Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 1. april 1982 Stjórn Llú samþykkti hér fyrr i þessum mánuði ályktunarorð skýrslu fiskifræðinga um að leyfa ekki veiðar fyrr en ný mæling hafi farið fram i haust. Þetta finnst mér lýsa mikilli ábyrgðartilfinn- ingu og þarna er ekki verið að huga að stundarhag, heldur lang- timahagsmunum Þetta þýðir, að ég ætla,. að engar loðnuveiðar hefjist fyrr en i nóvember, en við höfum byrjað þessar veiðar i á- gúst að undanförnu. Við vitum ekki hvort sú mæling, sem þá verður gerð, leiðir i ljós það á- stand stofnsins, sem gefur okk- ur möguleika á að veiða eitthvað. Það getur eins farið svo að engar loðnuveiðar verði stundaðar á næsta veiðiári. Þetta verða menn auðvitað að vera tilbúnir að horf- ast i augu við, ef þörf er á. Ég neita þvi ekki að um þetta eru nokkuð skiptar skoðanir. Margir skipstjórnarmanna halda þvi fram að mælingar fiskifræð- inganna séu markleysa. Ég hef hins vegar sannfærst, fyrir mitt leyti, um gildi þeirra, fyrst og fremst sem samanburðar frá ári til árs. Ég er ekki að segja að þeir viti nákvæmlega hvað tonnin eru mörg i sjónum, en ef mæling hefur alltaf lægri og lægri út- komu, frá einu ári til annars, mæling sem gerð er á sambæri- legan hátt, þá tel ég ástæðu til að óttast um stöðu stofnsins. Loðnuflotinn f iskif raeðingum að kenna Vegna þessara efasemda réði stjórn LÍÚ til sin sérstakan sér- fræðing, islenskan mann, Kára Jóhannesson, sem starfar hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun sameinuðu þjóðanna, sem er viðurkenndur sérfræðingur á þessum bergmálsmælingum. Hann gerði úttekt fyrir okkur og gaf okkur skýrslu um aðferðir Hafrannsóknarstofnunar og stað- festi þeirra niðurstöður i megin atriðum. Þannig hnigur það að sama brunni, að við verðum að fara að með gát. Hinsvegar vil ég undirstrika það, að ég tel að hér sé sameigin- legt skipbrot, okkar og fiskifræð- inganna. Mér finnst fiskifræð- ingarnir hafa látið of mikið að þvi liggja að við gengjum of langt og að gagnrýni á þá væri ómarkleg . En við höfum i öllum meginatrið- um farið eftir þeirra tillögum, þannig að þetta eru þeirra eigin mistök alveg eins og okkar og þó öllu meira þeirra, að þeir hafa ekki séð þetta fyrir. Það eru ekki mörg ár siðan að fiskifræðingar sögðu að við gætum veitt eina og hálfa milljón lesta af loðnu á ári. Og það má segja að með hliðsjón af þvi hafi mikið af þeirri fjár- festingu verið gerð, sem við eig- um nú, bæði i nýjum skipum og breyttum, sem við höfum svo ekki getað hagnýtt til þessara veiða. Of dýrar síldveidar og of dýr síldarvinnsla Aðrir stofnar gegna minna hlutverki. Sildarstofninum höfum við náð á strik. Þar höfum við farið að ráði fiskifræðinga, mælt- um með algerri veiðistöðvun i nokkur ár, sem lika var átakamál innan samtakanna, en var samt okkar niðurstaða og hefur tvi- mælalaust leitt til jákvæðrar niðurstöðu og uppbyggingu stofn- sins, sem við höfum svo getað nýtt okkur undanfarin ár. En viss ástæða er þó til að hafa uppi efa- semdir i sambandi við sildar- veiðarnar, sem er fyrst og fremst markaðsástæður. Það hafa fleiri endurbyggt sina sildarstofna og svo virðist sem kynslóðaskipti hafi orðið i neyslu á sild, að unga fólkið neyti ekki sildar eins mikið og þjóðirnar geröu áður. Hér verðum við lika að gæta hófs. Ég vil lika taka fram að ég tel að til þessara veiða höfum við notað alltof mörg skip og haft ó- hagkvæma útgerð. Þetta þarf að endurskoða. Við þurfum að nota til þess færri skip, til þess að geta sætt okkur við lægra verð, þannig að við veröleggjum okkur ekki út af þessum mörkuðum sem viö þurfum á að halda. Þetta á lika við um verkafólkið. Fyrir vinnu við sild og sildarsöltun eru greidd margföld laun. Það fólk verður jafnframt að taka þátt i lausn á þessu vandamáli með þvi að þiggja hlutfallslega lægri laun við þessa vinnu en það hefur gert.” Of stór f loti - of mikill