Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 8
8 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Siguröur Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjaldá mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Vísitölukerfið ■ í yfirlitsræðu þeirri, sem Steingrtmur Her- mannsson, formaður Framsóknarflokksins, flutti i upphafi aðalfundar miðstjórnar flokksins, vék' hann m.a. að visitölukerfinu og sagði meðal ann- ars: ,,Við framsóknarmenn teljum, að enn þurfi að skoða visitölukerfið. Við viljum ræða við verka- lýðshreyfinguna og launþega og atvinnurekendur um vissar breytingar á visitölukerfinu. Ég fyrir mitt leyti er þeirrar skoðunar, að ekki sé staða til þess að afnema visitölukerfið i 40% verðbólgu. Mér finnst skiljanlegt að launþegar vilji hafa þar nokkra tryggingu. Hins vegar leggjum við rika áherslu á, að við útreikning á kaupgjaldsvisitölu verði málum ekki þannig háttað að hún þurfi út af fyrir sig að standa i vegi fyrir nauðsynlegum framkvæmdum i okkar þjóðarbúi. Min persónulega skoðun er, að mér finnst t.d. óeðlilegt, að skattar, sem rikið tekur og notar til að bæta þjónustu við almenning leiði til hækkunar launa. Mér er hins vegar fyllilega ljóst, að það getur verið viss áhætta fólgin i þvi að draga slikt alveg út úr visitölu. Það gæti orðið tilhneiging hjá þeim, sem hækka skatta, að hækka þá óhóflega, og það þarf að ræða við launþega um hvernig stemma eigi stigu við sliku. Mér finnst heldur ekki, að átak sem gert er til þess að jafna kostnað um landið, t.d. orkuverð eigi að leiða til að hækka laun. Þá ber að skoða hvort ekki eigi að taka t.d. orkuverð út úr visitöl- unni á þeim tima sem við erum að gera sérstakt átak til að breikka grundvöll okkar atvinnulifs með gifurlega miklum framkvæmdum á þessu sviði. En staðreyndin er sú, að vegna þess að orkuverð vegur þungt i visitölunni hafa menn haft tilhneigingu til þess að ráðast i miklar fram- kvæmdir, t.d. byggðalinurnar, með eintómu er- lendu lánsfé. Menn hafa ekki lagt i það að greiða fyrir þessar framkvæmdir, að minnsta kosti að hluta strax. Mér er fyllilega ljóst, að öll þessi atriði eru um- deilanleg og hljóta að vera umræðuefni við laun- þega. Þessar umræður eru nú hafnar. Erfitt er að spá hvenær þeim lýkur en ég tel mikilvægt að menn hafa fengist til að setjast niður og ræða þessi mál.” Endurskoðun verðlagningar ■ Þá vék Steingrimur Hermannsson að þvi i ræðu sinni, að einnig væri fyrirhugað að endurskoða fyrirkomulag verðlagningar landbúnaðar- og sjávarafurða. Þau kerfi sem nú er stuðst við i þessum efnum, hefðu gengið sér til húðar. Steingrimur Hermannsson kvað það koma mjög til athugunar, að láta verðbætur á laun og hækkanir á búvöruverði, fiskverði og þjónustu fylgjast að, þá sæju menn ljósar hvernig þetta kerfi væri og hversu gagnslitlar hækkanirnar væru. Menn færu þá ef til vill að hyggja frekar að aðalatriðinu, þ.e. að tryggja kaupmáttinn án verðbólgu. Það, sem máli skiptir.er vitanlega kaupmáttur- inn, en ekki krónutalan. íslendingar ættu að vera búnir að læra af reynslunni i þeim efnum. Þ.Þ. Athugasemd vid þings- áiyktunartillögu eftirJRúnar Guðjónsson, sýslumann ■ Fram er komin á Alþingi til- laga til þingsályktunar um skipun nefndar til aö endurskoöa mörk núgildandi lögsagnarumdæma. Fjölmiölar hafa skýrt frá þessari tillögu ásamt röksemdum flutningsmanns. Sjálfsagt er hér um markveröa tillögu aö ræöa, án þess aö undir- ritaöur ætli aö leggja á þaö mat. Gjalda ber þó varhuga viö breytingum á mörkum lög- sagnarumdæma, nema aö um brýna þörf sé aö ræöa og aö ibúar viökomandi umdæma óski sllkra breytinga. Lesendum, a.m.k. kunnugum i Borgarfiröi, hljóta þó aö koma all spánskt fyrir sjónir sum þau rök sem flutningsmaöur notar i greinargerö meö tillögunni, máli sinu til stuönings. Tel ég mér skylt aö leiörétta eftirfarandi firru hér, þvi ætla veröur aö fleiri en flutningsmaöur séu ókunnugir málavöxtum. 