Tíminn - 14.03.1982, Blaðsíða 31

Tíminn - 14.03.1982, Blaðsíða 31
 Sunnudagur 14. mars 1982 31 Um Ödön von Horváth, höfund Sagna úr Vínarskógi ■ ödön von Horváth 1932. „Þeg- ar heimsstyrjöldin svokallaöa braust út var ég 13 ára gamall. Ég minnist tiinans fyrir 1914 ein- göngu sem leiöinlegrar sögubók- ar. Ég gleymdi öllum bernsku- minningum minum i striöinu. ■ Frumsýningin á Sögum úr Vlnarskógi i Berlin 1931. Peter Lorre lék Alfreö og Carola Neher Mariönnu. Mottó leikritsins var: „Ekkert minnir jafnmikiö á óendanleikann og heimskan.” ■ ödön von Horváth á dánarárinu 1938. „Af hverju er fólk hrætt viö myrkriö i skógunum? Af hverju er þaö ekki hrætt viö aö ganga á göt- unni?” við að ganga á götunni?” tveir af frægustu leikurum Þjóö- verja — Peter Lorre, sem síöar varð stjarna i Hollywood, og Carola Neher, sem lék meðal annars i sigildum þýskum kvik- myndum þessara ára. Leikritiö hlaut fádæma góðar viðtökur og er enn mest leikið af verkum Hor- váths. Hann var stórfrétt þýsks leikhúss þennan vetur, en þó voru fáeinir sem ráku upp andvörp á frumsýningunni — aðstaða and-nasiskra rithöfunda varð æ erfiöari. Djöflafræði smáborgaranna Sögur úr Vinarskógi gerast á rústum hins undarlega Habs- borgararikis, baksviðið er Vinar- borg 3ja áratugsins, undirtónninn gáskafull valsatónlist Jóhanns Strauss. Heimstyrjöld er nýlega afstaðin, ósigurinn er algjör, all- ur hinn þýski heimur er hrjáður af þungum striðsskaðabótum, óðaverðbólgu, fjöldaatvinnuleysi og allsherjar efnahags- og sið- feröiskreppu, sem birtist best i stöðugum árekstrum milli öfga- afla til hægri og vinstri. Ein af af- leiðingum hrunsins var að milli- stéttin þandist út, lægri millistétt- in, sem dró fram lifið ekki svo langtfyrir ofan sultarmörk og gat alltaf átt von á að missa fótanna hvenær sem efnahagsóreiðan tók nýja stefnu. En þó þessi stóri hóp- ur lifði nánast við örbirgð laut hún aldrei lægra en góðu milli- stéttarfólki sæmir i andlegum efnum, hún hélt fast i sina sjálfs- virðingu og sitt úrelta siðgæði, var tepruleg, fordómafull og ihaldssöm þótt allt i kring blasti við siöferðilegt og efnahagslegt gjaldþrot. Það var fyrir þetta fólk og um þetta fólk, sem siðar tók nasismanum með opnum örmum, að Horváth skrifaöi. Einhver hitti naglann á höfuðið og lýsti verkum hans með orðunum „Damono- logie des Kleinbiirgertums” — djöflafræði smáborgarastéttar- innar. Alþýöuleikir Horváth nefndi mörg leikrit sin — þar á meðal Sögur úr Vinar- skógi— „Volkstuck” eða alþýðu- leiki. Slikt á sér enga hliðstæðu I islensku leikhúsi, en i Mið-Evrópu voru það alþýðuleikir sem eink- um drógu fólk i leikhúsið á 19du öld. Þetta voru gamanleikir, oft ,með nokkrum ádeilubroddi, samdir og fluttir á mállýskum. Frægt alþýðuleikjaskáld var til dæmis Johann Nestroy i Vinar- borg. En þegar Horváth kom til skjalanna hafði þetta form gengið sér til húðar, var orðið innantóm dægrastytting. Horváth vildi reyna að höfða til fólks með létt- leika alþýöuleikjanna og gaman- semi og reyna um leið aö fletta of- an af hvers konar yfirdrepsskap og hræsni. Vandamálin skyldi fjalla um eins alþýðlega og unnt væri. „Allt