Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 1. april 1982 Staða sjávar- útvegsins auknu samkeppni meö tvennum hætti. Annars vegar meö þvi aö gera framleiösluhættina sveigjanlegri en veriö hefur og hins vegar með þvi aö bæta fram- leiðslugæðin, en þaö byggist mjög á þvi að hægt sé að bæta hráefnis- gæðin. Framleiösluskipulag frystihús- anna hefur verið þannig að nokk- uð langan ti'ma hefur tekið að að- laga sig nýjum markaðsaðstæð- um. Frystihúsin hafa þurft að láta ýmsa markaðsmöguleika fara framhjá sér vegna þess að aðstaðan hefur ekki boðið upp á að hægt væri að verða við ýmsum séróskum kaup- enda. Þetta hefur ekki komið að sök og kemur ekki að sök, ef markaðsmöguleikar eru nægir, en i harðnandi samkeppni verður að nýta alla möguleika. Það þýðir það að frystihús- in verða að geta breytt fram- leiðslu sinni fyrirvaralaust til þess að mæta hvaða kröfum kaup enda sem er, hvort heldur þær eru timabundnar eða til langframa. Við höfum verið i þeirri stöðu að geta sagt við kaupendur „svona getum við íramleitt vöruna”, en nú þurfum við að vera viðbúnir þvi hvenær sem er að verða að hlita þvi að kaupandinn segi „svona vilj- uin við fá vöruna”. Til þess að geta orðið við þeim óskum þarf verulega fjárfestingu i skipulagningu, vinnslukerfum, vélum og tækjum. Hin erfiða fjár- hagsstaða á siðasta ári seinkaði þessari þróun, illu heilli. Við það bætist að Fiskveiðasjóður tslands hefur ekki nægilegt fjármagn ti þess að lána i þessu skyni. Ennþá beinist of mikiö af fjármagni sjóðsins að uppbyggingu fiski- skipa. En við verðum aö gera okkur ljóst að það kann að skipta sköpum um framtið fisk- iðnaðarins og um afkomu þjóðar- búsins í heild að við getum gert framleiðsluskipulagið sveigjan- legra en nú er. Að við getum fyrr og betur mætt raunverulegum þörfum og óskum kaupenda. Gæðaeftirlit það sem hér hefur verið notað hefur fram að þessu þótt vera til fyrirmyndar meðal margra fiskveiðiþjóöa. Þvi er þó ekki að neita að viða hefur verið betra gæðaeftirlit. En nú þegar helstu keppinautar okkar sækja1 fast fram er gæðaeftirlitið sá þáttur sem við verðum að hyggja best að. Gæðaeftirlit hér á landi er þrenns konar: Gæðaeftirlit frystihúsanna sjálfra, gæðaeftir- lit sölusamtakanna og gæðaeftir- lit Framleiðslueftirlits sjávaraf- urða. Gæðaeftirlit sölusamtak- anna hefur verið styrkt mjög verulega á siðustu árum og er ekki úrbóta þörf i þvi efni. Gæða- eftirlit frystihúsanna sjálfra hefur einnig verið styrkt, en þó er það þar sem stærst átak verður að gera. Að dómi þess sem þetta ritar er það orðið nauð- synlegt að frystihusin sjálf taki meiri ábyrgð á gæðunum Gæðaeftirlit frystihúsanna sjálfra verði gert sjálfstæðara og ^aldameira en nú er. Til þess að koma þvi á þarf enga utanað- komandi aðstoð, það þarf aðeins vilja frystihúsanna sjálfra og er þess að vænta að þessi mál verði tekin föstum tökum. Framleiðendur sjálfir hafa hins vegar ekki vald á að bæta hrá- efjiisgæðin. Til þess þarf utanað- komandi aðstoð. Sjálfsagt eru mörg ljón á veginum en við verð- um að vona að við berum gæfu til að taka á þeim málum á mann- sæmandi hátt og það fyrr en seinna. Greiðsla visitöluuppbóta Margir lfta svo á að tenging ■ Við snyrtiborðið launa við visitölu hafi áhrif