Tíminn - 25.03.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.03.1982, Blaðsíða 5
I \ 1 * Fimmtudagur 25. mars 1982 fréttir ■ „1 niðurstöðum steinullar- nefndar kemur fram að mismun- ur á hagkvæmni staðsetningar er hverfandi ef miðað er við innan- landsmarkað”, sagði Þorsteinn Þorsteinsson, bæjarstjóri á Sauð- árkróki á fundi með fréttamönn- um sem hann ásamt stjórnar- mönnum Steinullarfélagsins boðaði til i gær. útflutninginn töldu þeir norðanmenn mjög hæp- inn svo ekki sé meira sagt. Idæminusem Þorsteinn kynnti um reksturskostnað steinullar- verksmiðju á Sauðárkróki er flutningskostnaður verksmiðj- unnar aðeins talinn nema um 6,5% af veltu, eða um 2,3 millj. kr. af um 36 millj. króna söluverð- mæti. Benti hann á að samkvæmt útreikningum steinullarnefndar sé flutningskostnaður frá Þor- lákshöfn aðeins um 1/6 minni en frá Sauðárkróki þannig að munurinn sé rétt um 1% af Steinullar- verksmiðja á Sauöárkróki eða í Þorlákshöfn: ■ Þorsteinn Þorsteinsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki lengst til vinstri, ásamt stjórnarmönnum Stein- uilarféiagsins h.f.: Arni Guðmundsson stjórnarformaður, Þorbjörn Arnason, og Stefán Guðmundsson alþm. og Stefán Guðmundsson vélvirki. Timamynd Róbert. JISMUNUR A HAG- KVÆMNI HVERFANDI” — segir Þorsteinn Þorsteinsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki rekstrarkostnaði verksmiðjunn- ar. Á hinn bóginn benti Þorsteinn á að samkvæmt niðurstöðum stein- ullarnefndar mundi staðsetning verksmiðjunnar á Sauðárkróki bæta nýtingu á flutningakerfi landsins jafnframt þvi að staðbundin áhrif til aukningar at- vinnu séu talin hagstæðari á Sauðárkróki. Þorsteinn kvað Steinullar- félagið ekki hafa viljað leggja út i kostnaðarsama hlutafjársöfnun meðan staðsetning verksmiðj- unnar var ekki endanlega ákveðin. „En miðað við þær undirtektir sem við höfum fengið i viðræðum við ýmsa aðila teljum við okkur geta safnað 60% hluta- fjárins á svona 3-4 mánuðum”, sagði Þorsteinn. Ekki taldi hann þó að þeir Sauðkræklingar réðu við að fjármagna hana einir, en stofnkostnaður er áætlaður um 90 milljónir króna á verðlagi s.l. haust. 1 samtali við Askel Einarsson hjá Fjórðungssambandi Norð- lendinga itrekaði hann að Norð- lendingar standi einhuga um steinullarverksmiðju á Sauðár- króki og vitnaði til margra fyrri samþykkta Fjórðungssambands- ins þar að lútandi enda hafi það gert uppbyggingu verksmiðjunn- ar að sameiginlegu máli sem all- ar byggðir Noröurlands standi saman um sem upphaf iðnþróun- ar i fjórðungnum. I þvi sambandi benti hann á að Steinullarfélagið hafi haft allt frumkvæði og hugmyndir um steinullarframleiðslu fyrir inn- lendan markað og þvi sé með öllu fráleitt að Jarðefnaiðnaður eigi rétt á þvi að draga til sin og njóta ávaxtanna af þvi brautryðjenda- starfi Sauðkræklinga. Með staðsetningu á Sauðárkróki sé ekki verið að bregða fæti fyrir at- vinnuuppbyggingu á Suðurlandi sem sé best sett allra landshluta um jarðefni og orkuöflun i land- inu. —HEl Arnarflug: Verið að ganga frá leigu á ís- inm p 1 kjölfar kaupa Arnarflugs á Iscargo hefur félaginu nú tekist að ieigja Locheed Elektra vélina, sem var stærsti hluti eigna Is- cargo, I leiguflug Genf og Carae- roon með byggingarefni. Er leigutiminn til þriggja mánaða. Þá eru horfur á að félaginu takist að aðstoða stjórn Iscargo við sölu á DC-6 vélinni, og eru bandariskir aðilar staddir hér á landi þessa daga vegna hugsanlegra kaupa. Þetta kom fram á blaöamanna- fundi sem stjórn Arnarflugs boö- aði til i nýjum húsakynnum aö Lágmúla 7 i gær, þar sem sumar- og vetraráætlun félagsins var kynnt blaðamönnum. Kaupin á Iscargo Talsveröar umræður og fyrir- spurnir komu fram á fundinum vegna kaupanna á Iscargo, svo sem i þá veru hvort verðið sem fyrir eignir félagsins var greitt hefði verið of hátt og eins hverjar horfur væru á að Arnarflugi mundi takast að reka flutninga og farþegaflug þaö sem fyrri eig- endur höföu gefist upp á. Svaraði Gunnar Þorvaldsson, forstjóri Arnarflugs því til að vandi væri að svara hvert raun- viröi fælist i eignum Iscargo, t.d. vegna þess hve öröugt er að meta verðgildi flugvéla. Aleit hann þó að þar sem Elektra-vélin teldist I góðu ásigkomulagi mundi raun- virði hennar ekki vera fjarri 20 milljónum króna á markaöi, en