Fréttablaðið - 02.12.2008, Síða 19

Fréttablaðið - 02.12.2008, Síða 19
ÞRIÐJUDAGUR 2. desember 2008 3 Hátíðardagskrá verður í Skál- holti 6. desember næstkomandi. Sumartónleikar í Skálholtsdóm- kirkju og Skálholtsskóli standa saman að hátíðardagskrá og er hugmyndin að upplifa anda jóla fyrri tíma. Sumartónleikar Skál- holtsdómkirkju hafa haldið á lofti tónlist fyrri alda. Einnig hefur veitingahús Skálholtsskóla sett saman matseðil með matarvenj- um fyrri alda með hráefni úr nærsveitum. Tónleikar hefjast klukkan 17 þar sem hátíðarsveit undir stjórn Jaaps Schröders leikur verk frá 18. öld. Einsöngvari verður Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran. Fyrir tónleikana verður boðið upp á drykk að miðaldasið en eftir tónleikana verður borinn fram íslenskur jólamatur í anda bæði gamalla og nýrra tíma. Verð með hátíðardrykk, tón- leikum og kvöldverði er 9.000 krónur en með hátíðardrykk og tónleikum krónur 3.500. - rat Jólin komin í Skálholti Marta Guðrún Halldórsdóttir syngur einsöng á jólatónleikum í Skálholti á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fjögur af átta jólatrjám Sel- tjarnarnesbæjar eru ræktuð í heimabyggð. Skólalóð Mýrarhúsaskóla skartar einu af heimaræktuðum trjám Seltirninga, nýja torgið við heilsu- gæslustöðina öðru, hið þriðja er á opnu svæði við Nesveg og Skerja- braut og það fjórða á flötinni þar sem Lindarbraut og Suðurströnd mætast. Tvö trjánna eru úr einkagörð- um á Nesinu og tvö voru ræktuð í Plútóbrekkunni fyrir utan bæjar- skrifstofurnar. Má því með sanni segja að ræktaður hafi verið nytjaskógur á Seltjarnarnesi sem mörgum hefði þótt harla ólíklegt fyrir fimmtán árum. Örnefnið Plútóbrekka mun þannig til komið að í húsi sem stóð í brekkunni var eitt sinn hundur að nafni Plútó. Hann þótti baldinn og sum börn hræddust hann, að sögn rótgróins Seltirn- ings. - gun Nytjaskógur á nesinu Þörf var á grisjun í Plútóbrekku á Seltjarnarnesi og því eru trén nýtt til að prýða bæinn yfir jólahátíðina. Mánudaga og mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.