Tíminn - 04.04.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.04.1982, Blaðsíða 4
Sunnudagur 4. apríl 1982 ■ Skrúðgangan undir merki hakakrossins mæltist misjafnlega fyrir hjá vegfarendum. Nei, viö þorum ekki aö fullyröa hvort þessir piltar hafi I þokkabút veriö aö syngja Horst Wessel-sönginn. ■ Einn bekkurinn úr MS var uppábúinn eins og læknar meö hjólastóla, hlustunarpipur og allt tilheyrandi. „Carl Sagan og alheimur hans...” — dimmitterað á fyrsta vordeginum ■ A fimmtudaginn voru svo- kallaöar dimmissionir i tveimur reykviskum menntaskólum — þeim gamalgróna Reykjavikur- skóla við Lækjargötuna og hinum kornunga bróöur hans inni við Sundin. Það er ekki nema von að einhverjir spyrji: Dimmission, hvað er nú það? Jú, það er siöasti skóladagur i siðasta bekk menntaskóla, siðasti dagur fyrir upplestrarfri i fjórða bekk Menntaskólans við Sund sem heitir vist samkvæmt gamalli hefð sjötti bekkur i Mennta- skólanum i Reykjavik. A þessum merka degi losna langþreyttir menntaskólanemar loks við lang- þreytta kennara eftir fjögurra ára lærdómsþjark og eru lausir allra mála. Ekki alveg að visu, fyrststanda auðvitað fyrir dyrum löng og ströng stúdentspróf. Það þarf ekki að spyrja að það er mik- iö um dýröir hjá hlutaöeigandi á slikum timadegi, kyrjað „Gaudeamus igitur” og „Þið stúdentsárin æskuglöð” og væntanlega eitthvað pinulitið drukkið, enda biður svokölluð al- vara lifsins handan við næsta horn. Okkur bárust spurnir af þvi að i Menntaskólanum i Reykjavik heföu flest stúdentsefnin verið komin á fætur strax um sexleytið. Sömu sögu er vafalitiö að segja Qfan úr Sundum. Eftir létta upp- hitun hófst svo kennsla klukkan átta eins og um hvern annan skóladag væri að ræða. Það má þó gera ráö fyrir þvi að meira hafi farið fyrir söngmenntinni en öðrum göfugum fræðum. Þessari kennslu til málamynda var svo haldið uppi i tvo tima, en klukkan tiu hófst hátiðarsamkunda á Sal hinum sögufræga, rektor hélt tölu og hinn gamli inspector scolae, eins og formaður skólafélagsins heitir i latinuskólanum gamla, af- salaöi sér völdum i hendur arf- taka sins. Að þvi loknu var haldið út i sólskinið, sem ekki var skorið við nögl þennan daginn, kennararnir kallaðir hver af öðr- um út á skólalóðina, kysstir i bak og fyrir og leystir út með blóm- um. Siöan mælir hefðin svo fyrir aö ekið sé um á gripaflutninga- vögnum um bæinn þveran og endilangan undir þvi yfirskini að sækja heim kennara sem búa i hæfilegri nálægð, sem þá fá sinn skammtaf blómum, fögrum orð- um og húrrahrópum. Og þá er væntanlega búið að setja strik yf- ir leiðindi og armæöu vetrarins. Að þessu loknu snæddu stúd- entsefnin úr MR svo hádegisverð á veitingahúsi i vesturborginni, en um kvöldið var dansleikur á Hótel Borg þar sem kennarar og nemendur skemmtu sér saman á jafnræðisgrundvelli i fyrsta sinn. Það heyrir vist til að menn séu skringilega uppábúnir á þessum timadegi. Enda mátti sjá margar kostulegar persónur i Lækjargöt- unni um tiuleytið á fimmtudaginn mm vi ilisU Ifll 11 ig ■ fll 11 mm j juSv-v, 4 t Vcr :1 •sfffiaH.TWií/ æí S ijb Uk & v ' j i x f msW' ii p Jg ij' ytf ; > ‘mm [ ;l Ijjfe j jJ||j 1,^1 \r í 9 ■ Fornmenn f Bankastræti. Var kyn þó Papar legðu á flótta? ■ Vaskir vikingar en Geir Gunnarsson alþingismaður leggur á flótta sýnist okkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.