Tíminn - 04.04.1982, Blaðsíða 27

Tíminn - 04.04.1982, Blaðsíða 27
Sunnudagur 4. aprfl 1982 27 aö starf saksóknara hafi veriö erfitt viö þessar kringumstæöur. Þaö kom aöeinseinusinni fyrir aö sakborningur neitaöi þvi sem Vysjinskij gaf honum aö sök, þaö var Krestinskíj sem þvertók fyrir aö vera Trotskfj-isti eöa hægri- sinni, eöa hafa tilheyrt leynisam- tökum þessara aðila. Hann kvaðst sýkn af öllum ákæruatrið- um og einkum þvi að hafa átt samstarf við þýska leyniþjón- ustumenn. Vysjinskíj rak i roga- stans. Krestinski'j haföi eins og aörir játaö allt mögulegt viö yfir- heyrslur fyrir réttarhöldin, nú reyndi hann að komast hjá þvi að staðfesta þær játningar. Aðrir sakborningar voru yfirheyrðir og ákæröu Krestinskij fyrir að vera sér samsekir en áfram neitaði hann. Hannheimtaði aö lagt yrði fyrir réttinn bréf sem hann haföi skrifað Trotskij i nóvember 1927 þar sem hann gagnrýndi stefnu hans harkalega en Vysjinskíj ■ Trotskíj, fjarverandi skaborn- ingur. visaði þá i annað bréf sem Krestinskfj hafði skrifaö hálfu ári fyrr,þarsemhann lýsti yfir fylgi við Trotskij. Saksóknarinn kvaðst ekkert vita um siðara bréfið enda þótt Krestinskfj fullyrti að það hlyti aö vera til þar eða það hefði verið gert upptækt við húsrann- sókn hjá sér er hann var handtek- inn. Og það var sama hvernig Vysjinskij þvældi málinu fram og aftur, Krestinskij neitaði stað- fastlega að vera sekur um að vera Trotskij-isti eða hafa drýgt þau afbrot sem hann var sakaður um. Daginn eftirvar annað hins vegar uppi á tengingnum. Þá var Krestinskij ljúfur sem lamb og baðst afsökunar á mótþróa sinum daginn áður, auðvitað væri hann sekur um hvaðeina sem sak- sóknari sakaði hann um. Þetta var eina mótspyrnan sem Vysjinskij mætti i réttarhöldun- um og stóð ekki lengi. Siðar hefur aö visu verið upplýst að að kvöldi þess dags sem Krestinskij hafði sta&ð uppi i hárinu á yfirvöldun- um hafðihann verið færður til há- þróaðs pyntingarklefa leynilög- reglunnar þar sem hann var hafö- ur i þrjár klukkustundir sam- fleytt. Ekki er vitaö I smáatriðum hvað þar fór fram og er það lik- lega öllum fyrir bestu. Skýring Koestlers En hvernig stóð á þessum játn- ingum? Ein skýring liggur i aug- um uppi og var nefnd hér að ofan: pyntingar. Likt og i öllum al- ræðisrikjum og jafn vel viðar voru pyntingameistarar i háveg- um hafðir og náðu enda miklum árangri. Þá hafa sumir talað um hreinan og beinan heilaþvott en vafasamt hversu sú þrifnaðarað- gerð var langt á veg komin þassi árin. Hitt er svo vist að sakborn- ingarnir voru áreiöanlega ekki viljasterkustu menn sem fyrir- fundust. Þeir höföu átt i ltfshættu- legri baráttu áratugum saman, höföu verið sigraöir og niðurlægð- ir og sumir þeirra voru sjúkir og beygðir eftir margra mánaöa fangavist við ekki alltof góðan að- búnað. Arthur Koestler fjallar reyndarum þetta mál allt saman i bók sinni Myrkur um miðjan dag, sem þýdd var á islensku skömmu eftir siðari heimsstyr- jöldina. Þar segir hann söguna af kommúnistaleiðtoganum Rúbasov, sem er handtekinn og ákærður fyrir ámóta imyndafa glæpi og gömlu bolsévikarnir voru sakaðir um við Moskvu- réttarhöldin. Náttúrlega veit Rúbasov að hann er saklaus en hann lætur undan og játar til að þjóna flokknum sem á I vandræö- um, hann ályktar eitthvað á þá leið að hann hljóti aö láta undan siga er flokkurinn, sem hann hefur þjónaö dyggilega