Tíminn - 14.03.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.03.1982, Blaðsíða 19
Sunnudagur 14. mars 1982 19 ■ Grænlendingar brenna norræna menn inni i Ameralik. Myndirnar hér á siðunum eru eftir grænienska listamanninn Alut Kangermio eða Aron frá Kangek sem uppi var frá 1822-1869. Hann var selveiðimaður sem fékk berkla og tók f löngum fristundum sinum að túlka gamlar grænienskar munnmælasögur i myndum, teikningum, tréristum og vatns- litamyndum. Þær hafa veriö gefnar út á bók ásamt grænlenskum munnmælasögum um endalok byggðar norrænna manna á Grænlandi. klæða heima. Er ekki óliklegt að þegar fjölmennast var i byggð- inni, hafi Grænlendingar verið um 3500. Ef til vill fleiri. Á þvi leikur þannig enginn vafi aö á þessum tima hefur loftslag á Grænlandi verið stórum mildara en nú er. Sumir bæirnir hafa verið reistir i eða nærri fjörðum sem nú eru stöðugt fullir af is. A ýmsan hátt hafa aðstæðurnar tekið þvi fram sem gerðist á tslandi. Inni af fjörðum tóku við viðáttumikil engi og tún þar sem stórar hjarðir nautgripa, fjár og hreina gátu gengiö. Afrettarlönd voru næg og grösug og gnótt fiskjar i ám og sjó. Loks var þarna mikil veiði i sel og öörum veiðidýrum. Siglingaþjóðin Um árabil sigldu menn leið Ei- riks rauða til Grænlands, létu i haf úr Breiðafirði og héldu að strönd Austur-Grænlands. Þaðan var svo siglt fyrir Hvarf og til Eystribyggöar. Bendir þetta til þess aö hafiss hafi minna gætt um þetta leyti en nú er og styður þaö ofanritaö. Arið 999 gerist hins vegar sá merki atburður að Leifur Eiriks- son siglir beina leiö frá Noregi til Grænlands án viðkomu á Græn- landi. Sumarið eftir sigldi hann þessa leið til baka. Varö þetta upphaf reglubundinna siglinga frá Evrópu til Grænlands og fyrsta Atlantshafssiglingaleiöin i nútimaskilningi sem um getur. Voru landnemar margir jafn miklir sjómenn og bændur. Eftir 1000 fer að draga úr vikingu nor- rænna manna og þeir stefna skip- um sinum i kaupferöir. Grænlendingar uröu næstum, en þó aldrei alveg, sjálfum sér nógir. Þeir áttu verulegan hús- dýrastofn og flest ár munu þeir hafa getað veitt nægan fisk. Eitt- hvert litilræði var ræktað af. korni, en flestir ibúanna munu samt aldrei hafa séð brauö. Þá var stöðugur járnskortur i landinu og i stað þess var reynt aö notast viö tennur og hvalbein. Hafa fundist axir, sleðameiðar og örvaroddar úr beini og meira aö segja læsing. Aðrir munir voru geröir úr hvaltönn, svo sem tafl- menn, en skálar og kirnur úr steini. Þá var timburskortur mik- ill, þótt reki frá Síberiu bætti nokkuöúr þeirri brýnu þörf. Urðu Grænlendingar þvi að sækja járn til Evrópu, og timbur lika, en ekki er ósennilegt aö nokkuö af þvi hafi einnig veriö sótt til N-Ame- riku. Snemmsumars gerðu menn út leiðangra til veiöa til óbyggðra svæða noröurfrá, þar sem heitir Norðsetur. Voru notuð all stór skip til þessara ferða og voru þau fyllt af hreindýrakjöti, bjarnarskinnum, rostungstönn- um, náhvalstönnum og afurðum af sel og hval. Var þetta ekki ein- göngu ætlað til heimanota, heldur einnig og ekki siður til útflutn- ings. Langmikilvægasta útflutnings- vara Grænlendinga mun hafa veriö rostungstennur, en á tólftu og þrettándu öld var mikil eftir- spurn eftir þeim i Evrópu og litu menn á þær sem jafngóðar og filabein. Voru þvi heilir skips- farmar af rostungs og náhvals- tönnum fluttir til Evrópu. Arið 1266 fórst skip i eigu ólafs biskups viö Island hlaöið slikum varningi og var tennurnar að reka upp á ströndina I margar aldir á eftir að sögn. Þá fluttu þeir út mikið af reipum úr rostungshúð, en slik reipi þóttu taka öörum þekktum efnivið fram aö styrkleika og voru þau gjarna notuð i reiðabún- að og akkerisfestar. Enn er ógetiö útflutnings sem Grænlendingar uröu all frægir af þótt i smáum mæli væri, en þaö voru birnir og fálkar, sem voru konungsger- semar. Skipakostur Grænlandssiglingar voru afar áhættusamar og fjöldi er til af sögnum um skip sem fórust i hafi