Tíminn - 06.04.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.04.1982, Blaðsíða 14
14 Mimrn. Þriðjudagur 6. april 1982. heimilistíminn umsjón: B.St. og K.L. M Brsler aAkli;ipa hanann úr tvöföldum pappa, svo að hann verði eins báðum megin. Agætt er að nota pappa úr skókassa eða -loki t.d. Þegar búið er að klippa hanann ut, er hann litaður. I.ímið siðan hliðarnar tvær saman uiður að punktalinunni og beygið siðan fæturna út á við. Skrautlegt stélið et fest á með „fjöðurnöglum”, eins og notaðir eru á þykkum umslögum. Páska- föndur ■ Nú fer páskafriið að byrja og þá væri kannski ekki svo fráleitt að öll fjölskyldan settist sam- an eina kvöldstund og gerði i sameiningu smá- páskaskreytingar fyrir heimiliö. Þessar tvær hugmyndir að slikum skreytingum eru ein- faldar og ódýrar og efni- viðurinn er þegar til á hverju heimili. Góða skemmtun! ■ Þessa glæsilegu páskahana klippum viðiítúr stifum pappa og litum þá með vatnslitum. ■ Fallegt er að fá sér trjágrein, ekkert er siöra, ef hún er aðeins farin aö bruma, og hengja á hana ýmislegt til skrauts. Þar sem egg lengjast svo mikið páskunum i hugum okkar, eru iþessu tilfelli viöhengin egglaga, klippt út úrpappa. A báðar hliðar eru svo limdar myndir, sem klipptar eru úr tauafgöngum. Takið eftir aö i botn krukkunnar hafa veriö settir skrautiegir steinar. Þeir gegna tvenns konar tilgangi, eru bæði til prýði og skorða hrisluna. Fín páska- terta t kökuna sjálfa þarf: 4 egg 2 dl sykur 2 dl hveiti 1/2 dl kartöflumjöl 2 tsk. lyftiduft Riómakrem: 3 dl kaffirjómi 2 eggjarauður 1 msk. sykur 2 tsk kartöflumjöl 2 blöð matarlim 2 dl þeytirjómi 2 tsk. vanillusykur ..Þak” úr marsipani: 350 g marsipan gulur karamellulitur Skra ut: páskakjúklingar úr marsipani örlitið brætt suðusúkkulaði Uppskriftin nægir fyrir 12-14. Ofninn er hitaður i 200 gráður og bökunartiminn er u.þ.b. 30 min. Svona gerið þið: 1. Kökudeigið: Þeytið egg og sykur þar til það er létt. 2. Blandið saman hveitinu og kartöflumjölinu. Setjið lyfti- duftið saman við og hellið öllu út i eggjahræruna. Hrærið varlega, rétt svo að deigið samlagist. 3. Hellið deiginu i smurt og hveitistráð form. 4. Bakið i 200 gráða heitum ofni 1 u.þ.b. 30 min, eða þar til bak- að. Látið kólna i forminu. 5. Rjómakrem: Þeytið saman þeytirjómann og vanillusyk- ur. 6. Setjið kaffirjómann, eggja- rauðurnar, sykur og kartöflu- mjöl i pott. 7. Leggið matarlimið i bleyti. 8. Hitið blönduna i pottinum við vægan hita, þar til þykknar. Hún má ekki sjóða. O.Takið pottinn af hellunni. Setj- ið matarlimið saman við. Bætið þeytta rjómanum við. Látið kremið standa og storkna. íO.Losið kalda kökuna úr form- inu og skiptið henni i tvo botna. 11. Leggið saman botnana með helminginn af kreminu á milli. Setjið afganginn af kreminu ofan á. 12. Litið marsipanið með kara- mellulitnum og breiðið það út milli tveggja arka af álpappir, þangað til það hefur náð þeirri stærð að þekja kökuna. 13. Takið efri álpappirsörkina of- an af og leggið siðan marsi- paniðofaná tertuna með hjálp hinnar arkarinnar. Þrýstið marsipanköntunum að. íl.Það er ekki auðvelt að breiða út marsipanþak, án þess að einhver göt myndist. Einnig er oft erfitt að breiða út i full- nægjandi stærð. Þá er upplagt að hylja gallana meö marsi pankjúklingum og suðusúkku- laðibitum. 15. Einnig er hægt að draga gaffal eftir marsipaninu til skrauts og skreyta enn meira með bræddu suðusúkkulaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.