Tíminn - 04.04.1982, Blaðsíða 26

Tíminn - 04.04.1982, Blaðsíða 26
¥é 'vSOf '» 1 1 S .> 'C pff'rrr/rj!^ Sunnudagur 4. apríl 1982 99Glæpir mínir eru takmarkalausir’ ’ — Síðari hluti um réttarhöldin í Moskvu og hreinsanir Stalíns 1936-38 ■ Fyrri grein um réttarhöldin i Moskvu og hreinsanir Stalins var birt fyrir viku. Þar var meðal annars listi yfir helstu sakborn- inga og við endurtökum hann ekki hér, nægir aö taka fram að d á- kærendabekknum sátu menn sem allt sitt lif höfðu starfað i þágu bolsévika og lagt sitt af mörkum til að byltingin gæti heppnast 1917, menn sem höföu verið nán- ustu samstarfsmenn Lenins i ára- tugi en beðið lægri hlut i valda- baráttunni eftir láthans árið 1924. Ótviræður sigurvegari þeirrar orrahriðar var Josif Júgasvili, Jósif Stalin, sem hafði svo litið bar á treyst stöðu sina innan flokkskerfisins uns ekki varð við honum hróflaö, haföi aukinheldur haft lag á aö deila og drottna, tefla andstæðingum sinum hverj- um gegn öörum svo þeir náðu aldrei að mynda samfellda and stööufylkingu fyrr en þaö var oröið of seint. Leiötogi andstöð- unnar við Stalin, og sá sem hann óttaðistmest, Leon Trotskij, var sendur i útlegö árið 1929, banda- menn hans að fornu og nýju unnu sér það til lifs og áframhaldandil valda að fordæma hann en viður- kenna Stalin sem hinn eina rétta arftaka Lenins. Og sósialisminn gekk sinn gang i einu landi undir nýrri efnahagsstefnu og ekki leið á löngu þar til allt var kömið i kalda kol. Efnahagsleg vandamál voru hrikaleg, ýmis þjóðnýtingar og samyrkjuáform höfðu þegar beöiö skipbrot þótt þaö væri auö- vitað aldrei viöurkennt, innan- lands magnaðist aukinheldur óá- nægja meðvondan skort á mann- réttindum, skrifræði og siaukin völd leynilögreglunnar GPU, siöar NKVD. Þótt staða Stalins væri á yfirborðinu jafn trygg og hún frekast gat orðiö fannst hon- um sér alltaf ógnað og upp úr 1930 haföi myndast ný blokk i stjórn- málaráðinu sem fylgdi forskrift hans ekki nema miðlungi vel, þótti honum. Helstur leiðtogi þeirra sem Stalin þótti andæfa sér var Sergei Kirov, flokksleiðtogi i Leningrað og bar svo við að hann var myrtur siðla árs 1934. Morð- inginn var félagi i ungliöahreyf- ingu kommúnista, Nikólaév að nafni, heldur óstöðugt ungmenni, og þykir flestum núoröið sannað að Stalin og nótar hans hafi staöið á bak við moröið. Með þvi að láta myrða Kirov sló Stalin tvær flugur i einu höggi: losaði sig við hugsanlegan keppinaut, og fékk kærkomna átyllu til að láta til skarar skriða gegn „gömlum bolsévikunum”, félögum Lenins, mönnunum sem höfðu barist gegn honum ásamt Trotskij en hann hafði látist taka i sátt. Þessir menn voru handteknir fljótlega eftir moröið á Kirov og dæmdir bak viðluktar dyr en snemma árs 1936 þótti Stalin hæfa að sýna nú veröldinni hvurslags svika- hrappar þeir hefðu alla tið verið og lét setja upp opinber réttar- höld. Svo undarlega bar við að sakborningar kepptust við að játa þótt engum blandist nú hugur um — nemahelst Albaniukommum — aö játningar þeirra voru til- búningur einn, þvaðurfrá upphafi tilenda.En þeir voru allir skotnir fyrir. Samsæri um að myrða Stalin Réttarhöldin voru haldin