Þýskaland skal það vera!” skrifaði hann og vildi ekki bara ná eyrum og augum þeirra 10 prósenta af mann- fólkinu sem létu sér sérstaklega annt um leikhúsið og hinar fögru listir, heldur einkum og sérflagi 90 prósentanna sem leituðu ein- göngu að dægrastyttingu i leik- húsinu, smáborgara og verka- manna. Að eigin sögn var mark- mið hans hvorki meira né minna en að lýsa i stórum og vandlega uppbyggðum leikritum þjóðfélagi sem er hrjáð af verðbólgu og á hraðri leið til nasisma. Þetta er ekki svo fjarri markmiðum skáldbróðurins Brechts og eins og Brecht smiðaði Horváth sér ákaflega persónulegt form. En aðferðir þeirra voru gjörólikar, I episku leikhúsi Brechts áttu áhorfendurnir að sitja kaldir og yfirvegaðir og vakna til aukins skilnings um meinsemdir þjóðfélagsins. Horváth aftur á móti veigraði sér ekki við að nota ýmis brögð sem aðrir hefðu talið ómerkileg til að hrifa áhorf- endurna með. Hann var ekkert kenniskáld og of miklar ein- faldanir voru eitur i hans beinum, hann fylgdist með og skrásetti mannlifið eins og hann sá það. Sjálfur sagði hann aö margir væru svo andsnúnir leikritum hans vegna þess aö þar sæju þeir sjálfa sig eins og i spegli. Allar söguhetjur Horváths verða undir i þvi sem hann kallaöi „risavaxna orrustu milli einstaklingsins og þjóðfélagsins”, þaö er fólk sem hefur gengið I gegnum sitthvað og á ekki betra i vændum. Þótt endirinn á Sögum úr Vinarskógi sé formlega séð „happy end” er harmleikurinn ekki langt undan, i rás leiksins hefur fulltrúi sak- leysisins og kvenkynsins, stúlkan Marianna, verið kúguö til algerr- ar undirgefni. Málleysur Annað sem vert er aö vekja at- hygli á I leikritum Horváths er málnotkunin. Hann er þeirrar skoðunar að smáborgararnir eigi sér ekki lengur neitt upprunalegt tungutak. Aður hafði þýska mál- svæðið verið sundurklofið af fjöl- mörgum mállýskum sem fólki voru eiginlegar. 1 staö þeirra áleit Horváth að væri komið tillært mál, fullt af hálfmeltum glefsum úr máli annarra þjóðfélagshópa. Þetta hrognamál er fram úr hófi klisju- og frasakennt, en sllkt er alltaf til marks um aö persónan hefur ekki fullt vald á tungumál- inu sem tjáningartæki: orðin segja annað hvort ekki neitt eða allt annað en það sem hún i raun og veru meinar. Máliö er ósam- stætt hröngl, glefsur og tætlur sitt úr hverri áttinni, en ekki lifrænt og upprunalegt. Þar ægir saman steinrunnum kurteisisformúlum, ókvæðisoröum og óþverralegasta skitkasti, málsháttum, fimm- auralifsspeki og tilvitnunum i „menningararfinn”. Klisjurnar eru viða að: úr hermannamáli, guðsorði, eldhúsreyfurum, blaða- og stofnanamáli þeirra tima, fyr- ir utan beinar slettur og tökuorð. Sérstaklega er þörf persónanna fyrir utanaðlærðar tuggur mikil þegar þær þurfa að ræða tilfinn- ingamál og einkamál eða þegar þær eru að reyna að tala upp fyrir sig, sýnast meiri bógar en þær Horváth um sjálfan sig „Ég fæddist 9. desember 1901 i Fiume við Adriahafið klukkan korter fyrir fimm siðdegis (hálf fimm sam- kvæmt öðrum heimildum). Þegar ég var oröinn 16 kfló að þyngd yfirgaf ég Fiume og flæktist um bæði Feneyjar og Balkanlöndin og upplifði ýmislegt