Tíminn - 06.04.1982, Blaðsíða 12
12
BA GGA TÍNUR
P
y ÁnrviuLAii
Hag-
stætt
verö
Bændur
Eru einhver fullorðin hjón sem vilja taka 7
ára dreng i sveit i sumar 1 mánuð gegn
greiðslu?
Úpplýsingar i sima 91-77784 eftir kl. 19 á
kvöldin.
Laus staða
Fjármálaráðuneytið óskar eftir að ráða
nú þegar i stöðu skrifstofumanns.
Góð vélritunar- og islenskukunnátta áskil-
in. Umsóknir sendist fjármálaráðuneyt-
inu fyrir 17. april n.k.
Fjármálaráðuneytið, 2. april 1982
Utboð
Sauðárkrókskaupstaður óskar eftir til-
boðum i byggingu fyrsta áfanga iþrótta-
húss (fokhelt)
Útboðsgögn liggja frammi á bæjarskrif-
stofunum. Skilafrestur er til 29. april.
Skilatrygging kr. 1000.-
Sauðárkrókskaupstaður
Tæknideild sini 95-5133.
Útboð
Hitaveita Rangæinga óskar eftir tilboðum
i lagningu 2. áfanga aðveituæðar.
í verkinu fellst að leggja aðveituæð milli
Hellu og Hvolsvallar um 12,5 km vega-
lengd. Meginhluti æðarinnar er 0 200
mm _ víð asbestpipa.
Útboðsgögn verða afhent gegn 1000 kr.
skilatryggingu á eftirtöldum stöðum:
Hvolsvelli: Skrifstofu Hvolshrepps
Hellu: Skrifstofu Rangárvallahrepps
Reykjavik: Verkfræðistofunni Fjarhitun
hf. Borgartúni 17
Tilboð verða opnuð í félagsheimilinu Hvoli
Hvolsvelli þriðjudaginn 27. april 1982 kl.
14.00
Vinnuvélar
Til sölu HYMAS traktorsgrafa árg. 1980.
Er i góðu lagi.
Upplýsingar í sima 97-7414
Ármúla 20 - Sími 84630
Opið laugardag frá kl. 9.
Uppruni páskaeggjanna:
G0MIIL SKATTHEIMTA - OG NY?
■ „Uppruni páskaeggjanna er mjög merkilegur og
eiginlega nýlega búið að uppgötva hann, eða a.m.k.
þá kenningu sem ég aðhyllist”, sagði Árni Björns-
son, þjóðháttafræðingur þegar Timinn leitaði hjá
honum fróðleiks um upphaf páskaeggja og þess sið-
ar að gefa páskaegg.
— Kenningin hefur lengi veriö
sú að þetta væri frjósemistákn og
stæöi i sambandi viö frjósemi
náttúrunnar á vorin, þvi páskarn-
ir eru upphaflega vorhátiö.
En nýjustu athuganir sagði
Arni, benda til þess að hin upp-
haflegu páskaegg hafi veriö
skattgjald á leiguliöa. Fyrir
nokkur hundruð árum þegar allir
bændur voru leiguliðar aðals-
manna, klaustra eöa kirkna, inn-
■ Tæpast er þaö torráöin gáta hvaöa hugsanir flugu gegn um
kollinn á þessari ungu stúlku.
■ Hvort vilduöþið heldur páskaeggiö,
eöa alla hriiguna sem er til hliðar viö
þaö? Við fengum ungan verslunar-
mann til að tina til sælgæti af ýmsum
tegundum, eins og hér má sjá, þar til
komiö var upp f sama verð ogeggið við
hliðina kostar. Eggið vigtaði 800
grömm og kostaði 140 kr með afslætti
(má kostar 170 kr.) Sælgætishriígan
vigtaði 1.245 grömm og kostaði það
sama, 140 krónur. Verslunarmaðurinn
ungi og Timamenn töldu það ekki
áhorfsmál að þau myndu heldur velja
hrúguna og þar með fjölbreytnina.
■ ,,Ég fæ eitt svona, pabbi ætlar að
kaupa það á morgun”, sagði sá yngri
þessara frænda sem við hittum viö
páskaeggjarekka i Hagkaupi í gær og
benti á stærsta eggiö sem kostar 140
krónur. „1 fyrra fékk ég eitt svona og
eitt svona, en ég veit ekki hvað ég fæ
núna”, sagöi sá eldri og benti á stærsta
eggið og annaö miðlungs stórt sem
samtals kosta nú um 200 krónur. Þótt
ekki vildi hann kannast við það, þá
læðist óneitanlega að manni sá grunur
að siðasti bitinn hafi ekki verið orðinn
eins lystugur og sá fyrsti — Tlma-
myndir: Ella.
■ „Það selst mjög mikið af páska-
cggjunum. Maður hefúr varla við að
bæta i hillurnar”, sagði hún Guöný
Magnúsddttir I Hagkaupi i gær. Og
greinilegt var að yngstu viðskiptavin-
irnir litu þessar hillur vonaraugum.
Mest sagöi hún keypt af miðlungs-
stærðunum sem kosta 59,45 kr. og
76,45 krdnur. Ein kona — giskuðum á
amma —varðá vegi okkar í annarri
verslun, sem keypti fimm stykki á 58
krónur hvert, eða samtals 290 krónur.
