Tíminn - 15.04.1982, Qupperneq 12

Tíminn - 15.04.1982, Qupperneq 12
20 Fimmtudagur 15. april 1982 Félagsmálastofnun Kópavogs lausa stöðu (hlutastaða). Umsjónarmann með daggæslu i heimahús, leikvöllum bæjarins og fl. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 4 . april n.k. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á Félags- málastofnuninni, Digranesvegi 12, opnunartimi 9.30-12 og 13-15 og veitir dag- vistarfulltrúi nánari upplýsingar um starfið. Félagsmálastjórinn i Kópavogi. KÉpavogskaHpstaðir E1 Dagvistarmál- Starfsmaður Eftirsóttu „Cabína## rúmsam- stæðurnar komnar aftur. Verð kr. 4.580,00 m/dýnu. Glæsileg fermingargjöf Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 SUNN- LENDINGAR Fjölbreytt úrval Ýsa — Ýsuflök — Lúða — Gellur — Kinnar_ Hrogn og lifur ofi. ofl. Tökum fisk í reyk Fiskbúð Glettings Gagnheiði 5, Selfossí Tannlækningastofa Tannlækningastofa til leigu frá og með 1. júni á góðum stað i miðbænum. Upplýsingar gefnar i sima 10452 á stofu- tima. íbúð óskast Hjón með þrjú börn vantar 4ra —5 herb. i- búð á leigu. Greiðslugeta 4-6 þús. Upplýsingar i sima 91-77588. ilííl'liii Iþróttir Reykjavík- urmótid í frjálsum - verdur í kvöld ■ Heykjavikurmótiö 1 frjálsum iþróttum innanhúss verOur haldiö i kvöld i Baidurshaga i Laugardal. Keppnin hefst kl. 18,30 Nanna og Sigurður með forystu í Bikarkeppni Skíða- sambandsins ■ Pétur Ormslev skoraöi mark fyrir Dtisseldorf i keppnisferö þeirra til Kóreu. ■ „Viö vorum að koma úr keppnisferð til Kóreu þar sem við lékum þrjá leiki” sagði Pétur Ormslev knattspyrnu- maður sem leikur með v-þiýska félaginu Fortuna Dusseldorf. „Við unnum fyrsta leikinn 3-2. £g kom inn á i seinni hálfleik og skoraði jöfnunarmarkið 2-2 og Atli Eðvaldsson skoraði sigur- markið. Ég fann mig mjög vel i þess- um leik og ég vona að ég fari að fá tækifæri. Ég hef ekkert leikið með liðinu og undanfarið hef ég ekki heldur verið á varamanna- bekknum. Nú um helgina eigum við að leika gegn Kaiserslautern og ég er að vona að ég verði i hópnum fyrir þann leik. Eg lék með Dusseldorf báða hina leikina i Kóreuferðinni en við töpuðum þeim báðum 0-1 og 1-2. Pétur sagði að mikill áhugi væri fyrir ferð Dusseldorf til Islands en Dusseldorf mun koma hingað til lands i byrjun júni og leika hér tvo leiki. Það eina sem gæti komiö i veg fyrir komu þeirra hingað væri ef þeir myndu lenda i þriðja neðsta sæti. Þá yrðu þeir að leika auka- leik við félagið sem yrði i þriðja efsta sæti i 1. deild um lausa sætið i Bundersligunni. röp-. Pétur og Atli skorudu fyrir Dusseldorf — Pétur Ormslev og Atli Eðvaldsson skoruðu tvö af f jórum mörkum Dusseldorf í þriggja leikja keppnisferð til Kóreu ■ Staða i Bikarkeppni Skiða- sambandsins að loknu Skiöa- móti Islands er nú þessi: KONUR: stig 1. Nanna Leifsdóttir A....150 2. Tinna Traustadóttir A .... 125 3. Hrefna Magnúsd. A......102 4. Guðrún H. Kristjánsd. A .. 88 5. Ásta Ásmundsd. A........ 83 6. Kristin A. Simonard. D ... 62 Hreggviður endurkjörinn — formaður Skídasambandsins KARLAK: 1. Siguröur H. Jónss. 1 .150 2. Guðmundur Jóhannss. 1 .. 125 3. Ólafur Harðarson A ..105 4. Björn Vikingsson Á... 81 5. Elias Bjarnason A.....75 6. Bjarni Th. Bjarnason A .... 56 Siðasta Bikarmótið fer fram i tengslum við Brunmótið á Akureyri 2. mai og verður þá keppt i stórsvigi sem fresta varð i Reykjavik. Einnig verða afhentir afreks- bikarar SKI. röp-. ■ Jafnhliða Skiðamóti lslands 1982 var haldið Skiðaþing. Á þing- inu var flutt skýrsla stjórnar Skiðasambands tslands frá siðasta Skiðaþingi og reikningar sambandsins fyrir sama timabil lagðir fram. Á þinginu var samþykkt, að næsta Skiðamót Islands yrði haldið á tsafirði og að Unglingameistaramót lslands 1983 yrði á Akureyri. A þinginu var kosin ny stjórn, úr fyrri stjórn áttu að ganga, Hreggviður Jónsson, formaður, Trausti Rikarðsson, varafor- maður, Skarphéðinn Guðmunds- son, ritari, Ingvar Einarsson og Haukur Viktorsson. Voru þeir all- ir endurkjörnir, nema Skarp- héðinn Guðmundsson, sem baðst undan endurkjöri. I hans stað var kjörinn Hafþór Rósmundsson. Núverandi stjórn skipa: Hregg- viður Jónsson, formaður, Trausti Rikarðsson, Haukur Viktorsson, Ingvar Einarsson, Guðmundur Ólafsson, Sveinn Guðmundsson, Árni Jónsson, Hermann Sig- tryggsson og Hafþór Rósmunds- son. Matti með „hat trick” — Matthías Hallgrímsson skoraði öll mörk Vals í 3:0 sigri þeirra yf ir BSC Bonn ■ I. deildarlið Vals og KR i knattspyrnu hafa undanfariö dvalist erlendis i æfingabúðum. Valsmenn voru i Luxemborg og léku þeir tvo leiki. Fyrri leikur- inn var gegn BSC Bonn sem leikur i 4-deild i þýsku knatt- spyrnunni og eru þar i öðru sæti. Valur sigraði 3-0 i þeim leik og gerði Matthias Hallgrimsson öll mörk Vals i leiknum. Seinni leikur Vals i þessari ferð var gegn liði frá Luxemborg og tapaði Valur þeim leik 1-0. Luxemborgarar skoruðu sigur- markið rétt fyrir leikslok. KR-ingar voru i æfingabúðum i Þýskalandi og léku þeir einn leik gegn þýsku félagi og lauk þeim leik með jafntefli 1-1. röp-.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.