Tíminn - 21.04.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.04.1982, Blaðsíða 9
MiOvikudagur 21. aprll 1982 9 „ískyggilegastaf öllu tel ég þó það sem e.t.v. mætti nefna „greindarf lótta". En ég álít að undanfarna áratugi hafi landsbyggðin í ríkum mæli tapað best gefna og atorku- samasta fólkinu á höfuðborg- arsvæðið" sendan er sögð sú, að með þvi einu sé lýðræðishugsjóninni full- nægt. Ég tel það á hinn bóginn geta orðið afdrifarikt ef höfuðborgar svæðinu verður fengin i hendur öll stjórn landsins. íslenskir vald- hafar eru nú þegar flestir á höfuð- borgarsvæðinu og verða æ fleiri ef fyrirhuguð kjördæmabreyting verður að veruleika. Þar eru höf- uðstöðvar embættismannakerfis- ins, hagsmunasamtakanna, stjórnmálaflokkanna, æðstu menntastofnanirnar og heimili mikils meirihluta alþingismann- anna — þótt sumir þeirra sitji á þingi fyrir landsbyggðina. Allt hefur þetta stuðlað að afgerandi forystu höfuðborgarsvæðisins á flestum sviðum i stjórn landsins. Aróðrinum fyrir kjördæmabreyt- ingunni hefur eingöngu verið haldið uppi af öðrum aðilanum, þ.e. þéttbýlisbúum höfuðborgar- svæðisins sem i engu hafa til sparað að nýta i þeim tilgangi fjölmiðla þjóðarinnar sem allir eru þar staðsettir. Forréttinda stétt og undirmálsfólk Með þvi að búa höfuðborgarbú- um sérstök forréttindi i lifskjör- um, menntunarlega, félagslega, efnahagslega og stöðulega finnst mér stefnt dyggilega að þvi að skipta þjóðinni i tvær megin fylk- ingar, þ.e. nokkurskonar forrétt- indastétt höfuðborgarsvæðisins og undirmálsfólk landsbyggðar- innar. Þetta tel ég leiða til slikrar mismununar þegnanna og óheilla fyrir þjóðina að ekki sé hægt að láta kyrrt liggja. — En fylgir það ekki einmitt lýðræðinu að meirihlutinn ráði? „Lýðræði getur verið á ýmsa lund. I augum sumra er lýðræðið þjóðskipulag sem tryggir að stjórnendur styðjist við meiri- grundvallað er á rétti meirihlut- ans. Möguleikum meirihlutans til að bera minnihlutann ofurliði eru hér engin takmörk sett hvað varðar flestar valdastofnanir þjóðarinnar. í bandarisku stjórnarskránni er. aftur á móti kappkostað að tryggja rétt minnihlutans gagn- vart meirihlutanum. Svo ég vitni i Ölaf Ragnar Grimsson, „Það er skipulag lýðræðis sem i grund- vallaratriðum er miðað við að hindra að meirihluti geti kúgað minnihlutann.” Til að samræma hagsmuni fjölmennu og fámennu fylkjanna var bandariska þinginu skipt i tvær deildir, öldungadeild þar sem öll fylkin eiga jafn marga fulltrúa burt séð frá ibúa- fjölda og fulltrúadeild þar sem þingmannafjöldi fer eftir fólks- fjölda. Þess má og geta að höfuðborg Bandarikjanna — Washington — var mjög skammtaður kosninga- réttur þar sem talið var að hún hefði ella um of áhrif á stjórnvöld. Fram um 1960 átti hún enga full- trúa á þingi og enn i dag hefur hún engan fulltrúa i öldungadeildinni. Með þessu er ég þó ekki að leggja til að höfuðborg okkar eigi ekki að hafa fulltrúa á þingi, heldur vil ég aðeins benda á að það er hvorki sjálfsagt né réttlátt að ibúar höf- uðborgarsvæðisins hafi jafnt at- kvæðavægi og aðrir landsmenn. Ekki sist þegar tillit er tekið til þess að létt atkvæðavægi þeirra miðað við fámennustu kjördæmin stafaraf mismunandi lifskjörum, höfuðborgarsvæðinu i hag, og þeirri byggðaröskun sem það hef- ur leitt af sér. Lýðræðinu á íslandi mjög ábótavant Ég tel lýðræðinu á tslandi þvi landsbyggðina hallað en áður og þá ekki sist i atvinnu- og mennta- málum. Sé markmiðið að jafna lifskjör þegnanna, þá álit ég að landsbyggðin verði að halda valdahlutfalli sinu óskertu á Al- þingi. Hvað varðar breytingu á stjórnarskránni tel