eins og til dæmis morðið á Alexander Serblu- konungi og hans ektakvinnu. Þegar ég var orðinn 1 meter og 20 sentlmetrar á hæð fluttist ég til Búdapest og bjó þar I einn sentlmeter. Þar var ég tlður gestur á hinum ýmsu barnaleikvöllum borgarinnar og varö ill- ræmdur fyrir draumóra mina og hrekki. Þegar ég var um það bil 1.52 á hæö vaknaði Eros I mér, en olli mér þó engum óþægindum I bráð. — (ást min á stjórn- málum var þá þegar orðin augljós). Ahugi minn á listum og einkum á klasslskum bókmenntum rumskaði tiltölulega seint (ég var um 1.70 þá), en varð mér engin lifsnauösyn fyrr en ég var 1.79, að vlsu ekki óumflýjanlegur, en þó til staöar. Þegar heimstyrjöld- in braust út var ég orðinn 1.67 og 1.80 er henni lauk (ég óx mjög hratti stríðinu). Er ég var 1.69 hlaut ég fyrstu kynlífsreynslu mina — og núna, þegar ég er fyrir löngu hættur að stækka (1.84), minnist ég með eftirsjá þess- ara daga sem fylltu mig hug- boöi um framtiðina. Núorðið stækka ég að visu bara á þverveginn — en ég get ekk- ert sagt frekar um það, þvl ég er sjálfum mér svo ná- kominn. Þegar hin svokallaöa heimsstyrjöld braust út var ég 13ára gamall. Ég minnist timans fyrir 1914 bara eins og leiöinlegrar sögubókar. Ég gleymdi öllum bernsku- minningum mlnum i strlð- inu. Lif mitt hefst með strlös- yfirlýsingunni. Ég fæddist 9. desember I Fiume. A skólaárum mfnum skipti ég um tungumál fjórum sinnum. eru — og það eru þær næstum alltaf að reyna. Skrifað með dauðann á hælunum Nasistar gerðust sifellt ágeng- ari. Horváth fylgdi vinsældum Sagna úr Vinarskógieftir með al- þýðuleiknum Kasimir og Karó- linu, sem gerist á otkóberhátiö I Munchen, og siðan með öllu smærra leikriti, Trú, von og kær- leikur (Glaube, Liebe, Hoffnung) — reyndarsagði Horváth eitt sinn að öll leikrit sln gætu heitið trú, von og kærleikur. Æfingar á þvi hófust árið 1933 undir stjórn áður- nefnds Heinz Hilperts. En þegar til kastanna kom reyndist ekki hægt að sýna leikritið og vlöar um Þýskaland neyddust leikhús til að hætta sýningum á verkum Hor- váths vegna yfirgangs nasista. Nú var ekki lengur vinsælt að fjalla um verðbólgu, efnahags- kreppu og tvöfalt siögæöi, gullinn timi þúsundárarlkis þýska kyn- stofnsins var runninn upp og smáborgarastéttin margumtal- aða mestöll á bandi Hitlers. SA-menn gerðu húsrannsókn á heimili foreldra hans i Murnau, Horváth sá slna sæng útreidda og fór I útlegð. Næstu fimm árin voru tími stanslausra ferðalaga. Vinarborg, Prag, Búdapest, Paris, Amsterdam, Zurich, Barcelona. Sama ár kvæntist hann söngkonunni Mariu Elsner sem var af gyöingaættum, þannig öölaðist hún ungverskt vegabréf og slapp út úr Þýskalandi. Arið eftir skildu þau eins og um var samið. Horváth hætti sér stöku sinnum inn i Þýskaland til að viða að sér efni, en alltaf gáfu nasistar hon- um nánar gætur. 