Tíminn - 27.04.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.04.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 27. april 1982 7 sí'U'jj! erlent yfirlit ■ Þrátt fyrir mikil náttúruauðæfi er iðnaður f Kina frumstæður og skortir bæði tækniþekkingu og fjár- magn til aðfæra hann í nýtískulegt horf. Nú hafa Kinverjar ákveðið að reyna að laða erlenda auöhringi til að leggja fjármagn i nýtingu auðlinda og iðnað. Kínverskt efnahags- líf þarf á erlendu fjármagni ad halda — erlendum auðhringum boðid að taka þátt f iðnaðaruppbyggingunni ■ Mikil ónotuð auðæfi eru i jörðu i Kina sem þarlendir hafa i hyggju að nýta, en það kostar mikið fé. Kinverjar hafa reynt eftir mætti að verða sjálfbjarga og öðrum óháðir um fjármagn og nýtingu auðæfa sinna, en satt best að segja hefur iðnvæðing landsins gengið brösulega og fræði Maos hafa dugað skammt til að koma atvinnuvegum iandsins I nútima horf. Fyrir skömmu var tilkynnt i Peking að Kinverjar mundu bráðlega leita eftir erlendu l'jár- magni i stórum stil til aö vinna auðlindirnar. Munu þeir veita milljörðum dollara inn i landið til að vinna oliu, kol og málma og til að byggja upp stóriðju i landinu. Komið hefur verið á fót ráöuneyti sem sjá á um erlend efnahags- tengsl og verslun. Rikisstjórnir og bankar erlendis hafa boðið Kinverjum allt aö 250 milljarða dollara lán til iðnaöaruppbygg- ingar. Munu Kinverjar taka þess- um lánum, en að auki eru þeir reiðubúnir að veita rúmlega þeirri upphæð af erlendu fjár- magni inn i landið. Meðal þeirra greina sem erlent fjármagn verður lagt i er vinnsla griðarmikilla kolanáma i Shanxi héraði i Norður-Kina og Guzhou héraði i suðurhluta landsins. 1 siðarnefnda verkefnið dugir ekki að veita nokkrum hundruð milljónum dollara aö þvi er sagt er i Peking, heldur marga mill- jarða dollara. I siðasta mánuði var undir- ritaður samningur milli kin- versku stjórnarinnar og banda- riska fyrirtækisins Occidental Petroleum Corp. um kolavinnslu sem verður stærsta opna náma veraldarinnar. Ársframleiðslan er áætluð um 15 milljón tonn. Náma þessi er i Shanxi og á þeim slóðum er áætlað að margfalda kolaframleiðsluna á næstu árum. Nokkur uggur er i erlendum kaupsýslumönnum aðfesta mikið fé i fyrirtækjum i Kina. Þótt póli- tiskur stöðugleiki viröist rikja i landinu er aldrei aö vita upp á hverju hugsjónamennirnir kunna að taka og næg eru dæmin um snöggar stefnubreytingar þar i landi. En Kinverjar reyna hvaö þeir geta til aö sýna mönnum og sanna að það sé gagnkvæmur hagur þeirra og erlendra auðhringa að fjárfesta i fyrir- tækjum. 1 Rauða fánanum.mál- gagni kinverska kommúnista- flokksins var nýlega birt grein, þar sem þvi var haldið fram, aö nýting á erlendu fjármagni væri besta aðferðin til að fjármagna iðnþróun i landinu. Þau erlendu lán sem Kinverjar taka eru greidd með íullunninni vöru. Þeir vilja hafa sama hátt- inn á hvað viðvikur erlendu fjár- magni. Þeir þurfa mikið ié tii að kaupa vélar til iðnaöarfram- leiðslu og reisa verksmiðjur og fyrir það fjármagn, sem út- lendingar leggja i fyrirtækin eiga þeir að fá vörur. Þegar er búið aö undirrita um 500 slika samninga, og að þvi er