Tíminn - 06.04.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 06.04.1982, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 6. april 1982. Tap og íslensku” liðunum íBelgíu hans hjá Waterschei náðu að tryggja sér sigur 0-1 er þeir sóttu Waregem heim. Liðið hans Sævars Jónssonar CS Brugge tapaði aftur á móti 2-1 fyrir Malinois. Standard tapaði einnig eins og Anderlecht en þrátt fyrir það eru þessi félög enn i efstu sætunum i 1. deild, Standard hefur þó þriggja stiga forystu. röp-. ■ Arnór Guðjohnsen og félagar hans hjá Lokeren unnu stórsigur yfir FC Liege i bælgisku 1. deild- inni um helgina. Lokeren sigraði 4-0. Arnór lék með Lokeren en honum tókst ekki að skora að þessu sinni. Pétur Pétursson lék með Anderlecht er félagið mætti AA Gent félaginu sem Ragnar Mar- geirsson leikur með og mátti Anderlecht þola tap 0-1. Lárus Guðmundsson og félagar öruggur sigur- vegari — í Vídavangshlaupi Islands sem haldið var um helgina ■ Hlaupagarpurinn kunni úr 1R Ágúst Ásgeirsson varð hlut- skarpastur i Viðavangshlaupi ís- lands sem fram fór um helgina. Agúst hljóp 8 km á 30,15 en annar varð Sighvatur Dýri Guömunds- son HVl á 30,45 en Gunnar Snorrason veitti honum harða keppni en varð að láta sér lynda þriðja sætið hljóp á 30,46. ÍR-ing- ar sigruðu örugglega i fjögurra manna sveitakeppninni. Ragnheiður ólafsdóttir FH varð öruggur sigurvegari i kvennaflokki. Ragnheiður hljóp 3 km á 11,31, Hrönn Guðmundsdótt- ir UBK varð önnur á 12,08 og i þriðja sæti varö Lauley Kristjánsdóttir UMSE á 13,11. Gunnar Birgisson ÍR sigraði i sveinaflokki hljóp 2 km á 11,03 og i öðru sæti varð Ómar Hólm FH á 11,09. Linda Loftsdóttir FH sigraði i telpnaflokki hljóp 1500 m á 6,23 og i piltaflokki varð Bjarki Haraldsson USVH hlut- skarpastur hljóp á 5,38. 1 flokki stráka 12 ára og yngri varð Finnbogi Gylfason hlut- skarpastur hljóp á 6,02 en hann keppir fyrir FH og Gyða Steins- dóttir Snæfelli sigraði i sama flokki hjá stelpunum hljóp á 6,11. röp-. F' " ! t*Pf' f > * 'h-,'' ■ Jónas Jóhannesson lætur skot riöa af. Þeir Torfi og Simon eru viö öllu búnir ef þaö myndi ekki rata rétta leiö. Timamynd Kóbert Stórsigur fyrir fs- lenskan körfuknattleik Islendingar sigruðu Englendinga í einum leik af þremur ■ Það er stórsigur fyrir islensk- an körfuknattleik að íslendingar hafi náð að sigra Englendinga i einum leik af þremur sein fram fór hér um helgina. Enska liðið sem lék i A-riðli Evrópukeppn- innar i fyrra er að mestu skipað bandariskum leikmönnum sem eiga að vera i svipuðum gæða- flokki og þeir erlendu leikmenn sem hér hafa spilað i úrvalsdeiid- inni. Auk þess ber að hafa það i huga að islenska landsliðiö er aðeins að hefja undirbúning sinn fyrir Evrópukeppnina og með allt þetta i huga er árangurinn úr leikjunum þremur við Eng- lendinga hreint stórkostlegur. Siðasti leikur þjóðanna sem fram fór i Keflavik á sunnudaginn var sá leikur sem Islendingar náðu best saman og endaði hann með sigri íslands 97:95. Leikurinn var mjög jafn og spennandi all- an timann ef frá er talið upphaf fyrri hálfleiks en þá höfðu Eng- lendingar tiu stiga forskot. Is- lendingar stöppuðu i hvor annan stálinu og með stórgóðum leik- kafla það sem eftir var hálfleiks- ins náðu þeir forustu 51:48 fyrir leikhlé. í upphafi siðari hálfleiks náðu íslendingar að auka forskot sitt i niu stig, 59:50 og var það mesta forusta sem Island náði í leiknum. En það sem mest er spennandi við körfuknattleikinn er hvað miklar sveiflur geta átt sér stað á skömmum tima og á næstu fimm minútum söxuðu Englendingar jafnt og þétt á for- skotið og voru komnir yfir 74:73 um miðjan siðari hálfleik. Mikil