Tíminn - 14.03.1982, Blaðsíða 9
Sunnudagur 14. mars 1982
NORRÆNT SAMSTARF
í ORÐI 06 Á RORBI
■ Þrátt fyrir yfirþyrmandi papplrsfargan hefur norræn samvinna komið mörgum þörfum málum til
leiðar. Myndin er af hluta málsskjala er þing Noröurlandaráðs var haldið I Reykjavlk Tlmamynd GE
■ Enn einu þingi Norðurlanda-
ráðs er lokið og að vanda voru
fluttar þar fjölmargar og mis-
merkar ræður, holskeflur af
pappirsgögnum alls konar riðu
yfir þingheim, nefndaálit og
ályktanir fengu sina afgreiðslu
og vonandi hafa þingfulltrúar
verið sæmilega haldnir í mat og
drykk.
1 umræðu og skrifum um nor-
ræna samvinnu er þeirri skoðun
allt of oft haldið fram, að
Norðurlandaráð sé ekki annað
en ómerkileg kjaftasamkoma
sem ekkert gagn geri og að það
sem þó kemur út úr þessu öllu
saman sé aðeins til óþurftar.
Oftast byggist þetta á misskiln-
ingi og fáfræði. Auðvitað flýtur
oft mikið óþarft og gagnslaust
með í öllu ræðu- og skýrslu-
flóðinu, en samvinna Norður-
landanna hefur sannað ágæti
sitt á fjölmörgum sviðum, og
llklega fleirum en menn gera
sér grein fyrir i fljótu bragði og
snnarlega má einnig sitthvað að
henni finna.
1 samfélagi þjóöanna er eðli-
legt að þær þjóðir sem finna til
skyldleika hver með annarri i
hugsun, stjórnarfari, sögu og
menningu laðist fremur að þvi
að styrkja tengsl sin á milli en
með þeim þjóðum sem óskyld-
ari eru.
1 alþjóðlegri samvinnu hefur
þetta komið glöggt fram i sam-
tökum Sameinuðu þjóðanna. í
mörgum viðamiklum málum
koma Norðurlöndin þar fram
sem ein heild. Sú hefð hefur
skapast, að fyrir hvert alls-
herjarþing hittast utanrikis-
ráðherrar Norðurlandanna og
samræma viðhorf sin til hinna
ýmsu mála sem á dagskrá eru
hverju sinni og taka þá sam-
eiginlega afstöðu til þeirra. A
þennan hátt hafa Norðurlanda-
menn haft ærið mikil áhrif á
gang alþjóðamála. Og það er
hlustað áhvaðþeirhafafram að
færa.
Erum af sama
meiði
Norðurlandaþjóðirnar mynda
að vissu leyti menningarlega og
stjórnarfarslega blokk og þeir
sem utan hennar standa li'ta á
Noröurlönd sem heild. óhætt er
að fullyrða að geðslegri félags-
skap getum við ekki fundið okk-
ur meöal þjóöanna, enda ekki
um annað val að ræða. Við erum
afsprengi sömu forfeðra og
sömu menningar og Skandi-
navar, þótt landfræðileg staða
Islands sé nokkuð önnur en ann-
arra Norðurlandaþjóða, hvort
sem einhverjum kann að lika
betur eða verr.
Þær þjóðir sem Norðurlönd
byggja hafa oft eldað grátt silf-
ur hvor við aðra og sitthvað
gengið á i þeim viðskiptum, en
þósist meira en gengið hefur á i
viðskiptum flestra annarra
grannlanda viðs vegar um ver-
öldina. En nú sitja öll riki
Norðurlanda á sátts höföi og
leysa öll si’n sameiginlegu
vandamál i friði og spekt, og
ágreiningsefnin eru vart um-
talsverðenda dettur ekki nokkr-
um manni ihug annað en að úr-
lausnarefnin séu auöleysanleg
með þvieinu að ræða saman um
þau. Aðþessuleyti,einsogá svo
mörgum öðrum sviöum, eru riki
Norðurlanda til fyrirmyndar og
færi betur að samskipti allra
annarra rikja væru jafn góð. Þá
væri útlitið iveröldinniannaö og
betra i dag en raun ber vitni.
