Tíminn - 21.04.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.04.1982, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 21. apríl 1982 BIBLÍAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL.BIBLÍUFÉLA^ (f>uöOraní)sstofu Haligrimskirkja Reykjavik simi 17805 opiö 3-5 e.h. 7 FERMINGARGJAFIR Sætaaklæöi I flestargerðirbíla. Falleg - einföld - ódýr. Fást á bensínstöðvum Shell Heidsölubirgöir: Sketjungur hf. SmáMönjdeild - Laugavegi 180 sími 81722 Brita. oryggissæti fyrir börn f V/ 71 Britax bílstólar fyrir börn eru öruggir og þægilegir í notkun. Með einu handtaki er barnið fest. - og losað Fást á bensinstöðvum Shell Skeljungsbúóin Suöuriandsbraut 4 sm 38125 Heidsoliixrgór: Skejungur hf. Smávöfudeid-Lauga/egi 180 stuttar f réttir | þingfréttir ■ Arni Guðmundsson við eina af myndum slnum. Sýning f Safnahúsinu ■ Siðasta vetrardag, 21. april n.k. opnar Arni Guðmundsson Selfossi sýningu i SafnahUsinu á Selfossi. Hann sýnir þarna tæplega þrjátiu myndir, flest nýjar vatnslitamy ndir, svo og nokkrar eldri teikningar. Þetta er fyrsta einkasýning Arna, og eru flestar myndirn- ar til sölu. Sýningin veröur opnuð kl.6 siðasta vetrardag og stendur hún til sunnudagskvölds 25. þ.m. og er opin kl. 14.00 til 22. 00 daglega. Stjas/Vorsbæ Smábátaeigendur panta 30 VHF talstöðvar VESTM ANNAEYJAR: Smá- bátaeigendur i Vestmanna- eyjum ákváðu á fjölmennum fundi er þeir efndu til i byrjun febrúar að stofna með sér fé- lag til að vinna að sameigin- legum hagsmunamálum smá- bátaeigenda i Vestmannaeyj- um. A fundinum kusu þeir Geir Jön Þórisson, Svein Jóns- son og Ástþór Isleifsson i stjórn félagsins. Fyrstu verkefni stjórnar- innar var að ganga frá pöntun á 30 VFH talstöðvum sem keyptar eru frá Bandarikjun- um. Vegna svo stórrar pönt- unar fæst hver stöð á ca. 4.000 kr. með loftneti. Aðal rökin fyrir þessum talstöðvakaup- um eru i fyrsta lagi tilkynn- ingarskyldan og að truflanir eru nánast engar. Jafnframt eru þessar stöðvar sagðar mikil öryggistæki ekki sist vegna þess aðhlustun er allan sólarhringinn á loftskeyta- stöðinni. —HEI Sigurpáll A. tsfjörö við eina af 41 mynd hans á sýningunni á llúsavik. Meirihluti myndanna seldist IIÚSAVÍK: Sigurpáll A. Is- fjörð efndi til málverkasýn- ingar i Safnahúsinu á Húsavik dagana 3. til 12. april. Hann sýndi 41 vatnslitamynd og 16 ollumyndir. Meirihluti mynd- anna seldist. Margar mynd- irnar voru verulega laglegari húsavikurmálara blárri úð. Fyrstu einkasýningu á mynd- um sinum hélt Sigurpáll i Reykjavik árið 1974. Síðan hefur hann haldið alls fjörar einkasýningar og tekið þátt i málverkasýningum með öðr- um listamönnum. — Þ.J. - Húsav. Framboð á Patró ■ A fundi Alþýðuflokksfélags Patreksfjarðar, sem haldinn var fyrir skömmu, var gengið frá framboðslista félagsins vegna væntanlegra hrepps- nefndarkosninga svo og fram- boði félagsins til sýslunefndar. Framboðslistann til hrepps- nefndar skipa eftirtaldir ein- staklingar: 1. Hjörleifur Guðmundsson, form. Verkalýðsfél. Pat- reksfj. 