spenna Þegar hér er komið er komin mikil spenna i leikinn ekki sist af þvi að Islendingar eru komnir i nokkur villuvandræði, en breidd islenska liðsins virðist vera mikil og ekki miklar sviptingar i leik liðsins þó að allir leikmenn hafi verið notaðir jafnt. Siðustu tiu minútur leiksins eru með þeim betri sem islenskt lið hefur náð að sýna lengi þvi það sem eftir var leiksins má segja að Englending- ar hafi aldrei átt möguleika á að ógna sigri Islands þó svo aö þeir -hafi dregið óhugnanlega á undir loks leiksins. Islenska liðið lék mjög vel i þessum leik, ekki sist þegar miö er tekið af þvi að mót- herjarnir eru atvinnumenn og flest allir leikmenn Englands höfðinu hærri en Islendingarnir. Það var ekki óalgeng sjón að sjá islensku leikmennina hirða frá- köst bæði i vörn og sókn, ásamt þvi sem oft sáust skemmtilegar „blokkeringar” af hálfu landans. Dómgæslan Dómgæslan i leiknum sem og öðrum leikjum liðanna var alis- lensk og er ekki hægt að segja að Islandi hafi hagnast á henni, en þó virtist sem leikmenn beggja liða kæmust upp með of mikinn munnsöfnuð i garð dómara og er slikt alltaf leiðinlegt á að hlýða. Ég get þó ekki stilll mig um að segja frá einu atriði sem skeði i leiknum á sunnudaginn og hefði það vissulega getað orðið Is- lendingum dýrkeypt. Eng- lendingarnir missa knöttinn út af og er Islendingum þvi réttilega dæmt innkastiö. En áður en inn- kastið skal tekið taka Eng- lendingar leikhlé. Af þvi loknu fara allir leikmenn íslands fram að körfu andstæöinganna og bú- ast við að taka innkastið. En hvað gerist? Annar dómarinn var ekki betur með á nótunum en það að hann færir Englendingum bolt- ann og segir að innkastiö sé þeirra. Þeir voru fljótari aö átta sig á mistökum dómarans en landinn og tóku innkastið i skyndi og skoruðu en á meöan stóö is- lenska liðið á þeirra vallarhelm- ingi og horfði á þaö sem fram fór. Harkaleg mótmæli Islendinga voru ekki tekin til greina þvi að þó mistök dómara séu augljós öllum nema þeim þá eru það þeir sem ráða. Stig íslands i leiknum skor- uðu: Jón Sie. 25. Simon Ólafsson 17, Axel Nikulásson 14, Jónas Jó- hannesson 8, Torfi Magnússon, Kristján Agústsson og Valur Ingi- mundarson 7 hver, Rikharður Hrafnkelsson og Jón Kr. Gislason 4 hvor, Viðar Vignisson og Jón Steingrimsson 2 hvor. Fyrsti ieikurinn Fyrsti leikur þjóðanna fór fram i Laugardalshöll á föstudags- kvöldið og þá sigruðu Eng- lendingar 84:79 eftir að hafa leitt 49:41 i leikhléi. Þann leik hófu Is- lendingar meö miklum látum og höfðu mest 15 stiga forustu i fyrri hálíleik en svo ekki söguna meir. Englendingar unnu þann mun upp og snéru dæminu algjörlega við þvi þeir náðu 15stiga forskoti i siðarihálfleik og stefndi þvi allt i stórsigur þeirra, en siðuslu fimm minútur leiksins náðu islendingar góðum leikkafla sem mátt hefði koma aðeins fyrr og minnkuðu muninn i fimm stig. Sigahæstir islendinga i þeim leik voru: Valur Ingimundarson, 14, Jónas Jó- hannsson og Simon Ólafsson 13, aðrir minna. A laugardaginn léku þjóðirnar svo i Borgarnesi og lauk þeim leik með sigri Englands 76:74 eftir að þeir höfðu leitt i leikhléi 41:31. is- lendingar hresstust til muna i siðari hálfieik og aðeins vantaði herslumuninn að þeim tækist að ógna sigri Breta. En það átti eftir að biða betri tima og Englending- ar sigruðu þvi eins og áður sagði 76:74. Stigahæstir islendinga i þeim leik voru Torfi Magnússon með 25 stig, Simon Ólafsson skor- aði 18 stig og Jón Sigurðsson 12 stig, aðrir minna. Sigurður Valur Halldórsson og Hörður Túlinius- son sáu um dómgæslu i öllum leikjunum þremur. jjq

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.