allt sitt lif, krefst þess. Geri hann það ekki veiki hann málstað stefnunn- ar sem hann hefur barist fyrir. Þessi kenning Koestlers átti miklu fylgi að fagna á Vestur- löndum um tima en ýmsir hafa þó orðið tilað gagnrýna hana. Þann- ig hefur Frakkinn Merleau-Ponty leitt að þvirök að kenningin sam- rýmist ekki marxiskum hugsunarhætti til að mynda Bukharins og Rakovskijs, Rúba- sov sé hins vegar rökrænn visindamaður umfram allt. Siðan segir hann eitthvað á þessa leið: Harmleikurinn er mestur þegar marxistinn er sannfærður um að leiðtogar byltingarinnar séu að gera mistök... Það eru ekkibara slæm örlög heldur reglulegur harmleikur, og þó marxistinn berjist móti því sem hann telur svo vel heima i hugsunarhætti hinna nýju leiðtoga Sovétrikjanna að hann gat oft spáð mjög ná- kvæmlega fyrir um hvert næsta skrefið yrði. Hann spáöi þvi að mynda að Rakovskij hefði verið gerður að sendiherra i Japan til að siður væri lööurmannlegt verk aö ákæra hann fyrir njósnir. Og er birtar voru ákærurnar i fyrstu réttarhöldunum dró Trotskij af þeim þá ályktun að Mólotov væri fallin i ónáð, vegna þess að hann var ekki á listanum yfir þá sem sakborningarnir marg- umtöluðu hefðu ætlað að myrða. En viti menn — i næstu réttar- höldum á eftir voru þeir sem þá sátu i ákærendabekk sakaðir um að hafa ætlað að myrða einmitt Mólotov. Hreinsanimar nauðsyn- legar og gagnlegar? Viðbrögðin? Alþýöa Sovétrikj- ■ Sinovév og Kamenév, félagar Lenins sem féllu I ógurlega ónáð Stalins. miður fara finnur hann ætið að hann er i raun hluti kerfisins sem hann vill bylta. Hann getur aldrei verið fullkomlega heill i afstöðu sinni, hvorki með né á móti. Af þvi leiðir að skiptingin verður ekki milli einstaklingsins og um- heimsins, heldur innan einstakl- ingsins sjálfs. Og þegar svo sé komiðeigihann dckerteftir nema lúta undir vilja flokksins sem hvort sem er getur ekki haft að öllu leyti rangt fyrir sér. Jakír deyr ákallandi Stalin Sögð hefur verið athyglisverð saga af einum sakborninganna, Karli Radek, sem áreiðanlega er sönn. Það var ungur kommúnisti Kedróv sem „yfirheyrði” hann og i fyrstu neitaði Radek öllum sakargiftum. Þá var hann kallaður til Kreml, á fund sjálfs Stalins.Erhannkom tii baka var tnn al^ur annar maður. Hann tsi hvað leiðtoginn mikii vildi. Og nú var það fanginn sem tók fyrir hendur að stjórna sinni eigin játningu: „Farðu og leggðu þig, Kedróv, ég skal gera það sem nauðsynlegt er.” Hvað Stalin sagði veit enginn en leidd hafa verið að þvi rök að hann hafi sýnt Radek fram á að með þvi að neita væri hann i raun að þjóna erkió- vininum Trotskij, Radek sem var glataður maður hvort eð var hafi viljað gera flokknum siðasta greiðann. Og Jagóda skrifaði bréf til Stalins skömmu áður en hann var tekinn af lifi, þetta bréf lýsti skilyrðislausri aðdáun og i raun- inni ást á flokknum og Stalin og Sovétrikjunum. Stalin var að visu ekki sérlega snortinn, hann skrifaði þvert yfir bréfið: Glæpa- maður og hóra! Og þegar Stalin var sagt að Jakir heibi dáið hrópandi „Lifi flokkurinn, lifi Stalin!” — þá bölsótaðist Stalin yfir þessum afglapa. Loks munu ýmsar nærtækari ástæður en hug myndafræðilegar hafa haft sin á- hrif á játningarnar, nefnilega öryggi fjölskyldu og vina. Sonur Búkharinsbjó óáreittur I Moskvu eftir að faðir hans hafði verið tek- inn af llfi en allir ættingjar Trotskljs sem náöist til voru myrtir. Það