Tíminn - 04.04.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.04.1982, Blaðsíða 7
Sunnudagur 4. apríl 1982 7 menn og málefni Mikilvægast af öllu að tryggja atvinnuöryggið ■ Tölvubyltingin hefur hafiö innreiö sina I fiskvinnsluna. Kjaramálin ■ Það er ekki úr vegi á þeim tima, þegar unnið er að nýjum kjarasamningum, að rifja upp hver séu helztu kjaramál launa- manna um þessar mundir. Af- staða stéttasamtakanna og stefna stjórnarvalda hljóta framar öðru að mótast af þvi. Mikilvægasta hagsmunamál launastéttanna er tvimælalaust atvinnuöryggið. öryggisleysi i þeim efnum brýtur menn niður andlega og likamlega, jafnvel þótt einhverjar atvinnuleysis- bætur séu i boði. Þetta er viður- kennd staðreynd i öllum þeim löndum, þar sem atvinnuleysi hefur rikt á siðastl. árum. Island er i hópi örfárra landa' þar sem atvinnuöryggi hefur verið traust að undanförnu. Þegar menn gagnrýna islenzkt stjórnarfar, mega þeir ekki láta sér gleymast, að tekizt hefur að ná þvi mikilvæga takmarki að halda atvinnuleysinu utan dyra. Það markmið þarf að vera áfram leiðarljós stjórnarvalda og stéttasamtaka. Annað mikilvægasta hags- munamál launastéttanna er að halda verðbólgunni i skefjum. Engar stéttir tapa meiru á óöa- verðbólgu en launastéttirnar. Þeim tekst verst að halda hlut sinum, þegar óðaverðbólga ræöur rikjum. Einkum gildir þetta þó um láglaunafólk. Það á þvi að vera sameiginlegt bar- áttumál launþegasamtaka og stjórnarvalda að leitast við eftir megni að ráða niðurlögum óða- veröbólgu. Ný viðmiðun Þótt baráttan fýrir hækkuðum launum sé mikilvæg, er hún gagnslitil eða gagnslaus, ef verðbólgan eyöir stöðugt launa- hækkunum og jafnvel meiru til. Kauphækkanir koma þvi aðeins að gagni að það takist að halda veröbólgunni hæfilega i skefj- um. Það leikur ekki neitt á tveim- ur tungum, að mesti orsaka- valdur þeirrar verðbólgu, sem hefur verið landlæg hér frá striðslokum, er visitölukerfið svonefnda. Þar er ekki aðeins átt viö vfsitölubætur á laun, heldur einnig hliðstæðar hækkanir á verðlagi land- búnaöarvara og sjávarafurða. Nú ná þessar vixlhækkanir einnig oröið til vaxta og margra annarra þátta, en hjá þvi varð ekki komizt, ef eðlilegt jafnvægi átti að haldast. Af þessum ástæðum er vissu- lega ástæða til að fagna þvi, að rikisstjórnin hefur hafið við- ræður við stéttasamtökin um breytingará visitölukerfinu eða nýjar viðmiðunarreglur, sem gætu leyst það af hólmi. Næðist samkomulag um nýja viðmiðun, sem gæti dregið úr verðbólgunni, væri stigið stórt skref til að tryggja atvinnu- öryggið og skapa skilyrði fyrir bætt lífskjör. Það er ljóst, að þetta verður ekki neitt auðvelt verk. En til mikils er lfka að vinna. Þess vegna ber aö vænta að aliir viðkomandi aðilar geri sitt bezta til að vinna að lausn þessa mikla vandamáls. Lægstu launin Ekki tjáir annað en að horfast i augu við þá staðreynd, að efnahagslegt kreppuástand rik- ir I heiminum. Sá bati, sem ýmsir hagfræöingar hafa talið sig eiga von á, er enn ekki kom- inn til sögu. Þvert á móti hefur stefnt I öfuga átt. Nú er það spá þessara manna að ástandið kunni enn að versna, áður en það batnar á ný. En það geti tekið sinn tima. Þótt menn byggi misjafnlega á þessum spádómum er það óumdeilanlegt að ástandið er ótryggt og ekki er ástæða til bjartsýni eins og sakir standa. Þess verður svo að gæta, að staða launafólks er misjöfn. Það þarf ekki að vera óeölilegt, þvi að taka veröur tillit til margra atriða, þegar störf eru metin. Hitt er samt óeðlilegt, að lægstu launin séu svo lág, að þau hrökkvi ekki fyrir brýnustu h'fs- nauðsynjum. (Jr þessu verður að bæta svo sem frekast er kost- ur. Þar má ekki standa á þeim, sem betur eru settir, eins og við hefur brunnið alltof oft. Þess eru meira aö segja ekki fá dæmi að þegar láglaunafólk var búið aö fá nokkra kauphækkun, kæmu hálaunaflokkar á eftir og heimtuðu meira. Tölvurnar Meöal merkustu mála sem nú liggja fyrir Alþingi er tvimæla- laust tillaga Daviðs Aðalsteins- sonar og sex annarra þing- manna Framsóknarflokksins um stefnumörkun i upplýsinga- og tölvumálum.. Efni tihögunnar er að fela rikisstjórninni að skipa sér- staka nefnd, sem geri tillögur um með hvaða hætti fslenzkt þjóðfélag geti bezt numið og hagnýtt sér hina nýju tækni til alhliða framfara svo sem að þvi er varðar atvinnumál, félags- mál, fræðslumál, mál varðandi almennar upplýsingar og aðra þá þætti er varða samfélagið. Nefndin skal við störf sin hafa hliðsjón af þeirri vinnu og þeim skýrslum, sem þegar kann