Stjórnskipan Norðurlandanna
— og viðskipti stjórnenda og
yfirvalda við þegnana — mætti
gjarnan verða stjórnendum all-
flestra annarra rikja til fyrir-
myndar, að minnsta kosti að
umhugsunarefni. Eðlilega má
margt til betri vegar færa i
þessum efnum, enda skortir
hinn norræna kynstofn ekki um-
kvörtunarefnin en oftast eru
þau smávægileg miðað við það
sem allflestar þjóðir aðrar
verða að láta yfir sig ganga
möglunarlaust.
Margt hefur
áunnist
Eins og áður var vikið hér að,
þykir mörgum sem Norður-
landaráð sé seint i vöfum og
komi viljayfirlýsingar þaðan
fyrir litið, enda séu sömu málin
að þvælast þar árum saman án
endanlegrar afgreiðslu og jafn-
vel engrar. En margt hefur
áunnist þótt mál hafi runnið i
annan farveg en upphaflega var
stefnt að.
Eitt sinn var það t.d. mikið
markmið að koma á fót sam-
eiginlegu efnahagskerfi nokk-
urs konar efnahagsbandalagi
Norðurlanda. Hugmyndin um
Nordek varð ekki að veruleika á
sínum tima af óviðráðanlegum
orsökum, en hún hafði samt sin
góðu áhrif. Þegar sýnt var að sú
nána efnahagssamvinna, sem
menn dreymdi um að koma á,
reyndist ekki framkvæmanleg
var samt sem áöur komið á fót
sameiginlegum stofnunum sem
gegna veigamiklu hlutverki i
samvinnu þjóðanna. Eru það
Norræni iðnþróunarsjóðurinn
og Norræni framkvæmdabank-
inn. Höfum við íslendingar ekki
sist notiö góðs af starfsemi
þessara stofnana. Sameigin-
legur menningarsjóður gegnir
einnig miklu hlutverki.
Margvísleg
samvinna
Norræn samvinna fer einnig
fram á mörgum sviðum öðrum
en með milligöngu stjórnvalda.
Það eru ekki ófá samtök hér á
landi sem eruaðilar að norrænu
samstarfi. Þarmá nefna verka-
lýðsfélög, atvinnurekendur,
launþega og hagsmuna samtök
ýmisskonar, menningarsamtök
af mörgu tagi, sveitarfélög og
ekki hvað sist áhugamannafélög
um norræna samvinnu.
Visindastarfsemi og rann-
sóknir á mörgum sviðum eru
tekin sameiginlega af öllum
Norðurlöndunum. Hér á landi
höfum við Norrænu eldfjalla-
rannsóknarstöðina, svo að dæmi
sé tekið. Það eru kannski ekki
margir íslendingar sem gera
sér ljóst að við erum aðilar að
kjamorkurannsóknarstöð er sú
i Risö i Danmörku — og svona
mætti lengi telja.
Þa ð er ekki 1 itils virði f yrir fá-
menna þjóð eins og íslendinga
að eiga aðgang aö fjölda
menntastofnana i mörgum
löndum og njóta þar fullra rétt-
inda eins og innfæddir væru á
hverjum stað. Hundruð
íslendinga stunda nám á öðrum
Norðurlöndum á hverjum tima
og þykir engum mikið. Þaö er
mála sannast að norræn sam-
vinna hefur komið svo miklu til
leiðar að við tökum vart eftir
þvi hve viðfeðm hún i rauninni
er. ,,K jaftaþingin” skila
árangri þótt mál fari enga hrað-
ferð gegnum það kerfi.
Sérstaða sem ber
að virða
En náið samstarf Norður-
landa breytir engu um það að
um er aö ræða sjálfstæðar
þjóðir sem hver hefur sin sér-
kenni og sjálfstæða lifssýn og
menningu. Sjálfstæði þjóðanna
berað virða, og takmarka sam-
starfið að þvi marki að hver
þjóð haldi gluggum sinum opn-
um fyrir straumum sem berast
annars staðar að og haldi fullri
reisn sem sjálfstæð þjóö,
stjórnarfarslega og menningar-
lega.
