Tíminn - 06.04.1982, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 6. april 1982.
6
fréttir
■ Sitjandi frá vinstri: Hugrún Reynisdóttir, Sturiaugur
Kyjúlfsson og Erla Karlsdóttir. Sitjandi: Halldóra Guðbjarts-
dóttir, Margrét Guðbjartsdóttir, Guðmundur Gunnarsson og
Margrét óskarsdóttir leikstjóri.
„Skyggna vinnukonan”
— í Tjarnarlundi á skírdag
DALIR: . Leikfélagið „Litið
eitt” i Saurbæ i Dölum frum-
sýnir leikritið „Skyggnu
vinnukonuna” eftir Pierre
Barillet og Jean Pierre Grédy
i þýðingu Ragnars Jóhannes-
sonar i Tjarnarlundi i Dala-
sýslu fimmtudaginn 8. april
n.k., þ.e. á skirdag. Leikstjóri
er Margrét óskarsdóttir,
ieikendur eru fimm en alls
taka 10 manns þátt i sýning-
unni.
önnur sýning verður
laugardaginn 10. april og
þriðja sýning annan i páskum,
Eftir páskana hyggst leik-
félagið bregða undir sig betri
fætinum og sýna „Skyggnu
vinnukonuna” i nágranna-
byggðunum, Sævangi og viöar
i Strandasýslu helgina eftir
páska.
Leikfélagið „Litið eitt” var
stofnað 1980. Fyrsta verk
félagsins var „Barn i vænd-
um” og i fyrra sýndi félagiö
„Höfuðbólið og hjáleiguna”.
Auk þess hefur félagið haldið
tvær fjölskylduskemmtanir á
þessu timabili. Formaður
leikfélagsins er Magnús
Agnarsson, Efri-Múla.
G.K I. Saurbæ/IIEI
Stofnun
idngarða \
Eyjum í
athugun
VESTMANNAEYJAR: t
Vestmannaeyjum, sem
annarstaðar, hefur að undan-
förnu mikíö veriö rætt um að
kanna alla möguleika til að
auka fjölbreytni i atvinnulif-
inu i Eyjum. Til að auðvelda
mönnum að setja á stofn iðn-
fyrirtæki hefur bæjarstjórnin
lýst yfir vilja sinum til aö
stuðla að þvi með hugsanlegri
byggingu iöngarða. t þvi sam-
bandi samþykkti bæjarstjórn-
in m.a. að setja á laggirnar
undirbúningsnefnd aö stofnun
iðngarða, sem kanna á áhuga
aðila fyrir stofnun iðnfyrir-
tækja i nýiðnaði.
Möguleika á nýiðnaði telja
menn fjölmarga, svo sem
frekari nýtingu sjávarafurða,
t.d. á slógi, loðnuhrognum,
efnaiðnaði i sambandi við fisk,
nýtingu á lýsi, galli o.s . frv.
ásamt umbúöaiðnaöi fyrir
fiskvinnslu og nýtingu hraun-
hita fyrir ýmisskonar fram-
leiðslu. —HEI
Garðyrkju-
skólanum á
Reykjum slitið
IIVERAGERÐI: Garðyrkju-
skóla Rikisins, Reykjum,
ölfusi, var slitið siöasta
laugardag og útskrifuðust þá
33 nemendur frá skólanum,
eftir tveggja vetra nám.
Félagslif á skólanum hefur
verið mjög fjölskrúöugt enda
mörg sameiginleg markmið
sem unniö var að.
Fyrri veturinn (80-82) unnu
nemendur hörðum höndum að
þvi að fjármagna náms- og
kynnisferð sem farin var til
Sviþjóðar og Finnlands siðast-
liðið sumar, og heppnaðist sú
ferð mjög vel. Vilja nemendur
nota tækifærið og þakka öllum
þeim mörgu sem studdu við
bakiö á þeim, fyrir aðstoöina,
sem gerði þeim kleyft að fara
þessa ferö.
Fjáröflunarleiðir voru
ýmsar s.s. rekstur krambúðar
á skólanum, Aðventukransa-
sala, sala á þurrskreytingum
og pottaplötusala. Allt voru
þetta verk nemenda sem
þarna voru seld, hlutir sem
tengdust meira og minna
náminu við skólann.
1 ár hefur rekstur skóla-
félagsins verið fjármagnaður
meö krambúöarrekstri og sölu
jólakorta.