i þá átt að tryggja kaupmátt launa. öðrum hefurreynst torveldara að sjá samhengi þar i milli, en hafa aftur á móti séð gleggra sam- hengi milli visitölubindingar og verðbólgu. A siðasta ári var felld niður greiðsla 7 visitölustiga og hafa hinir óliklegustu menn sann- færst, og reynt að sannfæra aðra um, að það hafi ekki haft hin minnstu áhrif. Ekki hefur þetta þó ennþá orðið til þeirra hug- myndatengsla og likast til skipti engu máli fyrir kaupmáttinn þó að 7 vísitölustigum yrði sleppt á þr'ggja mánaða fresti. En það skyldivera að þaö væri ekki mála sannast? Nú eru kjarasamningar fram- undan. ASt setur fram kröfur um fyllri visitölutryggingu en verið hefuri gildi. Hins vegar eru starf- andi nefndir vinnumarkaðarins og rikisstjórnarinnar til þess að kanna visitölumálin og virðist þar vera stefnt að þvi að minnka visi- tölutryggingu eitthvað. Ekki er hægt að segja fyrir um það hvað ofan á verður. Fiskverð hefur ekki fram að þessu verið tengt visitölu og afurðaverð sjávarútvegsins hefur ekki heldur verið tengt visitöiu. Við hvorugt þetta verður unað lengur. Hvort sem visitölu- greiðslur eru réttlátar eða ekki, hvort sem þær eru til gagns eða til skaða, þá er það eitt vist að það er óviðunandi að ekki sitji allir við sama borð i þessu efni sem öðr- um. Samskipti við iðnaðinn Um nokkurra ára skeið hefur verið sambúðarvandi milli iðnaðar og sjávarútvegs. Þessi vandi hefur verið búinn til af Félagi Isl. iðnrekenda og var lengi vel látinn afskiptalaus áf talsmönnum sjávarútvegs. Þó fór svo um siðir að ekki var hægt að láta stöðugar árásir Félags isl. iðnrekenda algjörlega um eyru þjóta. En iðnrekendur gengu svo langt að bera fram tillögur, og berjast fyrir þeim, um að þrengja hag sjávarútvegsins. En vanda- mál Islensks atvinnulifs hefur ekki verið það að ein atvinnugrein eöa fleiri byggju við of rúman hag. Þvi' miöur hafa allar at- vinnugreinar að jafnaði búið við of þröngan hag. Það á ekki sist við um undirstöðugreinar, eins og framleiðsluatvinnuvegina og skal þó ekki úr þvi dregið að ýmsar þjónustugreinar i verslun, iðnaði og samgöngum fylgja þar fast á eftir. Atvinnuvegunum er þvi meiri þörf á að snúa bökum sam- an og vinna sameiginlega að hagsmunamálum atvinnulifsins en að troða skóinn hver niður af öðrum. Rikisstjórnir hafa fengið sinn skammt af brigslum frá Félagi isl. iðnrekenda og hefur svika- brigslin borið hæst. Ýmsir hafa orðið til að leggja trúnað á þetta, meðal annars sú rikisstjórn sem nú situr. Til þess að ákvarða hver þessi aðstöðumunur væri setti forsætisráðherra á fót nefnd til þess að kanna þessi mál til botns, að svo miklu leyti sem hægt væri. Þessi nefnd hefur nú lokið verk- efnisi'nuog skilað skýrslu. Nefnd- inbyggðiathugun sina eingöngu á þeim þætti starfsskilyrða, sem ræðst á innlendum vettvangi, þ.e.a.s. verðmyndunar- og gengisskilyrði, skattlagningu, fjármagnskostnað og aðgang að fjármagniog opinber framlög og þjónustu. Allt of viðamikið verk- efni hefði reynst að bera saman þá þætti sem ráðast af stjórn- völdum annarra landa, þó að það sé þýðingarmikill þáttur heildar- samanburðar og ekki verði lagður réttlátur mælikvarði á starfsskilyrðin nema það sé gert. En þar vegur þyngst, að minni hyggju, þeir gifurlegu styrkir, sem