ég i hæsta máta ósanngjarnt að taka eitt atriði hennar út af fyrir sig — vægi atkvæða — en lita ekki á aðra þætti, til tryggingar jöfnuð- ar meðal þegnanna. Við breyt- ingu stjórnarskrárinnar tel ég fyrst og fremst eiga aö leggja á- herslu á að taka upp lýðræðis- skipulag sem byggir á þvi að tillit sé tekið til minnihlutans og réttur hans sé tryggður, svo ekki sé hægt að setja lög og reglur sem beinlinis þrengja kjör þeirra sem slæma aðstöðu hafa til að vinna að framgangi sins málstaðar. Stór-Reykja- vlkursvæðið verði aldrei alls ráðandi Þetta mætti m.a. gera á þann hátt, að efri deild Alþingis verði skipuð jafn mörgum fulltrúum úr hverju kjördæmi t.d. tveim eðá þrem. t neðri deild fari þing- mannafjöldi eftir ibúafjölda þó með þeim takmörkunum að eitt landsvæði eins og Stór-Reykja- vikursvæðið, verði þar aldrei alls ráðandi. Ég tel brýnt að landsbyggðin haldi valdahlutfalli sinu óskertu á Alþingi til þess að sá mikli árang- ur sem náðst hefur til jöfnunar aðstöðu og lifskjara landsmanna á siðast liðnum áratug renni ekki útisandinn. Haldið verði áfram á sömu braut og að undanförnu ef hluta kjósenda, vilji meirihlutans jafngildi þá hinum forna guðlega vilja konunga. I augum annarra felur lýðræðishugsjónin i sér jafn- rétti og réttlæti og þar af leiðandi réttlátt efnahagsskipulag sem tryggi öllum mannsæmandi lifs- kjör. Að hindra að meirihlutinn geti kúgað minnihlutann Islenska stjórnarskráin felur i sér þá tegund lýðræðis sem mjög ábótavant. Það er mann- anna verk og hefur sina miklu kosti en engu að siður sina miklu ókosti og annmarka. I þvi sam- bandi vil ég nefna að á sama tima og lög eru sett til verndar frið- helgi heimilisins og eignarréttin- um geta meirihlutahópar með lýðræðið á vörum til réttlætingar ójafnaðarstefnu sinni, skammtað sjálfum sér nánast öll þau forrétt- indi sem þeim þóknast. Og sú virðist ætlunin vera með væntan- legri kjördæmabreytingu hér á landi. Ef valdhafar eflast enn á höfuð- borgarsvæðinu tel ég að mismun- andi hagsmunir og ólik viðhorf leiði til þess að enn meira verði á ætlunin er að byggja landið allt og nýta auðlindir þess til sjávar og sveita. Það er trúa min að það góða at- vinnuástand sem rikt hefur i landinu okkar, ef miðað er við ná- grannalöndin, sé árangur þeirrar stjórnarstefnu sem upphófst fyrir um áratug siðan. Byggöastefnan hefur eflt atvinnulifið, aukið framleiðslu og jafnað nokkuð lifs- kjör milli landshluta, þótt enn vanti þar töluvert á. Jafnframt hefur byggðastefnan létt ýmsum vanda af þéttbýlinu við Faxaflóa sem fólksflóttinn utan af lands- byggðinni hafði i för með sér.” — HEI landfári Greinar- korn um kosninga rétt ■ Fyrir nokkru siðan var gest- ur á ferð frá Islandi, hér við Eyrarsund. Boðaði hann á sinn fund námsmenn i Kaup- mannahöfn og Lundi þvi hann hafði góðar fréttir þeim að segja. Ekki fengu aðrir að vita um þessa samkomu, þö vel mætti hann vita að flestum tslendingum er forvitni á að sjá og heyra svofrægan mann, nýkominn frá Islandsströnd- um. Þó fór það svo að þetta fréttist manna á milli, og einn af oss sauösvörtum almúgan- um, laumaðist i skjóli myrk- urs inn á þessa samkomu. Það kom i ljós að þessi sómamaður hafði góðar fréttir að flytja námsmönnum og læknum bú- settum á Norðurlöndum. Það höfðu verið gerðar breytingar á kosningalögum á Islandi þannig að nú skyldi vera auð- veldara fyrirþessa fyrrnefndu hópa fólks að nota sinn kosn- ingarétt. Við sem ekki erum svo lánsöm að tilheyra þessum hópi óskum þessu fólki til hamingju og teljum að lögin séu spor I rétta átt. Þess- ar breytingar eru þó svo ófull- nægjandi