ífe **
.. .
heimtu landeigendurnir af þeim
skatt nokkrum sinnum á ári. Fyr-
ir föstuinnganginn var skatturinn
t.d. hænur eða kjúklingar. En fyr-
ir páskana var skatturinn inn-
heimturí eggjum, þannig aö upp-
haflega meiningin fyrir páskaegg
mun þvi vera páskaskattur. Þetta
hefur komið i ljós viö könnun á
bókhaldi gamalla klaustra m.a. i
Þýskalandi og Norður-ttaliu —
hinu heilaga rómverska riki — og
er hægt að rekja þetta allt aftur á
13. öld.
Siðan gerist það aö jarðeigend-
urnir fara að gefa ákveðinn hluta
af innheimtunni sem ölmusu til
fátækra. Hafa fundist um þaö
vissar reglur, þ.e. aö ölmusugjaf-
irnar hafi numið 1/5 af' skattinum
og mun þetta vera uppruni þess
siðar að gefa páskaegg.
Slik sjcattlagning og siðan út-
deiling meðal fátækra og öryrkja
minnir okkur nútimamenn t.d. á
kerfi Tryggingastofnunarinnar
okkar hér á Fróni.
Skreyting páskaeggja virðist
svo eiga rætur sinar aö rekja til
þess, að nokkrum öldum siöar
hættu landeigendur aö tima þvi
að gefa fólki egg sem hægt var aö
borða. Þess i stað var tekinn upp
sá siður aðgefa eggjaskurnir sem
búið var að blása innihaldinu úr,
en voru þess i stað skreyttar með
helgimyndum og jafnvel guð-
rækilegum áletrunum. Þessi aö-
ferð fer að tiðkast á 16. til 17. öld,
liklega i kringum siðaskiptin,
lútherska kirkjan hefur þannig
verið ennþá niskari en sú ka-
þólska. Skreytt egg hafa siðan
orðiðfrægur listiðnaður i Evrópu,
og er enn, sérstaklega i kaþólsk-
um löndum svo sem Póllandi og
Tékkóslóvakiu og viðar á þvi
svæði.
Það er svo liklega ekki fyrr en á
19. öld að sælgætisiðnaðurinn
kemst i þetta og þaö ler aö verða
gróðafyrirtæki að íramleiða egg-
in. Þá komu til sögunnar skraut-
legar egglaga öskjur sem lylltar
voru af sælgæti.
„Hingað komu páskaeggin
heldur seint og eiginlega ol' seint
til að við hér á þjóðháttadeild höf-
um athugað þennan siö sérstak-
lega”, sagði Árni. Kvaö hann ekki
vitað um þau fyrr en i kringum
1920 og þá voru það siðastneíndu
eggin, skreyttu pappaöskjurnar.
Súkkulaðieggin eru svo enn yngri,
hafa liklega komiö á 4. áratugn-
um.
Samkvæmt framansögðu má
eiginlega segja að þessi skatt-
heimta sé komin i hring. Á öldum
áður varð fólk aö láta af hendi egg
til greiðsluá páskaskattinum. Nú
verða flest heimili aftur nauðug,
viljug að reiða af hendi páskaegg-
in til barna sinna, sem öll veröa
nú að fá páskaegg og metnaðar-
mál að þau séu sem stærst. Mun-
urinn er einungis sá að áður rann
skatturinn til klaustra og aðals-
manna en nú til sælgætisgeröa og
verslana.
— llEl
Nr. NÖI: leyft verð Nr. MÖNA: leyft verð
2 kr. J6.00 20.00 2 1 <r. 25-50 32.00
3 32.oo 40.00 4 52-00 65.00
4 56 00 70.00 6 68-00 85.00
5 72*oo 90.00 8 92-00 115.00
6 132oo 165.00 10 136-oo 170.00
„Leyft verd
- okkar verd”
■ Blaðalesendur og þeir sem um
bæinn fara, sjá nú hvarvetna
blasa við flenniauglýsingar um
kjarakaup á páskaeggjum. „15%
afsláttur á páskaeggjum”, „20%
afsláttur á páskaeggjum”, „40%
álagningarafsláttur á páskaeggj-
um”, „leyft verð 165 krónur,
okkar verð 132 krónur”. Eitthvað
þessu líkt hafa allir séð. En hvað
er þá þetta leyfða verö?
Samkvæmt upplýsingum
Verðlagsstofnunar er það þannig
til komið að á allt sælgæti —
páskaegg sem annað — er leyfö
álagning 76,6% meö söluskatti.
Leyft verð 170 krónur verður þvi
þannig til, að eggið kostar 96 kr.
fráframleiðanda, siðan bætist við
43% smásöluálagning = 137,30
kr. og aftur 23,5% söluskatt-
ur = 169,55 kr.
1 sambandi við þetta alþekkta
„leyfða verð” kom jafnframt
fram, að Verðlagsstofnun hefur i
sumum tilvikum orðið vör við aö
kaupmenn auglýsi „leyfða
verðiö” hærra en heimilt er og
auglýsi siðan kannski 10% afslátt
frá þvi verði og þykist þar með
veita meiri afslátt en þeir raun-
verulega gera. Tekið skal fram að
þetta átti við almennar auglýs-
ingar, en ekki páskaegg sérstak-
lega.
— HEI.
ÁRMÚLA 20 - SÍMI84630.
Árfells skilrúm,
handrið og skápar
hönnuð á meðan
ir liíAiA
Bjóðum úrva/ húsgagna
Tilvaldar f ermingargjaf ir
SÍGILD OG VÖNDUÐ
SÓFASETT
KlaDDStótar
a
Amerískar
símakommóöur, 90 cm hæð
Skatthol fyrir termmguna
Amerísk lampaborð,
hæð 54 cm.