Rauði íáninn segir má gera ráð fyrir aö i náinni framtið geri Kinverjar nokkur þúsund samninga ai' þessu tagi. Það er ekki sist tækniþekking sem Kinverjar eru að kaupa. Þeir eru raunsæir og vita vel og viður- kenna að þeir eiga langt i land með að ná iönaðarþjóðunum og auðlegð i jörðu er ekki nóg, það þarf þekkingu og auðmagn til aö vinna hana. Sem fyrr segir bjóðast Kinverj- um mikil lán erlendis frá, en Rauði fáninn varar við of miklum erlendum lántökum, og segir aö á þvi sviði séu mörg viti til varnaðar. Margar þjóðir hafa tekið alltof mikiö af erlendum lánum og eru i vandræðum meö að greiða þau til baka. Erlendar lántökur eru orðnar eins og hengingaról, sem alltoí margar þjóðir hafa stungið hÖfðinu i. Lán- unum heíur verið varið i alls kyns óarðbærar framkvæmdir, og i stað þess að hafa aukið lram- leiðni og velsæld i þeim rikjum sem lánintaka, geta þau allt eins verkað letjandi á efnahagslifiö. Þvi er það að Kinverjar vilja ekki taka of mikla áhættu. Með si- hækkuðum vöxlum á lánum | verður greiðslubyrðin enn þyngri og meiri erfiöleikar á að endur- greiða þau. Þvi er þaö aö Kin- verjar vilja heldur laöa erlent fjármagn i atvinnulif og iönaðar- uppbygginguna en að taka lán, sem þeir koma siöar meir til að verða i erfiðleikum með að endurgreiða. Samt sem áður hala Kinverjar freistast til að taka mikiö af er- lendum lánum og á siöasta ári tóku þeir hundruð milljóna doll- ara að láni bæöi hjá bönkum og rikisstjórnum. Kyrir rúmri viku t.d. undir- ritaði ráðherra sá, sem fer meö erlend viðskipti, samning viö Dani um 15.2 milljón dollara lán, sem verja á til ýmissa verkeína svo sem kaupa á vélum i m jóikur- bú, sykurhreinsun og grjót- mulningsvélar. Með þvi aö auövelda erlendu fjármagni aðgang aö kinverskum iðnaði opnast einnig leiðir fyrir kinverskar vörur á erlendum markaði og Kinverjar verða bet- ur i stakk búnir aö taka þátt i al- þjóðlegu efnahagslifi en loka sig ekki inni i einstrengingslegri ein- angrun hugmyndafræöinnar. Miðl er mögtrieiki dae Aðalvinningurinn er húseign að eigin vali fyrir 1.000.000 einnig 2 vinningar á 500.000 til kaupa á íslenskum einingahúsum. Auk þess 9 toppvinningar til íbúðakaupa, 300 utanferðir og hátt á sjöunda þúsund húsbúnaðarvinningar. Sala á lausum miðum og endurnýjun flokksmiða og ársmiða stendur yfir. Vinningar til bílakaupa eru 2 á 150.000 og 98 á 50.000. Skrifstofumaður Fjármálaráðuneytið fjárlaga- og hag- sýslustoínun, óskar að ráða skrifstofu- mann til starfa hálfan daginn. Umsóknir sendist ráðuneytinu i Arnarhvoli fyrir 10. mai n.k. Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun, 23. april 1982 Bifreiðastjórar- Pakkhúsmenn Óskum að ráða bifreiðastjóra og pakkhús- menn til starfa strax. Upplýsingar gefur Guðmundur Árnason simi 99-1000 Kaupfélag Árnesinga, Selfossi. Fjósamaður Tilraunabúið Laugardælum Hraungerðis- hreppi óskar að ráða vana fjósamenn nú þegar, um lengri eða skemmri tima. Upplýsingar á staðnum eða i sima 99-1926. Til sölu kartöfluupptökuvél Grimme stanard. Smiðaár 1976. í góðu ásigkomulagi. Upplýsingar i sima 99-5659. Þykkvabæ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.