Tíminn - 04.04.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.04.1982, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 4; aprfl 1982 NOVABALL BAGGATÍNUR Vélaborg hf. hefur þá ánægju að geta boðið bændum þessa frönsku baggatínu, sem hefur verið með þeim mest seldu í Evrópu á síðustu árum. Vegna hagstæðra samninga, getum við boðið þessa tínu á mjög hagstæðu kynningarverði Kr. 20.500.— (Gengi 1.4. '82) Leitiö upplýsinga Vantar þig afturbretti á traktorinn Vélaborg hf. er tilbúin að gefa þeim, sem þess þurfa með, afturbretti á traktora, meðan birgðir endast. Með bestu kveðju VHABCCG Sundaborg 10 — Simar 8-66-55 & 8-66-80 ■ Hassneysla hefur einkum ver- i6 talin Utbreidd meðal unga fólksins.En hvaðef þii, ungi maö- ur, kæmir að mömmu þinni og i ofanálag afa að reykja hass? Slikur er einmitt Utgangspúnktur leikritsins Hassið hennar mömmu, sem Leikfélag Reykja- vikur frumsýnir 1 Iðnó annað kvöld, sunnudagskvöld. Leikur- inn er kenndur við ærsl og er eftir Darió Fó. Darió þessi Fó er aö veröa vin- sælasti leikritahöfundurinn hér- lendis, útlenskur. Þegar hafa sex verk eftir þennan Itala verið sýnd hér á tslandi — bjófar, lik og fal- ar konur var sýnt við fádæma vinsældir I Iönó fyrir rUmum 15 árum, nokkrum árum siöar kom Sá sem stelur fæti er heppinn i ástum upp I sama hUsi, Þjóðleik- húsið vildi ekki vera eftirbátur Iðnós og sýndi Betri er þjófUr i húsi en snuröa á þræði fyrir ■ Emil, GIsli og Margrét I hlutverkum sinum. Þau eru að leika ttaia, eins og sjá má. Mamma reykir hass! — og afi líka — Ærslaleikur Fós í Iðnó tveimur árum, en iðnast hefur Al- þýðuleikhúsið verið við Darió Fó, sýnt eftir hann leikina, Við borg- um ekki, viö borgum ekki, Stjórn- leysingi ferst af slysförum og Kona. Nú hassið. Þarfnast Darió Fó kynningar? Jæja þá, hann er á sextugsaldri, hefur lengst af búið i Milanó, lagði i fyrstu stund á húsagerðar- list, en sneri sér siðar aö leiklist eingöngu. Hann er, að sögn, sannkallaður þUsundþjalasmið- ur, höfundur, leikari, leikstjóri, leikmyndateiknari, og semur jafnveltónlist við sýningar sinar, ef á þarf að halda. Hann leikur jafnan sjálfur aðalhlutverkið i verkum sinum ásamt eiginkonu sinni Franca Rame. Þau mynd- uðu sinn fyrsta leikflokk árið 1958, hafa siðan staöið fyrir ýmsum leikhópum og ferðast viöa. Fram- an af takmörkuöust farsar Dariós | Fós einkum við alkunn minni Ur ! þessum bransa: framhjáhald og ástardufl, en meö árunum hafa þau oröið æ pólitiskari og hallast ákveðið til vinstri. Hann semur gjarnan verk byggö á raunveru- legum atburðum (eins og Við borgum ekki og Stjórnleysingi ferstaf slysförum) og verkinhafa oröið hvatning og baráttuafl italskri alþýðu i baráttu hennar fyrirbættum kjörum og betra lifi. Fo hefur löngum veriö mjög um- deildur i heimalandi sinu og ýms- um sviöið sárt undan beinskeyttri ádeilu hans og skopi. Algert vald á farsanum En þótt Fó fjalli um ýmis þjóð- þrifamál, bæði á Italíu og viðar, myndi það litlu gilda ef hann hefði ekki vald á miðli sinum, farsan- um sem réttilega er talinn eitt- hvert viðkvæmasta form leiklist- ar. Vald hans er hins vegar algert og þvi hafa leikir hans orðið al- þýðunni vopn, en einnig skemmt fjölda fólks með hreinum og bein- um ærslum. Darió Fó hefur á seinni árum töluvert ferðast um utan Italiu einkum með einleiksþætti sina og vakiö óskipta aödáun fyrir glannalegan og ærslafenginn leikstil sinn sem er svo hlaöinn látbragði að engu skiptir þótt áhorfendur skilji ekki itölsku. Það var þetta með hassið henn- ar mömmu. Ungi pilturinn, sem heitir Luigi, kemur aö móður sinni og afa á kafi i hassreyking- um og ekki skánar ástandið þegar i ljós kemur að þau stunda bæði ræktun og sölu á kannabisefnum. Við sögu i leikritinu koma einnig forfallinn eiturlyfjaneytandi, vin- ur Luigis, forkunnarfögur ná- grannakona, fótbrotinn frændi fjölskyldunnar sem nú starfar i fikniefnaeftirlitinu, og presturinn ihverfinuhefur, eins og gjarnt er um presta, ansi óhreint mjöl i pokahorninu. Undirtónninn alvarlegur Leikurinn fjallar um, má segja, fikniefnavandamálið en þótt við- fangsefnið sé alvarlegs eðlis tek- ur Fó það sinum alkunnu tökum þannig að Ur verður hin besta skemmtun fyrir alla fjölskyld- una, mikill misskilningur og hamagangur. Undirtónninn er eftir sem áður alvarlegur og er sýntfram á skaðsemi og hættu þá sem stafað getur af ofneyslu fikniefna. 