Tíminn - 25.03.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.03.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt. Kaupum nýlega bíla til niðurrus Simi (»1) 7 - 75-51, (91 ) 7- 80-30. nnrvrt jttti Skemmuvegi 20 XIUjUII ní . Kópavogi Mikiö úrval Opið virka daga 9-19 • Laugar daga 10-16 HEDD HF, Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiíla 24 Sími 36510 ■ „Jú, gjörið þið svo vel, rós- irnar vorueinmitt aðkoma”, seg- ir Ingimar Magnússon, garð- yrkjumaður i blómaræktarstöð- inni Garðshorni við einn við- skiptavina sinna, i þann mund sem okkur blaðamenn ber að. Jú, það er alveg rétt, rósirnar, sem ekki hafa verið á boöstólum siðan i nóvember, eru vaknaöar til lifs- ins á ný. „bað eru alltaf rauðu rósirnar sem eru vinsælastar, eins og skilja gefur”, segir Ingimar, „einkum þær stóru, — „Baccara”-rósirnar. En aðrir lit- ir eiga alltaf nóga aðdáendur, ekki sist gulu rósirnar. Þær ilma lika mesta allra rósa. Annars er það svo merkilegt að ilmmiklar rósir eru færri nú á dögum en var fyrrá árum. Ekki er gott aö segja hvað veldur, kannske erfðabreyt- ingar.” Páskarnir nálgast En páskarnir nálgast og hvar- vetna i Garðshorni má þegar lita afskornar páskaliljur. „Salan i páskaliljunum byrjar stundum þegar mánuði fyrir páska”, segir Ingimar, „en mest fer auðvitað siöustu þrjá dagana fyrir páska. Þá seljast þær i hundraðatali. Það eru sem fyrr þær stóru, gulu sem eru eftirsótt- astar, þótt minni afbrigði séu lika til. Páskaliljurnar, eins og rósirn- ar, koma einkum frá Hveragerði og ofan úr Mosfellssveit.” Þar spretta laukar En vorið nálgast og þeir sem eru iðnastir að rækta garðinn sinn eru farnir að hugsa sér til hreyí- ings. „Nú er kominn timi til að fara að forrækta vinsælustu garða- blómin, eins og Daliur, Gladiólur, Fresiur, Anymónur og Amarayll- is. Oftast miðar fólk við að öruggt sé að ekki geri frost lengur, þegar setja skal blómin út, en sum eru harðger og þola frost, eins og Anymónan. Þeir sem settu niður páskaliljur og túlipana i haust, geta átt von á að l'yrstu sprotarnir fari að birtast um þetta leyti og þá er gott að hylja þá meö mosa, til þess að hlifa þeim. Þeir sem eru meö Gladiólur verða að muna aö þetta hávaxna blóm þarf að standa i skjóli þegar sett er út og þeir sem taka Morgunfrúna að sér, ættu að muna að láta hana ekki standa i of miklum hita, meðan hún er höfð inni. Nú eru siðustu forvöð að fara að sá fyrir henni. Stjúpurnar, þekkja vonandi all- ir garðavinir hvernig á aö fara með en liklega eru Stjúpurnar vinsælustu blómin hérlendis allt frá þvi er garðrækt hófst . Sumir fara að forrækta Stjúpurnar i janúar og febrúar. Þá eru sumir farnir að vera með heimagróður- GULU RÓSIRNAR ILMA IANGMEST Þá eru rósirnar farnar ad blómstra á ný og rétti tíminn er kominn fyrir sumarlaukana ■ Ingimar heldur hér á útsprungnum og óútsprungnum páskaliljum handa þeim, sem komast I páska- stemmninguna með fyrra fallinu. (Tfmamynd Róbert) Fimmtudagur 25. mars 1982 fréttir Týndur siðan á sunnudag ■ Lögreglan i Reykjavik lýsir eftir Knud Erik Holme Petersen, 28 ára göml- um manni til heimilis að Reynimel 31 i Reykjavik. Knud er um 180 sentimetrar á hæð, grannvaxinn rauðbirkinn með al- skegg og frekar sitt hár. Talið er að hann hafi verið klæddur i græna mittisúlpu með loð- kraga brúnum flauelisbuxum og gæti hafa verið með hvita prjónahúfu og gler- augu. Knud Erik sást siðast viðGamla-Garð sl. sunnudag um klukkan 22. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Knuds Eriks eftir þann tima eru vin- samlegast beðnir að gera lögreglunni i Reykjavik viðvart. —Sjó hús og rækta eríiðari blóm, eins og rósir. Nú er hæfilegt að fara að koma þeim til.” Það er greinilegt að það er kominn sumarhugur i þá i Garðs- horni og ef einhver þarf á frekari ráðum að halda, þá mun ekki standa á Ingimari að veita þau. —AM dropar Barnsfæð- ingar og kosninga- barátta ■ Það er ekki alltaf tekiö út með sældinni að vera pólitikus, — og kannski allra sist þegar kosningar eru I nánd. Þegar framboðslisti Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar var ákveðinn fyrir skömmu vildi þann- ig til að Gerður Steinþórs- dóttir, sem skipar annað sætilistans, var ekki kona einsömul heldur átti hún von á barni. Ilöfðu ýmsir á orði að það væri nú ekki mikil fyrirhyggja hjá Gerði að timasetja þessa hluti þannig að ekki væri að vita nema hún yrði rúm- liggjandi i miðri kosn- ingabaráttunni. Sú hætta vofir þó ekki yfir lcngur þviGerðurer orðin léttari og tilbúin að kasta sér út i kosningaslaginn. Annars heyrum við aö fæöingin hafi ekki tafið Geröi mikið frá skyldu- störfum, því að daginn eftir barnsburðinn hafi hún haldiö fund á rúm- stokknum hjá sér með ýmsum forystumönnum i félagsmálastarfi borgar- innar.... Ljósastaur í órétti? ■ Þegar einn starfs- maður Timans kom inn i matvörubúðina sina fyrir skömmu sá hann að ein afgreiðslustúikan var með þannig umbúnað um> hálsinn, sém fólk fær gjarnan þcgar það mciðir sig með þeim hætti, að mikill hnykkur kemur á höfuðið. Timamaðurinn > spuröi fullur samúðar: „Varstu að meiða þig, góða min?” Stúlkan játti þvi, — sagð- ist hafa lent i árekstri og billinn sinn væri stór- skemmdur, en meiöslin sem betur fer litil. „Þaö er nú allt i lagi úr þvi að þú slasaöist ekki alvarlega”, sagði Tima- maðurinn, „varstu ekki I rétti?” „Nei, ég er hrædd um ekki”, svaraði stúlkan. Ekkert lát var á hug- hreystingum Tima- mannsins og hann sagði: „Ertu nú viss um þaö? Það er oft sem maður er i rétti þó maður geri sér ekki grein fyrir þvi”. „Það getur vel verið”, svaraði stúlkan, ,,en hef- urðu einhvern timann heyrt um ljósastaur sem liefur verið dæmdur i órétti?” Timamaöurinn batt enda á hughreystingarn- ar og kvaddi snaggara- lega. Krummi ... ■ heyrir aö eftir heim- sókn vcrðandi borgarfuil- trúa Sjálfstæðisflokksins til Alþýðubandaiagsins á Borgarnesi, sem Dropar sögðu frá nýlega, séu aldrei kallaðir annað en allabaliasjallar....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.