2. Björn Gislason, bygginga- meistari 3. Guðfinnur Pálsson, bygg- ingameistari. 4. Birgir B. Pétursson, húsa- smiður 5. Asta Gisladóttir, ljósmóðir 6. Þórarinn Kristjánsson, verkamaður 7. Jóhanna Leifsdóttir, fóstra 8. Guðný Pálsdóttir, húsmóð- ir 9. Sverrir ólafsson, verka- maður 10. Asthildur Agústsdóttir, húsmóðir 11. Kristófer Kristjánsson, vélstjóri 12. Óli Rafn Sigurðsson, húsa- smiður 13. Páll Jóhannesson, bygg- ingameistari 14. Agúst H. Pétursson, odd- viti. 1 framboði til sýslunefndar eru: Aðalmaður: Agúst H. Pétursson, oddviti. Varamað- ur: Bjarni Þorsteinsson, verk- stjóri. Fræðsla um áfengi og fíkniefni tekin inn í grunnskólalögin ■ Þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram frumvarp sem kveður svo á að tekin verði upp fræðsla i grunnskólum um áhrif af neyslu áfengis og annarra á- vana- og flkniefna, en flutnings- menn telja undarlegt að hvergi skuli vera ákvæði um slika fræðslu i grunnskólalögunum og vilja bæta úr þvl. Flutningsmenn eru Sigurlaug Bjarnadóttir, Helgi Seljan, Davið Aðalsteinsson, Salóme Þorkels- dóttir og Eiður Guðnason. Greinargerð frumvarpsins er svohljóðandi: „Með frv. þessu er lagt til að tekin séu inn i gildandi grunn- skólalög ákvæði varðandi fræðslu um áhrif af neyslu áfengis og annarra ávana- og fikniefna. 1 42. gr. laganna er kveðið svo á, að menntamálaráðuneytiö skuli setja grunnskólum aðalnámsskrá þar sem nánar er kveöiö á um j kennslu i þeim greinum sem taldar eru upp i 42. gr. i ellefu stafliðum. Með samþykkt þessa frumvarps yröu stafliðirnir tólf. Það er i rauninni undarlegt, að ákvæði um þessa fræðslu skuli hvergi að finna í sjálfum grunn- skólalögunum, en skólanum engu að siður gert að inna hana af hendi samkvæmt ákvæðum i öðr- um lögum. Er þar átt við gildandi áfengislög frá 1969, en þar eru skýlaus ákvæði um fræðslu i skól- um landsins um áhrif áfengis- neyslu. Einnig er til allitarleg reglugerð um bindindisfræðslu, er gefin var út árið 1956, skv. 31. gr. eldri áfengislaga frá 1954. Þessi gömlu ákvæði i lögum og reglugerö standa vissulega fyrir sinu, en það er skemmst frá að segja, að þeim hefur verið mjög slælega eða alls ekki framfylgt. Flutningsmenn þessa frv. telja að samþykkt þess þurfi ekki af sjálfu sér að leiða til afnáms þessara ákvæða, sem fyrir eru i áfengislögum og reglugerð, þó svo að þau séu að sumu leyti úrelt orðin og þurfi breytinga við, það sé hins vegar eðlilegt og sjálfsagt að þessi fræðsluþáttur sé tekinn inn I núgildandi grunnskólalög og námsskrá, sem skólar landsins starfa eftir. Sérstaklega skal á það bent, að önnur ávana- og fikniefni en áfengi eru ekki nefnd á nafn i fyrrnefndum lögum og reglugerð, enda eru þau samin á þeim tima þegar kannabis og önnur þaðan af sterkari fikniefni voru svo til óbekkt fvrirbæri hér á landi.Nú er hins vegar svo kom- ið, að nauðsynlegt er að brugðist sé við með öflugu fyrirbyggjandi starfi gegn þvf, aö þessi vágestur nái hér frekari fótfestu. Ekki veröur séð að þessi efni hafi kom- ið I stað áfengis, heldur til