Tíminn - 04.04.1982, Blaðsíða 8
■ Ég var i ógurlega slæmu skapi
um slðustu helgi. Sumpart var
þaö af ástæðum sem trauðla eiga
heima i dagblaöi. En sumpart var
þaö lika af ástæðum sem óþarft er
aó þegja yíir — ýmsum smánar-
blettum og þjóðarmeinum. Satt
er þaö, neðantalin „mál” eru
allsendis óskyld, þau tengdust
bara og runnu saman í hug-
raunum minum um helgina.
Þetta byrjaöi allt saman á
fimmtudagskvöldið. Nokkrum
dögum áður hafði ég kastað þeirri
hugmynd á loft á ritstjórn Blaðs-
ins að einhver, kjarkmaður legði
leiö sina á Hlemmtorg, i strætis-
vagnabiðstööina þar, sæti þar
eina kvöldstund svo lítt bæri á og
skrásetti allt sejn fyrir augu bæri
— allan ósómann sem sögur
herma að þar eigi sér athvarf,
skrilslæti ungra og aldinna undir
áhrifum aðskiljanlegra vimu-
gjafa, sem gera sómakærum
borgurum vistina óbærilega I
þessu húsi sem með réttu ætti aö
vera friöarhöfn hins óbreytta far-
þega. Mérhaföi eiginlega skilist á
öllu aö þarna væri á kvöldin heil
Sódóma plús Gómorra, Hlemms-
AF HUGRAUNUM
greinin yröi þá einhvers konar
árétting á úttekt Sigrúnar
Stefánsdóttur á unglingavandan-
um á Hallærisplaninu i sjónvarpi
nokkrum kvöldum áður. Og fyrir
utan það, að öilum likindum
krassandi blaöamatur.
Nú fór svo sem aldrei skyldi að
eitt yfirvaldiö á Blaðinu greip
hugmyndina á lofUfannst hún
undurgóð og felldi svo þann úr-
skurð að það stæöi mér sjálfum
næst aö fara (eins og það væri
ekki nóg að fá svo fáránlega hug-
mynd), ég skyldi gera mina vett-
vangskönnun og greiningu á
Hlemmi og skila siðan niðurstöö-
unum i prentsmiðju daginn eftir.
A laugardaginn átti svo blaðið að
koma út og þjóðin aö vakna til vit-
undar um þessa miklu þjóöar-
skömm.
Eftir veikburða mótbárur lét ég
þetta gott heita og féllst á að gera
þessar litlu mannfræðirann-
sóknir, siöla á fimmtudags-
kvöldið varég svo hjólandi I blóö-
spreng upp Hverfisgötuna. Það
var hvasst og gekk á meö
skúrum, rok og úrhellisrigning
fannst mér þar sem ég þrælaði
áfram i myrkrinu um hálf-tiu-
leytið. Hann héngi þó alla vega
þurr i biöskýlinu, hvaö sem svo
biöi min þar annaö. Ég lét flaut,
frýjunarorð og köll bilandi veg-
farenda sem vind um eyru þjóta,
Konist áh teljandi heilsutjóns upp
aö lögreglustöö og lagöi hjólinu I
murkt skúmaskot þar i' nágrenn-
inu, ætlaö ekki að eiga á hættu að
illþýöiö hleypti Ur því loftinu eða
ynni önnur spjöll á þessum ágæta
farkosti. Siöan gekk ég, búinn aö
sætta mig við hlutskiptiö, inn I
uppljómað biðskýlið.
Spilling á Hlemmi
Nú átti ég von á að þar rikti al-
mennt uppnám og glundroði og
undir niöri átti ég lika fullt eins
"*von á dauöa minum. Jú, þarna
var miöaldra vörður i bláum
slopp að stugga burt smávaxinni
unglingakliku i einhvers konar
úniformi, gailafötum hátt og lágt
og letrað ýmist „Kiss” eöa
„Sjálfsfróun” á bakiö. Stúlka
sem stóö hvorki aftur né fram úr
hnefa hélt á kassettusegulbandi
og allt gengið dillandi sér kæru-
leysislega í takt við tónlistina. En
það var greinilegt að það var
vörðurinn sem hafði töglin og
hagldirnar, ég heyrði ekkí betur
en hann segöi „enga tónlist hér
inni”, og hnipinn krakkahópurinn
hlýddi eins og af gömlum vana og
hvarf út I rigninguna og myrkrið.