gangverð er 15-23 milljónir. Sem kunnugt er keypti félagið Iscargo fyrir 29 milljónir. Þá væri ómetanlegt aö fá til umráða aö- stöðu Iscargo á Reykjavikurflug- velli, bæði skrifstofuhúsnæðið, þótt það gæti ekki talist veglegt, eins flugskýlisaðstöðu þá sem Is- cargo átti samning um við Flug- málastjórn. „Þvi er samt ekki að neita”, sagði Gunnar, „aö flugleyfi Is- cargo, sem Arnarflug hafði mikl- ar vonir um að öðlast, áttu ómældan þátt i þvi að af kaup- unum varð.” Enn nefndi Gunnar hagstæð greiðslukjör, sem eru til 7 ára. Gunnar Þorvaldsson og Haukur Björnsson, vfsuðu á bug öllum getgátum sem uppi hafa veriö vegna kaupanna i þá veru að ráð- herra heföi knúið félagiö til kaup- anna og eins aö „fjársterkir aðilar” hefðu staöiö að baki við kaupin. Hörmuðu þeir þær um- ræður sem um félagiö hafa að undanförnu orðið i þingsölum og létu að þvi liggja að þar stæðu þingmenn að baki, sem viöhalda vildu „einokunaraðstöðu Flug- leiða”. Kváðust þeir enga fyrir- stöðu sjá gegn þvi að úttekt yrði gerð á greiðsluþoli félagsins ef nauösyn bæri til, en töldu þó að þarfari mál kölluðu að, þar sem I Gunnar Þorvaldsson og Haukur Björnsson: „Hvorki stuðningur „fjársterkra aðila” né þvingun frá ráöherra oili úrslitum um kaupin á Iscargo”. félagið hefði til þessa ekki orðiö bert að vanskilum. Sumar- og vetraráætlun Þann 20. júni n.k. hefst áætl- unarflug Arnarflugs til Evrópu. Flogið verður til þriggja borga, Amsterdam, Dusseldorf og Zurich aö fengnu leyfi viökom- andi yfirvalda. Til Amsterdam verður flogið sunnudaga og mið- vikudaga, til Dusseldorf á mið- tdkudögum og Zurich á laugar- dögum. Fyrsta flug til Amster- dam veröur hinn 20. júni, til Zurich 3. júli og til Dusseldorf 7. júli. Vetraráætlunin tekur gildi 14. september. Yfir veturinn fellur flug til Dusseldorf niður en áfram verður flogið til Amsterdam tvisvar i viku og einu sinni i viku til Zurich. Arnarflug hefur sótt um til þar- lendra yfirvalda að fá að bjóða á þessum flugleiðum APEX far- gjald auk venjulegra IATA far- gjalda og auk þess sérstakt hóp- fargjald. Fáist þessi umbeönu fargjöld samþykkt verða þau ná- lægt 40% af fullu IATA fargjaldi. Leigu- og innanlands- flug Arnarflug mun I sumar annast leiguflug til sólarlanda og ann- arra áfangastaöa fyrir islenskar ferðaskrifstofur að venju og enn fyrir svissneska, kanadiska, finnska og þýska ferðaskrif- stofu . Til flugsins verður notuð 720 þota félagsins. Flug þetta hefst um páska og er hér um aö ræöa 130 feröir, sem bætast við áætlunarflugiö. Innanlandsflug verður meö svipuðum hætti og verið hefur og flogiö til 11 áætl- unarstaöa 37 feröir I viku. Þá hefur félagiö nú gert leigu- samning við breska félagiö Britannia um leigu á Boeing-737 vélinni, (sem Arnarflug leigir af Air Lingus), til 12 mánaöa. Loks eru tvær Boeing 707 vélar f vöru- flutningum i Libýu á vegum fé- lagsins. Kom fram á fundinum aö undanfariö ár hefur veriö félag- inu hagstætt og rekstrarafgangur nokkur, sem er aö þakka leigu- fluginu erlendis, en innanlands- flugið er enn rekiö meö talsverö- um halla. —AM Vinna erlendis Þénið meira erlcndis I lönd- um eins og U.S.A., Canada, Saudi Arabiu, Venezuela o.fl. iöndum. Okkur vantar starfsfólk á viðskiptasviði, verkamenn, fagmenn, sérfræðinga o.fl. Skrifið eftir nánari upp- lýsingum. Sendið nafn og heimiíisfang til OVERSEAS, Dept. 5032 701 Washington ST., Buffalo, NY 14205 U.S.A. Ath. ailar uppiýsingar á ensku. VIOEO- narkawmmm HANRABÓtmiO Höfum VHS myudbo&ó og original spólur i VHS. Opið frá kl. 9 til 21 alla virka daga, laugardaga frá kl. 14—18ogsunnudagafrákl. 14—18. Vörubílar til sölu Úrval notaðra vörubíla og tækja á söluskrá: Man 15240 árg. ’78 með fram- drifi og hfíkka. Chevrolet Subrubon '76 11 manna mcð 6 cfl. Bedford dieselvél. Benz 1513 '73 Benz 1519 ’70 Framdr. og krani. Benz 1413 ’70 Scania 111 '77 Scania 110 ’75 Scania 110 Super ’74, framb. Scania 85 S '71 Volvo F89 ’72 Volvo N725 ’77 Volvo N-10 ’77 5tonna sturtuvagn á traktor. Vantar eldri traktora á sölu- skrá. Gröfur, loftpressur, bilkrana o.fl. Upplýsingar i sima: 13039. FERMINGARGJAFIR BIBLIAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG <f>uÖbranböötofu Hallgrimskirkja Reykjavík sími 17805 opið3-5e.h. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.