1 stærstu hlutverkunum eru þau Margrét ólafsdóttir, sem leikur móðurina, Gisli Halldórsson sem leikur afann, félaga hennar i hassinu, Emil Gunnar Guð- mundsson, sem leikur Luigi. Aðr- ir leikarar eru Aðalsteinn Berg- dal sem fer með hlutverk dópist- ans, Ragnheiður Steindórsdóttir sem að sjálfsögðu leikur hina fögru nágrannakonu, Kjartan Ragnarsson sem er fótbrotinn frændi, og Guðmundur Pálsson, er leikur prestinn. Þýðinguna gerði Stefán Baldursson, lýsingu annaðist Daniel Williamson, leikmynd og búninga sá Jón Þórisson um og Jón Sigurbjörnsson leikstýrir. Hann hefur verið einn af vinsæl- ustu leikstjórum Iðnós, leikstýrði m.a. Rommý, Fló á skinni, Skjaldhömrum og Þið munið hann Jörund. Frumsýning er sem kunnugt er annaö kvöld, önnur sýning á þriöjudag ogsU þriðja á miðviku- dag. „Undirtektirnar geysilega góðar” — segir Ólöf Kolbrún Haröardóttir um tónleika sína í New York ■ Ólöf KolbrUn Harðardóttir hefurfengiö mikiö lof fyrir tUlkun sina i Sigaunabaróninum sem Is- lenska óperan sýnir um þessar mundir i Gamla biói. Um daginn þurfti ólöf Kolbrún að bregða sér frá og tók þá þýsk söngkona að sér hlutverkiö á meðan, við spurðum ólöfu Kolbrúnu um feröalag hennar. „Ég var að syngja I New York,” sagöi hún, ,,á kynningar- kvöldi hjá skandinavisk-amerisk- um félagsskap. Þetta félag er ansi viðtækt, skilst mér, og stend- ur aö skandinavískum kynning- um viöa um Bandarikin og ein- beitir sér einkum að menningar- málum. nú var komið að þvi að hinn islenski hluti þessarar nefndar sæi um dagskrá og þá vorum við Guðrún Kristinsdóttir fengnar til að koma. Við komum fram á konsert hjá félaginu og ég söng bæði ljóð, íslensk, skandi- navisk og þýsk, og ariur.” — Voru það einkum Skandinav- ar i Bandarikjunum sem komu að hlusta, eða fyrst og fremst Bandarikjamenn? „Það var mjög blandað, held ég. Kynningarnar sem slikar eru fyrst og fremst fyrir Bandarikja- menn en þó mætti auövitað fjöldi Skandinava og heilmikið af fólki af islenskum ættum, eöa þá Is- lendingar sem hafa verið búsettir ytra i mörg ár.” — Og hvernig lukkaöist þetta? „Mjög vel. Undirtektimar voru geysilega góðar og stemmningin i salnum ákaflega skemmtileg.” Hætti við aðra tónleika — Söngstu viöar i Bandaríkjun- um, en á þessum einu tónieikum. „Ja, þaö stóð til að við kæmum fram á konsert hjá ljóðaklúbbi sem starfandi er i New York og heldur af og til ljóðatónleika. Hins vegar ráðlagði ívar Guðmunds- son, aðalræðismaður Islands i borginni, okkur að gera það ekki vegna þess að ekki væri nógu vel að málum staðiö af hálfu klúbbs- ins. Undanfarnir tónleikar höfðu verið illa skipulagöir og nánast ekkertauglýstir, og þó Ivar gerði sittbesta til að fá klúbbstjórnina til að taka við sér, þá gekk það ■ ólöf KolbrUn Harðardóttir. ekki nægilega vel. Og þvi ákváð- um við að koma ekki fram, þaö var ekkert vit i að leggja mikla vinnu iundirbúning og flutning ef aðeins mættu nokkrar hræður, eins og oft er vist raunin.” — En þú ert ánægð meö ferð- ina? „Já, mjög ánægð. Viö fengum þarnanokkra daga i New York og reyndum að nota þá sem best, til aö fara á tónleika og óperur hjá þessum snillingum sem þarna koma reglulega fram, og slikt er alltaf m ikil uppörvun fyrir mann. Ekki sist nú þegar við stöndum i óperuflutningi hér heima. Og móttökurnar i New York voru mjög góðar, Ivar Guð- mundsson stjanaði bókstaflega við okkur.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.