og við strendur á hinn margvis- legasta hátt. En hitt er þó at- hyglisveröara hve mörg skip komust heilu og höldnu landa i milli i þessum feröum og til dæmis má geta þess aö þeir biskupar sem vigslu hlutu og til Grænlands sigldu munu allir hafa komist heilu og höldnu leiðar sinnar. Það mun algeng villa að telja að menn hafi siglt þessa erfiðu leið á langskipum, en þvi fer þó fjarri. Það voru einkum svonefnd kaupskip sem til ferðanna voru notuð. Mun Þorfinnur Karlsefni hafa fariö til Ameriku á sliku skipi og á sliku skipi mun Einar Sokkason hafa veriö er hann kom i Noreg með skip fullt af rostungstönnum og meö lifandi isbjörn. 1 Grænlendinga þætti er skip Arinbjörns kaupmanns nefnt „hafskip mikiö.” Skipi þvi sem sögur herma að komiö hafi til Vestmannaeyja áriö 1218 undir stjórn þeirra Grimars og Sörla er lýstsem „knerri einum miklum”. Það munu einnig hafa veriö slikir „knerrir” sem báru Grænlands- biskupa landa i milli. Þessi skip virðast hafa verið all mörg og sæ- veldi Grænlendinga þannig um- talsvert framan af. Eftir að áhrif Noregskonunga aukast á Islandi og Grænlandi og þeir siðarnefndu játast undir skattgreiöslur af farmi sinum, sem þeir höföu þráast við áöur, er hins vegar augljóst að þessu sæ- veldi fer aö hraka. Hvernig þaö hefur gerst er ekki full ljóst. Þó kann þaö að hafa haft sin áhrif er Noregskonungur tekur að sér að ábyrgjast siglingar til landsins. Kunna menn þá að hafa hirt minna um að endurnýja skipin, en þau munu hafa enst um 30 ár að þvi taliö er. Þó er þessi skýring ekki fullnægjandi nema gert sé ráð fyrir að itök Noregskonunga hafi veriö tekin að aukast, áöur en Grænland hverfur undir Noreg. Er það enda ekki óliklegt aö svo hafi verið. Segja islenskir annál- ar frá þvi aö áriö 1189 hafi komiö til íslands skip frá Grænlandi, seymt meö viöarnöglum og bund- ið saman með sinum. Er ósenni- legt að þetta hafi veriö „knörr.” Hins vegar hefur litiö veriö á lof- orðum konunga að byggja um reglubundnar siglingar, eins og íslendingar máttu reyna siöar og þvi fer svo að fyrr en varir hafa hin gömlu sambönd viö Noreg rofnað aö mestu eða alveg. Þar kunna að hafa hjálpaö til ýmsar ástæður i Noregi. Einokun 1341 getur Hákon biskup i Berg- en þess hve örðugt sé aö halda uppi siglingum til Grænlands og má fullyrða að um það leyti fer i hæsta lagi eitt skip siglt af Noregi fyrir Hvarf á ári. Geröust þær nú æ stopulli og eru dæmi um niu ár á milli siglinga, 1346-1355. Getur verið að Svarti dauði sem um þetta leyti geisaði i Noregi hafi veriöorsökin, en hann lagöi Berg- en, helstu verslunarhöfn Græn- landssiglinganna, næstum 1 eyöi. Liðu til dæmis tuttugu ár frá þvi er næst siöasti biskup i Grænlandi lést, þar til hinn siðasti, Alfur, kom út þangað. Um 1300 var land- ið i þokkabót orðið svo þrúgað af einokunarverslun Noregskonungs að enginn mátti sigla þangaö án heimildar eins og fyrr er getið. Var vel með þvi fylgst, hvar sem konungur átti ráð yfir löndum, að þessar reglur væru haldnar. Þoröu Grænlendingar sjálfir ekki að eiga nein viðskipti viö menn sem til landsins komu án skil- rikja, af ótta viö konungsreiði. Allt hné I eina átt: Eftirspurn eftir rostungstönnum hafði nú mjög dregist saman og nægt framboð var af skinnum frá Rússlandi. Arið 1385 segja is- lenskir annálar frá þvi aö skip hafi komið af Grænlandi og höfðu áhafnarmenn orðið að dvelja i landinu i tvö ár vegna óhagstæðra vinda og isa. Sögöu þeir lát Alfs biskups, siðasta biskups Græn- lendinga. Siglingar Englendinga Þar sem hinn grænlenski „knörr” var ekki lengur i förum til Bergen má ætla aö eina sam- bandiö við Evrópu hafi upp frá þessu veriö i formi strjálla heim- sókna skipa, sem enginn veit lengur hvaöan komu, þótt liklegt sé að þau hafi verið ensk eöa þýsk og ef til vill frá báðum löndunum. Þessar þjóðir hafa vissulega haft tækifæri til þess aö fá fréttir um ■ Kasape yfir liki Ungotoks.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.