Ekki voru þau rétt stór, en þrátt
fyrir mlna sannleiksást tókst mér
ekki aö komast nógu nálægt til að
finna lykt af áfengi eða öðrum
vimuefnum.
Jæja, þarna var unglingur, og
annar þama I leðurjakka og sá
þriðji þarna I horninu með fjólu-
blátt hár. Tveir bólóttir strákar i
vattjökkum sátu niðursokknir i
teiknimyndasögu, og þarna voru
þrjár smápiur i þröngum galla-
buxum aö hringja. Og þarna dró
til tiðinda, þrlr miðaldra drykkju-
bræöur á bekk — en, æ, þarna
kom vöröurinn aðvlfandi og rak
þá út. Þeir hlýddu álika auöm júk-
lega og unglingarnir. Ég, sem
haföi iklæöst minum táningaleg-
asta búningi i tilefni kvöldsins,
gekk fram og aftur, aftur og
fram, hring eftir hring, skimaði I
allar áttir og út I nóttina en ekki
sást tangur né tetur af neinu mis-
jöfnu. Þessir fáu unglingar voru
farnir aö gjóta til mln augunum,
þaö var ég sem var skrltinn, ekki
þeir. Eftir tuttugu minútur lá
sannleikurinn I augum uppi —
fólk var greinilega hérna til aö
biða eftir strætó, leiö tvö, þrjú,
fjögur og fimm komu hver á eftir
annarri og ég horföi á eftir opnu-
greininni hverfa inn i vagnana.
En hvað þá meö allar sögusagn-
irnar og blaöauppsláttinn?
Sænsk vandamála-
hús
Morguninn eftir voru ýmsar
skýringar á lofti á Blaðinu: Það
væri i raun ekkert að gerast á
Hlemmi nema um helgar.
Fimmtudagskvöld, þá komast 18
ára krakkar I Klúbbinn og
Purrkur Pilnikk aö spila á Borg-
inni þetta sama kvöld. Astandið
væri ailt annað en I vetur, nú
héldu verðirnir uppi röö og reglu
En alténd fór greinin góða um
umsátursástandið á Hlemmi veg
allra vega, kannski einhver
kollegi taki upp merki mitt og
gerist unglingur á Hlemmi eitt-
hvert föstudags- eöa laugardags-
kvöldiö, hugmyndina læt ég fús-
lega af hendi. Þaö vitum við sem
skrifum helgarblöö að þær liggja
ekki á lausu góöu hugmyndirnar.
Þarna brást mér spillingin eins
og svo margt annað um þessa
helgi, hvert stefnir heimurinn
eiginlega þegar ekki er einu sinni
hægt aö ganga að henni á visum
staö?
Annars hitti ég mikinn speking
um daginn sem hélt þvi fram að
frændur vorir Sviar hefðu farið aö
hanna hús eins og biðskýliö á
Hlemmi gagngert til að skapa
vandamál. Þar I landi væru öll
nýleg biöskýli og brautarstöðvar
byggð i þessum kuldalega og
snyrtilega stil. Sænskir unglingar
ættu ekki I önnur hús aö venda á
kvöldin en kofa úr stáli og steini
og þar með væri tryggt aö allir
félagsráögjafarnir og skólasál-
fræöingarnir þar i landi heföu
kappnóg að starfa. Þvi' fitna ekki
Sviar á vandamálunum eins og
púkinn á fjósbitanum?
Framleiðenda-'
tilfinning
Opnan var enn óskrifuö og hug-
myndafátæktin algjör. Seint og
siðarmeir varð þaö til ráða aö ég
gerði lauslega úttekt á
byggingarsögu Haligrimskirkju á
Skólavörðuholti og framtiðar-
horfum um þessa miklu eilifðar-
smið. Þvi þótti mér ekki óviðeig-
andi þegar ég fór út að spásséra
daginn eftir aö rölta upp á holtiö
og skoða guðshúsið i ljósi þess
sem ég hafði oröiö vísari daginn
áður.