er haft eftir Bukhariin: „Maður verður að vera Trotskij til að láta ekki undan.” Trotskij lét aldrei undan en hann var heldur ekki i höndum útsendara Stalins, heldur ferðaðist land úr landi með þá á hælunum. Að sjálfsögðu fylgdist Trotskij grannt með réttarhöldunum og reyndi að vekja athygli á þeim glæpum sem verið var aö drýgja með þeirmTrotskij var reyndar > anna vissi varla hverju hún átti að trúa. Ætli hafi ekki verið dálft- ið erfitt að kyngja þvi að mennirnir sem höfðu stjórnað i mörg ár voru i raun og veru ill- skeyttirglæpamenn og staðráðnir i að steypa sovésku þjóðunum i glötun, eða þvi sem næst, við fyrsta tækifæri. Hinu komust þjóðirnar ekki hjá því að taka eftir, að það var eitthvaö undar- legt á seyði i landinu. Þúsundir, hundruð þúsunda, sumir segja milljónir, hurfu sporlaust, var stungið í illræmdar fangabúðir i Siberiu og viðar, myrtir þar sem enginn sá til eða leiddir fyrir dómstól sem flestir áttu erfitt með aö taka hátiðlega. Eftir á, þegarloks varfarið aðskeggræöa verk Stalins opinberlega, sögðu sumir fylgismanna hans að hreinsanimar hefðu eftir allt saman verið bæði nauösynlegar og gagnlegar. Hvað hafi ekki gerst i striðinu? Engin kvislingar i Sovetrikjunum, sögöu þeir, Stal- in hafði svælt út fyrir strið, að sönnu með helstil harkalegum ráðum. Þetta er nú að visu ekki rétt. Milljón manna her i Úkrainu gekk alls hugar feginn til liðs viö Þjóðverja i Rauðskeggsinnrás- inni, ekki af innbyggöum nas- isma, heldur til að varpa af sér oki ráðstjómarinnar. Og á öllum vigstöðvum voru liðhlaupar, þótt Þjóðverjar hafi að visu ekki stofnað leppstjórnir á herteknum svæðum, og ekki að sjá að þeir hafi gert tilraunir til þess. En þetta er nú samt, að margra dómi,mergurinn málsins og sjáK orsök hreinsana. Þrátt fyrir óþægð sumra háttsettra félaga i kommúnistaflokknum við Stalin og stefnu hans, þá hafi staða hans i raun verið býsna trygg. Hreinsanirnar hafi þvi verið „fyrirbyggjandi” ráðstafnanir, gerðartilaðuppræta alla þá sem hugsanlega gætu snúist gegn leið- toganum ef syrti i álinn, annað- hvort innanlands, eða ef drægi til styrjaldar. Þvi hafi hann lagt svo mikla áherslu á að „hreinsa” herinn, að stærstur hluti liðsfor- ingjastéttarinnar hafi hreinlega ekki verið til lengur er upp var staðið. Sem aftur var ástæða þess hversu Sovétmönnum gekk illa til að byrja með i strfðinu, að þvi er flestir sérfræðingar telja. Viðbrögð á Vesturlönd- um Það var ekki að spyrja að: vestræn borgarapressa svokölluð tók tiðindunum úr Sovétrikjunum auðvitað fagnandi. Allt frá þvi að borgarastriðinu lauk höfðu Sovét- rikin verið lok lok og læs og allt i stáli, og fáir vissu hvað þar var að gerast. Reglulega voru að visu birtar tölur um framfarirf, hvað iðnaðarframleiösla hefði aukist siðan kommúnistar tóku við,ólæsi minnkað og almenn vel- megun á hraðri uppleið. Vegna þess að enginn var i aðstöðu til að sannreyna þessar tölur var þeim tekið af mikilli kátinu meöal bandamanna kommúnista á Vesturlöndum en andstæðingar þeirra þögðu yfirleitt þunnu hljóði. Nú er það vitað mál að all- ur þessitalnaieikur var upploginn að mestu því eins og við höfum þegar minnst á var i rauninni allt i kalda koli þar austur frá og miðaði hægt fram á við. En nú komu sem sé fréttir og þær engar smáfréttir. Forysta Sovétrikj- anna barst á banaspjótum, innan- landsdeilur, sögusagnir um