Tíminn - 25.03.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.03.1982, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 25. mars 1982 stuttar fréttir ■ Geirmundur Valtýsson og hljómsveit hans halda uppi fjörinu á sæluvikuböllunum. Höröur leikur á bassa, Geirmundur á gftar, trommarinn er Viðar og Rögnvaldur leikur á pfanóiö. Leikur, dans og söngur á Sæluviku SKAGAFJÖRÐUR: „Hver hugsar ekki hlýtt til þess tíma, að geta látiö glaum og gleöi ráöa feröinni um stund og gleyma amstri dagsins viö seiöandi óma dansins eöa heillandi andartök leiklistar- innar”, segir I Sæluvikuhug- leiöingum ritstjóra dagskrár Sæluviku Skagfiröinga sem nú stendur yfir á Sauöárkróki. Sæluvikan hófst s.l. laugar- dag meö lúörablæstri Lúöra- sveitar Kópavogs og „For- sæludansleik” meö hljómsveit Geirmundar Valtýssonar þar sem jafnframt var tiskusýn- ing. Á sunnudag var svo frum- sýning Leikfélags Sauöár- króks á gamanleiknum „Einkalíf” undir leikstjórn Elsu Jónsdóttur, sem sýnt veröur daglega til næsta laugardagskvölds, aö föstu- degi undanskildum. A miö- vikudag og fimmtudag sýnir Leikfélag ólafsfjaröar gamanleikinn „Þorlák þreytta” undir leikstjórn Auö- ar Jónsdóttur. Þá eru kvik- myndasýningar daglega, mik- iö um söng eins og vænta mátti, konsertar og kirkju- kvöld. Þrjú siöustu kvöldin, fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld veröa siöan sæluvikuböll i Bifröst. Aö sögn Guttorms Óskars- sonar varö að fresta einum dagskrárlið. Til stóö aö dr. Kristján Eldjárn flytti erindi um dvöl sina og fornleifaupp- gröft á Grænlandi, en af þvl gat ekki oröiö nú. Dr. Kristján mun á hinn bóginn heimsækja þá Skagfiröinga um miöjan april. — HEI MAZDA-bíll í bingó- vinning hjá UÍA AUSTURLAND: „Nú stendur mikið til” segir I Fréttabréfi Ungmenna- og iþróttasam- bands Austurlands, sem sök- um „bjargarleysis” i fjármál- um UIA hefur ákveðiö að efna til svonefnds MAZDA-bingós. Nafngiftin kemur af þvi að vinningshafinn fær hvorki meira né minna en glænýjan MAZDA-bil f vinning, aö verö- mæti 137.000 krónur. Bingóþetta fer þannig fram aö i upphafi er bingóspjöldum dreift en siöan veröa tölurnar birtar smám saman i aug- lýsingatimum útvarpsins og menn fylgjast meö þeim hver á sinu spjaldi. Bingóspjaldið sjálft er einnig óvenjulegt. Það er á stærö við örk af vél- ritunarpappir þar sem birtar eru upplýsingar bæöi um vinn- inginn og sjálft bingóiö. Neðst eru siðan 4 bingósiður og næg- ir aö fá bingó á einni þeirra til að eiga tilkall til vinningsins. Verð spjaldanna er 75 kr. Fyrsta talan var birt mánu- daginn 22. mars og síöan bæt- ast við nýjar tölur þrisvar I viku, miðvikudaga, laugar- daga og mánudaga. Þar sem tölurnar birtast i útvarpi geta fleiri veriö meö en Austfirðingar. 