Tíminn - 15.04.1982, Side 5
Fimmtudagur 15. april 1982
I
•5
Vietnamarnir sem ,Tstruku” vilja koma aftur:
„TOKUM flUÐVITAÐ
VIÐ ÞESSU FÓIKI”
— segir Björn Friðfinnsson
■ Rauða krossi Islands hefur
borist bréf frá vietnömsku fjöl-
skyldunni, sem fór héðan i júni-
mánuði i fyrra, áleiðis til Kanada,
en eins og kunnugt er hefur ekk-
ert spurst til hennar siðan þá.
Timinn haföi i gær samband við
Björn Friöfinnsson, fjármála-
stjóra Reykjavikurborgar, en'
Björn var einn þeirra sem að-
stoðaði vietnömsku flóttamenn-
ina, þegar þeir komu til Islands.
„Það er rétt að hingað barst bréf
frá fjölskyldunni, en enn vitum
við ekki nákvæmlega hvar fjöl-
skyldan er niðurkomin. Bréfið er
að visu póstsett i Kanada, en það
gæti allt eins verið fyrir tilstilli
fjöiskyldu sem Vietnamarnir
hafa dvalið hjá. Jóni Asgeirssyni,
framkvæmdastjóra Rauða kross-
ins var falið að hafa samband við
Rauöa krossinn i Kanada, og fá
þetta mál kannað, m.a. hvar fjöl-
skyldan er niðurkomin, þvi hún
gæti allt eins verið i felum i
Bandarikjunum.
Við vitum ekkert um ástand
fólksins, en auðvitað tökum við
við þessu fólki, þvi það vill koma
aftur hingað til Islands, og biður
um það i bréfi sinu. Við þurfum að
fá vitneskju um ástand þess, þvi
við vitum ekki hvort það þarf á
fjárhagslegri aðstoð að halda til
þess aö koma aftur hingaö til
lands.”
Jón Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri íslensks markaðar var
tengiliður og aðstoðarmaður
þessarar vietnömskufjölskyldu á
meðan hún dvaidist hér á landi.
Timinn haföi samband við Jón i
gær og spurði hann álits á þessu.
,,Ég er auðvitað mjög glaður að
heyra frá þessu fólki þvi við höfð-
um miklar áhyggjur þegar þau
týndust. Ugglaust hafa þau ekki
beðiðum þessa aðstoð nema út úr
neyð, þannig að vera þeirra i
Kanada hefur ekki reynst þeim
jafngóð og þau hafa gert sér vonir
um.
Þessi fjölskylda, hjón með
fimm börn, hefur samkvæmt
bréfinu frá þeim greinilega orðið
fyrir vonbrigðum. Þau hafa enga
pappira, engar tryggingar, þau
geta ekki komið börnunum i skóla
o.s.frv. þannig að þetta hefur
greinilega ekki verið neinn leikur
hjá þeim. Hér heima söfnuðu þau
peningum — þau voru óskaplega
dugleg að leggja fyrir, og eftir að
þau hurfu svona sporlaust, þá átt-
aöi maöur sig á þvi hvað hafði
hangið á spýtunni hjá þeim
mánuðina á undan.
Ég held þó að þetta eigi allt sina
skýringu, þvikonan, Hulda, hún á
systur i Kanada og þaðan fengu
þau bréf og myndir, sem voru
hálfgerðar glansmyndir af þvi
sem til boða stóð. Þetta hefur
auðvitað hrifið þau, ásamt von-
inni um að hitta vini og ættingja.
Það er liklegast aö þau hafi dvalið
meira eða minna hjá systur
Huldu þennan tima, þvi þaðan
var bréfiö sent, sem kom hingað i
siöustu viku, en eins og ég sagði
áðan, þá hefur dvölin vestra
greinilega ekki reynst þeim sem
skyldi og þvi vilja þau nú koma
hingaö aftur. Ég er þeirrar skoð-
unar að við eigum að hjálþa þeim
eftir megni, þegar þau koma
hingað aftur.”
AB
■ Ekki eru allir flotar við Falklandseyjar. Aö minnsta kosti sjá þessir frönsku dátar á herskipinu
Montcalm, sem nú liggur viðfestar iSundahöfn, ekki ástæðu tilað vera að derra sig suður i höfum. Her-
skipiö vcrður til sýnis almenningi i dag og á morgun. Timamynd: GE
Kvikmyndin ,,Rokk íReykjavík” bönnuð börnum:
„Fjárhagslegt áfair’
■ „Þetta er mikiö fjárhagslegt á-
fall fyrir okkur og við vonymst til
að viðbrögð almennings og
menntamálaráðuneytis verði til
þess að fá þetta bann úrskurðað
ólöglegt,” sagði Friörik Þór Friö-
riksson, framleiðandi myndar-
innar „Rokk i Reykjavik,” sem
nú hefur verið bönnuð unglingum
innan 14 ára aldurs.
