Tíminn - 21.04.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.04.1982, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. april 1982 fréttir Grindvíkingar andvígir girðingu umhverfis varnarsvædi Bandaríkjahers: FENGU FRAMKVÆMDUM FRESTAÐ ■ „Við fórum fram á það við þá að þeir frestuðu framkvæmdum við girðinguna og þeir brugðust mjög vel viö þvi”, sagði Jón Hólmgeirsson bæjarritari i Grindavik, þegar Timinn spurði hann hvort rétt væri að starfs- menn tslenskra aðalverktaka hefðu verið stöðvaðir við að færa úr girðingu umhverfis varnar- svæði Bandarikjahers við Grindavik. „Starfsmenn verktakafyrir- tækisins biðu siðan þar til bygg- ■ Franskir og bandariskir fimleika- og töframenn leika listir sinar 1 Laugardalshöllinni i leikhléum á sýningum körfuknattleikskappanna fræknu, Harlem Globetrotters og hafa áhorfendur fagnað þeim alveg jafnvel og körfuboltasnillingunum, enda hafa þeir sýnt mikla hæfni i erfiðum sýningaratriðum sinum. Timamynd — Ella ingafulltrúi okkar kom frá Reykjavik. Og þá gerðum við ákveðna tillögu um lausn og nú biðum við eftir svari.” — Hvað fela tillögurnar i sér? „Eiginlega bara að girðingin yrði færð frá bænui. cins fjarri og unnt er.” — En er ekki vegur þarna sem einhver styrr stendur um? „Jú,það er rétt. Byggöin hér i Grindavik hefur færst nokkuð ört i átt að varnarsvæðinu og við er- um komnir yfir veg sem liggur að þvi og nú er svo komið að vegur- inn kemur i veg fyrir að við get- um úthlutað einni lóð. Annars held ég að hægt verði að semja um þessi mál án þess aö til illinda þurfi að koma”, sagöi Jón. —Sjó Alls 133.698 sem hafa kosningarétt á Islandi ■ Þeir sem eru búsettir i kaup- stöðum á Islandi og hafa kosningarétt nú i sveitarstjórnar- kosningunum 22. mai nk. eru samkvæmt frétt frá Hagstofu Is- lands alis 116.167, en til saman- burðar má geta þess að 1978'voru þeir 105.431. Þeir sem búsettir eru i kauptúnahreppum og hafa kosningarétt nú árið 1982 eru alls 17.531, en voru fyrir fjórum árum 15.232. Siglufjaxðaihús '8r II húsunum Styrkir borgin ein staklinga til að endurbyggja hús sín f Grjótaþorpi? ■ Borgaryfirvöldhafa samþykkt að verja söluandviröi hússins númer sex viö Bröttugötu i Grjótaþorpi i Reykjavik sem áður var i eigu Reykjavikurborgar til Sótt um þrju prestaköll ■ Nýlega er runninn út um- sóknarfrestur um þrjú prestaköll sem auglýst voru laus til umsókn- ar. Um Staðarprestakall i Súg- andafirði sækir séra Kristinn Agúst Friðfinnsson sem þar er settur prestur, en hann vigöist þangað s.l. haust. Um Bólstaðarhliðarprestakall i Húnavatnsprófastdæmi sækir séra ólafur Þ. Hallgrimsson en hann vigðist þangað i fyrra sem settur prestur. Um Möðruvelli i Hörgárdal sækir séra Pétur Þórarinsson sem nú þjónar Háls-prestakalli i Fnjóskadal. Kosningar i þessum prestaköll- um fara fram innan skamms. —Sjó endurbyggingar á öðrum húsum i hverfinu. 1 framhaldi af þvi lagði umhverfismálaráö til að fénu yrði varið til endurbyggingar á húsi Stefáns Eirikssonar myndskera við Grjótagötu fjögur, sem komst i eigu Reykjavikurborgar áriö 1973. Samhljóöa samþykkt um- hverfismálaráös hlaut ekki stuðning i borgarráöi og þegar málið kom til afgreiðslu i borgar- stjórn var ákvörðun frestaö. Davið Oddsson sem bar fram frestunarbeiönina taldi aö vel kæmi til greina að endurbyggja hús Stefáns myndskera ef á annaö borö yrði ákveöið aö gera upp eitthvaö hús i þorpinu sem er i eigu borgarinnar. Hins vegar sagði hann að uppi væru hug- myndir um að mynda sérstakan sjóð sem andvirði þeirra húsa sem Reykjavikurborg seldi rynni til sem siöan yröi aftur variö til að veita lán.til einstaklinga sem ættu hús i Grjótaþorpi og hefðu áhuga á þvi að endurbyggja þau. Taldi hann aö Reykjavikurborg ætti sjálf að fjármagna endurbætur á sinum eigin húsum. Málið hlaut ekki afgreiðslu á siðasta fundi borgarstjórnar, en verður aftur tekið fyrir, væntan- lega 6. mai nk. —Kás frá Húseiningum erkomin! Rúmlega 80 litprentaðar blaðsíður með margvíslegum upplýsingum og teikningum eftir Bjarna Marteínsson, Helga Hafliðason og Viðar A. Olsen. Teikningarnar I bókinni gefa hugmyndír um byggingu einlyftra og tví- lyftra einbýlishúsa fyrir viðráðanlegt verð, - sambærilegt við góða íbúð í fjöl- býlishúsi I Reykjavlk. Bókin er ókeypis. Hafið samband við Húseiningar h/f á Siglufírði, sfmi 96-71340 eða söluskrifstofuna í Reykjavík, Laugavegi 18, sími 91-15945 og bókin fer f póst til ykkar samdægurs. HÚSEININGAR HF ÓSA SVARSEÐILL Vinsamlega sendiö mér eintak af bókinni, mér aö -—— kostnaöarlausu! Nafn Heimilisfang: Póstnr.: Sími:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.