sjávarútvegur nýtur viða i þessum heimshluta. En þó að aðeins sé notaður inn- lendi samanburðurinn verður niðurstaðan sú að staða fisk- iðnaðar er ndikru verri en sam- keppnisiðnaðar. Það verður verk- efni fiskiðnaðarins á næstunni að fá það leiðrétt, þvi að sjálfsögðu er ekkert réttlæti i þvi að þessar greinar, sem að öllu öðru leyti eru sambærilegar, búi ekki við sömu skilyrði af hálfu stjórnvalda. Ef reynt er að bera saman starfsskilyrði samkeppnisiðnaðar og útgerðar verður örðugra um nákvæman samanburð, þar sem greinamar eru mjög ólikar I eðli sinu. Niðurstaða nefndarinnar var sú að þessi skattfriðindi séu hagræði fyrir útgerðina en á þvi yrði þó að hafa ýmsa fyrirvara. Hins vegar erum við ekki einir I heiminumoghiðendanlega matá þessu efni hlýtur að byggjast á þvi hvernig skattgreiðslum sjó- manna er háttað i nágrannalönd- unum, þvi að fyrirkomulag skatt- greiðsla þar hlýtur einnig að marka heildarskilyrði útgerðar i þessum heimshluta. Og það er mat þess, sem þessar linur ritar, að þegar tillit er tekið til allra hluta i' samhengi séu starfsskil- yrði útgerðarinnar nokkru lakari ensamkeppnisiðnaðarins. Og það er einmitt ein af meginniðurstöð- um starfsskilyrðanefndar, og sú eina sem er sérstaklega undir- strikuð, að mismunun i starfsskil- yrðum verði ekki rétt metin, nema litið sé til allra megin sviða starfsskilyrða i senn. Mér virðist þvi að götustráks- legar upphrópanir iðnrekenda á liðnum árum séu markleysa ein. Allar rikisstjórnir hafi lagt fullt kapp á að standa við þau fyrirheit sem gefin voru við inngönguna i EFTA. Og að þær hafi staðið við þau fyrirheit og riflega það, þvi að nú þarf sjávarútvegurinn að fara að heimta rétt sinn að nýju. Hitt er svo annað að sjálfsagt er að samræma ýmsa þætti, sem eru þess eðlis að hægt er að samræma þá. Hins vegar eru fjölmargir þættir svo sérstakir fyrir hverja atvinnugrein að ekki er hægt að samræma þá öðrum atvinnu- greinum. T.d. verður lánafyrir- greiðsla til þeirra sem búa við langan birgðatima að vera meiri en til hinna sem geta selt vöru sina og þjónustu án verulegs dráttar. Ekki verður heldur sam- ræmd lánafyrirgreiðsla til þeirra atvinnugreina sem búa við mikinn stofnkostnað og hinna þar sem stofnkostnaður er lægri. Og þannig mætti lengi telja. Þjónustuiðnaður og að nokkru leyti landbúnaður og búvöru- framleiðsla búa við há opinber gjöld. Þetta er svo aftur bætt i verðmyndanaskilyrðunum. Þessu þurfti að breyta. Þó svo að það færði nefndum greinum litinn sem engan ábata kæmi það i veg fyrir alls konar misræmi, eins og þegar þjónustugrein verður að hluta til samkeppnisgrein, eins og nýleg dæmi eru um. Þar að auki er það til hagsbóta bæði fyrir samkeppnisiðnað og sjávarútveg að gjöldum sé létt af þjónustu- greinunum. % /y\æ<**41■ Sérhært vélaverkstæði í viögerðum á V bensín- oq dieselvélum í bifreiðum oq w I liwlÍVvl bensín- og dieselvélum í bifreiðum og með 30 ára • Borum vélarblokkir ■ • Rennum ventla og ventilsæti |*^W|*|^ | y • Plönum vélarblokkir og hedd J • Rafsjóöum á sveifarása m,' M «** II , . v? v v k\‘S~ ítr't — • JL . U1 b \ VÉLAVERKSTÆÐI VARAHLUTAVERSLUN Þ.JONSSON & CO. SKEIFUNNI 17 REYKJAVÍK SIMAR 84515/84516

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.