknarbrjálæði á háu stigi. Leynimakk og samsæristilhneig- ingar. Bolabrögð gegn öllum and- stæöingum, raunverulegum og imynduðum. Nixon var i eðli si'nu, eða aö minnsta kosti i hluta af eðli slm, fauti hinn mesti og þvi hafi hlotið að safnast að honum álika karakterar, i þeirra félagsskap vissi hann hvað sneri upp og hvaö niður. Sem stundum var skortur á. Og því fór sem fór, gripið var til ólöglegra aðgerða til að koma andstæöingum Nixons i forseta- kosningunum 1972 á kné — þess þurfti ekki einu sinni, hann var nálega öruggur um sigur frá fyrstu tiö — og er upp komst um innbrotið i Watergate-skrifstofur demókrata hafiNixon fyrst orðið fyrir aö hylma yfir, fela og þagga niöur, i staö þess að gera hreint fyrir sinum dyrum. Það kunni Nixon bara ekki. Nixon sjálfur hálfvitlaus Það sem eiginlega er merkileg- ast — og skin bæöi ttt úr bókum Kissingers og annarra sem um málið hafa ritað— er að maður á borð við Richard Nixon skyldi yf- irhöfuð geta orðið forseti i Banda- rikjunum, maður meö svo miklar karakterveilur sem hann. Ekki verður fyrir það synjað að Nbcon Illugi Jökulsson, blaðamaður, skrifar vannað mörgu leytiákaflega gott starf, einkum i utanrikismálum, og heföi Watergate-málið ekki komið til væri hans sjálfsagt minnst með vinsemd og viröingu viðast hvar, nema helst meðal þeirra sem hann lét sprengja i bita i Hanoi. Lýsing Kissingers á áhrifum Watergate-málsins á stjórnsýslu alla I Washington er ekki beint glæsileg. Stjórnin var næstum lömuð frá vori 1973 og allt þar til að Nixon sagði loks af sér og áhrifanna gætti lengi eftir það. Þá mámeö sanni segja að Bandarik- in hafi verið risi á brauðfótum og aö sjálfsögðu notfærðu andstæð- ingar þeirra sér þaö. Viö öðru var ekki að búast. Og Nixon sjálfur varð æ uppteknari af þessu máli, hann gat varla um annað hugsað en hvert væri nýjasta plottið óvina sinna i þinginu og fjöl- miölum, svo snerist hann gegn þviá sinn makalausa hátt. Utan- rikismálin höfðu lengst af átthug og hjarta Nixons, eftir þvi sem timinn leið afsalaði hann sér si- fellt stærra hluta af þeim yfir til Kissingers, sem stóð ógn af, enda þótt hann hafi sjaldan skorast undan að taka að sér völd, eins og hann segir raunar sjálfur. Og erleið aö endalokunum var stjórnin orðin nær óstarfhæf, Nixon sjálfur hálfvitlaus og átti i miklum erfiðleikum með að festa hugann við þau málefni sem efst voru á baugi. Kissinger átti mik- inn hlut i þvi að tókst að halda sæmilegri ásjtínu á Bandarikja- stjórn, sjálfur þakkar hann Alexander Haig, þáverandi starfsmannastjóra Hvitahússins og nú utanrikisráðherra, að ekki skyldi allt hrynja til grunna. Þetta er dálitið ógnarleg lýsing á stjórn sennilega voldugasta rikis heimssem var að liðast isundur i innbyrðis átökum og Vietnam- striðið enn á döfinni. Ekki hefði mikið mátt út af bregða til að allt færi i hund og kött og óvist hvað þá hefði orðið. Griskur harmleikur? Nixon sjálfur hálfvitlaus. Kiss- inger vill likja endalokum hans við griskan harmleik þar sem hetjan fellur aö lokum fyrir eigin hendi i eiginlegri eða tíeiginlegri merkingu, tekur ákvörðun sem hún veit að leiöir til hruns en fær ekki annað gert. Þarna kemur einnig til skjalanna annar hluti persónuleika Nixons, sem sé djúpstæð bölsýni hans sem tengd- ist ofsóknaræðinu. Nixon var, segir Kissinger, ætið sannfærður um að allt færiá versta veg,hinir illskeyttu óvinir myndu fara með sigur af hólmi i hverju þvi máli sem upp á kom, Watergate-máli sem öðrum. Og þótt hann hafi barist með kjafti og klóm gegn sömu óvinum hafi honum alltaf komiö jafn mikiö á tívart ef hann sigraöi þá, ef hann tapaði varö honum næstum rórra þvi þá var illur grunur hans staðfestur. Þetta mál allt saman hefur oröið til þess aö menn hugleiöa ntt meir en áður persónuleika þesssem fer með stjórn i Hvita húsinu og svo sem viðar, hvaða áhrif karakter- gallar geta haftáheimssögulegar ákvarðanir. Og nú er fyrir vestan maður sem er svo vitlaus eða altént óskýr i kollinum að liggur við aö sé fastur dálkur i banda- riskum blöðum sé leiðréttingar á einhverjum þvættingi sem hann hefur látið út úr sér. Þannig var til að mynda með hans versjtín af Vietnam-striðinu sem hann taldi ástæðu til aö ttthella yfir banda- risku þjóöina á blaðamannafundi nýlega : þaö var ekki heil brtt i þvi sem hann sagði, burtséð frá þvi hvort menn styðja eöur ei þær ákvarðanir sem Bandarikja- stjórn tók á sinum tfma i Viet- nam. Mér liggur við að segja að skólabörn á íslandi viti meira um Vietnam-striðið og orsakir þess heldur en forseti Bandarikjanna, hins vegar er löngu sannaö mál að skólabörn i Bandarikjunum sjálfum vita akkttrat ekkert, hvorki um Vietnam né nokkuð annað.... En það er einhver allt önnur saga. —ij

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.