og óréttlátar að furðu gegnir, og minnir mann helstá kosningalög, sem notuð voru fyrir hundraö árum, þegar kosningaréttur fór eftir auði og metorðum. En námsfólki og læknum er þetta sarinarlega ekki of gott, en Guð má vita hversvegna bara læknum, þvf jafnvel aðrar stéttir menntamanna eru bú- settir á Norðurlöndum lengri eða skemmri tima, til þess að bæta þekkingu sína og læra nýungar. Hvergi i þessum nýju lögum er minnst á stærsta hóp tslendinga sem hefur hrakist frá föðurlandi sinu, vegna húsnæðisleysis eða atvinnuleysis, og verða þær ástæður að skrifast á syndalista islenskra stjórn- valda, og þannig bein afleiðing af úrræðaleysi og ódugnaði o.s.frv. Þegar þetta fólk stofnar heimili i nýju landi, sem er mjög kostnaðarsamt, missir það, þegar i staö sin grund- vallar mannréttindi, þ.e.a.s kosningarétt og kjörgengi i sinu ættarlandi. Þetta fólk hlýtur sömu meðferð i islensk- um lögum, sem stór-afbrota- menn, og hefur mörgum okkar þótt það þung hegning. Eða eru islenskir stjómmálamenn ef til vill hræddir við að þetta fólk,myndi ekki kjósaþá aftur ef það hefði kosningarétt i sinu heimalandi. Sá ótti er ef til vill ekki ástæðulaus. Islendingar hafa alloft fengið sinar fyrir- myndir frá frændþjóðum á Norðurlöndum, i ýmsum málum, sumt hefur reynst vel, annað illa. 1 Sviþjóð þar sem þetta er skrifað hafa allir sænskir rikisborgarar kosningarétt i sinu heimalandi, og breytir þá engu hve lengi þeir hafa verið búsettir erlendis, eða hvar þeir búa. En f þessu máli eins og i öllu ööm er hægt að finna meðalveg. Allir Islendingar sem flytja erlendis, ætla sér einhverntima að flytja heim aftur. Við höfum sterka þjóö- erniskennd. Þaö sama gildir um þá sem flytja til Norður- landa.allirætla sérheim aftur og flestir gera það lika, þegar þeim hefur vaxið fiskur um hrygg, jafnvel þó að rikis- valdið i ættarlandinu hafi ekkert gert til að létta þvi heimferðina, i sambandi við húsnaeðismál o.frv. Einnig i þvi sambandi gætu íslensk stjórnvöld lært af frænd- þjóðum sínum. Það hlýtur öllum aðvera ljóst, sem vilja kynna sér þetta mál, að það krefst tafarlaust leiðréttingar. Og virðist sanngjarnt að fólk sem flytur til Norðurlanda fái að halda kosningarétti sinum á Islandi i 4-5 ár, eftir það er oftast teningum kastað. Guðjón Högnason Athugasemd frá nokkrum Seylhreppingum ■ Við mótmælum þeim full- yrðingum Páls Péturssonar, sem hér fara á eftir og lýsum þvi yfir, að hvað okkur snertir eru þær staðlausir stafir. A Alþingi þann 31. mars s.l. sagði Páll Pétursson for- maður þingflokks Fram- sóknarflokksins meðal annars, að Blöndusamningum hefði verið „böðlað áfram með óeölilegum hætti, heimamenn beittir miklum og óeðlilegum þrýstingi, einstakir hrepps- nefndarmenn hundeltir, skuldugum bændum hótað og leiguliðar hins opinbera látnir vita hvern veg þeir ættu að haga sér.” Þar sem við undirritaðir erum „leiguliðar hins opin- bera” þykir okkur ástæða til aö taka eftirfarandi fram: Það er fjarri öllum sanni, að opinberir aðilar eöa aðrir hafi beitt þrýstingi, hótunum eða öðrum óheiðarlegum aðferöum i þá veru að vinna okkur til fylgis við samninga þá um Blönduvirkjun, sem þegar hafa verið samþykktir og undirritaðir af samninga- nefndum hreppanna og hins opinbera. I þeim málum sem öðrum höfum við farið eftir eigin skoðunum og sannfæringu og engan látið segja okkur fyrir um „hvern veg viö ættum aö haga okkur”. Stefán Haraidsson, Viðidal Sigurður óskarsson, Krossanesi Jóhann Gunnlaugsson, Vlöimýri Jón Gissurarson Viðimýrarseli Hlifar Hjaltason, Vlðiholti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.