Til að reka endahnútinn á
góða samvinnu þessa árgangs
halda nemendur hina árlegu
pottaplöntusölu i Breið-
firðingabúð, Skólavörðustig 6,
b. eru þar seldar pottaplönt-
ur af ýmsum stærðum og
gerðum á gjafverði. Ætlunin
er að nota það fjármagn til
þess að gera öllum á skólanum
útskriftina sem eftirminnileg-
asta m.a. ætla nemendur að
gefa skólanum gjöf til
minningar um veru þeirra
þar, sem hefur i heild sinni
verið bæöi skemmtileg og
fræðandi. —G.H.
Fjöldi lista-
manna á
Vorvöku á
Hvammstanga
HVAMMSTANGI:
Ungmennafélagið Kormákur
og Lionsklúbburinn Bjarmi
halda sina árlegu vorvöku i
Félagsheimilinu Hvamms-
tanga dagana 8. til 10. april,
þ.e. skirdag, föstudaginn
langa og laugardaginn fyrir
páska.
Vorvakan hefst með opnun
fjölbreyttra listsýninga kl. 14.
Þeir sem sýna þar verk sin eru
Gunnar Guðjónsson, Salóme
Fannberg, Marinó Björnsson,
TorfhildurSteingrimsdóttir og
ennfremur sýna Hvamms-
tangabúar leirmuni sem þeir
hafa búið til. Sýningin er jafn-
framt sölusýning, og er opin
frá kl. 14 þessa þrjá daga.
A f im mtudagskvöldið
verður kvöldvaka. Þar halda
konsertþau Ragnar Björnsson
organisti, Guðný Guðjóns-
dóttir og Pétur Þorvaldsson.
Úr verkum sinum lesa Haf-
steinn Pétur Lárusson og
Geirlaugur Magnússon en
Sveinbjörn Beinteinsson als-
herjargoði kveður rimur.
Á laugardaginn kl. 16
verður flutt fjölbreytt dag-
skrá. Hún hefst meö söng
blandaðs kórs undir stjórn
Helga S. Ölafssonar. Þá les
Ragnhildur Karlsdóttir ljóö
eftir Ingibjörgu Jónsdótttur
frá Laufási i Viðidal. Simon
ívarsson leikur á gitar og
Visnavinir skemmta með
hljo'mlist og söng.
A fimmtudag og laugardag
verða seldar veitingar i
Félagsheimilinu á vegum á-
hugafólks sem er að safna
fyrir pipuorgeli i Hvamms-
tangakirkiu.
Rétt er að taka fram að að-
gangur aö öllum dagskrám er
ókeypis. —HEI
Hlutafé íslands í Alþjóða-
bankanum aukið
■ — Það er mikilvægt fyrir
íslendinga að taka virkan þátt i
störfum Albióðabankans, sem
hefur náin samskipti við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn, sagði Tómas
Arnason viðskiptaráöherra, er
hann mælti fyrir frumvarpi um
heimild til hækkunar á hlutafé
Islands i Alþjóðabankanum. Það
er mikið öryggi i þvi að geta haft
aðgang að bankanum ef á þarf að
halda, og hefur þaö komiö
íslendingum vel. Hér geta orðið
snöggar breytingar á efnahags-
lifi, t.d. fiskleysi, og þá er góð
trygging að eiga aðgang að stofn-
un sem þessari.
Lagagreinin er þannig: Rikis-
stjórninni er heimilt að semja um
hækkun á hlutafé Islands i
Alþjóðabankanum úr 22.2 millj.
Bandarikjadollara I allt að 68
millj. Bandarikjadollara miðað
við gullgengi dollarans þann 1.
júli 1944.
I athugasemdum með frum-
varpinu kemur fram að
Islendingar fengu á árunum 1951-
1973 lán sem samtals nema tæp-
um 28 millj. dollara og var þeim
varið til ýmiskonar fram-
kvæmda.
Alþjóðabankinn var stofnaður
árið 1945 og er hann eign 141
aðildarrikis. A fjárhagsárinu 1981
veitti Alþjóðabankinn 50 aðildar-
rikjum lán að upphæð 8.809
milljónir Bandarikjadollara.
Lánin eru veitt til ýmsra fram-
kvæmda i þróunarlöndunum til að
bæta lífskjörin þar. Enda þótt
lánveitingar bankans hafi vaxið
ört á undanförnum árum, hefur
þó þörf þróunarlandanna fyrir
fjármagn vaxið enn meira, og er
það aöalástæðan fyrir þvi, að aö-
ildarrikin samþykktu almenna
hækkun á hlutafé bankans.