„Sniff" og „gras"
Friörik sagöi að það hefðu eink-
um verið tvö atriöi sem fóru fyrir
brjóstið á einum starfsmanni
Kvikmyndaeftirlitsins, Huldu
Valtýsdóttur, en þau voru orð eins
hljómsveitarmeölims i hljóm-
sveitinni Sjálfsfróun um „sniffiö”
og hvernig þeir nálguöust það á
bensinstöðvum og orð Bubba
Mortens um „gras.” Einkum
mun hafa þótt óviðurkvæmilegt
er áheyrendur hlægja að þessari
frásögn i myndinni.
„Þetta voru þvi bara nokkrar
setningar sem um var að ræða,”
sagði Friörik, „og það skýtur
nokkuð skökku viö að þetta voru
einmitt kaflar sem Bryndis
Schram hafði beðið sérstaklega
að fá að sýna i „Stundinni okkar”
i sjónvarpinu.”
Friðrik sagöi að svo væri þvi aö
sjá sjá sem viðhafa mætti þessi
orö i öllum öðrum fjölmiðlum en
kvikmynd, enda hefðu tveir aðrir
starfsmenn kvikmyndaeftirlits
ekkert athugavert við myndina
séð, — nema hvað annar þeirra,
Jón Gissurarson, hefði viljaö
banna hana innan 10 ára.
Kvikmyndaeftirlitiö fór fram á
að klippa út umræddar setningar,
en þar sem aðstandendur Hug-
rennings, framleiöanda myndar-
innar, vildu ekki sæta þvi, kom
bannið til.
//úrskuröurinn endanleg-
ur"
„Jú, ég hef heyrt að aö-
standendur myndarinnar séu
ekki ánægðir með þetta, en
likurnar á að þeir fái úrskurði
Kvikmyndaeftirlitsins breytt eru
sannast aö segja ekki miklar. Úr-
skurður þess er endanlegur og ó-
liklegt að honum fáist breytt
héðan úr ráðuneyti, af lögreglu-
stjóra eöa öðrum aðila,” sagði
Knútur Hallsson, fulltrúi i
Menntamálaráðuneyti, þegar við
ræddum við hann um aldurstak-
markanir vegna „Rokk i Reykja-
vik.”
Nú er verið að endurskoða
reglugerðina um kvikmynda-
eftirlit og skipa endurskoðunar-
nefndina þau Hulda Valtýsdóttir
(sem einmitt gekk harðast fram i
aldurstakmörkun innan 14 ára á
„Rokk i Reykjavik”) Guðrún
Erlendsdóttir og Magnús
Magnússon.
B G He Þlastpokar ö 8 26 55 ygginga- og arðaplast ildsölubirgðir
MiisLos lil saaSP 'oísrs
PLASTP0KAVERKSMI0JA 000S SIGUHÐSSONAR GRENSÁSVEGI 7 REYKJAVÍK BYGGINGAPLAST • PLASTPRENTUN • MERKIMIÐAR OG VÉLAR
Búðarhreppur
Fáskrúðsfirði
óskar eftir að ráða verkstjóra.
Umsóknarírestur er til 25. april.
Upplýsingar i sima 97-5220.
FERMINGARGJAFIR
103 Daviðs-sálmur.
Loía þú Drottin. sála min.
og alt, srm i im r er. hans hcilaga nafn ;
loía þú Drottin. sála min.
ng glevm t*ij»i neinutu vclgjiirðum haus,
BIBLÍAH
OG
Sálmabókin
Fást í bókaverslunum og
hjá kristilegu félögunum.
HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG
<£>uðbranttéötofu
Hallgrimskirkja Reykjavik
simi 17805 opið 3-5 e.h.
Umboðsmenn Tímans
Suðurnes
Staður: Nafn og heimili: Simi:
Grindavfk: ólina Ragnarsdóttir, 92-8207
Asabraut 7
Sandgerði: Kristján Kristmannsson, Suöurgötu 18 92-7455
Keflavlk: Eygló Kristjánsdóttir, 92-1458
Dvergasteini Erla Guðmundsdóttir,
Greniteig 45 92-1165
Ytri-Njarövlk: Steinunn Snjóifsdóttir
Ingimundur Jónsson Hafnarbyggð 27 92-3826
Hafnarfjörður: Hilmar Kristinsson heima 91-53703
Nönnustig 6, Hafnarf. vinnu 91-71655
Garöabær: Sigrún Friðgeirsdóttir
Heiöarlundi 18 91-44876
antoslar
Sætaáklæði
I flestar geröirbíla.
Falleg - einföld - ódýr.
Fást á bensínstöðvum Shell
Heldsölubirgór: Skeljungur hf.
Smávörudeild - Laugavegi 180
sími £51722
Atvinna
Laust er til umsóknar starf matreiðslu-
manns við dvalarheimilið Hlið Akureyri
Umsóknir sendist forstöðumanni Jóni
Kristinssyni fyrir 25. þ.m. og veitir hann
nánari upplýsingar i sima 96-22860 kl.
9-10.30
Stjórn dvalarheimiiisins Hliðar
Jörð til sölu
Til sölu er jörð á Vesturlandi. Jörðin er
stór og miklir ræktunarmöguleikar.
Nánari upplýsingar i sima 93-4286 eftir kl.
22.00 ákvöldin.
—AM