Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 1. april 1982 Rabbað við Kristján Ragnarsson formann LÍÚ: „Ef við björgum okkur ekki sjálfir þá gerir það enginn annar” ■ Hann er vestan af fjöröum, sagður harðskeyttur og beinskeyttur baráttumaður, sem gefur hlut sinn fyrir engum, og hann er i forustu fyrir þeim hópi manna, sem islenskri þjóð er hvað mest nauðsyn á að standi i stykkinu. Hann er Kristján Ragnarsson, formaður og framkvæmdastjóri Landssambands islenskra útvegsmanna. Blaðamaður frá Tímanum er sestur inn á skrifstofu hans í Hafnarhvoli, þar sem sér út yfir höfnina. Ætlunin er að spyrja hann nokkurra spurninga en við byrjum á að velta fyrir okkur myndatöku, hvort ekki sé rétt að fá hann niður á höfn, þeirra erinda og helst um borð i skip. „Æi nei, veriði nú ekki að haga ykkur eins og sjón- varpið að draga mig niður á bryggju til að tala við mig. Ekki fariði með bændur út á f jóshaug til að taka myndir af þeim". Og svo hefst viðtalið. Óheppilegar olíubirgðir — Eigum viö ekki aö byrja á á- standi og horfum, eins og þaö er núna? „Útgeröarreksturinn færöist til verri vegar á siöasta ári, frá þvl sem var áöur. Astæöan til þess var aö fiskverö fylgdi ekki al- mennum verölagsbreytingum og ýmsir kostnaöarliöir útgeröar- innar hækkuöu umfram al- mennar verölagsbreytingar, eins og olia til dæmis. Þetta leiddi til þess aö afkoma á árinu 1981 var til muna verri en á árinu 1980, verri en viö höföum ætlaö aö hún yröi. Ég vona hins vegar aö meö verölagsákvöröuninni, sem gildir frá 1. janúar, og aftur núna frá 1. mars, hafi tekist aö laga þennan grundvöll nokkuö. Sérstakar von- ir ölum viö i okkar brjósti um aö oliuverö sem hlutfall af tekjum geti nú lækkaö vegna þess aö nú eru horfur i heiminum um lækkun oliuverðs. bótt viö af sérstökum ástæöum höldum uppi hér sér- stöku birgðahaldi um áramót, sem mun nú aðallega vera vegna afskriftareglna oliufélaganna til skatts, kemur það okkur nú mjög i koll að vera með þriggja til fjögra mánaöa birgöir. Viö komum ekki til meö aö njóta lækkaös oliuverös fyrr en viö fá- um nýjar oliubirgðir. Aöalatriöiö er aö viö vonumst til aö sjá fram á bjartari tiö. baö er afskaplega þýöingarmikiö aö oliuverðiö lækkar i hlutfalli viö tekjur, þótt hún lækki sjálfsagt ekki i krónum taliö, vegna verö- bólgunnar, þvi olian er núna einn stærsti kosnaðarþátturinn viö út- geröina. Mann höföu veriö meö miklar hrakspár um oliuveröiö á liönum tveim til þremur árum, en nú virðist eins og boginn hafi veriö spenntur of hátt hjá oliu- sölurikjunum og nú geti verið ein- hver slökun framundan. Þaö er afskaplega þýöingarmikiö fyrir útgeröina og þjóöfélagiö I heild.” Við höfum alltaf veitt meira en fiskif raedingar mæla með — Hvaö um aflahorfur? Hvern- ig er ástand fiskistofnanna? „Það er misjafnt. Fiskifræö- ingar spá jákvæöar um stööu þorskstofnsins i ár og á næsta ári. Nokkuð meiri óvissa er i framtlöinni vegna þess aö klak hafi ekki heppnast eins vel og við höfum ekki fengiö eins góöa ný- liöun, eins og þeir nefna þaö, undanfarin ár eins og árin á undan. Nú erum viö að byggja ■ Kristján Ragnarsson formaður og framkvæmdastjóri Ltú aðallega