Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 31. mars 1982 17 ■ Hinn sigursæli hópur körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Kraftaverk hafa gerst í Keflavík: „Stefnum að þvf að halda okkur í úrvalsdeildinni” — segir Sigurdur Valgeirsson ■ Það er engu likara en að kraftaverk hafi verið unnið hjá körfuknattleiksdeild Keflavikur siðustu fjögur árin. Fyrir fjórum árum má segja að ekkert hafi verið til f Keflavík sem heitið gat körfuknattleiksdeild, ef undan er skilið nafnið. Starfsemi deildar- innar var þá öll i algjöru lág- marki og ekkert starf unnið i yngri flokkunum. Nú fjórum árum sfðar standa Keflvikingar uppi sem sigurvegarar i 1. deild með fullt hús stiga og sigurveg- arar úr flestum yngri flokkunum. Lið 2. flokks Keflavikur bar sigur úr býtum bæði i íslandsmóti og bikarkeppni. Þeir sigruðu Val i úrslitum tslandsmótsins 85-75 og lið Njarðvikur i úrslitum bikar- keppninnar 90-70. Lið 4. flokks sigraði bikarkeppnina með þvi að sigra Njarðvik 53-49 i úrslitum. Fimmtiflokkur varð sigurvegari i tslandsmótinu, sigraði lið tR i úr- slitum 41-20, og höfðu umtals- verða yfirburði i mörgum leikja Keflvfkingar vilja erlenda leikmenn áfram: „Áhorfendum fækkar enn f rekar ef þessir menn koma ekki hingað aftur” ■ „Það leikur enginn vafi á þvi að bæði leikmenn og forráðamenn körfuknattleiksdeildar Kefla- vikur vilja eindregið hafa hér erlenda leikmenn áfram,” sagði Sigurður Valgeirsson forráða- maður körfuknattleiksdeildar l.B.K. i samtali við Timann. Fyrir þvi eru margar ástæður og þær helstar að við óttumst að engir þjálfarar séu til hérlendis til þess að taka að sér þá þjálfun sem þesáir menn hafa haft með ‘ höndum. Fari svo að þessir menn komi ekki hingað næsta keppnis- timabil munum viö örugglega i- hugaverulega þann möguleika að fá til okkar erlendan þjálfara. Það leysir ekki allan fjárhags- vanda deildanna aö láta þessa menn fara þvi að það mun einnig þurfa að greiða þeim mönnpm laun sem taka við þeirra stárfi sem þjálfara. Einnig má telja vistað þessirleikmenn hafa tölu- vert aðdráttarafl fyrir áhorf- endur þvi þó að þeim hafi fækkað verulega þá getur áhorfendum fækkaö enn frekar kómi þessir leikmenn ekki hingað aftur. Á þessu sambandi get ég til gaman sagt frá skoðanakönnun sem gerð var meðal áhorfenda á leik Keflavikur og Fram i bikar- keppni K.K.t. um þaö hvort þeir teldu rétt að hafa erlenda leik- menn hér áfram. 383 greiddu at- kvæði, 325 sögöust vilja haf a þá á- fram en 46 voru á móti, 12 voru auðir eða ógildir. Hvað varöaði slæman f járhag úrvalsdeildar lið- anna, sagði Siguröur að þeir gætu að sumu leyti sjálfum sér um kenntþar sem erlendu leikmenn- irnir væru með hærra kaup en nauösynlegt væri og svo væri einnig athyglisvert að enginn leikur hafði verið auglýstur af félögunum, að ööru leyti en þvi sem að blööin birtu. Mér líst vel á þá hugmynd sem fram hefur komið um að félögin sameinist um að fá hingað erlenda dómara til starfa. Það er ekki sökum þess að islenskir dómarar séu neitt lé- legrien starfsbræöur þeirra i öðr- um löndum heldur vegna þess að það þarf að fara fram hugarfars breyting hjá leikmönnum flestra félaga úrvalsdeildarinnar. Sum félögin leggja mun meiri krafta i að gagnrýna dómgæsluna heldur en að reyna að spila góðan körfu- knattleik. Það kemur enginn dómari inn á leikvöllinn með ööru hugarfari en aðgera sitt besta, en dómarar eru jú einu sinni mann- legir engu siöur en leikmenn, sagði Sigurður að lokum. HG. sinna Má til gamans geta þess að þeir sigruðu b-lið KR með 90-0 sem hlýtur að vera met allavega hvað stigamun viökemur. Auk þessa áttu Keflvikingar sigurveg- ara i skólamóti K.K.I. bæði i flokki stúlkna og drengja. Til þess að forvitnast um hvernig á þessari velgengni stæði hafði Timinn samband við Sigurð Valgeirsson einn forráðamanna körfuknattleiksdeildar Kefla- vikur. Það verður varla á nokk- urn mann hallað þó að sagt sé að Sigurður hafi öðrum mönnum frekar lagt grunninn að þessu mikla uppbyggingarstarfi með á- huga sinum og dugnaði. Og um velgengnina hafði Sigurður þetta að segja: ,,Það er aðallega tvennt sem að hefur hjálpast að við að vekja upp áhuga fyrir körfuknattleik hér. Þetta byrjaði allt þegar við feng- um til leiks við okkur erlendan leikmann en siðan þá hefur alltaf verið fullt hús á æfingum hjá okkur. Svo er þess einnig að minnast að með opnum nýja iþróttahússins gjörbreyttist öll aðstaða til æfinga og leikja. Áður höfðum við æft i litlum og þröng- um sal sem engan veginn gat þjónað tilgangi sinum, auk þess sem við fengum svo inni i iþrótta- húsi Njarðvikur seint á kvöldin og á slæmum timum. Alla kapp- leiki sem i okkar umsjá voru lék- um við svo i Njarövik. Þetta hefur allt þróast mjög hratt í rétta átt hjá okkur og við erum ekkert mjög kviðnir fyrir komandi vetri þó að það verði okkar fyrsta á i úrvalsdeild. Að sjálfsögðu gerum viö okkur greinfyrir að þaðer allt annað og erfiðara að spila i úr- valsdeildinni en i 1. deild, og þvi setjum við stefnu á aö halda okk- ur i úrvalsdeildinni næsta keppnistimabil þó óneitanlega yröi gaman aö geta verið meðal þriggja efstu,” sagði Sigurður ennfremur. HG. FERMINGARGJAFIR BIBLÍAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG (Pmöbranbsstofu Hallgrimskirkja Reykjavík simi 17805 opið 3-5 e.h. Vinna eriendis Þénið meira erlendis i lönd- um eins og U.S.A., Canada, Saudi Arabiu, Venezuela o.fl. löndum. Okkur vantar starfsfólk á viðskiptasviði, verkamenn, fagmenn, sérfræðinga o.fl. Skrifið eftir nánari upp- lýsingum. Sendið nafn og heimilisfang til OVERSEAS, Dept. 5032 701 Washington ST., Buffalo, NY 14205 U.S.A. Ath. allar upplýsingar á ensku. VIDE0- narkadurmm HAMRABORÚJO **pSMUm Höfum VHS iqyadboaá og original spólur i VHS. Opið frá kl. 9 til 21 alla virka daga, laugardaga frá kl. 14— 18og sunnudaga frá kl. 14—18. ÉG BYRJAÐI 1.OKTÓBER — ÞETTA ER EKKERT MÁL ||UgFERÐAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.