Tíminn - 21.04.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.04.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Mikið úrval Sendum um land allt Kaupum nýlega Opió virka daga bíla til niðurrifs 9 19 La“g“*- Sími (»1) 7 - 75-51, (91) 7- 80-30. d“ga 10 16 HEDD HF. 20 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 ■ Nú fer þeim fækkandi sem kunna að „kalfatta” og kannske vita alls ekki allir hvað það er. En i slippnum hjá Dani'el Þorsteins- syni er maður sem búinn er að „kalfatta” nær stöðugt frá þvi er hann var 16ára gamall, áriö 1921, og heldur þvi enn áfram, 75 ára gamall. Þvi er best aö láta hann útskýra þetta eigin orðum. Hann heitir Agúst Nikulásson. „Jú, þetta hefur reyndar verið kallað handþétting á islensku. Þetta er hampþétting á tréskip- um, og við sláum þá tjöruhamp á milli viða i byrðingi i skipunum, þegar búið er að byggja þau eöa nýbúið að gera við þau. Þetta þurfa skipasmiðir að kunna enn þann dag i dag, þött þörfin fyrir menn sem kunna aö „kalfatta” verði æ minni, eftir þvi sem tré- skipum fækkar. Þetta var nóg verk árið 1921 þegar ég byrjaði I „Skipasmiöastöð Reykjavikur” hjá Magnúsi Guðmundssyni. Þar voru eingöngu smiðuð tréskip þetta 16-20 tonna bátar. Áhöldinsem við þetta eru notuö eru þessi tréhamrar hérna sem við köllum „kjulu” og svo nokk- urslags meitiljárn, til þess að reka hampinn i með. Hampinn þarf að „spinna” eins og kallað er, áður en hann er rekinn i. Það gerir maður si sona á hné sér, gerir úr honum langa vindinga sem svo eru reknir i „hnoðað”. Hnoða er rifan sem er á milli viða i byrðingnum en hana þarf að breikka með meitlinum eins og hægt er áður en rekinn er hamp- urinn. „Hnoðað” er orðið hæfi- lega djúpt þegar maður finnur rétta fyrirstöðu undir. Maður lær- ir að heyra á hljóöinu i kjulunni með timanum. Erfitt starf Já, ég var lengi i Slippstöö Reykjavikur hjá Magnúsi, en annars er ég viða búinn aö vera, þar á meðal i Keflavik, Njarðvik- um og á Akranesi. Þaö var eink- um i kreppunni, sem maður flæktist þetta á milli, þvi þá var vinnan stopul. Hér hjá Dani'el byrjaði ég 1936 og fastur starfs- maður hef ég verið hér frá 1939. Nei, ég get ekki sagt þér með vissu hvað maður er lengi að „kalfatta” heiltskip. Það fer auð- vitað eftir svo mörgu. Samt gæti ég trúað að ég yrði svo sem tvo mánuði að „kalfatta” 100 tonna bát. Enþaðerualltaf fleirimenn i þessu, svoég hef aldrei verið einn i svo stóru verkefni. Erfitt? Já, vi'st er þetta oft erf- itt starf. Einkum þegar verið er að slá i botn á skipi og menn veröaað vinna allt upp fyrir sig. Liklega mundu flestir fá sig full- reynda við slika vinnu á endan- um. En eins og ég sagði er þetta nu óðumiað hverfa • Menn eru óöum að hætta að smiða trébáta. Ég er einkum þvi i verkefnum við viðgerðir og þau duga mér ekki lengur svo ég er meir við „setn- ingar” þ.e. við að taka skip upp i MEfi TJðKII OG HAMP f NðNDfiM f 60 AK Ágúst Nikulásson er einn fárra núorðið sem kann að ,,kalfattayv ■ Agúst Nikulásson mundar kjuluna, sem hann tók fyrst f hönd 16 ára gamali, árið 1921. (Tímamynd G.E.) slippinn og sjóseta þau aftur. En ætli ég endist samt ekki út tima tréskipanna. Ég er fæddur hér við Nýlendugötuna og byrjaði að vinna við Nýlendugötuna sem alltaf hefur verið mikil skipa- smfðagata. Þaö fer vel á að enda starfsdaginn hér lika.” AM. Miövikudagur 21. april 1982 fréttir Barn fyrir bifreiö ■ Barn var flutt á slysadeild eftir að það varð fyrir bil á Hafnarfjarðarvegi skammt frá