1 Reykjavik eru bingóspjöldin t.d. seld i Frímerkjahúsinu i Lækjar- götu, Bókinni á Skólavörðustíg 6, Söluturninum Sogavegi 1 og Bóksölu stúdenta. A Akureyri eru þau seld hjá gullsmiðun- um Sigtryggi og Pétri. A sölu- stööunum fær fólk upplýsingar um tölurnar jafnóðum og þær birtast og auk þess veröa nýj- ustu tölur alltaf til reiöu I sim- svara. Bingó-siminn er 97- 1467. —HEI ff Þorláks- höfn hag- kvæmari en Sauðár- krókur” SUÐURL AND: „Fundur i launþegaráöi Framsóknar- flokksins i' Suöurlandskjör- dæmi skorar á hæstvirta rikis- stjóm aö nú þegar veröi ákveöið aö semja við Jarð- efnaiðnaö hf. um byggingu og rekstur steinullarverksmiðju i Þorlákshöfn”, segir i ályktun fundarins sem haldinn var 17. þessa mánaðar. Röksemdir launþegaráösins em eftirfarandi: 1. í athugun iönaöarráðu- neytisins kemur fram aö hag- kvæmara sé aö refsa verk- smiðjuna i Þorlákshöfn en á Sauöárkróki. 2. Dregiö hefur úr þenslu á vinnumarkaöi á Suöurlandi vegna samdráttar I virkjunar- framkvæmdum þar og stefnan I þeim málum aö þær færist nú um skeiö I aöra landshluta. 3. Fólksfjölgun á Suðurlandi er minnst á öllu landinu og jafnvel fólksfækkun I flestum sveitarfélögum, þar á meöál ölfushreppi. 4. Engin meiriháttar iönaöaráform eru nú af hálfu iðnaðarráðuneytisins sem tengjast Suðurlandskjördæmi næstu einn eöa tvo áratugina. 5. Félagskerfi sveitarfélag- anna til iönþróunar og iönaöaruppbyggingar á Suðurlandi er grundvölluð á fyrirhugðum aöstööugjöldum steinullarverksmiðjunnar. — HEI fréttir Grásleppukarlar óánægðir með frammistöðu umboðssalanna: SOLUKOSTNAÐUR- INN ER ALLT AÐ 24% AF VERÐINU ■ „Þetta skilaverðsmál er stórt mál sem þarf að taka fyrir og reyndar eitt af stærstu vanda- málunum i'þessu hvaö skilaverð- ið til framleiðendanna er I mörg- um tilvikum lélegt. Þetta skiptir hreinlega milljónum króna og næst aldrei I lag fyrr en við sam- einumst um söluna”, sagöi Guö- mundur Lýösson, hjá Samtökum grásleppuhrognaframleiðenda. En Timinn bar undir hann sam- þykkt frá grásleppukörlum á Tjörnesi, þar sem dæmi eru sögö um skilaverö allt niður i 70% af verði hrognanna. Guðmundur sagöist hafa skjal- fest dæmi um sölukostnað allt upp i 24% og allt niöur i 12%, þannig aö þar er helmings munur á. Auk bess hafi bessir umboössalar mjög brugöist i þvi aö skila fram- leiöendum svokölluðum afreikn- ingi, þar sem skilgreint sé hvaö sé hvaö I lokauppgjörinu. Menn taki bara viö þeim upphæöum sem þeim eru réttar og séu allt of linir við a ö kref ja st þess, sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum. Hið stööuga gengissig geri þeim svo enn erfiöara aö átta sig á hvaö þeim ber, þegar þeir hafa ekkert i höndunum til aö styðjast viö. „Þaö getur svo sem veriö ósköp fallegt að nefiia einhverja háa tölu — 310 dollara eða hvað sem veröiö er. En svo geta menn kannski fengið meira i vasann af verði sem skráð er lægra. Þessu gleyma menn oft i öllum slagn- um”, sagöi Guðmundur. Aö sögn Ólafs Jónssonar i Sjávarafurðadeild telur hann um 85% eölilegt skilaverö. Frá sölu- verðinu dragist beinn kostnaöur viö útflutninginn, vátrygging, flutningskostnaður og útflutn- ingsgjöld, oft um 2% afsláttur til kaupenda og 3% umboðslaun til útflutningsaöila. „Fái framleiö- endur innan