Tíminn - 14.03.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.03.1982, Blaðsíða 7
7 skurðaögeröina á forslöum alira stórblaöa heims. Mikiö var einnig skrifaö um hin miklu mótmæli sem komu fram er ákveöiö var aö aðgerö þessi skyldi framkvæmd i Bandarikjunum og mótmælaaö- geröirnar sem fylgdu i kjölfarið. En hvaö segir Björn Þorbjarnar- son sjálfur um þessa skuröaögerð og andrúmsloftið á spitalanum á þessum tima? „Þetta fór allt óskaplega leynt til aö byrja meö og t.a.m. vissi ég ekkert um að ég átti aö stjórna skurðaögerö á fyrrverandi keis- ara I íran, fyrr en deginum áöur en sjálf aögeröin fór fram. Þá má segja að sjúkrahúsiö hafi þegar veriö eins og I hers höndum og allar öryggisráöstafanir gifurleg- ar. Hvert sem litiö var, voru öryggisveröir og fyrir utan sjúkrahúsið var allt á suöupunkti. Andstæðingar keisarans fyrrver- andi höföu efnt til mikilla mót- mælaaögeröa og ekki batnaöi á- standiö er stuöningsmenn hans komu lika á staðinn. Sjálf skuröaögeröin gekk mjög vel. Keisarinn fyrrverandi var skorinn upp viö gallsteinastiflu, en auk þess þjáöist hann af krabbameini, sem siöar dró hann til dauða. Hann fór þvl all hress héöan og þaö kom mér töluvert á óvart aö hann skyldi ekki eiga meira eftir ólifaö, en raun bar vitni.” — Hvernig maður var keisar- inn fyrrverandi? „Ég held aö honum sé best lýst með þvl að segja aö hann var á- kaflega samvinnuþýöur og hann geröi allt sem honum var fyrir- lagt af hálfu okkar læknanna. Hann var greinilega hugrakkur maður, en jafnframt þunglyndur eftir slðustu atburði. Hann reyndi þó aö slá á léttari strengi, en alltaf uröum viö þó aö ávarpa hann — Yðar hátign.” — Hvað meö annaö frægt fólk. Hefur þaö leitaö sér lækninga til þin? „Já, ég hef skorið uppfjöldann allan af frægu fólki. Hingaö koma kvikmyndastjörnur og stjórn- málamenn og oliufurstar eru ekki sjaldséðir hér á sjúkrahús- inu. Hingað hefur llka komið fjöldinn allur af erlendum stjórn- málamönnum, t.a.m. forsætis- ráðherrar og forsetar frá Afríku og Suður Ameriku.”. Þaö kostar mikla vinnu aö komast I fremstu röö i Bandarikj- unum og oft veröa menn aö fórna bæði fjölskyldu og tómstundum fyrir starf sitt. Læknar i Banda- rikjunum eru þar engin undan- tekning, en samkvæmt kvik- myndunum eru þeir flestir þó harla liðtækir golfleikarar. — Leikur þú golf I fristundum þinum Björn, eða áttu önnur á- hugamál? „Ég hef lítinn tima fyrir tóm- stundir, en þegar ég á frl þá eyði ég þeim tima svo sannarlega ekki á golfvellinum eins og svo margir kollegar minir. Ég á hús hérna uppi I fjöllum og þangað fer ég venjulega um helgar. Veiöi og slappa af og hef þaö náöugt meö fjölskyldunni. Ég fer yfirleitt til Flórida einu sinni á ári og er þar I nokkra daga i ibúö sem ég á. Nú og llkt og I fjöllunum, þá reyni ég að veiöa eitthvaö I Flórída. Ég hef þar bát og sjóstangaveiöi er ein min mesta ánægja. Nei, ég er ekkert að hugsa um að setjast I helgan stein. Ég er bara sextugur og ég vinn á meðan ég hef heilsu til. Þann háttinn hafa læknar hér á og ég sé enga ástæðu til að breyta þar um,” segir Dr. Björn Þorbjarnarson, islenski læknirinn sem gert hefur garöinn frægan og borið hróöur isiands yfir hafiö, aö sjálfum nafla alheimsins — Man- hattan. —ESE/New York Texti og myndir: Eiríkur St. Eiriksson BÆNDUR S.AJVIVINNUTRVGGINGIAH Ármúla 3 - Reykjavik -'Simi 38500 Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar sem skemmst hafa i sjóflutningi og umferðar- óhöppum. Opel Rekord árg. ’82 Skemmd i fl. m/skipi Opel Rekord árg. ’82. Skemmd i fl. m/skipi Opel Rekord árg. ’82. Skemmd i fl. m/skipi Opel Kadett árg. ’82. Skemmd i fl. m/skipi B.M.W. árg. ’82. Skemmd eftir árekstur Fiat 132 GLS árg. ’73. Skemmd eftir árekstur og fl. Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmu- vegi 26, mánudaginn 15/3 ’82 kl. 12-17. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga fyrir kl. 17 þriðjudaginn 16/3 ’82. Höfum aftur fyrirliggjandi VITAMIN OG STEINEFNABLÖNDUR FRÁ EWOS A-B: Ewomin F. fyrir mjólkurkýr. fyrir varphænur. fyrir unggrisi. fyrir hesta. Jarmin Jarnpigg Racing K.M.Z. MPKlFÓÐURVÖRUR GUÐBJÖRN GUÐJÓNSSON heildverslun Kornagarði 5 — simi 85677.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.