1 greinargeröinni segir svo: ,,Þá er viöa mjög langt aö fara til viökomandi sýslumanns þó ekki þurfi aö fara um önnur lög- sagnarumdæmi. Má nefna sem dæmi aö Ibúar noröanvert viö Hvalfjörö þurfa aö aka til Borgarness til aö hitta sinn sýslu- mann en mun styttra er til Akra- ness, þar sem bæjarfógeti situr...” Enginn Borgfiröingur hefur i min eyru kvartaö undan þvi aö þurfa aö aka til Borgarness til aö hitta mig eöa mitt starfsfólk aö máli, og er mér raunar nær aö halda, aö fæstir ibúanna á þvi s"æöi sem flutningsmaöur nefnir, óski eftir breytingu á mörkum lögsagnarumdæma vegalengdar vegna. Satt aö segja hélt ég og aö fram hjá fáum heföi fariö aö tekin hef- ur veriö i notkun brú yfir Borgar- fjörö sem styttir leiöina frá Borgarnesi suöur I Hvalfjörö um tæpa 30 km. Þótt vegalengdin á milli hafi ekki vaxiö mönnum i augum fyrir tilkomu brúarinnar, þá held ég aö hún hljóti aö gera þaö enn siöur nú. Reyndar er þaö algert öfugmæli aö telja þetta mjög langa leiö eins og staöhæft er i greinargeröinni ef ég skil hana rétt. Kunnugir telja þessa leiö stutta og mætti vist flest dreifbýlisfólk sæmilega vel viö una, ef þaö þyrfti almennt ekki aö fara lengri leiö til aö hitta em- bætti sýslumanns, en raun ber vitni hér. T.d. er vegalengdin frá Oliustööinni i Hvalfiröi til Borgarness 43 km. Vegalengdin frá Reykjavik til Hafa þingmenn Sudurlands haldid vöku sinni? eftir Magnús Finnbogason, Lágafelli ■ Hafa þingmenn Suðurlands- kjördæmis haldiö vöku sinni i steinullarmálinu? Er það skynsamleg málsmeöferö aö flytja þingsályktunartillögu um steinullarverksmiöju i Þorláks- höfn, ofan i ákvörðun iðnaðar- ráöherra um samvinnu við stein- ullarfélagiö á Sauöárkróki. Ég held ekki, þó má kannski segja sem svo, aö betra sé seint en aldrei. Ekki get ég aö þvi gert, þó að mér læðist sá grunur aö þing- menn okkar séu með þessum tillöguflutningi aö þvo hendur sinar hreinar, eins og Pilatus forðum, en þaö má þó þeim til gildis telja, aö þeir skyldu standa allir saman að þessari tillögu, loksins þegar hún kom, hvort sem hún verður málstaö okkar Sunn- lendinga til fulls framdráttar eöa ekki. Þetta mál er búiö aö hafa það langan aödraganda aö vork- unnarlaust átti aö vera aö koma þessari þingsály ktunartillögu fram mikið fyrr. Aö minu viti heföi þaö veriö liklegra til árang- urs, en aö gera þaö eftir aö iön- aöarráðherra lagði fram sina tillögu, sem veröur aö skoðast sem tillaga rikisstjórnarinnar allrar þá heföum viö haldiö þvi frumkvæði sem Sunnlendingar hafa haft i þessu máli. En þetta er liðin tið og ekki tjáir aö sakast um orðinn hlut, heldur verðum við Sunnlendingar nú aö reyna að standa einhuga aö baki okkar ný- vöknuöu þingmönnum og láta hvergi undan siga, uns sigur vinnst i þessu sjálfsagða réttlætismáli. Eitt er það i þessum málatilbúnaði öllum, sem mér finnst ekki hafa komið nógu rækilega fram. Þaö er hvernig Iðnþróunarsjóður Suöurlands hugmyndin aö baki honum og samstaðan um stofnun hans, tengist þessu máli. Iðnþróunar- sjóöurinn er sjálfstæð stofnun sem sveitarfélögin leggja til 1% af föstum tekjum hreppanna. Stjórn sjóðsins er þannig skipuö aö fámennari og fátækari sveitar- félögin hafa þar fullkomlega eðli- leg áhrif. Þannig á þessi sjóður aö hjálpa til viö iönþróun um allt Suðurland. Fyrsta verkefni sjóös-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.