Tíminn - 06.04.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.04.1982, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 6. april 1982. 11 MIKIL AUKNING INNLANA OG IÍTLANA SfÐASTA ARIÐ ■ Frá aðalfundi Samvinnubankans kr. eða 85,4%. Astæða svo mikill- ar aukningar er að hluta til yfir- taka útibúanna á Akranesi og i Grundarfirði á afurðalánum frá Útvegsbankanum. Skipting út- lánanna var sem hér segir: Vixil- lán 8,1% yfirdráttarlán 7,1%, al- menn verðbréfalán 41,3%, visi- tölubundin lán 22,4% og afurðalán 21,1%. Stofnlánadeild sam- vinnufélaga Starfsemi deildarinnar hélt áfram að vaxa á árínu 1981. Út- hlutaði hún 22 lánum að upphæð 27,4 millj. kr. Aðalfjármagnsupp- sprettur deildarinnar voru, sem áður, Li'feyrissjóður SIS og Framkvæmdasjóður. Námu láp- tökur deildarinnar 24,7 millj. kr. Tekjuafgangur varð 948 þús. kr. og eigið fé þar með orðið 2,2 milljónir króna. Bundin innistæða í Seðlahanka 130 millj. kr. 1 ársbyrjun 1981 var 20,8 millj. kr. innistæða á viðskiptareikningi við Seðlabankann en 13,4 millj. i árslok. Inneign á bundnum reikn- ingi vegna bindiskyldu hækkaði um 60,2 i 130 millj. króna á árinu. Afurðalán og önnur lán endurseld Seðlabankanum voru 68,7 millj. kr. i lok ársins. Inneign Sam- vinnubankans hjá Seðlabankan- um umfram endurseld lán var þvi 74,7 millj. kr. i árslok. Eigið fé jókst um 12,6 millj. kr. Að meðtöldum hagnaði Stofn- lánadeildar nam tekjuafgangur til ráðstöfunar 6,8 millj. kr. er 0,8 millj.kr.höfðu verið færðar til af- skrifta. Arið áður var hagnaður- inn 4,7 millj. kr. Hlutafé bankans var 7,5 millj. kr. i árslok, en varasjóðir og aðrir eiginfjárreikningar 28,6 millj. Samtals nam eigið fé i árslok 36,1 milij. kr. og hafði aukist um 12.6 millj. Samþykkti aðalfundurinn að greiða 5% arð á allt innborgað hlutafé og jöfnunarhlutabréf. A árinu voru gefin út jöfnunar- hlutabréf að upphæð 4,7 millj. kr. sem er 50% aukning hlutafjár- eignar hluthafa. í ársbyrjun 1982 voru gefin út jöfnunarhlutabréf að upphæð 1,9 millj. kr. Endurkjörið i bankaráð 1 bankaráð voru endurkjörnir þeir Erlendur Einarsson, for- stjóri, Hjörtur Hjartar, framkv.stj. og Vilhjálmur Jóns- son, framkv.stj. Til vara voru kjörnir Hallgrimur Sigurðsson, framkv.stj., Hjalti Pálsson, framkv.stj. og Ingólfur Ólafsson, kau pfélagsstj.. — HEI fréttafrásögn Bréf úr Gaulverjabæjarhreppi: Fjölþætt félagsstarf ■ I fámennu sveitarfélagi, við hafnlausa strönd, þarsem úthafs- aldan svarrar óbeisluð við fjöru- sandinn, enginnfiskur dreginn úr sjó og fólkinu fækkar flest árin — mætti ætla að fátt eitt markvert væri til frásagnar, „fjölmiðla- mat”, a.m.k. miðað við stærri og fjölmennari byggðarlög. Þegar grannt er skoðað, litið yfir liðna tið, árið sem tileinkað var fötluðu fólki, umfram flest önnur ár og einnig fram á veg- inn — ár hinna öldruðu, er þó eitt og annað, sem, ef til vill, safnast I minningasjóðinn. Eins og vænta má verður tiðar- farið ofarlega á blaði. Þaðsem af er vetri heíur verið snjólétt og samgönguleiðir greiðfærar. Vegna langvarandi frosta lengst af i haust og frameftir vetri, er allmikill klaki i jörðu. Leiðin til vorkomunnar kann þvi að verða löng og virðist öráðin enn sem komið er. Greiðfærar samgöngur undirstaða mannlifsins Hér i sveit, sem og viðar, eru samgöngumálin einn þýðingar- mesti hlekkur mannlifskeðjunnar og sá er einna sist má bresta. Sl. sumar var um 6 km langur kafli af Gaulverjabæjarvegi, (vegur 33), endurbyggður og lok- ið var frágangsvinnu við þrjár nýjar brýr á sarna vegi. Nokkrir aðrir vegir