Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 8
8 2. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1. Hvað á þriðja þáttaröðin um þá Georg, Ólaf Ragnar og Daníel að heita? 2. Hvað eru heilsuleikskólarnir nú orðnir margir á landinu, eftir að Heilsuleikskólinn Kór var vígður í gær? 3. Hvernig fór leikur íslenska handboltalandsliðsins gegn Þjóðverjum í vináttuleik lið- anna í fyrradag? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 STJÓRNMÁL Hátt í eitt þúsund manns hafa atkvæðisrétt á flokks- þingi Framsóknarflokksins sem fram fer 16.-18. janúar í íþróttahúsi Valsmanna að Hlíðarenda. Allir flokks- menn, um tólf þúsund, geta setið þingið og tekið til máls. Á þinginu munu fram- sóknarmenn kjósa sér forystu en Valgerður Sverrisdóttir hefur hvorki sagt af eða á um hvort hún sækist eftir kjöri í formannsemb- ættið. Fyrir þinginu mun meðal annars liggja tillaga um að gengið verði til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. - bþs Flokksþing Framsóknar: Verður haldið í Valshöllinni VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Götuhópur fíkniefnadeildar lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu hefur haft afskipti af 117 sölumönnum fíkniefna það sem af er árinu, að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns deildarinnar. Af sumum fíkniefnasalanna hefur lögregla haft afskipti oftar en einu sinni. Að sögn Karls Steinars hefur lög- regla sett saman lista yfir fíkniefnasalana sem stunda athæfi sitt á götunni. Á þeim lista eru nú 149 einstakl- ingar. Götuhópurinn hefur því haft afskipti af 80 pró- sentum þeirra sem fást við sölu fíkniefna. „Það er ekki hægt annað en að vera sáttur við þann árangur sem náðst hefur,“ segir Karl Steinar. „Við ætlum okkur að klára þennan lista á árinu.“ Hann segir þá skiptingu á magni fíkniefna sem tekið hafi verið af sölumönnunum á árinu endurspegla aukna framleiðslu á maríjúana innan lands. „Það kemur fram í fjölda ræktana og plantna sem við höfum tekið og einnig í því magni af maríjúana sem við höfum haldlagt. Þá virðist hafa verið nokkuð mikið af kókaíni og amfetamíni í umferð það sem af er árinu. Við höfum í öllu falli ekki heyrt neitt um mikla þurrð á þeim markaði.“ - jss Götuhópur fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu öflugur: Hefur tekið 117 fíkniefnasala MAGN FÍKNIEFNA – sem lögregla hefur tekið af götusölum það sem af er ári 2008. Kannabisplöntur 330 stk. Maríjúana 2,8 kg Hass 1,3 kg Amfetamín 1.100 g Kókaín 1.300 g E-töflur 600 stk. LSD 350 skammtar Steratöflur 2.000 stk. ORKUMÁL Hitaveitu Suðurnesja (HS) var á hluthafafundi í gær skipt upp í tvö fyrirtæki: HS orku hf. og HS veitur hf. HS orka verð- ur 73 prósent af virði HS en HS veitur 27 pró- sent. Einungis tveir af átta hluthöf- um samþykktu skiptinguna, Reykjanesbær og Geysir Green Energy, en þess- ir hluthafar eiga tæplega 67 pró- sent í fyrirtæk- inu. Aðrir sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn tillögunni. Uppskipting- in er samkvæmt breytingum á lögum á auð- linda- og orku- sviði sem gerðar voru á Alþingi í vor. Samkvæmt þeim verður að aðskilja orku- og veitustarfsemi fyrir 1. júlí árið 2009. HS er fyrsta orkufyrirtækið sem uppfyllir þessi ákvæði. Hafnarfjarðarbær og Orkuveita Reykjavíkur (OR) lögðu saman fram tillögu á fundinum um frest- un uppskiptanna til 1. júlí. Raunar reka hluthafarnir mál fyrir hér- aðsdómi um eignarhald á ríflega 15 prósenta hlut. Í tillögunni segir að vegna þeirra gríðarlegu breyt- inga sem orðið hafa á íslensku efnahagslífi, veikingu krónunnar og vantrausts erlendra lánar- drottna sé ráðlegt að nýta frest stjórnvalda til uppskiptanna að fullu. Gunnar segir forsendur fyrir skiptingarhlutfalli í fyrirtækin tvö brostnar. Það komi fram í skoðun, sem Hafnarfjörður og OR létu gera, á skiptingaráætluninni sem Capacent vann fyrir HS. Þá sé eiginfjárhlutfall HS veitna of lágt. Skuldir HS hafi aukist um 50 prósent síðan í júní vegna veikrar stöðu krónunnar. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir breytt skipta- hlutfall ekki breyta neinu, allir eigi sömu hlutina beggja megin. „Við töldum rétt að flýta þessu, bæði vegna óvissu starfsfólks, sem og gagnvart erlendum lánar- drottnum. Þeir verða að vita hvaða aðila þeir lána fé og hvaða trygg- ingar þeir fá.“ Hann segir eiginfjárstöðu HS vissulega slæma og skuldir hafi aukist mjög. „Miðað við gengis- þróun stendur fyrirtækið illa. Það lítur hins vegar enginn svo á að staðan í dag sé framtíðarstaða. Við stöndum betur en mörg orkufyrir- tæki.