kostnaður — Þú hefur nú tvisvar i þessu spjalli nefnt að skipin eru of mörg, fyrst almennt og svo i sam- bandi við sildveiðarnar. Hvað er til ráða annað en að binda allan flotann timabundið? Er hægt að fækka skipunum? Við notum um 60 skip með reknet til sildveiða og við notum tæplega hundrað skip með nót til þessara veiða og ég hef lagt til að við fækkuðum þess- um skipum um helming og segj- um að annað árið færð þú að veiða og hitt árið fær hinn að veiða. Menn gangi þá að þvi visu að þeir fái helmingi stærri kvóta það árið sem þeir fá að veiða. Þetta er mjög róttæk tillaga og viðkvæm og þessu tengist samband skip- anna við vinnslustöðvar og þetta kemur mjög við fólkið, sem við þetta vinnur. Við erum vanir þvi og þekkjum ekki annað ef við björgum okkur ekki sjálfir, þá gerir það enginn annar.” — Er þetta ekki einmitt heila málið, að við erum að verðleggja okkurút af mörkuðum og verðum að framleiða ódýrar? ,,Að visu er þetta nokkuð sér- stakt með sildarverð, að það hef- ur ekki fylgt almennri verðþróun a matvælum. En eins og ég vék að i upphafi er það ljóst að þetta er mjög mikið mál og ég tel að stjórnvöld hafi með óeðlilegri fyrirgreiðslu valdið þvi að við er- um með alltof stóran flota og kostum þessvegna of miklu til.” Minni lán til skipakaupa og meira eigiö fé — Hvernig eigum við að standa að fækkun skipanna? Eigum við að hætta að endurnýja i bili og láta skip úreldast? ,,Ég hef verið talsmaður þess að við drögum úr fjárfestingu i skipum. Við eigum að eyða nokkrum fjármunum til þess að úrelda skip. Við höfum ekki fengið neina opinbera fyrir- greiðslu til þess, en höfum lagt til hliðar af okkar eigin fé i þessu skyni. Ég vil láta úreldinguna vinna flotann niður, að einhverju marki. Ég tel að við þurfum af- skaplega takmarkaða endurnýj- un um nokkurra ára skeið, ef við eigum að ná einhverjum árangri i þessu efni. Ég vil þá láta endur- nýjun, sem verður, gerast með þeim hætti að við lækkum veru- lega lán fiskveiðasjóðs, þannig að þeir sem kaupa skip verða að leggja fram miklu meira eigið fé, heldur en þeir gera nú. Með öðr- um orðum, að endurnýjunin markist af getu manna til að leggja i hana fjármuni. Það mun aftur skila sér i þvi formi, að þeir sem eiga stóran hlut i sinu skipi, geta frekar gert það út en þeir sem verða að taka allt að láni. Þetta þýðir það að mönnum verða ekki afhent skip án greiðslu, eins og á sér stað núna. Ég tel að það sé þessum atvinnuvegi hættulegt, ef þróun mála verður þannig, eins og dæmin eru til hin siðari ár, að menn taki enga áhættu, þeim verði bara afhent skip, jafn mikil verðmæti og það eru.” Ævintýramenn í útgerð — Ertu að láta liggja að þvi aö meðal útgerðarmanna sé ævin- týramennska i skipakaupum? „Ég get ekki neitað þvi, að mér finnst að þeir sem hafa sig mest i frammi I þvi efni að fá ný skip, eru þeir, sem afskaplega litla peninga eiga. Ef litið er yfir þennan langa umsóknalista, sem liggur frammi i Fiskveiöasjóöi, þá sýnist mér að þar séu ekki margir umsækjendur, sem eiga mikla peninga. Það eru þá menn, sem eru að freista gæfunnar og á þeim vettvangi, sem gæfunnar er kannski helst að freista, þegar menn eiga við stjórnmálamenn og hugsanagang þeirra um atkvæðaveiðar og annað þar fram eftir götunum. Þessu vil ég halda frá útgerð- inni og láta hana vera ábyrga fyrir sinum rekstri. Og ég hef lika sagt að ég sit ekki hér i þessu sæti til að vernda' fjárhagslega hags- muni hvers útgerðarmanns. Ég tel að menn eigi að fara á hausinn ef þeir standa sig ekki og það eigi að ganga rikt eftir þvi að menn standi við fjárskuldbindingar sin- ar. Hitt á ég að reyna að sjá um, að við sem stjórnum þessum samtökum, að það sé grundvöllur til rekstrar eðlilegrar útgerðar, en viðerum ekki talsmenn þeirra, sem ekki standa sig.” Við getum ekki rekið útgerð á stöðum þar sem menn ná ekki árangri — Þáð er marg búið að segja frá að það er útilokað að veiða