Eitt sinn þótti við hæfi að
halda þvi á lofti að íslendingar
væru ,,fáir, fátækir, smáir”. Nú
erum viö hvorki fátækir né
smáir, en fáir eru Frónbúar,
þótt það vilji stundum gleymast
i stórhug og framkvæmdagleöi.
Og fámennið gerir það að verk-
um, að við verðum að kunna fót-
um okkar forráð i allt of nánum
samskiptum við margfalt fjöl-
mennari þjóðir. í norrænu sam-
starfi lætur nærri að framlag Is-
lands til þess er varöar fjárút-
gjöldnemi sem svarareinum af
hundraði og er þá reiknað út
eftir höfðatölu ibúa allra
Norðurlanda. A þessu sviöi höf-
um við mikla sérstöðu sem
ávallt verður aðhafa i huga, og
samstarfsþjóðirnar hljóta að
virða.
Nú liggur fyrir tillaga um
gagnkvæm atvinnuréttindi
meðal Noröurlandaþjóðanna,
þar sem kveðiö er svo á að ibúar
allra landanna njóti fullkom-
inna vinnuréttinda i hverju
landanna sem er. Af íslands
hálfu hefur verið settur nokkur
varnagli á um þetta atriöi, að
við vissar kringumstæður er
hægt aö takmarka aöstreymi
vinnuafls frá öðrum Norður-
löndum. Þetta er sjálfsagt og
eðlilegt. Ef hér á að þrifast
sjálfstæð menning sem hlýtur
aö vera vilji allra Islendinga,
má þjóöin ekki við aðflutningi
fólks i stórum stil.Þær aðstæður
geta hæglega skapast að fýsi-
legtþyki að ieita til Islands I leit
að vinnu og lifsbjörg. Atvinnu-
leysi eykst stórum skrefum
meðal nágrannaþjóöa og er
Skandinavia engin undantekn-
ing. Hér rikir allt annað ástand
á þessu sviði og veröur svo von-
andi framvegis. En það gæti
farið að sneiðast um atvinnu og
lifsafkomu ef efnahagur versn-
arenn til muna i nágrannalönd-
unum, og þá gætu tslendingar
átt nóg meö eigið lifsframfæri
þótt vandræði annarra bættust
ekki ofan á.
En þess ber að gæta að hér er
um gagnkvæman rétt að ræða
og þúsundir íslendinga hafa á
undanförnum árum starfað á
Norðurlöndum og njóta þar
jafngóðra kjara og þarlendir og
yfirleitt allra þeirra lifsins gæða
sem velferðarþjóðfélögin bjóða
enn upp á. Það er engirr ástæða
til að einangrast en taka verður
fullt öllit til fámennisins i' þessu
efni sem öðrum.
Framlag íslands
Ofter spurt hvaö tslendingar
græði á norrænu samstarfi. Þaö
er margt, og sé lagt fjármála-
mat á er sjálfsagt hægt að
reikna út að við græöum tals-
vert. En við eigum 1 fka að
leggja fram okkar skerf og höf-
um gert það. Svo er forfeðrun-
um fyrir aö þakka. Norrænn
menningararfur var varðveitt-
ur og ávaxtaöur á tslandi á
sama tima og aðrar þjóöir glut-
ruðuhonum niður.Það framlag
er ekki lítils virði, og það ber
öðrum Norðurlandaþjóðum aö
virða. A slnum tima héldu
danskir menntamenn sýningu á
islenskum handritum i Kaup-
mannahöfn, tslendingum til
háðungar. Þaö var þegar deilan
um afhendingu handritanna
stóð sem hæst og var þannig
staðiö aö vali sýningargripa að
otað var fram þeim handritum
sem illa voru leikin og sérstak-
lega þeim, sem notuð höfðu
veriö til annars brúks en lestr-
ar, svo sem i fatasnið og bók-
bandutanum ómerkilegkver. A
sýningu þessari kom glöggt
fram i hvers konar húsakosti
handritin höföu verið geymd á
tslandi. Með þessu vildu Danir
sýna að menningararfur okkar
hefði verið best varðveittur I
Kaupmannahöfn og yrði um
ókomna tið.