Um frekari lántökur Islendinga
hjá bankanum erekki að ræöa en
að framan greinir, af þvi að
þjóðartekjur landsmanna eru
langt fyrir ofan það mark, sem
bankinn setur nil sem skilyrði
fyrir lánveitingum sinum. Ahugi
á starfsemi bankans er engu að
siður mikill, þar sem hann gegnir
mikilsveröu hlutverki við upp-
byggingu efnahagslifs i þróunar-
löndum. Ennfremur hefur Island
aðgang að mikilli lánafyrir-1
greiðslu hjá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum og hefur notið mikillar
lánaaðstoðar frá honum. Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn er nátengdur
bankanum og aðild að báðum
stofnunum fylgist að.
Norðurlöndin hafa sam-
eiginlegan fulltrúa og varafull-
trúa i stjóm bankans, og er skipt
um á 2ja-3ja ára fresti. AUshafa
þrir íslendingar setið i stjórn
bankans sem fulltrúar og tveir
sem varafuUtrúar fyrir hönd
Norðurlandanna.
Heildarlöggjöf um
málefni aldraðra
■ Svavar Gestsson félagsmála-
ráðherra hefur mælt fyrir frum-
varpi um málefni aldraðra. Er
hérá ferð viðamikill málaflokkur
sem mikil vinna hefur verið lögð i
og er stefnumarkandi um þetta
málefni. Lögin taka til allflestra
þeirra félagslegu þátta sem að
öldruðu fólki lýtur. Er lögunum
skipt i nokkra kafla sem gefa
nokkra hugmynd um innihald
þeirra. Þeir eru: Skipulag öldr-
unarþjónustu, framkvæmda-
sjóður aldraðra, heimaþjónusta
og dvalarstofnanir fyrir aldraða,
auk ýmissa ákvæða annarra.
Fyrsta grein laganna hljóðar
svo: Markmið þessara laga er, að
aldraðir fái heilbrigðis- og félags-
lega þjónustu, sem þeir þurfa á að
halda og að hún sé veitt á þvi
þjónustustigi, sem er eðlilegast
og hagkvæmast miöaö við þörf og
ástand þess aldraða.
Lögin miða að þvi, að aldraðir
geti svo lengi sem verða má búið
við eðlilegt heimilislif, en að jafn-
framt sé séö fyrir nauðsynlegri
stofnanaþjónustu, þegar hennar
er þörf.
Um F r a m k v æ m d a s j ó ð
aldraðra segir að hann skuli
stuöla að byggingu húsnæðis og
dvalarstofnana fyrir aldraöa.
Aðaltekjur sjóðsins verða beint
framlag úr rikissjóði hverju sinni
og sérstakur 200 kr. skattur, sem
lagður er á tekjuskattsskylda
menn á aldrinum 16-75 ára, á ár-
inu 1982, með vissum undantekn-
ingum þó. Hækkar gjaldið árlega
samkvæmt skattvisitölu.
Heimaþjónustan er tviþætt.
Annars vegar heilbrigöisþáttur-
inn sem er heir.iilislækningar,
heimahjúkrun og endurhæfing i
heimahúsum og hins vegar
félagslegi þátturinn, sem er
heimilishjálþ, félagsráögjöf og
heimsending matar.
Samkvæmt lögunum er gert ráð
fyrir 5 tegundum dvalarstofnana
fyrir aldraða. Ibúðir, sér-
hannaðar fyrir þarfir aldraðra,
dvalarheimili, hjúkrunarheimili,
sjúkradeildir og dagvist fyrir
aldraða.
Páll Sigurðsson, ráðuneytis-
stjóri i heilbrigðismálaráðuneyt-
inu er formaður nefndar sem full-
trúar ýmissa samtaka eiga sæti i,
og samdi nefndin lagafrum-
varpið. I greinargerð er skýrt frá
hvaða markmið nefndin setti við
samningu frumvarpsins:
I frumvarpi þessu eru málefni
aldraðra tekin til heildarendur-
skoðunar með það fyrir augum aö
komið verði á samræmdu skipu-
lagi á þjónustu fyrir aldraða með
tilliti til félagslegra og heilsufars-
legra sjónarmiða. Leitast var við
að tengja öldrunarþjónustu við þá
þjónustu, sem fyrir hendi er, bæði
heilbrigðisþjónustu i tengslum
við heilsugæslustöðvarnar, sem
eru i hraðri uppbyggingu og
félagslega þjónústu sveitar-
félaga.