hafa fengið „endur- hæfingu” og nú vona menn að næsta sumar verði munað eftir „garminum honum Katli” og aðrir vegir sem eru að hverfa af yfirborði jarðar, endurbyggðir. Fjölbætt félagsstarf Félagsmálin hafa verið all fjöl- þætt og umfangsmikil að undan- förnu, enda hefur aðstaða öll i félagsheimili sveitarinnar breyst mjög til betra horfs, eftir að um- fangsmiklar endurbætur voru gerðar á húsinu og meira en helmings stækkun var tekin i notkun. Eins og jafnan áður, hefur Kvenfélagið verið vel starfandi að undanförnu enda áhugasamar konur þar fremstar i flokki. Sl. sumar efndu konurnar til hóp- ferðar, ásamt kirkjukómum og „kvenfélagskvennamönnum”, til Stykkishólms og Flateyjar á Breiðafirði. Var gist i Hólminum eina nótt og aðra i Flatey. Ferð þessi var fróðleg og öllum til ánægju er þar héldu hópinn. Veð- ur var gottog gestrisni þar vestra með miklum ágætum. 1 tilefni af ári fatlaðra bauð kvénfélagið fjölmennum hópi af fötluðu fólki af höfuðborgarsvæð- inu til mannfagnaðar i Félags- lundi sl. haust. Var þar dvalið lengi dags, viðgóðar veitingar og dagskrá sem kvenfélagskonur sáu um. Nokkru siðar var fjölmenn samkoma i Félagslundi og voru það kvenfélögin í Gaulverjarbæj- ar, Hraungerðis og Villingaholts- hreppum, sem stóðu fyrir mann- fagnaði þessum. Gestir kven- félaganna voru kvenfélagskonur frá Selíossi. Áður höföu þær boðið heim gestgjöfum kvöldsins. Þá efndi kvenfélagið til nám- skeiðs i jólaskreytingum og laufabrauða„bakstri”, fyrir jólin og að gömlum vinsælum sveitasið efndi kvenfélagið til jólatréá- fagnaðar fyrir börn og aðra sveit- unga og spilakvölds, milli jóla og nýárs. Ungmennafélagið Samhygð hefur verið athafnasamt að undanförnu. Félagið tók þátt i milli 20 og 30 iþróttamótum á sl. ári, með góðum árangri, oftast nær. Félagsmálanámskeið var haldið fyrr i' vetur og iþróttir eru æfðaraðstaðaldri, árið um kring. A næsta skirdagsfundi félags- ins, sem er opinn öllum sveitung- um, eins og venjulega, verður Samvinnuhreyfingin aðal dag- skrármálið. Framsögumaður verður Guðmundur Guðmunds- son, erindreki S.Í.S. Kirkjukórinn halöi i ýmis horn að li'ta á liðnu ári. Auk Flateyjar- ferðarinnar, sem áður er að vikið og fl. hópferða, var starfið að mestu með hefðbundnum hætti, kirkjulegar athafnir og æfingar um 50. Nýlega efndu kirkjukórarnir þrir i prestakallinu til sameigin- legrar kvöldvöku i Félagsheimil- inu á Eyrarbakka og siðasta sunnudag i febrúar heimsótti Gaulverjabæjarkirkjukórinn Þykkbæinga. Sameiginlegar samverustundir með Þykkbæing- um i sóknarkirkju og samkomu- húsi, skemmtileg tilbreyting i safnaðarlifi þessara nágranna byggðarlaga. A annan dag jóla var vigður og tekinn i notkun nýr messuhökull i Gaulverjabæjarkirkju. Systkinin frá Seljatungu gáfu hökulinn til minningar um systur sina, Lauf- eyju og foreldra sina, Sigriði Jónsdóttur og Sigurð Einarsson. Sóknarpresturinn, séra Úlíar Guðmundsson þakkaði góða gjöf og hlýhug til kirkjunnar, i messu- lok. Og nú liða Góudagarnir, hver af öðrum, ósköp mildir og að mestu lausir viö „pilsaþyt” Góu gömlu, lengjast þó um eitt „hænufet á dag”. Skattaskýrslurnar og fylgi- plögg þeirra, auka á skyldustörf- in, en saumaklúbbar, sólarlanda- ferðir og „sæluvika”, eru m.a. það sem kryddar mannlifið hér i sveitinni um þessar mundir. Stjas. • Gunnar Þórðarson, Hólshúsum, Þormóður Sturluson, Fljótshólum, Jón Tómasson, Fljótshólum og Jóhannes Guðmundsson, Arnarhóli. Söngstjóri, Pálmar Þ. Eyjólfsson, við hljóöfærið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.