að vera lokið hérlendis og erlendis. Nefndin skal hafa lokiö störfum og birt niðurstöður fyrir árslok 1982. igreinargerð tillögunnar seg- ir m.a.: „Æda má að tölvuvædd með- höndlun upplýsinga og tölvu- stýrð tækni sé i þann mund að breyta þjóðfélaginu svo að um munar. Markverðar breytingar eru i vændum, sem rætt er um og likt er við byltingu. Þvi veröur tæpast mótmælt að okk- ar þjóðfélag, eins og flest önnur vestræn riki, sé illa i stakk búið til að takast á viö þann vanda, sem fyrirsjáanlega mun fylgja upplýsinga- og tölvubylting- unni. Hvers kyns tæki til öflunar, vinnslu og miðlunar á upp- lýsingum hafa rutt sér til rúms á siðastliðnum árum og áratug- um. Vöxtur þessarar tækni hef- ur verið mikill. Möguleiki á þvi að framleiða ódýrar einingar sem til þarf, hafa stóraukizt. Er hér átt við örtölvurnar svo- nefndu. Fyrirsjáanlegt virðist að alls kyns tölvur, tölvuvædd og tölvustýrö heimilistæki verði almenningseign innan 5-10 ára. Fyrirtæki landsmanna taka þessa tækni sem óðast i þjón- ustu sina og sýnt er að áhugi á henni er geysilegur”. Rétt viðbrögð í greinargerð tillögunnar er siðan rakiö aö tölvubyltingin hafi sfnar skuggahliðar, ýmis- leg félagsleg vandamál og at- vinnuleysi. Eftir að þessu hefur verið lýst, segir i greinar- geröinni: „Ljóst er, aö mikilla og skjótra aögerða er þörf ef þjóð- félagið á ekki að verða leik- soppur grundroöakenndrar og tilviljanakenndrar uppbygging- ar. Eitt frumskilyrði þess, að rétt verði viö brugðizt er, að al- menningur fái glögga hugmynd um tæknina og hiö nýja þjóð- félag, sem hún mun leiða af sér. Almenn og viðsýn fræösla um þessi mál virðist þvi megin- nauðsyn. Enn, sem komið er, er sú takmarkaða kennsla sem fram fer, tæknileg i eðli sinu. Hún er snauð af umfjöllun um áhrif tækninnar á þjóðfélagið, um ýmsa almenna möguleika, sem tæknin býður upp á og þá byltingu sem i vændum er, varðandi upplýsingaöflun úr gagnabönkum og margt fleira á upplýsinga- og tölvusviðinu”. Þá segir i greinargeröinni að mikilvægt sé að skipuleggja al- mennt nám um upplýsinga- og tölvumál sem tæki til fleiri þátta en nú er gert. Albert og Davíð Margtbendir til, að viða verði .háð hörð og tvisýn barátta i sveitar- og bæjarstjórna- kosningum á komandi vori. Af eölilegum ástæðum beinist at- hyglin mest að borgarstjórnar- kosningunum i Reykjavik, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn gerir örvæntingarfulla tilraun til að ná aftur meirihlutanum i borgarstjóminni. Eftir mikil átök tókst Sjálf- stæöisflokknum að ná mála- myndarsamkomulagi um fram- boöslistann og borgarstjóraefn- ið. Albert Guðmundsson var grátbeðinn um að gera tillögu um Davi'ð Oddsson sem borgar- stjóraefni. Þetta mun engu breyta um þaö, að eftir kosningarnar mun sambúð þeirra haldast með lilt- um hætti og hún var i borgar- ráði Reykjavikur á siðastl. ári. Þá voru þeir ósammála ekki sjaidnar en 28 sinnum. Reykvikingar hafa þvi' örugga vissu um, aö glundroði og sundurlyndi muni einkenna stjórn borgarinnar ef þeir yrðu svo óheppnir, að Sjálfstæðis- flokkurinn hreppti meirihlut- ann. Baráttan í Reykjavík Ljóst er, að baráttan i Reykjavik verður fyrst og fremstá milli Sjálfstæöisflokks- ins og Framsóknarflokksins. Siðast var kosiö til borgar- stjórnar á árinu 1978. Það er bezta kosningaár bæði hjá Al- þýðubandalaginu og Alþýðu- flokknum. Hvorugur þessara flokka getur gert sér vonir um hagstæðari úrslit en þá. Það sýndu þingkosningarnar 1979 bezt. Af þessu er það ljóst, að Framsóknarflokkurinn þarf verulega að eflast ef koma á i veg fyrir að Sjálfstæðisflokkur- inn nái meirihlutanum aftur. Það er nokkurn veginn vist, aö Framsóknarflokkurinn muni fá miklu betri útkomu nú en 1978. Það sýna úrslit þingkosning- anna 1979 glögglega.. Framsóknarflokkurinn hefur gildar ástæður til að vænta þess. A kjörtimabilinu sem nú er að ljúka, hafa andstæðingar ihaldsins stjómað borginni i fyrsta sinn. Glundroöakenningu ihaldsins hefur veriö hrundiö. Stjórnin á borginni hefur veriö stórum betri en áður. Þegar Egill Skúli Ingibergs- son er undanskilinn, hefur eng- inn maöur átt meiri þátt i þess- ari farsælu niðurstöðu en Kristján Benediktsson. Hann hefur að visu ekki látið mikið á þvi bera, en vitneskjan um miiligöngu hans og leiðsögn hefur samt siazt út. Undir for- ustu hans stefnir Framsóknar- flokkurinn að sigri i borgar- stjórnarkosningunum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri , skrifar:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.