1935 voru leikrit hans endanlega bönnuð i Þýska- landi og upp frá þvi þrengdist markaður hans stöðugt. Ný og gömul leikrit hans lágu óhreyfð eöa voru sýnd I ljtlum leikhúsum I Vlnarborg og Zilrich og i þýskum leikhúsum i Prag. Það var hart hlutskipti að vera þýskur rit- höfundur á þessum árum, sviptur lesendum sinum og áhorfendum, eins og alkunna er létu sumir bugast og frömdu sjálfsmorö, aðrir þögnuðu endanlega og aö- eins fáir megnuðu að berjast hetjulegri baráttu meðal þjóða sem aðeins gátu lesið verk þeirra i misjöfnum þýöingum. Enda urðu verk Horváts haröari og böl- sýnni og i einkalífinu var hann ekki jafn glaðbeittur og áður. I staö alþýðuleikjanna notaði hann nú þekktar persónur úr b(Sí- menntunum til að lýsa hlutskipti utangarðsmannsins og þjóðfélagi sem er i andaslitrunum — merk leikrit hans frá miðjum fjórða áratugnum eru Figaró skilur (Figaro lasst sic scheiden) og Don Juan snýr heim úr striðinu (Don Juan kommt aus dem Krieg). Þar kom að honum þótti ekki nóg að skrifa leikrit sem yrðu sýnd seint og illa og sneri sér að skáldsagnagerð sem hann hafði ekki reynt I tiu ár. Þýska- landsferðir hans urðu kveikjan að skáldsögunni Æska án Guðs (Jugend ohne Gott), snilldarlegri úttekt á Hitlersæskunni, sem náöi talsverðum vinsældum og var þýdd á nokkur tungumál. Hann vann eins og með dauðann á hælunum. 1935 skrifaði hann eftir pöntun gamanleikinn Höfuðið I gegnum vegginn (Mit dem Kopf durch dem Wand), en eftir frum- sýninguna i Vlnarborg eyðilagði hann handritiö. Onnur skáldsaga hans frá þessum árum var Barn okkar tima (Ein Kind unserer Zeit) og tvö leikrit skrifaði hann sem hluta af allsherjar „gleðileik um manninn” — Mannlaust þorp (Ein Dorf ohne Mánner) og Pom- peji, gamanleik um jarðskjálfta. Bernskan sýnd hratl Flest leikrit hans frá þessum árum voru frumsýnd i Prag, Vin var undirlögð af nasistum og um leiö nánast allt hið þýska menn- ingarsvæði, og flestir vinir Hor- váths dreiföir út um allar jaröir. Hann sá fram á að útlegöin myndi standa um ókominn tima og ástandiö ætti enn eftir að versna. Þaö var ekki margt til aö gleðja hugann. Ariö 1938 er hann á stööugum feröalögum, það er einsog nú séu bernskuárin sýnd of hratt. Prag, Búdapest, Trieste, Feneyjar, Milanó, Zurich, Brussei, Amsterdam. Og svo Paris. Horváth var ákaflega hjátrúar- fullur maður, eins og ekki var óalgengt á þessum válegu timum i Evrópu. Þaö var ýmislegt sem skaut honum skelk I bringu, sumt virðist næsta ástæðulaust. „Það eru til verri hlutir en nasistarn- ir,” sagði hann einhverju sinni, „til dæmis allt það sem maður er hræddur við án þess að vita af hverju.” Nokkrum dögum áöur en hann lést fór Horváth til spásegjanda (menn greinir á hvort það hafi verið maður eða kona) I Amster- dam. Véfrétt þessi varð frá sér numin og sagöi honum aö nú riði á að fara til Parisar i skyndi, þar biöi hans mesta ævintýri lifsins. Viö vitum að Horváth fór eftir þessum ráöum. Arið áöur en hann dó átti Hor- váth tal við vin sinn Franz Teodor Csokor og sagöi honum að hann foröaðist alltaf aö fara út úr húsi I lok mai og byrjun júni, hann væri þess fullviss að hann myndi far- ast af slysförum einhvern tima um þetta leyti. 1 þessu samtali sagði hann nokkuð sem varpar ljósi á andrúmsloftið sem umlyk- ur verk hans: ,,Af hverju er fólk hrætt við myrkrið I skógunum? Af hverju er þaö ekki hrætt við að ganga á götunni?” eh. tók saman

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.