svo mikið i nýtt skip að það geti staðið undir greiðslu lána með tilheyr- andi kostnaði. Hvers vegna sækja menn þá svo mikið i að kaupa ný skip, sem raun ber vitni? ,,Ef menn eiga þess kost að fá afhent skip, án þess að leggja fram nokkra peninga eða ábyrgð- ir, þá er þetta auðvitað ekki mikil áhætta, sem menn eru að taka. Hitt er annað að i mörgum tilfell- um hefur þetta tengst hagsmun- um i landi, og þá jafnt fisk- vinnslusjónarmiðum og atvinnu- sjónarmiðum. Ég tel hins vegar að þvi öllu eigi að vera takmörk sett og útgerð, hvort sem hún er á suðvesturlandi eða norðaustur- landi eigi að starfa við sömu skil- yrði. Við getum ekki rekið útgerð á þeim stöðum, sem menn ekki ná árangri, nema við beinlinis viður- kenndum að þetta séu byggða- sjónarmið og það eigi að borga svo og svo mikið með þessu á ári hverju. En það er stefna, sem enginn hefur viljað viðurkenna að væri framkvæmd.” Um afladreifingu — Hvað eru miklir möguleikar á að dreifa hráefnisöflun fyrir fiskvinnslustöðvarnar, þannig að hægt sé að telja nokkuð jafna, vinnslu yfir allt árið? ,,Ég tel nú að eins og við rekum okkar togara, þá sé nokkuö jöfn vinnsla yfir árið. Við höfum stigið á — ef svo má segja — toppinn yfir sumarmánuðina, sem olli okkur oft verulegum erfiðleikum þvi fiskurinn nýttist ekki nægi- lega vel til vinnslu. Aflatakmar- kanir togaranna eru hvað stff- astar yfir sumarið, þannig að þarna hefur verið reynt að aðlaga það að aðstæðum. Þessu er hins vegar allt öðruvlsi farið um bát- ana. Við stundum okkar megin veiðiskap á bátana yfir vertiðar- timabilið þegar fiskurinn gengur hér upp að suðurströndinni til hrygningar. Þar með verður allt- af um að ræða vertiðartopp, þótt sá vertiðartoppur hafi orðið minni undanfarin ár, vegna breyttra útgerðarhátta. Aður kom mest af okkar fiski á land á vertiðinni og fólk hópaðist i ver- stöðvarnar hér á suðvestur- og suðurlandi til að vinna við þennan vertiðartopp. En nú er orðið litið um slika fólksflutninga sem betur fer, fólk hefur störf heima hjá sér að mestu, þótt alltaf flytji sig ein- hverjir til, eftir okkar veiði- mannaaðstæðum. Ég sé ekki að dreifing aflans yfir árið hafi orðið neitt teljandi vandamál. Fráleit hugmynd Hitt er svo annað mál að menn hafa verið að tala um betri dreif- ingu milli vinnslustöðva. Þar hefur orðið mikil breyting til bóta. Til dæmis á sér stað mikil fiskmiðlun milli fyrirtækja hér á Reykjavikursvæðinu og menn reyna að halda uppi atvinnu I öll- um húsunum. Sama á sér stað i byggðakjörnunum, út frá Akureyri, ísafirði og á Aust- fjörðum. Hitt er útilokað, sem stundum hefur komið fram, að við rekum einhverja rikisrekna, eða einhvernveginn rekna, út- gerð, sem eigi að landa á einum stað úr þessari veiðiferð og hinum staðnum úr næstu veiðiferð. Það getum við ekki gert og munum ekki gera. Það er heldur ekki hægt að ætlast til þess að neinir sjómenn vilji starfa við þannig skilyrði, að koma ekki heim til sin að lokinni hverri veiðiferð. Það getum við gert — og gerum- i sambandi við loðnuveiðarnar, að skipin landa á breytilegum stöð- um, en það er tlmabundiö úthald og þvi verður þvi aldrei likt við togarana, sem eru á veiðum allt árið. Þar hlýtur veiðin að byggj- ast á þvi að skipið leggi upp i heimahöfn.” — Sú hugmynd hefur heyrst að rétt væri að úthluta stöðum veiði- kvóta sem þeir geti svo sam- ið við útgerðarmenn, hvaðan sem er af landinu, um að veiða fyrir sig. Hvernig list þér á þetta? „Það tel ég alveg fráleita hugmynd og ég legg á það mikla áherslu I minu starfi að að- skilja hagsmuni veiða og vinnslu, þannig að hvor þátturinn geti starfað sjálfstætt. Það er ákaf- lega æskilegt að útgerðaraðilar geti verið fjárhagslega sjálfstæð- ir, án þess að vera með fisk- vinnslu. Jafn eðlilegt er það lika að þetta geti fallið saman, en hvorutveggja reksturinn þarf að Sjá næstu síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.