i þrennu lagi, fyrst árið 1936 þegar aðalsakborningar voru þeir Sinovév og Kamernev, óað- skiljanlegir aö vanda, árið 1937 er Júri Pjatakov þótti helstur þeirra er leiddur var fyrir dóm, og 1938 en þá var „dýrmætasta barn flokksins” (að sögn Lenins) leitt fyrir rétt: Nikolæ Búkharin. Það fór þó ekki milii mála hjá sak- sóknara, Andrei Vysjinskij, hver stóð á bak við öll þau samsæri sem gömlu bolsévikarnir voru sakaðir um að hafa tekið þátt i, en það var auövitað Trotskij. Er skemmst frá þvi að segja að ef marka má Vysjinskíj (sem menn skulu fyrir aUa muni ekki gera) þá höföu hinir fyrrum kumpánar Lenins staðið i stöðugu sambandi við Trotskij eftir að hann var rek- inn úr landi og höfðu játast undir samsæri á hans vegum um að myrða Stalin og alla þá ástsælu leiðtoga sem með honum stýrðu Sovétrikjunum, ná völdum i rik- inu og gott ef ekki koma þar á fasistastjórn enda stóð Trotskij aö sögn saksóknara i dularfullu makki með nasistum i Þýska- landi og hafði oft átt fundi með Rúdolf Hess, staðgengli Hitlers. Undir umjón Vysjinskij röktu sakbomingarnir I smáatriðum hvar, hvenær og hvernig þeir höfðu hitt Trotskij á undanförn- um árum, eða þá son hans Sedov, og hvað hafði verið rætt. Það var stundum sem þeir væru í keppni um hver gæti játaðá sig hryllileg- ustu glæpina og viðurkennt al- gera sekt sina á sem tilþrifamest- an hátt. Krestinskij: Glæpir minir gegn föðurlandinu og byltingunni eru takmarkalausir. Khódsjaév: Við munum ekki geymast i sögunni sem menn sem hafa þjónað alþýðunni, menn sem hafa unniö nýtileg störf, hver svo sem þau eru. Ef við geymumst yfirleitt f sögunni verður það sem forhertir bófar, undirheimalýður, sem hafa fyrirgert æru sinni og samvisku. Rósengolts : Ég hrópa : Megi hin miklu, öflugu og fögru Sovét- riki lifa, blómstra og styrkjast. Megi þau halda frá sigri til sig- urs, og brosandi sól sósialismans skina yfir þeim. Lifi bolsévika- flokkurinn með hetjudáðum sinum og heföum. Bestu hefðum i heimi undir forystu Stalins. Vei þeim sem vikur af linu flokksins, hversu smátt sem það skref er. Jagóda: Ég myndi ekki voga mér aö biðja um náð ef ég vissi ekki að þessi réttarhöld væru hápunkturinn á eyðileggingunni á gagnbyltingunni, aö hið illa hefur veriö burt rekiö, að land sovét- anna hefur sigrað, aö það hefur barið gagnbyltinguna sundur og saman. Sú staöreynd að ég og þeir sem mér eru samsekir sitj- um hér á ákærendabekknum sýnir að alþýða Sovétrikjanna hefur unnið frækilegan sigur á gagnbyltingunni. Og Búkharin lét ekki sitt eftir liggja: Fyrirfram get ég imyndað mér aö Trotskij og aðrir banda- menn minir I þeásum glæpum, og sömuleiöis Annað alþjóöasam- bandið, munu reyna að verja okk- ur sakborningana og ekki síst mig. Ég hafna þeirri vörn vegna þessaðéghef beygt hné min fyrir föurlandinu, fýrir flokknum og fyrir alþýöunni. Viðbjóðsleg verk min eiga engin takmörk... Allir sjá hversu viturlega þessu landi er stýrt og að Stalín má þakka fyrir þaö. Krestinskij neitar ákær- um Og svo framvegis og svo fram- vegis. Það er varla hægt aö segja ■ Stalin, blóöþyrstur leiötogi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.