í bók sinni Velgjunni eða Kligj-
unni lýsir Jean Paul Sartre kennd
sem siðarmeir varð i meðförum
hans ein af forsendum existen-
sialismans — þeirri sérkennilegu
upplifun aö finnast dauöir hlutir
framandlegir, ólögulegir og
klossaðir, jafnvel óvinveittir og
ógnandi. Þetta er ekki bara
hugarfikja Sartres heitins, fjöl-
margiraörir hafagert þessaritil-
finningu skáldleg skil, ég nefni
Camus og William Faulkner,
fyrir nú utan aö Sartre klæddi
hana siðar i' heimspekilegan
búning tilvistarstefnunnar.
Nú hættir mér eins og öörum
bókelskum og hrifnæmum sálum
til að gleypa viðhorf og tilfinn-
ingar úr bókum með hausi og
sporð og prófa þær síðan á sjálf-
um mér I góðu tómi. Þó ekki sé
nema til aö ganga úr skugga um
hvað maöur er næmur. En þaö
sem gerðist innra með mér þar
sem ég stóö andspænis kirkj-
unni á holtinu, eins og mús and-
spænis fil, hlýtur að vera runnið
af sömu rót og framandleika-
tilfinning Sartres. Kirkjan er
að sönnu engin smásmið, en
það var ekki bara stærð henn-
ar og öll þessi ljósa steinsteypa
sem rann mér til rifja, held-
ur líka formleysið hvaðan sem
litið er, gluggaborurnar sem
minna helst á skotraufar,
ósamræmið milli turnsins og
kirkjuskipsins, hinn ægilegasti
hrærigrautur stllbrigða. Nei, það
var ekki pláss fyrir bæði
mig og kirkjuna á holtinu. Eftir
aö hafa gengið einn hring I kring-
um hana lagöi ég á flótta niður
i elskulegt skipulagsleysi Þing-
holtanna. En hefði ég verið
sögupersóna I bók eftir Sartre
hefði framandleikatilfinningin
ekki verið rekin svo auö-
veldlega út, aörir álika dauðir
hlutir hefðu smitast af óvináttu
kirkjubyggingarinnar, ég hefði
gengið á miöri götunni, sem
lengst frá fjandsamlegum húsum
og bilum i drápshugleiðingum,
hræddastur við það eitt aö gatan
myndi gleypa mig.
Klifrað upp i
himininn
I fúlustu alvöru. Þaö verður
vist ekki snúið aftur meö Hall-
grimskirkju. En nú þegar loks er
kominn einhver visir aö þaki á
kirkjuna sést gjörla hvernig hún
verður i endanlegri mynd, hvað
stæröhennar erióskapleg og form
leysið algjört. Hvlllk ögrun við
umhverfið! Það er ekki bara 70
metra hár turninn sem gnæfir
yfir allt höfuðborgarsvæðiö og
Faxaflóa, storkar fjöllunum eins
og einhver sagði, heldur mun
kirkjuskipið lika risa aö minnsta
kosti 30 metra upp I loftiö, búk-
mikið og þyngslalegt. Otkoman
minnir á risastórt og letilegt forn-
aldarskrimsli sem liggur fram á
lappirnar. Af öllum þeim miklu
dómkirkjum, gotneskum og róm-
önskum, sem ég hef séð erlendis
hefur mér ekki fundist nein jafn
yfirgengilega tröllvaxin og þessi.
Og eru það þó ekki neinar smá-
smiðar. Er það ekki lika öldungis
fáránlegt aö reisa stærsta húsið i
bænum á hæstu hæðinni Já, það
skal öldungis klifrað upp i himin-
inn.
Nóg um það. En reyndar var
mér bent á það á laugardaginn að
ég hefði i áöurnefndri grein
gleymt að minnast á það sem er
ekki minnst kúnstugt við Hall-
grímskirkju, nefnilega að turninn
hallar i ýmsar áttir allt eftir þvi
hvar maður er staddur i bænum.
Einhver hefur ekki verið nógu
sterkur I geómetriunni....
Manndómsvígsla
landans
Hvernig veröur maöur að
manni hér á landi? Hver er
manndómsvígsla landans? Jú, að
sjálfsögðu aö koma sér þaki yfir
höfuðið, kaupa ibúö og stærri
ibúö, helst byggja, byggja stórt.