slökkvi- stöðinni i Reykjavik á nitjánda timanum i gær. Að sögn lögreglunn- ar i Reykjavik voru meiðsli barnsins ekki talin alvarleg. Hlekktist á í að- flugi ■ Twin Otter flugvél Flugfélags Norður- lands með sextán manns innanborðs hlekktist á i aðflugi á Isafirði i gærmorgun. Engan sakaði, en ein- hverjar skemmdir urðu á flugvélinni. Samkvæmt heimild- um sem Timinn aflaði sér hjá Flugfélagi Norðurlands var vélin i hægri beygju við flugbrautarendann á Isafirði þegar hún lenti i niðurstreymi. Við það slóst hægri vængendinn i brautina og beyglaðist aðeins. —Sjó. Umbótasinnar og Vaka mynda meirhluta ■ Félag umbótasinn- aðra stúdenta og Vaka hafa nú komist að samkomulagi um myndun meirihluta i Stúdentaráði. Skipting á stöðum verður þannig: Um- bótasinnar fá ritstjóra Stúdentablaðsins, 2 af 3 stúdentum i stjórn Félagsstofnunar, aðalfulltrúa i Lána- sjóði og varamann hans, aðalfulltrúa i Æskulýðssambandinu og varamann hans, formann mennta- málanefndar, for- mann funda- og menn- ingarmálanefndar og 3 fulltrúa i stjórn Stúdentaráðs. Vaka fær formann Stúdentaráðs, 1 af 3 fulltrúum i stjórn Fé- lagsstofnunar, for- mann utanrikismála- nefndar og 3 fulltrúa i stjórn Stúdentaráðs. Fyrsti fundur nýja ráðsins verður n.k. föstudag. —HEl dropar Hoppandi Hafn- firdingur ■ Hafnfirðingur emn var á rölti i Reykjavik og gekk þá fram á mann sem hoppaöi i sifellu á brunn- loki og kallaði við hvert uppstökk: „Tuttugu og fimm! Tuttugu og fimm!” Hafnfirðingurinn vildi fá að vita hvað þarna væri um að vera og fékk þau svör að hér væri á ferðinni nýr og skemmtilegur leikur. Hann vildi óimur prófa og var það velkomið. anana 1 skírir Salisbury Harara Salubury. Zimbabwr, 1». tpril. AP. BLÖÐ og útvarp I Saliabury nefndu I ■ Skilmcrkilcg fyrirsögn i Mogga Gaflarinn byrjar að hoppa á brunnlokinu og kallar „Tuttugu og fimm! Tuttugu og fimm!” viö hvert uppstökk. Þegar hann var búinn að hoppa þrisvar opnaði Reykvík- ingurinn brunninn og Gaflarinn hvarf með skvampi. Lokaði Rcyk- vikingurinn þá í snarhasti og byrjaði að hoppa upp og niður: „Tuttugu og sex! Tuttugu og sex!”. Hræbillegt ■ A ónefndan veitinga- stað úti á landi kemur margur ferðalangurinn eftir strembna glimu við þjóðveginn bæði að norðan og sunnan. Gest bar að garði þar fyrir skömmu og sá á mat- seðlinum girnilegan rétt sem hét „Sheep a la Mustang”. Hann hugsaði sér gott til glóðarinnar að fá þarna iiulælis rétt fyrir lágt verð. Og mikið rétt: þetta var ljúffengt mjög og hræbillegt. Með fullan munninn spurði gesturinn þjóninn hvernig nafnið á réttinum væri tilkomið. Þjónninn svaraði að bragði: „Rolla sem varð undir Mustang!” Rýr eftir- tekja ■ Menn hafa tekið eftir þvi að fáar bifreiöir hafa verið auglýstar jafn mik- ið að undanförnu og Skoda. Hlemmistórar auglýsingar hafa birst i hlöðum og I sjónvarpinu eru sýndar langar og dýr- ar auglýsingamyndir. Það verður þvi að telj- ast nokkuð rýr eftirtekja þegar i Ijós kemur að ein- ungis 25 bílar af þessari gerð seldust á fyrstu þremur mánuðum árs- ins... ; Unijóa: Hcrbcfl Gcðmundsson. Fögnum festunni ■ Við fögnum þvi að nú virðist nokkur festa vera komin i birtingar á Sand- kornum DV, — og ekki siður fögnum við nýja umsjónar manninu m, sem kynntur var i DV á mánudaginn. Krummi ... sér i blaði haft eftir Svavari Gestssyni: „úti- lokað að hækka öll laun í landinu”. öðruvisi oss áður brá, eða hefur al- þýðan ekki lengur „allan heiminn að vinna”?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.