Þvi miður varð fáttum varnir
af Islendinga hálfu i gegn
þessum rökum. Um aldir
hiröist þjóðin með bókum sin-
um ikuldaogsagga.Siöarkom i
ljós að Danir hafa ekki úr háum
sööli aö detta i þessum efnum.
'Kiorkild Hansen upplýsir i bók
sinni um Jens Munk, að striðs- -
hetjan mikla Kristján IV hafi
fyrirskipaö aö rifa niður alla
miðaldasögu Dana og fjölda
annarra skinnbóka til að nota i
flugelda hirð sinni til
skemmtunar. Þetta var um öld
áður en Arni Magnússon hóf
skipulega söfnun á islenskum
bókum.
tslensku handritin voru betur
varðveitt í vörslu fátæklinga i
vondum húsakynnum en af
þeirri veraldlegu makt af guðs
náð, sem brenndi menningararf
eigin þjóöar sér til dýrðar og
yfirstéttinni til gamans á einni
kvöldstund.
Hvar væri saga Noregs ef
Snorri heföi ekki verið auðugur
af nautgripum og verið þeirrar
náttúru að skrifa hana?
(slenska
jafnrétthá
Þegar nútima islensk bók-
menntaverk eru lögð fram i ein-
hvers konar norræna keppni til
mats og verölauna er gert að
skilyrði að þau séu þýdd yfir á
dönsku eða sænsku og metin
eftir þeim þýðingum.
Þetta er óhæfa sem tslending-
areiga ekki aö láta bjóða sér ná
vinir okkar austan hafs aö fara
fram á. tslenska á að vera að
minnsta kosti jafnrétthá öðrum
tungum á Norðurlöndum.
Sama er að segja um um-
ræður á þingum Norðurlanda-
ráðs og öðrum samnorrænum
samkundum. tslendingar eiga
að geta tjáð sig þar á eigin
tungu rétt eins og aðrir sem þar
tala,að Finnum undanskildum.
'Ætti að vera vandalaust að
túlka fyrirþá semekki skiljais-
lensku. Þetta þarf ekki að rök-
styðjahérnánar, en tslendingar
eiga ekki að þurfa að koma sin-
um skoðunum á framfæri á mis-
vondri dönsku.
Norræn
lágmenning
Stundum tekur norræn sam-
vinna á sig grátbroslegar
myndir. Er það einkum þegar
um er aö ræöa einhvers konar
menningaskipti og ber mun
meira á en þvi sem máli skiptir
þegar áheildina er litið. I gegn-
um einhverja þýðingarsjóði er
ausiö yfir okkur skandinavisk-
um volæöisbókmenntum, og
norræna samvinna sjónvarps-
stöðvanna með allt sitt vanda-
málafargan, sýnist til þess eins
fallinað almenningur landanna
fái gæsahúð þegar efni þetta
birtist á skjá.
Það er rétt eins og þeir at-
vinnumenn sem um kúltúr
fjalla,séu á launum við þaö eitt
að útbreiða norræna lágmenn-
ingu. En hún er kannski það
eina sem þarf aö styrkja og
koma á framfæri með góðu eða
illu. Það sem upp úr stendur sér
um sig sjálft.
Mjög er haldiö á lofti öllu þvi
sem miöur fer á Noröurlöndum
og Islendingar æ ofan i æ
varaðir viö að við séum á góðri
leið með að fara sömu leiðina á
þessu sviöi eöa hinu, með þvi að
draga fullmikinn dám af háttar-
lagi Skandinava. Rétt er þaö aö
sitthvað mætti til betri vegar
færa i velferðari'kjunum og að á
mörgum sviðum sé sjdlf vel-
ferðin orðin fullbólgin og
kostnaöarsöm. En björtu
hliðarnar eru þó mun fleiri og
viö engar þjóöir aðrar er okkur
hollara að eiga samskipti og
sem nánast samstarf, taka okk-
ur til fyrirmyndar það sen vel er
gert en varast vitin.
fi
Oddur Ólafsson,
skrifar P!iK/ j