Fasteignaauglýsinga rnar i
Morgunblaðinu á sunnudögum
eru mér alltaf til ómældrar skap-
raunar. Og um slðustu helgi
keyrði um þverbak. Þá lögðu þær
und'ir sig heilar nlu slður i
biaöinu, svo ekki vantar fram-
boðiö á húsnæði. Þarna voru
aukin heldur ýmsar ibúðir sem
mér fundust ærið girnilegir
kostir, ég nefni — 4ra herbergja
ibúð viö Grettisgötu,4ra her-
bergja viö Holtsgötu, þó það væri
ekki nema 2 herbergi á Melunum.
Svo rýnir maöur I smáaletrið,
prisa og skilmála: Útborgun á
þeirri fyrsttöldu — 580 þúsund, á
annarri — 640þúsund, á þriöju 480
þúsund. Það tæki mig að minnsta
kosti fimm ár aö vinna fyrir út-
borguninni einni saman! Það er
ef bæti ekki á mig kvöldvinnu og
næturvinnu, afgreiði til dæmis i
sjoppu á kvöldin og skúra gólf á
nóttunni. Nei, það veröur vist ein-
hver bið á þvi ég verði maður,
minni manndómsvlgslu, þrátt
fyrir öll lán og ýmislegar fyrir-
greiðslur. Eða á maður að fórna
lifsnautninni frjóu fyrir þak og
fjóra veggi? Svo óheyrilegt verð-
lag á jafn sjálfsagðri iífsnauðsyn
og húsnæði ber vott um þenslu,
um kerfi sem er þanið til hins
ýtrasta, kerfi sem er löngu búið
að stinga af fólkið sem þarf að
búa viðþað.Einhvern tima hlýtur
eitthvað að láta undan og það lik-
lega fyrr en siðar. A meðan
verður fólk eins og ég, nautna-
spekúlantar sem meta lifs-
þægindi f dag öllu framar, að
þrást við á stopulum leigu-
markaði þar sem ástandið er i
raun ekki hótinu betra.
Til samanburðar: Um daginn
hitti ég kunningja, sem býr I
Kaupmannahöfn, á kaffihúsi.
Hann á konu og börn og er enginn
hálaunamaður fjarri þvi. Hann
var að kaupa sér ibúð á Vesterbro
sem er meira en 100 fermetrar.
Otborgunin var 60 þúsund
danskar. Siöar skyldi greitt af
ibúöinni inn á bankareikning
tvisvar á ári eitthvað smáræði.
Fyrirkomulagið er einhvers
konar leigusala, hann veröur ekki
lögformlegur eigandi i'búðarinnar
fyrr en eftir nokkur ár. Jafn heil-
brigt fyrirkomulag og hitt er
sjúkt. Maður getur ekki nema
furðað sig á þvi að Islendingar
skuli ekki flýja land i stórum stil.
Satt að segja finnst mér að
ástandiö i húsnæðismálum hér i
Reykjavik sé orðiö svo fáheyrt að
það eigi heima fyrir mann-
réttindanefndum og — dóm-
stólum. Það er bara ekki hægt að
leggja svonalagað á fólk.
Allsherjar-
blankheit
Þaö mætti tina til fleira sem olli
mér hugraunum um helgina.
Meðal annars að ég var blankur,
skitblankur, og sama ástand virt-
ist rikja allt I kringum mig. Ég
reyndi allt hvað aftók að verða
með mér úti um smávægilegt lán,
en alls staöar voru viötökurnar
þærsömu. Engirpeningar. Viðast
hvar höfðu þeir horfið sporlaust
um miðjan mánuðinn. Og allir
voru að furða sig á þvi hvaö þeir
sjálfir voru blankir og hvað allir
hinir voru blankir. Langminnug-
ustu menn mundu ekki eftir öðru
eins. Ég ætla ekki aö fara nánar
út i það, en er ekki orðið hálft
annað ár siðan umtalsverðar
kjarabætur uröu hér á landi? Hér
er það sama á ferðinni og i hús-
næðismálunum. Verölagið er
löngu búið aö stinga af. Getum við
islenskir launþegar sætt okkur
við minna en tuttugu og fimm
prósent kauphækkun i samning-
um i vor? Það erað minnsta kosti
vist að við tökum ekki neinum
félagsmálapökkum iagnandi
hendi.
Satt er það, ofangreind mál eru
óskyld. Leiðir þeirra lágu ein-
ungis saman i mi'nu hugarangri
um helgina.
Egill Helgason
blaðamaður,
skrifar