viö 85% af útflutn- ingsveröinu þá tel ég aö þeir hafi ástæöu til aö óska skýringa”. — HEI ■ Innlán í Verzlunarbankann jukust um 114 milljónir á siðasta ári, eöa um 75,5%, og numu heildarinnlán i'árslok 264 milljón- um króna, segir i frétt af aðal- fundi. Innlánsaukningin er fyrst og fremst þökkuö raunhæfri vaxtastefnu er fylgt hefur veriö undanfarin misseri. Langmest aukning varð á innlánum á verð- tryggða reikninga. Útlánaaukningin á árinu nam 110 millj. kr. eöa 85,1% og námu heildarútlánin I árslok 240,4 milljónum. útlán hafa breyst töluvert. Vixil- og yfirdráttarlán hafa lækkað úr 50,9% f 35% en skuldabréfa- og visitölulán hafa Gód afkoma Verslunar- bankans á síðasta ári: ■ Núverandi bankaráö Verzlunarbankans: Árni Gestsson, Þorvaldur Guömundsson, Sverrir Norland, formaöur, Guömundur H. Garöarsson og Leifur isleifsson. Innlánin jukust um 114 milljónir hækkaö úr 46,7% i 62,6%. Mest af lánsfé bankans fer til verslunar og viðskipta eöa 45,60, en lán til einstaklinga voru 33% i árslok og haföi hlutfall þeirra lána hækkaö verulega á árinu. Eigiö fé bankans var 30,2 millj. i árslok sem var hækkun um 9,2 millj. á árinu. Er það um 11,4% af heildarinnlánsfé, sem sagt er með þvi hæsta er gerist I banka- kerfinu. Hlutafé bankans var 12 millj. I árslok. Samþykkt var aö greiða hluthöfum 4% arð. — HEI Helgarskákmót á Sigluf irði Fridrik, Jón L., Margeir og Helgi meðal keppenda ■ Nú gefstSiglfiröingum og öðr- um Norölendingum færi á aö spreyta sig yfir skákboröinu gegn nokkrum helstu skákmeisturum þjóðarinnar, þvi um næstu helgi hefja helgarskákmótin göngu sina aö nýju eftir talsvert hlé og veröur byrjað á Hótel Höfn á Siglufiröi um næstu helgi. A Siglufiröi veröa tefldar 9 umferö- ir eftir Monrad kerfi og er öllum heimil þátttaka. Keppt veröur um vegleg verölaun: 1. verölaun 5000 krónur 2. 3000, 3. 2000. Siöan veröa veitt sérstök kvenna og öldunga verölaun, 1000 krónur hvor og svo veröa unglingaverölaun fyrir 14 ára og yngri, vikudvöl i Skák- skólanum á Kirkjubæjarklaustri undir leiðsögn færra skákmeist- ara. Þá er keppt um heildarverð- laun, 15000 krónur fyrir bestan samanlagöan árangur úr Helgar- skákmótunum. Næstu Helgarskákmót veröa svosem hérsegir: Raufarhöfn 23. til 25. aprfl, i Borgarnesi um mánaöamótin mai, júni, i Stykkishólmi 1. til 3. október. Sið- ar i' október veröur svo Helgar- skákmót i' Vestmannaeyjum og um mánaöamótin nóvember- desember verður teflt á Patreks- firði. Þó er búiö aö ákveða aö halda Helgarskákmót á Hvols- velli, Blönduósi og eitt sameigin- legtá Eskifirði og Reyöarfiröi en ekki er búiö aö timasetja þau. Þeir sem áhuga hafa á að tefla á Siglufirði um næstu helgi eru vinsamlegast beðnir aö skrá sig hjá timaritinu Skák (simar 31975 og 15899) sem allra fyrst þvi búist er viö mikilli þátttöku. Meöal þekktra skákmeistara sem tefla á Siglufiröi verða Friðrik ólafsson, Jón L. Arnason, Margeir Péturs- son, Helgi Olafsson. —Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.