við- bótar. Mun ekki ofmælt að hver einasta fjölskylda i landinu sé nú i meiri eða minni mæli tengd eða ofurseld erfiðleikum og hörmung- um vegna neyslu áfengis og annarra fikniefna. Fyrirbyggjandi starf getur farið fram eftir ýmsum leiðum. Upplýsingar og fræðsla eru eina leiðin Sú leið er bæði vandrötuð og viðkvæm, getur gert illt verra ef ekki er rétt á haldið. Vafalaust verður fræðslan að vera hlutlæg og raunsæ og örva nemendur til sjálfstæörar skoðanamyndunar og ábyrgrar afstöðu til neyslu þessaraefna. Mikilvægter einnig að starfandi kennarar og kennaraefni gangi til verks með upplýstu og jákvæðu hugarfari. Lög og reglugerðir leysa hér ugglaust engan vanda, nema fyrirhendisé áhugi og skilningur meðal þeirra aðila sem fram- kvæmdin mæðir á. Óhætt er að fullyrða aðsá áhugi og góður vilji er til staðar hjá íslenskum skóla- mönnum og öðrum þeim sem vinna að varnaðarstarfi á sviði á- fengis-ogfikniefnamála. Ýmisný viðhorf og hugmyndir, sem binda má vonir við, eru þar til umfjöll- unar og úrvinnslu. Akvæði það, sem þetta frumvarp gerir tillögu um að bætt verði inn i grunn- skólalögin, mundiþvi falla i frjó- an jarðveg og skapa um leið eðli- legan grundvöll að þessum vand- meðfarna fræðsluþætti innan skólanna.” Oó Utflutningsgjald af hrognum lækkad ■ Frumvarp um breytingu á lög- um um útflutningsgjald af sjávarafuröum liggur nú fyrir Al- þingi. Miðar breytingin að þvi að lækka útflutningsgjald af söltuð- um matarhrognum og frystum þorskhrognum og verður 2.5% af f.o.b. verðmæti. Þá er i frumvarpinu ákvæði um aö sjávarútvegsráðherra sé heimilt að ákveða, að áöur en gjald er lagt á saltsild og söltuð matarhrogn skuli draga frá f.o.b. verði samanlagt verð umbúða og sérstakra hjálparefna. Einnig verður ráðherra heimilt að ákveða að gjald, samkvæmt lög- um þessum, skuli ekki innheimt af edikssöltuðum sildarflökum og öðrum sildarflökum sem verkuð eru á svipaöan hátt. Fullvinnslugjaldið af söltuðum matarhrognum og frystum þorskhrognum sem flutt eru út er nú 3%, og hefur orðið til þess að innheimt er samtals 8.5% af f.o.b. verði af nefndum vörutegundum. Þ.e. 5.5% útflutningsgjald og 3% fullvinnslugjald. 1 athugasemd um ákvæðið um gjaldið af fullverkaðri sild og matarhrognum segir.: „Hér er gert ráð fyrir heimild fyrir sjávarútvegsráðherra að ákveða, að áður en gjald er lagt á söltuð matarhrogn, skv. 2. gr., skuli draga frá f.o.b.-verði samanlagt verð umbúða og sér- stakra hjálparefna. Þetta ákvæði er hliðstætt þvi', sem nú gildir um saltsild og miðar að þvi að inn- heimta ekki gjald af innfluttum tunnum, sem siðan eru fluttar út aftur, sem umbúðir utan um þessar afurðir.” Oó ■ Nýskipaður sendiherra Hollands hr. J.J.L.R. Huydecoper afhenti nýlega forseta tslands trúnaðarbréf sitt að Bessastöðum að viðstödd- um Ólafi Jóhannessyni utanrikisráöherra. Siðdegis þáði sendiherrann ásamt fleiri gestnm boð forseta tslands að Bessastööum. Sendiherra Ilollands hefur aösetur i London.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.