“ Reykjanesbær hefur boðað til- boð í auðlindarétt fyrirtækisins, en sá réttur yrði leigður HS orku til 65 ára. „Við vildum gjarnan gera þetta í samstarfi sveitarfé- laga sem eiga skipulagsrétt á þessu landi,“ segir Árni. Auk Reykjanesbæjar eru það Vogar og Grindavík. kolbeinn@frettabladid.is Átök um uppskipti Hitaveitu Suðurnesja Hitaveitu Suðurnesja var skipt upp í tvö fyrirtæki í gær. Hafnarfjarðarbær og Orkuveita Reykjavíkur vildu frestun vegna efnahagsástandsins. Skuldirnar hafa aukist um 50 prósent síðan í júní. Reykjanesbær boðar tilboð í auðlindaréttinn. GUNNAR SVAVARSSON ÁRNI SIGFÚSSON HITAVEITA SUÐURNESJA Fyrirtækið hætti í raun að vera til í gær þegar því var skipt upp í HS orku hf. og HS veitur hf. Hafnarfjarðarbær og Orkuveita Reykjavíkur vildu fresta gjörningnum fram á næsta vor. SAMFÉLAGSMÁL „Eina leiðin til óskoraðs fullveldis er einangrun og sjálfsþurftarbúskapur,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, á ráðstefnu alþjóðamálastofnunar HÍ um full- veldi Íslands í tilefni af því að 90 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Ólafur, Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði, Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagn- fræði, og Kristrún Heimisdóttur, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, voru öll sammála um að Ísland yrði enn fullvalda ríki þó svo það myndi ganga í Evrópusambandið. Þorvaldur Gylfason sagði að stundum þyrfti að skerða fullveldi til að vernda það. „Tökum sem dæmi hjónaband sem er gagn- kvæm skerðing á fullveldi,“ sagði Þorvaldur. Meirihluti þeirra sem talaði gegn Evrópusambandsaðild skelfdist að missa illa fenginn spón úr aski sínum. Björg Thorarensen, prófessor í lögfræði, benti á að fullveldi þýddi að taka ákvarðanir í eigin málefn- um, þar með talið um nýtingu auð- linda. Í því ljósi ætti til dæmis að að hafa í huga að samningsstaða Íslands væri afleit um þessar mundir og engar líkur væru á að fá varanlega undanþágu frá sjáv- arútvegsstefnu Evrópusambands- ins. - ss 90 ára fullveldi Íslands fagnað á ráðstefnu alþjóðamálastofnunar: Óskorað fullveldi er einangrun GUÐMUNDUR HÁLFDÁNARSON Bar stöðu Íslands í dag við Bjart í Sum- arhúsum. Valið snerist um heiðina eða fjörðinn en hann efaðist um að nútíma- fólk myndi sætta sig við saltsteinbít í hvert mál. FR ÉTTA B LA IÐ IÐ /A R N ÞÓ R FERÐAÞJÓNUSTA Icelandair ætlar að fljúga tvisvar í viku næsta sumar til og frá Stafangri í Noregi. Flogið verður frá Íslandi til Björgvinjar og þaðan til Stafang- urs og svo beint til Íslands. Þannig verður Norðmönnum sem búa í nágrenni Stafangurs gefinn kostur á að fljúga beint frá Stafangri til Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi, að sögn VG Nett. - ghs Icelandair fjölgar flugleiðum: Flýgur vikulega til Stafangurs næsta sumar VIÐSKIPTI Um 230 til 240 milljarðar eru útistandandi í krónubréfum Seðlabanka Íslands. Ekki er ljóst hve margir fjárfestar eiga bréf, en stórir fjárfestar eiga þriðjung og þeir smærri tvo þriðju. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, sérfræðingur hjá Seðlabankanum, segir að mestan part sé um evrópska sparifjáreigendur að ræða, oft nefndir „belgískir tannlæknar“, fólk sem setur hluta eignanna í hávaxtabréf. Íslensku bankarnir notuðu sumir krónubréf sem veð til að fá lán hjá Seðlabankanum, en voru hættir því. Einstakir innlendir fjárfestar eiga ekki krónubréf. - kóp Stórir fjárfestar eiga þriðjung: 240 milljarðar í krónubréfum SEÐLABANKINN Erlendir fjárfestar eiga um 700 milljarða í íslenskum bréfum og eru krónubréfin hluti þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Til leigu 83 m² verslunarpláss í Mjóddinni. Mjög góður sölutími framundan. Upplýsingar í síma 896-2164. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is fyrir SVÍÞJÓÐ, AP Lögregla í Lundi í Suður-Svíþjóð greindi frá því í fyrradag að hún hefði handtekið 56 manns til að stöðva átök milli öfgahópa hægri- og vinstrimanna. Calle Persson, talsmaður lögreglunnar, sagði vinstriöfga- menn hafa ráðist á lögreglumenn og kastað í þá götusteinum er lögreglan reyndi að aftra þeim frá því að lenda saman við hægriöfgamenn í skipulagðri göngu um borgina. Með göngunni, sem var heimiluð, vildu sænskir þjóðernis- sinnar minnast dauða Karls XII Svíakonungs, sem háði margt stríðið í byrjun átjándu aldar. - aa Lögregla í Lundi í S-Svíþjóð: Öfgamönnum stíað í sundur VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.