hryöjuverk, tilkomumiklar játn- ingar — blöðin vestra komust i feitt. Að visu áttu þau i dálitlum erfiðleikum meö aö túlka hvað halda. Fasistar Francós sóttu að lýðræðis- og vinstrisinnum á Spáni og Sovétmenn studdu hina slðarnefndu með vopnasending- um. Þvf töldu margir vinstri- sinnar að réöust þeir að Sovét- rikjunum væru þeir um leið aö ráðast að aðstoð þeirra við að- þrengda vinstrisinna. Hins vegar fer ekki sögum af viðbrögðunum þegar helstu menn Sovétrikjanna áSpánivoru allir kallaöir heim og „hreinsaðir”... Endurreistir En svo linnti þessu. Gömlu bolsévikarnir voru drepnir og fjöldi annarra lika. Eftir að Stalin dó loksins, hægum og kvalafull- um dauðdaga aö þvi er Svetlana dóttir hans segir, voru hinir nýju ráðsmenn lengi vel i vandræðum með hvað þeir ættu að gera við minningu hans. A flokksþinginu 1956 tók Krússjof loks af skarið og fordæmdi Stalin stórum orðum, ■ Búkharin, „viðbjóðsleg verk min eiga sér engin takmörk”. væri i verunni að gerast, en blandaðist ekki hugur um að nú væri eitthvað ekki eins og það átti að vera austur þar. Sósialistar og kommúnistar áttu þó enn erfiðar uppdráttar. Hluti þeirra, og stærstur hluti, tók þann kost að samþykkja hina opinberu linu og Kamenév, Rýkov, Búkharin og alla hina strákana sem svikara við sósialismann en þó runnu tvær grimur á marga. Svona átti forysturíki sósi'alismans ekki að haga sér, þvi' þó þeir væru fáir sem þekktu nægjanlega vel til til að geta fullyrtaö ákærurnar ættu ekki viö nein rök að styðjast, þá bauð vist flestum i grun að ein- hver maðkur væri i mysunni. Trotskij gerði auðvitað sitt til að ýta undir það, en hann átti undir' högg að sækja. Hann var ofsóttur af Sovétrikjunum og bandamönn- um þeirra, og þó borgarapressan tæki hann sem nytsaman banda- mann vildi hún ekkert með hann hafa til lengdar. Þá hafði sitt að segja að Sovétrikin voru enn ung og fæstir sósialistar voru reiðu- búnir til að hafna þeim undir- eins, ef mönnum fannst eitthvað athugavert á þeim bæ höfðu þeir ekki hátt um það en vonuðu að Eyjólfur hresstist. Loks hafði borgarastyrjöldin á Spáni sin á- hrif á sósialista og viðhorf þeirra til hreinsana Stalins og réttar- ■ Karl Radek. Hann ræddi við Stalin og stýrði eftir þaö ákærun- um gegn sér sjálfur. ■ Rýkov. Um tfma talinn vaida- mestur manna I Sovétrikjunum en sfðar „hreinsaður”... minntist ekki á að hann sjálfur hafði tekið virkan þátt i hreinsun- um, þá ungur og upprennandi i kommúnistaflokknum. Næstu ár- in voru gömlu bolsévikarnir smátt og smátt „endurreistir”, réttarhöldin voru sögð vera af- leiðing mannvonsku Stalins og aukinheldur rógs erlendra agenta, það er að segja Þjóð- verja. Nú þykja þeir allir heldur góðir austur þar, Stali'n hvilir i vandræðalegu limbói en Trotskij er ekki til fremur en fyrri daginn. —ij tók saman. Útboð Tilboð óskast i að steypa upp frá botnplötu og fullgera að utan 2 hús i Tungudal við ísafjörð. Heildarstærð húsanna er 3.034 rúmm. Útboðsgagna má vitja hjá Magnúsi Reyni Guðmundssyni, Bæjarskrifstofunum á Isafirði og á Teiknistofunni Óðinstorgi, Óðinsgötu 7, Rvik gegn 2.000,00 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Magnúsi Reyni Guðmundssyni, föstudaginn 23. april kl. 11.00 Svæðisstjórn Vestfjarðasvæðis um málefni þroskaheftra og Bygginganefnd Styrktarfélags vangefinna Vestfjörðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.