Helstu nýmæli frumvarpsins
eru:
1. Sett er fram það markmið að
aldraðir eigi völ á þeirri heil-
brigöis- og félagslegri þjón-
ustu, sem þeir þurfa og að
þessi þjónusta sé veitt á þvi
þjónustustigi, sem sé eðli-
legast og hagkvæmast miðað
við þörf og ástand hins
aldraöa.
2. Lagt er til að yfirstjórn
öldrunarmála sé i höndum
eins ráðuneytis, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytis,
og að þar veröi sett á stofn
sérstök deild til að annast
þennan málaflokk.
3. Lagt er til að sett verði á stofn
samstarfsnefnd um málefni
aldraðra. Hlutverk þessarar
nefndaryrði allviðtæk, annars
vegar stefnumótandi og hins
vegar ráðgefandi.
4. Lagt er til að stjórnum heilsu-
gæslustöðva, i samvinnu við
félagsmálaráð, þar sem þau
starfa, verði falin stjórn
öldrunarmála á sinu svæði.
5. Lagt er til að við hverja heilsu-
gæslustöð starfi þjónustu-
hópur aldraðra. Þessi þjón-
ustuhópur yrði samstarfs-
hópur starfsfólks heilsugæslu-
stöðvar, starfsfólks félags-
legrar þjónustu svo og þeirra
stofnana sem vinna að öldr-
unarþjónustu á starfssvæði
þjónustuhópsins.
6. Lagt er til að komið verði á fót
heimaþjónustu fyrir aldraða.
Með heimaþjónustu er átt við
þá aðstoð, sem veitt er á
heimili aldraðs einstaklings.
Þessi þjónusta er tviþætt,
annars vegar heilbrigðisþjón-
usta og hins vegar félagsleg
þjónusta.
7. Settar eru fram skilgreiningar
á þvi hvaða stofnanir teljist
dvalarstofnanir fyrir aldraöa.
8. Lagt er til að vistunarmat fari
fram áður en menn verði
vistaðir á dvalarstofnunum,
fyrir aldraða.
9. Lagt er til að kostnaður af
vistun á dvalarstofnununum
fyriraldraða verðigreiddur af
sjúkratryggingadeild Trygg-
ingastofnunar rikisins eða
með beinum framlögum úr
rikissjóði. Þo er gert ráð
fyrir þvi að vistmenn taki þátt
i greiðslu dvalarkostnaðar,
eftirákveðnum reglum i sam-
ræmi við tekjur.
Um skeið hafa flestir verið
sammála um að eitt mesta
vandamálið.sem viðerað glima i
heilbrigðisþjónustu landsmanna
snerti heilbrigðis- og vistunar-
þjónustu fyrir aldraða. Reynt
hefur verið að leysa þessi mál
eftir föngum og má segja að i dag
þjóni mörg hinna minni sjúkra
húsa á landsbyggðinni þvi hlut-
verki að vista aldraða sein á
hjúkrun þurfa að halda. I
Reykjavik og nagrannabyggð-
unum hefurá hinn bóginn skapast
hálfgert neyðarástand, þar sem
fjöldi aldraðra hefur aukist
hröðum skrefum og miklu meira
en annars staðar á landinu. Er
hér jafnt um að ræða einstak-
linga, sem búið hafa meginhluta
ævi sinnar á þessu svæði og að-
flutta, sem leita þess öryggis,
sem Reykjavik og nágranna-
byggðirnar veita, einkum á sviði
heilbrigðis- og félagsþjónustu að
öðru leyti.
Brýnt er að leita lausnar
þessara mála og lita verður á þá
lausn óháð landshlutum. Þannig
verður að marka ákveðna stefnu
með það fyrir augum að iþyngja
ekki þeim svgitarfélögum, sem
sérstöðu sinnar vegna taka við
öldruðum umfram önnur. Verður
þetta ekki gert á annan hátt en
með þvi að auka afskipti og
skyldur rikisins vegna þessara
mála og jafnframt að auka mögu-
leika sveitarfélaga á þvi að leysa
málin innan eigin svæða án þess
að reisa sér hurðarás um öxl f jár-
hagslega.
Með frumvarpi þessu er reynt
að ieysa þessa þætti og má segja
að grunntónn þess sé sá, að hér sé
um að ræða málefni, sem snertir
alla landsmenn jafnt og geti þvi
ekki eingöngu verið viðfangsefni
einstakra sveitarfélaga að leysa
úr þeim, með öllum þeim fjár-
hagsbyrðum, sem sliku fylgir.
Stefnt er að stórátaki á
skömmum tima hvaö uppbygg-
ingu stofnana fyrir aldraða
snertir með tilkomu Fram-
kvæmdasjóðs aldraðra.
OÓ