á veiöi úr árgangnum frá 1976 og litillega á eldri ár- göngum. En i stuttu máli, spár eru jákvæöar og þaö er i sjálfu sér mjög merkileg. niðurstaöa aö þrátt fyrir aö viö höfum alltaf veitt umtalsvert meira en fiski- fræðingar hafa mælt með, hafa þeir á hverju ári fært sig uppi að mæla með að við veiddum á næsta ári þaö sem við veiddum árið á undan. Þetta hafa menn haft til marks um aö ekki væri mikið vitað um stöðu þessara mála. Þaö má vera að menn viti ekki nægilega mikiö. Hins vegar hef ég haft þá skoðun, aö þetta sé okkar besta vitneskja að hvað miklu leyti, sem hún er rétt. Ég hef haft orð á þvi, sérstaklega varðandi þorskinn aö við höfum ekki sparað okkur til skaöa. Þá á ég viö, aö vegna þess hve þorskurinn er langlifur fiskur, njótum við þess næsta ár, sem viö höfum veitt minna en viö hefðum kannski getaö i ár. Þorskurinn veröur kynþroska 6-7 ára gamall og getur oröiö 15-18 ára gamall. A undanförnum árum höfum við ekki fengiö eldri fisk en 9 ára gamlan og þaö tel ég vera merki þess aö við höfum fullnýtt stofn- inn og höfum ekki sparað okkur til skaöa, eins og ég sagöi áöan. Varhugaverð þróun af völdum manna Ég hef hinsvegar ástæöu til aö hafa áhyggjur af þorskstofninum, að þvi leyti aö viö höfum aukiö sóknina alltof mikiö. Viö höfum fjölgað skipum, viö erum komnir með 100 togara og viö beitum núna meö fullum sóknarþunga, að öllum likindum öllum ioönu- skipunum fimmtiu og tveim, til þorskveiöa. Jafnframt er veriö aö bæta við flotann skipum smiöuðum innanlands og erlend- um gömlum skipum, sem mér finnst vera rangt. Þetta getur leitt til þess að viö þurfum aö tak- marka þorskveiðarnar enn frek- ar. Þá liggur mjög nærri vegna þess aö það er ætlað að karfa- stofninn sé fremur veikur, að við verðum aöstoppa skipin einhvern hluta úr árinu. Við megum ekki beita þeim i karfastofninn í þeim mæli, sem við þyrftum til þess að halda úti fullu úthaldi. Þetta er auðvitað mjög varhugaverö þró- un og verst af öllu er að þessa stefnu verður að kalla sjálf- skaparviti. Þaö hefði verið hægt að haga málum betur, betur fyrir útgeröina og betur fyrir þjóð- félagiö i heild, aö kosta ekki svo miklu til veiöanna eins og gert er með þessari miklu sókn. Ég nefndi karfastofninn. Hann heldur sig hér á hafsvæðinu milli Islands og Grænlands og er þess vegna veiddur lika af öörum þjóö- um, sem hafa aðgang aö Efna- hagsbandlagslögsögu Grænlands — sem veröur vonandi grænlensk lögsaga eftir tæp tvö ár. Þá geta viöhorf breyst og við náö samvinnu viö Grænlendinga um uppbyggingu stofnsins. Það er hinsvegar mjög erfitt fyrir okkur aö takmarka sókn i karfa- stofninn núna, vegna þess aö sú takmörkun getur aðeins þýtt þaö að aðrir veiöa meira. Þetta er gamla sagan eins og hún var, meöan viö réöum ekki okkar eigin landhelgi, þá var afskaplega þýðingarlitið að hafa stjórn á okkar veiöum, ef aörir fóru ekki eftir þvi. Núna er ábyrgðin okkar aö vernda og viöhalda þessum stofnum, sem ég tel nú aö hafi tekist nokkuð vel. Getur farið svo að engar loðnu- veiðar verði á næsta ári Viö veröum þó núna fyrir veru- legu áfalli viö loönuveiöarnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.